Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1974
Mikið tjón á mjólkur-
búinu á Egilsstöðum
Egilsstöðum — 30. september.
ELDUR kom upp f mjðlkurbúinu
á Egilsstöðum um kl. 10 f gær-
morgun. Brugðið var skjótt við til
að reyna að rlökkva eldinn, en
þegar slökkvistarf hófst var mik-
ill eldur f risi hússíns, en eldur-
inn varð ekki slökktur fyrr en
risið var brunnið að mestu. Mönn-
um hugkvæmdist þó að setja
hlera undir loftið f vinnusalnum
og reka undir þá stoðir, en með
þeim hætti tókst að koma f veg
fyrir að loftið félli niður f salinn
og á vélarnar sem þar voru. Eru
vélarnar þvf óskemmdar að heita
má, þó að rafleiðslur allar séu
brunnar.
Eldsupptök hafa ekki verið full-
könnuð enn sem komið er.
Mjólkurbúið er hið eina hér um
slóðir og er þetta því mjög baga-
legt fyrir bændur á Héraði. Hins
vegar stendur til að leysa þetta
vandamál til bráðabirgða með því
að fá tankbíl frá Mjólkurbúi Flóa-
manna, er flytji mjólkina frá Hér-
aði til Húsavíkur til gerilsneyð-
ingar og síðan aftur gerilsneydda
til baka. Hraðað Verður bráða-
birgðaviðgerð á mjólkurbúinu, og
byggt á það nýtt þak, en nýtt og
glæsilegt mjólkurbú, er i smfðum
hér þó að það eigi enn nokkuð í
land.
— Steinþór.
1400 hestahlaða
brann í Skagafirði
Mælifelli 30. september.
Á TÍUNDA tfmanum á sunnu-
dagskvöld kviknaði skyndilega
eldur f 1400 hesta hlöðu f Geld-
ingaholti. Álitið er að kviknað
hafi f út frá rafmagni, en heyið —
um 1200 hestar — var grænt og
mjög vcl verkað. Iflaðan var rcist
1971, stálgrindahús og er 18 kúa
fjós undir henni að hálfu. Loftið
yfir fjósinu brann ekki og eru
skemmdir á þvf ekki stórvægi-
legar. 300 kinda f járhús, sem er f
smfðum norðan hlöðunnar slapp
að mestu, og þrjú stór hey þar hið
næsta, enda barst fljótt hjálp úr
nágrenni og úr Staðarhreppi, en
slökkviliðið f Varmahlfð og á
Sauðárkróki brugðu einnig skjótt
við.
Hlaðan er nær ónýt. Stál-
grindur dignuðu og er tilgangs-
laust að klæða þær að nýju, báru-
járn mjög skemmt og böttungar
gerbrunnir. Enda þótt hlaðan
væri vátryggð er tjón bændanna í
Geldingaholti, Sigurjóns og Gunn-
laugs Tóbíassonar, mikið, fyrir
utan heyskaðann, sem er gífur-
legur. Reynt verður að hirða eitt-
hvað af heyinu, en það sem ekki
brann er rennblautt og þvælt. Var
það ekki vátryggt. Sérstaklega
skal tekið fram, að ekki var hita I
vottur í hlöðunni og hlýtur orsök
brunans því að vera önnur, en það
er mál er enn á rannsóknarstigi.
Helzt beinist grunur að rafmagn-
inu.
— Séra Agúst.
Lík stúlkunn-
ar fundið
LlK stúlkunnar sem saknað hefur
verið frá Vfk f Mýrdal fannst um
hádegisbilið f gær. Fannst það
rekið á fjörur rétt vestan við
Vfkurána, suður af Vfkurþorp-
inu. Var stúlkan f öllum klæðum
og engir áverkar sjáanlegir á Ifk-
inu.
Stúlkan var úr Reykjavík, en
gestkomandi á Vík. Hennar var
fyrst saknað á föstudagskvöld og
leit þá þegar hafin. Um helgina
leituðu flokkar manna á landi og
eins var leitað úr lofti. I gærmorg-
un hugkvæmdist bifreiðastjóra í
þorpinu að aka þarna niður með
ánni og fann þá lfk stúlkunnar.
Endurskinsmerkin
ódýr líftrygging
1 DAG hefst árleg kynning Um-
ferðarráðs á endurskinsmerkjum
og gildi þeirra fyrir umferðar-
öryggið, þegar skammdegistfm-
inn fer f hönd. Kynningin hófst á
þvf, að dómsmálaráðherra Ólafi
Jóhannessyni voru afhent sýnis-
horn endurskinsmerkja þeirra,
sem Umferðarráð hefur látið út-
búa til dreifingar og sölu um allt
land. Við það tækifæri sagði
dómsmálaráðherra m.a.: „Um-
ferðin krefst árlega mikilla
fórna, og f litlu þjóðfélagi sem
okkar er hvert mannslff dýrmætt.
