Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 38
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974
Unglingamót UMSB
Meistaramót Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar í frjálsum
íþróttum fyrir drengi, sveina og
meyjar var haldið að Varmalandi
dagana 29. og 30. júnf s.l.
Sigurvegarar í einstökum grein-
um á mótinu urðu sem hér segir:
DRENGIR:
Langstökk: Friðjón Bjamason,
SK 5,58 metr.
Kringlukast: Friðjón Bjarnason.
SK 34,25 metr.
Kúluvarp: Ástráður Eysteinsson
SK 11,44 metr.
Þrístökk: Friðjón Bjarnason, SK
12,22 metr.
Hástökk: Friðjón Bjamason, SK
I, 65 metr.
100 metra hlaup: Kristján Bjarna-
son, SK 12,9 sek.
Valur Helgason, R 12,9 sek.
1500 metra hlaup: Ágúst Þor-
steinsson, Dí 4:59,8 mín.
400 metra hlaup: Sigurður
Leósson, SK 60,2 sek.
4x100 metra boðhlaup: Sveit
Skallagríms 54,0 sek.
Spjótkast: Pétur Sverrisson, SK
44,26 metr.
SVEINAR:
Langstökk: Friðjón Bjarnason,
SK 5.58 metr.
Kringlukast: Rúnar Vil-
hjálmsson, R 32,66 metr.
Kúluvarp: Pétur Sverrisson, SK
II, 83 metr.
Þrístökk: Friðjón Bjarnason, SK
12.22 metr.
Hástökk: Friðjón Bjamason, SK
1,65 m.
100 metra hlaup: Friðjón Bjama-
son, SK 13,0 sek.
800 metra hlaup: Rúnar Hjartar,
SK 2:27,9 min.
4x100 metra boðhlaup: Sveit
Skallagrims 55,5 sek.
Spjótkast: Pétur Sverrisson, SK
44,26 metr.
MEYJAR:
Langstökk: Olöf Amundadóttir, R
4,07 metr.
Spjótkast: Ólöf Ámundadóttir, R
19,50 metr.
Hástökk: Laufey Jónsdóttir, Dí
1,20 metr.
Sigrún Hannesdóttir, Dí 1,20
metr.
Kringlukast: Laufey Jónsdóttir,
Dí 16,90 metr.
Kúluvarp: Kristín Guðm-
undsdóttir, SK 5,83 metr.
100 metra hiaup: Kristín
Guðmundsdóttir, SK 14,9 sek.
400 metra hlaup: Agnes
Guðmundsdóttir, Sth. l:13,6mín.
Úrslit i stigakeppni mótsins
urðu þau, að UMF Skallagrímur
hlaut 158,5 stig Ungmennafélög
in Dagrenning og Islendingur
hlutu 46 stig, Ungmennafélag
Reykdæla 38,5 stig og Ungmenna-
félag Stafholtstungna 26 stig.
Bæklingur um
íþróttaslys
A VEGUM Iþróttasambands Is-
lands er nýlega kominn út bækl-
ingur, er ber nafnið: IÞRÓTTIR
— SLYS. Bæklingur þessi er tek-
inn saman af Jóni Asgeirssyni og
fjallar hann um fþróttameiðsli,
varnir gegn þeim og meðferð.
I formála sínum segir Jóri Ás-
geirsson m.a.:
„Kröfurnar, sem gerðar eru
til þeirra Iþróttamanna, sem
keppa, verða sífellt strangari, og
þeir, sem taka þátt í alþjóðamót-
um, verða að vera vel þjálfaðir og
vel undirbúnir á allan hátt. Enda
ná íþróttamenn æ betri árangri, á
hverju ári eru sett mörg heims-
met og þeim árangri, sem talið
hefur verið fyrir nokkrum árum,
að ómögulegt væri að ná, hefur
verið náð fyrir löngu. —
Ástæðurnar fyrir framförum I
keppnisíþróttum eru margar.
Sjálfsagt hefur þó hvað mest að
segja, að þjálfun fþróttamanna er
orðin bæði meiri og árangursrík-
ari hin sfðari ár. íþróttamenn,
sem vilja ná langt, eru þjálfaðir á
vlsindalegan hátt, — þjálfarar
hafa öðlazt meiri þekkingu og
reynslu, og þeir verða lfka aó
leggja sig meira fram, og læra
meira nú en áður. —
Þá hefur það ekki lítið að segja,
að þekking manna á mannslfkam-
anum, byggingu hans og starfs-
háttum einstakra líffæra, hefur
stóraukizt, og við það verður nota-
gildi æfinganna meira.
