Morgunblaðið - 21.09.1974, Page 23

Morgunblaðið - 21.09.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 Félagaskipti í körfuknattleik um i 1. deild í vetur, sem geröu það ekki i fyrra. Guðmundur Þor- steinsson fyrrum landsliðs- þjálfari hefur tekið við þjálfun liðs Vals i stað Ólafs Thorlacíusar, Hilmar Hafsteinsson fyrrum leik- maður UMFN hefur nú hætt keppni, en mun í þess stað þjálfa lið UMFN. Ekki hefur okkur tek- ist að afla upplýsinga um það hver þjálfar lið HSK. Guttormur Ölafsson, sem þjáfaði þá í fyrra, verður ekki með liðið i vetur, og mér finnst líklegast, að Birkir Þorkelsson þjálfi liðið án þess ég viti nokkuð öruggt um það. Einar Sigfússon þjálfar nýliðanna I 1. deild, Snæfell frá Stykkishólmi, sem leika i 1. deild i fyrsta skipti. Einar Bollason verður áfram með KR, og nafni hans Ólafsson með IR, svo og Ingva. Sigurbjörnsson með Armann. IS hefur ekki ráðið þjálfara enn, og er liklegt, að Steinn Sveinsson taki að sér þjálf- un liðsins a.m.k. fyrst um sinn. Þau félagaskipti, sem þegar er vitað um, eru þessi: Þröstur Guð- mundsson úr IISK í KR, Stefán Bjarkason úr Val i UMFN, Bragi Jónsson úr UMFS i KR, Jón Héðinsson úr IMA í IS. Þá höfum við heyrt um fleira en ekki fengið staðfest, t.d. að Eiríkur Jónsson, besti maður UMFG s.l. vetur, muni leika með Snæfelli, Ólafur Jóhannesson, bakvörðurinn knái úr HSK, muni leika með UMFG og sömuleiðis Magnús Valgeirs- son áður leikmaður IR, HSK og Snæfells. IS mun endurheimta tvo gamla „jaxla“, þá Frits Heine- man og Stefán Þórarinsson, svo gera má ráð fyrir ÍS sterku í vetur. gk. Víkingur AÐALFUNDUR blakdeildar Vík- ings verður haldinn i Vikings- heimilinu 24. september n.k. kl. 20.00. Eru blakmenn hvattir til að fjölmenna. Nú þegar keppnistfmabilið I körfubolta er að hefjast er fróð- legt að rifja upp helstu félaga- skipti, sem hafa átt sér stað milli liðanna f sumar, og eins hvernig þjálfaramálum liðanna verður háttað f vetur. A.m.k. fjórir þjálfarar stýra lið- Steinar Jóhannsson skoraði mark Keflvík- inga í Split. Ætlum okkur langt í Evrópukeppninm — sögðu Júgóslavarnir eftir stórsigur gegn IBK EINS frá var skýrt í Morgun- blaðinu i gær tapaði lið Iþrótta- bandalags Keflavikur leik sínum við júgóslavneska liðið Hadjuk Split f fyrri leik liðanna í Evrópu- bikarkeppni meistaraliða I knatt- spyrnu með 1 marki gegn 7, en leikurinn fór fram í Split í fyrra- kvöld. I frásögn AP-fréttastofunnar um leikinn kemur fram, að Kefl- víkingarnir hafi staðið sig mjög vel i fyrri hálfleik og þá oft átt góðar sóknarlotur og skapað hættu við mark Júgóslavanna. Mikill hraði var hins vegar í leiknum, og mátti glögglega sjá að í seinni hálfleik fór að draga af Keflavikuliðinu og þar með r 5u júgóslavnesku meistararnir öllun tökum á leiknum. Gangur leiksins var annars sá, að fyrstu mínúturnar sóttu Júgó- slavarnir til mun meira, en Kefla- víkurvörnin var þá vel á verði og stóðst öll áhlaupin fram til 31. mínútu er Zungul skoraði fyrsta mark leiksins með geysilega fallegu skoti, sem Þorsteinn átti enga möguleika á að ná. Á 40. mínútu bætti svo stjarnan úr liði Júgóslava í heimsmeistarakeppn- inni i Þýzkalandi, Oblak, öðru marki við, en skömmu fyrir lok hálfleiksins skoraði Steinar Jó- hannsson laglegt mark fyrir IBK. Hljóp Steinar inn í sendingu, sem ætluð var markverðinum og skoraði af öryggi. Hleypti þetta mark miklu lífi í Keflavíkurliðið, sem sótti stanzlaust það sem eftir var hálfleiksins, en þó án ár- angurs. I seinni hálfleiknum komu svo yfirburðir júgóslavneska liðsins bezt i ljós. Það hafði öll völd á vellinum, og lék oft fremur þunga og óörugga vörn Keflavíkur- liðsins grátt. Og fimm sinnum varð íslenzki landsliðsmark- vörðurinn Þorsteinn Ólafsson að hirða knöttinn úr netinu hjá sér í þessum hálfleik. Skoraði Zungul þrjú þessara marka en Surjak — önnur stjarna úr júgóslavneska landsliðinu skoraði tvö. Undir lok leiksins virtistsem Júgóslavarnir hægðu ferðina og gáfu Keflvík- ingum þá möguleika á að sækja, en þeim tókst hins vegar ekki að skapa sér verulega hættuleg tæki- færi. Enginn einn leikmaður bar af öðrum i Keflavíkurliðinu. Til að byrja með var góð barátta í því, en þegar þreytan fór að segja til sín var sem leikmennirnir misstu nokkuð móðinn. Steinar Jóhanns- son er sagður hafa staðið sig einna bezt — fljótur og áræðinn framherji. Vörn liðsins var hins vegar nokkuð götótt og gaf of mikil færi á markinu, þar sem Þorsteinn var fyrir og náði ekki að sýna sitt bezta. Beztir í liði Júgóslavanna voru þeir Oblak, Surjak og Meskovic, en allt liðið lék vel — tók leikinn alvarlega og hélt uppi miklum hraða. Eftir leikinn sagði Tomislav, þjálfari Hadjuk Split, að hann hafi verið nokkuð ánægður með sína menn. Liðið hefði á engan hátt getað búið sig nægjanlega vel undir nýbyrjað keppnistímabil, þar sem svo margir leikmanna þess hefðu verið I júgóslavneska landsliðinu og fórnað því öllum tíma sínum. — Við höfum mikinn metnað og ætlum okkur að ná Iangt í Evrópubikarkeppninni, sagði Ivic. — Við höfum því ekki efni á að vanmeta andstæðinga okkar, hvorki í þessum leik né öðrum og tökum enga áhættu. Ég þekkti ekkert til liðs IBK, né íslenzkrar knattspyrnu fyrir þennan leik. Júgóslavneski landsliðsmaður- inn Buljan, sagði, að lið sitt hefði verið heppið að fá svo léttan and- stæðing i fyrstu umferð Evrópu- keppninnar. — En við þekktum ekkert til þeirra, og urðum að berjast þangað til að sigurinn var örugglega okkar. Hadjuk Split og IBK leiða saman hesta sína aftur n.k. þriðjudag, en þá mun Split ekki geta telft fram fullu liði, þar sem júgóslavneska landsliðið verður í keppnisferð og nokkrir leik- manns Split fá ekki leyfi til þess að leika með liði sínu. Rey kj avíkur mótið í körfuknattleik REYKJAVIKURMÓTIÐ f körfu- knattleik hið 18. f röðinni hefst ð morgun, sunnudag. 32 flokkar frá 6 félögum keppa f mótinu, auk minni-bolta flokka, en mót fyrir þá verður sfðar. Þátttakendur Kepptu í Svíþjóð FJÓRIR unglingar kepptu á Andrésar-Andarleikunum sænsku, sem fram fóru nýlega. Jón Erlingsson varð þar þriðji f langstökki, stökk 5,83 metra, Asta B. Gunnlaugsdóttir komst f milli- riðil f 100 metra hlaupinu, en varð þar fimmta á 13,0 sek. Ásta keppti einnig f langstökki og varð þar aftarlega, stökk 4,77 metra. Lára Halldórsdóttir, FH, stökk 1,45 metra f hástökki, en sú keppnisgrein vannst á 1,60 metr- um og Guðmundur Geirdal, UBK, hljóp 1000 metra á 2:52,0 mfn., en hlaupið vannst á 2:40,0 mfn. verða því um 550, þ.e. 200 fleiri en f fyrra. Á morgun fara fram tveir leikir í m. fl. karla, Valur leikur gegn Ármanni og IS gegn Fram. — Leik Vals og Ármanns verður sennilega að telja einn af úrslita- leikjum mótsins, a.m.k. ef miða á við árangur liðanna s.l. keppnis- tfmabil. Ekki er vitað um neinar breytingar á liðskipan Ármanns, en Stefán Bjarkason hefur gengið úr Val yfir f UMFN, og Þórir Magnússon, sem meiddist á hendi í sumar, mun e.t.v. ekki leika með Val í dag. — Lið IS ætti að vinna hið unga lið Fram, þótt ekki sé með neinni vissu hægt að fullyrða um það fyrirfram, en ÍS-liðið hef- ur æft mjög vel að undanförnu v/Norðurlandamóts stúdenta sem verður hér um mánaðamótin. Og ekki má gleyma því, að ÍS hefur borist góður liðsauki þar sem er hinn sterki miðherji frá Í.M.A., Jón Már Héðinsson. — Fróðlegt verður að sjá hvernig liðin koma undirbúin til keppninnar nú, og hvort þetta mót verður jafn jafnt og skemmtilegt og mótin s.l. keppnistímabil. gk. Dregió um leíó 105 VINNINGAR að verðmæti 4o.ooo.kr. hver. í söiuturnum borgarinnar eru enn fáanlegir miðar í smámiðahappdrættinu. LEYTIÐ MERKISINS—FREISTIÐ GÆFUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.