Ég vil þvf eindregið hvetja alla,
jafnt unga sem aldna, til þess að
nota þessi ódýru merki. Þau eru
vissulega varúðarráðstöfun til að
koma f veg fyrir slys og geta orðið
ódýr lfftrygging.“
Að þessu sinni beinist athyglin
sérstaklega að fullorðna fólkinu,
því þrátt fyrir mikilvægi endur-
skins fyrir gangandi vegfarendur
hefur reynzt örðugt að koma á
almennri notkun merkjanna. Það
er útbreiddur misskilningur, að
endurskinsmerki séu fyrst og
fremst fyrir börn. Fullorðnir eru
meira á ferli eftir að skyggja
tekur og eru þar af leiðandi oftar
f h opftii
Á s.l. ári gerði Umferðarráð
áætlun til þriggja ára um sölu
endurskinsmerkja. Þá seldust 28
þús. endurskinsmerki, á þessu ári
er markmiðið að selja 40 þús.
merki og á næsta ári 50 þúsund.
Einn þriðji hluti umferðarslysa
verður í myrkri og slæmu
skyggni, auk þess, sem þau eru
mun alvarlegri en slys í dags-
birtu. Endurskinsmerki eru þvf
mikilvæg fyrir gangandi vegfar-
endur, þegar þeir eru á ferli í
myrkri eða slæmu skyggni.
Endurskinsmerki er gert úr þús-
undum örsmárra glerperla beggja
megin á þunnri plötu. Þegar svo
ljós bifreiðar fellur á plötuna
endurkastar hún ljósinu með
miklum styrk til bifreiðastjórans.
Gangandi vegfarandi sést fimm
sinnum lengra frá ef hann notar
endurskinsmerki. Þar með kemur
endurskinsmerkið I veg fyrir að
hinn gangandi vegfarandi sjáist
of seint.
Að þessu sinni hefur Umferðar-
ráð gefið út bækling, sem hefur
verið sendur fyrirtækjum, stofn-
unum og sveitarfélögum víðs-
vegar um landið. Þessum bækl-
ingi er ætlað að kynna endur-
skinsmerkin.
Vilja hætta í Lífeyris-
sióði Austurlands
Fá ekki lán nema hafa réttar pólitískar skoðanir
Stjórn Verkalýðs- og sjómanna-
félags Fáskrúðsfjarðar hefur nú
verið falið að athuga hvort félagið
eigi ekki að segja sig úr Lífeyris-
sjóði Austurlands og annaðhvort
að falast eftir inngöngu I annan
lífeyrissjóð eða stofna sér lífeyris-
sjóð.
„Ástæðan fyrir þessu er sú,“
sagði Guðni Kristinsson, varafor-
maður félagsins, í gær, „að stjórn-
endur sjóðsins sem eru f Nes-
kaupstað hafa hagað störfum sín-
um þannig, að það er til hinnar
mestu hneisu fyrir þá. Þeir hafa
leyft mönnum, sem hafa réttar
pólitískar skoðanir, að þeirra
mati, að kaupa sig inn í félagið og
síðan veitt þeim lán. Á meðan
hafa aðrir fullgildir félagar ekki
fengið lán úr sjóðnum. Þegar
svona er komið er ekki lengur
verandi f sjóðnum og hér finnst
okkur, að þeir atvinnurekendur,
sem eru í stjórn sjóðsins, lftil
áhrif hafa á gang mála. Stjórn-
endur hans f Neskaupstað virðast
algjörlega ráða ferðinni," sagði
Guðni.
Hann sagði, að þessi ákvörðun
hefði verið tekin á fjölmennum
fundi félagsins s.l. laugardag, en
þar spunnust miklar umræður um
þetta mál og samþykkti fundur-
inn einróma að fela stjórninni að
reyna að slfta sig úr tengslum við
Lífeyrissjóð Austurlands. Enn-
fremur var samþykkt á fundinum
Ólafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra á göngu með endur-
skinsmerki.
Þau endurskinsmerki, sem Um-
ferðarráð dreifir nú til sölu, eru
tvenns konar:
1. Áprentuð merki til að sauma
áföt.
2. Litlar plötur, sem hafðar eru
f vasa, og látnar hanga lausar,
þegar fólk er á ferð I myrkri og
slæmu skyggni.
Verð merkjanna er kr. 50,00.
Merkin eru til sölu f öllum mjólk-
urbúðum á dreifingarsvæði
Mjólkursamsölunnar f Reykjavík
og f kaupfélögum um land allt.
að segja upp núverandi samning-
um, þannig að þeir yrðu lausir 1.
nóvember n.k., en ekki var tekin
nein ákvörðun um verkfallsboð-
un.