Loks hefur verið Iögð á það
vaxandi áherzla slðari árin að
tryggja íþróttamönnum, sem
verða fyrir slysum, fljótvirka og
árangursríka meðferð, svo þeir
verði ekki að gera hlé á æfingum
eða keppni langtímum saman og
geti haldið áfram æfingum, þrátt
fyrir smáóhöpp. Einnig til þess,
að þeir geti byrjað æfingar sem
allra fyrst eftir slys, sem verða
óhjákvæmilega til þess, að þeir
verða að gera hlé á æfingum. —
Hér á landi hefur þróunin ekki
verið eins ör og víða annars stað-
ar, en ljóst er, að fjöldi þeirra,
sem stunda íþróttir er orðinn mik-
ill, íþróttirnar eru þegar orðnar
veigamikill þáttur I samfélaginu,
og því ber að stuðla að því, að
þeir, sem þær iðka, njóti sem
mestrar fræðslu og fái eins góða
þjónustu og kostur er, bæði hvað
snertir þjálfun og hvaðeina ann-
að.
Þessum bæklingi er ætlað að
bæta úr brýnni þörf, og bið ég
lesendur að taka viljann fyrir
verkið."
Meginefni bæklingsins fjallar
svo um, hvernig búa skuli um þau
meiðsli, sem íþróttamenn verða
fyrir í/leik og einnig, hvernig
íþróttamenn eiga að endurþjálfa
sig eftir slys og meiðsli, sem þeir
hafa orðið fyrir.
Lögð verðuráherzla áað hafa
bækling þennan til sölu á öllum
þeim stöðum, þar sem íþróttir eru
iðkaðar, á Iþróttavöllum, fþrótta-
húsum, sundstöðum, skfðasvæð-
um o.s.frv. Verði bæklingsins er
mjög I hóf stillt.
Isra-
elar
að
ein-
angr-
ast
ASlULEIKARNIR í fþróttum,
sem fram fóru í Teheran á dög-
unum, virðast ætla að draga
dilk á eftir sér. Það er nú orðið
aukaatriði hver vann beztu
fþróttaafrekin og hver sigraði f
einstökum keppnisgreinum.
Miklar stjórnmáladeilur hafa
risið, og fram hefur komið það
bitra hatur, sem rfkir milli
sumra Asfuþjóðanna.
Israel er miðdepill deilnanna.
Varla hafði keppni leikanna
hafizt er forystumenn fþrótta-
fólks frá Kuwait og Irak neit-
uðu að Iáta fólk sitt taka þátt I
þeim greinum, sem ísraelar
voru meðal þátttakenda, og
stóðu fyrir því, að stöðugt var
gerður aðsúgur að fþróttafólki
Israels og því ógnað bæði ^
keppnisvelli og utan hans.
Rot Esther frá Israel var sú fþróttakona, sem einna mesta
athygli vakti á Asfuleikunum, og vann hún til þriggja gullverð-
launa, sigraði f 100, 200 og 400 metra hlaupi.
Fljótlega bættust svo Kína,
NorðuriKórea og Pakistan I hóp
þeirra landa, sem neituðu að
keppa við Israel. Kina tók nú
þarna I fyrsta skipti I 20 ár þátt
f alþjóðlegu íþróttamóti, og var
því lýst yfir, er lið þeirra kom
til Teheran, að það væri ekki
þangað komið til þess að vinna
verðlaun, heldur vináttu; ísrael
var hins vegar ekki með I þeim
vinahópi, sem vinna skyldi.
En samtímis því, að Kína lét
mikið að sér kveða I hinni
stjórnmálalegu togstreitu leik-
anna, kom glögglega fram, að
það er rétt, sem margir hafa
haldið fram, að Klna hefur
orðið að stórveli á sviði íþrótt-
anna á nokkrum árum. Það var
sérstaklega I badminton og
borðtennis, sem kínverska
íþróttaflókið lét til sfn taka á
Asíuleikunum, en Kínverjar
höfnuðu í þriðja sæti
verðlaunatölu; hlutu 33 gull-
verðlaun, 45 silfurverðlaun og
28 bronsverðlaun. Japanir
unnu til flestra verðlauna; 75
gull, 50 silfur og 51 brons, en
íranir hlutu næst flest
verðlaun; 36 gull, 28 silfur og
17 brons. ísraelar urðu I
fimmta sæti, hlutu 7 gull, 4
silfur og 8 brons.
