Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 1

Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 1
40SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 188. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ársfundur Alþjóðabankans: 300 milljónir manna á mörkum lífs og dauða 30. sept. Washington, AP—Reuter ROBERT McNamara, forseti Al- þjóðabankans, sagði f ræðu á árs- fundi bankans, sem hófst f Washington f dag, að vestrænar iðnaðarþjóðir yrðu á næstu fimm árum að leggja fram stóraukið fjármagn til aðstoðar þróunar- löndunum og skoraði á þau að leggja af mörkunum 36 milljarða dollara á þvf tfmabili. Hann sagði að óskaplegt ástand rfkti nú hjá 800 milljónum fbúa fátækustu landanna, þar sem meðalárstekj- ur næmu aðeins 200 dollurum (um 24 þúsund fsl. kr.). Það vakti athygli, að McNamara fetaði ekki f fótspor Ford Banda- nkjaforseta og Kissingers utan- ríkisráðherra í harðri gagnrýni á olíuframleiðsluríkin, en sagði að þessi lönd hefðu lagt hlutfallslega miklu meira af mörkunum til að- stoðar við þróunarlöndin en stóru iðnaðarþjóðirnar og nefndi t.d. að aðstoð Bandaríkjanna við þró- unarlöndin hefði verið lA% af Fá Martinson og Johnson bók- menntaverðlaunin? Stokkhólmi, 30. sept. NTB. SÆNSKA útvarpið skýrði frá því í kvöld, að sænska bókmenntaakademían hefði ákveðið að veita sænsku rithöfundunum Harry Martinson og Eyvind Johnson bók- menntaverðlaun Nóbels í ár. Sagði útvarpið að til- S-Afríka úr S.Þ.? Sameinuðu þjóðunum, 30. september. AP. ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna neitaði í kvöld með 98 atkvæðum gegn 23, en 14 þjóðir sátu hjá, að samþykkja kjörbréf fulltrúa sendinefndar S- Afríku til þingsins og fól Öryggisráðinu að fjalla um framtíð landsins innan S.Þ. kynning þess efnis yrði gefin út á fimmtudag. Er það nokkru fyrr en venja hefur verið, en akademían er sögð vilja koma í veg fyrir vangaveltur um verð- launahafa. Sé þessi frétt rétt, verð- ur þetta í 5. skiptið, sem sænskir rithöfundar fá verðlaunin. Áreiðanlegar Framhald á bls. 39 þjóðarframleiðslunni árið 1960, en aðeins 2/10% á þessu ári. McNamara sagði það rétt, að olíuframleiðsluþjóðirnar hefðu bætt hag sinn langmest á þessu ári, en benti á að þótt iðnaðar- þjóðirnar á Vesturlöndum ættu við mikla verðbólgu að strfða og hagvöxtur hefði verið minni en þau hefðu áætlað, hefði efnahags- leg staða þeirra batnað til muna á sl. tveimur árum. Hann sagði að þjóðartekjur orfuríkjanna myndu aukast úr 76 milljörðum dollara 1973 í 411 milljarða 1980. Fyrri upphæðin hefði aðeins numið 2,5% af tekjum iðnaðarþjóðanna, og 1980 myndu 411 milljarðar dollara aðeins vera 5% af þjóðar- tekjum iðnaðarþjóðanna. Hann spáði því einnig, að olíuríkin myndu eiga fasteignir, verðbréf og peninga erlendis fyrir um 624 milljarða dollara 1980, miðað við 24 milljarða í ár: McNamara sagði að það gæti verið að auðugu iðnaðarþjóðirnar yrðu eitthvað að herða beltið um tfma, en slíkt væri auðvelt fyrir íbúa þeirra, en ógerningur fyrir þær 800 milljónir manna, sem í dag lifa í sárafátækt og á barmi hungursneyðar. McNamara sagði einnig að hungurdauði vofði yfir milljónum þessa fólks ef ekki yrði þegar í stað gert eitthvað stórtækt til að bæta hag þeirra. Segja Framhald á bls. 39 Gerald Ford Bandarfkjaforseti kveður konu sfna Betty með kossi kvöldið áður en hún gekkst undir uppskurð, þar sem hægra brjóst hennar var numið brott vegna krabba- meins. Frú Ford er sögð vera á góðum batavegi og hress f bragði eftir uppskurðinn, en nú er beðið eftir niðurstöðum rannsókna, til að ganga úr skugga um hvort læknum hef- ur tekist að komast fyrir krabbameinið. Frú Ford er 56 ára að aldri. Vinstri menn virðast hafa tögl og hagldir í Portúgal Lissabon 30. september AP—Reuter. UNGIR vinstrisinnaðir herfor- ingjar neyddu Spinola, forseta Portúgals, til að segja af sér f morgun og hefur nú þriggja manna vinnstri sinnuð stjórnar- nefnd tekið við stjórn landsins. 