Myndin er tekin á sunnudag
við prestvfgslu f Dómkirkj-
unni f Reykjavfk, en þar vfgði
hiskup tslands, herra Sigur-
björn Einarsson, prestana
Auði Eir Vilhjálmsdóttur til
Staðarprestakalls f Súganda-
firði, Jón Þorsteinsson til Sét-
bergsprestakalls f Grundar-
firði og Kristján Val Ingólfs-
son til Raufarhafnarpresta-
kalls.
Einar talar
á Sþ-þingi
EINAR Ágústsson utanríkisráð-
herra átti að flytja ræðu sína í
nótt á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna eða milli kl. 9 og 10 að
staðartíma. Ræða Einars snerist
mikið um þróun hafréttarmála,
en nánar verður frá henni greint
sfðar.
Góð sala
hjá Reyðar-
fjarðarbát
Reyðarfirði — 30. september.
GUNNAR SU-139 kom sl. sunnu-
dag úr söluferð til Cuxhaven f
Þýzkalandi. Báturinn var með 74
tonn og var meðalverð á hvert
kíló kr. 70.20. Ferðin gekk mjög
vel báðar leiðir, þrátt fyrir vont
veður hér heima fyrir. Snæfell
SU 20 er suður með landi á neta-
veiðum, en afli hefur verið lftill,
enda veðurlag þar mjög óhag-
stætt.
Barna- og miðskóli Reyðarfjarð-
ar tekur til starfa á morgun. 115
börn verða f bamaskólanum í vet-
ur og kennt í 7 bekkjardeildum. 1
miðskólanum verða 46 börn í
þremur bekkjardeildum. Fastir
kennarar eru 7 með skólastjóra,
en stundakennarar eru þrír.
Skólastjóri er Kristinn Einarsson.
— Gréta.
Þá hefur blaðið fregnað að
mikil óánægja sé ríkjandi á fleiri
stöðum á Austurlandi vegna af-
greiðslu lána úr Lffeyrissjóði
Austurlands.
EINBYLISHUS
EYÐILEGGST
ÍBRUNAÍ
NORÐFIRÐI
Neskaupstað, 30. sept.
UM KLUKKAN 13 í gær var
Slökkvilið Neskaupstaðar kallað
að býlinu Skálateigi 2 í Norð-
fjarðarhreppi, en mikill eldur var
þá á efri hæð hússins, sem er
tvílyft steinhús. Þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang var mikill
eldur á efri hæðinni og f þaki
hússins. Slökkvistarfið gekk þó
vel, enda veður gott og var þvi aó
mestu lokið á klukkustund.
Húsið er gffurlefea mikið skemmt
eftir brunann, efri hæðin að
mestu ónýt eftir eldinn og sú
neðri stórskemmd af reyk og
vatni. Eldurinn mun hafa komiö
upp í þakherbergi í norðaustur
hluta hússins, en ekki er vitað um
eldsupptök.
öll búslóð náðist út úr húsinu,
en eitthvað mun hún hafa
skemmst. I Skálateigi 2 bjó Einar
Sigfússon ásamt eiginkonu sinni
og þremur börnum. Ennfremur
bjó aldraður faðir Einars hjá
þeim. Fólkinu hefur nú verið
komið fyrir á öðrum bæjum f
Norðfjarðarsveit.
Asgeir.
Fjársöfnun
vegna Sjálfstæðis-
hússins
FJÁRSÖFNUN vegna Sjálfstæð-
ishússins stendur enn yfir. I
kvöld, þriðjudag, hefst fjársöfn-
un f Vesturbæjar- og Miðbæjar-
hverfi. Söfnuninni verður haldið
áfram þar á miðvikudags- og
fimmtudagskvöld. Lokið er fjár-
söfnun f Nes- og Melahverfi. Að
sögn talsmanna byggingarnefnd-
arinnar gekk sú söfnun vel og er
það von nefndarinnar, að undir-
tektir verði jafn góðar í Vestur-
bæjar-og Miðbæjarh verfi.
Fulltrúar byggingarnefnd-
arinnar leita nú eftir fjárfram-
lögum hjá þeim stuðnings-
mönnum flokksins, sem ekki hafa
þegar fengið tækifæri til þess að
leggja skerf til húsbyggingar-
innar. Unnið er að uppslætti fyrir
efstu hæð hússins um þessar
mundir. Ráðgert er að ljúka við
að steypa húsið upp í þessum
mánuði. Fjársöfnunin, sem nú fer
fram, á að tryggja, að unnt verði
að ljúka þeim framkvæmdum.
Myndin sýnir slökkviliðsmenn á þaki mjðlkurbúsins á Egilsstöðum.