1 afsagnarbréfi sfnu fordæmdi Spinola „öngþveiti og Iögleysu“ og varaði við að „ný tegund þrælahalds væri f uppsiglingu." Samfara afsögn Spinolas hafa borist fréttir af því að hreinsanir hafi farið fram f hópi stuðnings- manna hans, herforingjaráðinu og að tveir af bandamönnum hans Vel heppnuð sýning í Moskvu f bráðabirgðastjórninni hafi verið settir af. Þá berast einnig fréttir um mikla leit að ,,fasistum“ en það orðatiltæki er notað mjög frjáls- lega um allt frá auðmönnum í þá, sem látið hafa í ljós efa um þróun byltingarinnar. Heimildir herma að konur og börn 100 auðugustu manna landsins hafi þegar flúið ásamt mönnum sinum, sem ekki höfðu verið hnepptirí varðhald. Spinola sagði af sér, eftir að stuðningsmenn hans úr hópi hægri manna hættu við fjölda- göngu til stuðnings honum, en kommúnistar og vinstri menn höfðu hótað að beita ofbeldi til að stöðva gönguna. Þessi úrslit koma þó ekki á óvart, því að vinsældir Spinolas hafa farið þverrandi á undanförn- um vikum, og einkum hafa vinstri Framhald á bls. 39 Moskvu, 30. sept. NTB. MILLI 3—4000 manns sóttu málverkasýningu 60 sovézkra listamanna, sem haldin var í Izmailovogarði í Moskvu í gær, sunnudag, með leyfi sovézkra yfirvalda. Listamennirnir sýndu þarna afstraktlist, pop- list og frumstæðar teikningar, sem allar voru greinilega utan þess listaramma, sem sovézki kommúnistaflokkurinn viður- kennir. Sýning þessi er stærsta óopin- bera samkoman, sem haldin hefur verið í Moskvu á undan- förnum áratugum. Listamenn- irnir 60 voru mjög ánægðir með sýninguna, en velta því fyrir sér hvort leyfið fyrir henni sé upphafið að sveigjanlegri stefnu sovézkra yfirvalda á þessu sviði. Einn listamann- anna sagði við vestrænan fréttamann: „Auðvitað vildum við ekkert frekar en að fá að halda fleiri svona sýningar, en ég þori ekki að gera mér vonir um að yfirvöldin leyfi slíkt. Þegar listamennirnir reyndu að halda sýningu á verkum sínum fyrir viku síðan notuðu yfirvöld jarðýtur, sprautubíla og ösku- bíla til að loka sýningunni. Sýn- ingin í gær stóð i 4 klst., og að sögn vestrænna fréttamanna vakti hún mikla ánægju þeirra, sem skoðuðu hana, en talið að mun fleiri en þorðu hafi viljað koma, af ótta við að yfirvöld væru að leggja gildru fyrir gesti. Nixon vildi af- þakka náðun Eitt verkanna á sýningunni. Washington, 30. september AP. BANDARlSKA vikuritið Time segir f nýjasta tölublaðinu, sem út kom f dag, að Nixon fyrrum Bandarfkjaforseti hafi hringt f Ford forseta og boðist til að hafna náðuninni, sem Ford veitti hon- um, en Ford ekki tekið það til greina og sagt Nixon, að óánægju- öldurnar myndi brátt lægja. Time hefur eftir heimildum í Hvíta húsinu, að þetta hafi verið í fyrsta skipti, sem Nixon hringdi í Ford, frá því að hann tók við forsetaembættinu og að þeir hafi aðeins rætt persónuleg mál í sam- talinu. Læknar Nixons sögðu f dag, að hann yrði að vera f sjúkrahúsi í a.m.k. viku í viðbót og er því útilokað að hann geti mætt sem vitni við réttarhöldin yfir Erlich- mann, fyrrverandi ráðgjafa hans, sem hefjast í Washington á morg- un. 4 aðrir samstarfsmenn Erlich- mans komu einnig fyrir réttinn, sakaðir um meinsæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.