Danir banna handknattleiksmönnum
að leika með erlendum liðum
DANSKA handknattleikssam-
bandið hefur ákveðið að grfpa til
róttækra aðgerða til þess að koma
f veg fyrir, að handknattleiks-
menn þaðan gerist atvinnumenn f ■'
öðrum löndum, en að undanförnú
hafa bæði-þýzk, frönsk og austur-
rfsk lið verið á eftir handknatt-
leiksmönnum frá Danmörku og
gert þeim ýmis gylliboð. Akvað
stjórn sambandsins á fundi
sfnum nýlega, að danskir hand-
knattleiksmenn mættu ekki leika
með erlendum liðum fyrr en ári
eftir að þeir hefðu sfðast leikið
með dönsku liði. Hefur danska
knattspyrnusambandið I hyggju
að setja svipaðar reglur, en mikið
hefur borið á þvf, að beztu knatt-
spvrnumenn Dana hafi verið
keyptir af félögum f VesturÞýzka-
landi, Belgfu og Hollandi.
Þá ákvað danska hand-
kanttleikssambandið, að ef I k-
maður færi sem atvinnumaður til
liða utan Danmerkur, en kæmi
heim aftur og óskaði eftir því að
gerast áhugamaður að nýju, þá
yrðu að llða a.m.k. þrjátíu dagar
unz hann fengi full réttindi.
Lengri tími getur liðið, ef það
sannast, að viðkomandi hafi
GOÐ ÞATTTAKAI
MIKLATÚNSHLAUPI
Fyrsta Miklatúnshlaup
Ármanns á þessum vetri fór fram
laugardaginn 14. september s.l.
Þátttaka var ágæt f þessu fyrsta
hlaupi og náðist góður árangur,
enda aðstæður betri nú en oft
þegar keppt hefur verið.
Urslit í hlaupinu urðu þessi:
1. flokkur (Keppendur f. 1961 o§
fyrr — lengri leiðin) mfn.
1. Hafsteinn Öskars. 2:45,0 —
2. Óskar Thorarensen 2:47,0 —
3. Auðunn Jónsson 3:03,0 —
2. flokkur (Keppendur f. 1962 og
1963)
Drengir: mfn.
1. Óskar Hlynsson 2:00,0 —
2. Birgir Þ. Jóakims. 2:25,0 —
Stúlkur: mfn.
1. Eyrún Ragnarsd. 2:22,0 —
2. Sigrún Harðard. 2:25,0 —
3. Guðrún Guðmundsd. 2:48,0 —
3. flokkur (Keppendur fæddir
1964 og 1965)
Drengir: mfn.
1. Guðjón Ragnars. 2:09,0 —
2. Stefán Harðars. 2:45,0 —
3. Ingimar Friðriks. 2:47,0 —
STULKUR
María Kjartansd. 2:48,0 —
Berglind Baldursd. 2:48,0 —
Þorgerður Kristjánsd. 3:04,0 —
4. flokkur (Keppendur f. 1966 og
sfðar) mfn.
Jóhanna Guðmundsd. 2 58.0 —
Hlfn J. Arnþórsd. 3:15,0 —
fengið peningagreiðslur, en sem
kunnugt er, þá er atvinnu-
mennska í handknattleik ekki
viðurkennd opinberlega.
Tveir danskir leikmenn,
Flemming Hansen og Ole
Madsen, fóru I fyrra til austur-
ríska félagsins Graz sem atvinnu-
menn, en þeir eru nú báðir komn-
ir heim, og óska eftir félagaskipt-
um, að nýju. Er risið upp mikið
deilumál milli þeirra og fram-
kvæmdastjóra félagsins. Halda
þeir félagar því fram, að þeir hafi
aðeins fengið sem svarar til 320
þús ísl. króna, en framkvæmda-
stjórinn segir, að þeir hafi fengið
langtum hærri upphæð. Umrædd
320 þúsund hafi þeir fengið er
þeir undirrituðu samning við
félagið, en sfðan hafi komið til
bæði fastar greiðslur og eins
bónusgreiðslur fyrir leiki. Auk
þess fengu svo leikmennirnir að
taka út vörur I ákveðnum verzlun-
um í Austurríki, án þess að
greiðsla kæmi fyrir. Þeir Ole
Madsen og Flemming Hansen
segjast ætla að endurgreiða
félaginu 320 þúsund krónurnar,
en formaður Graz-félagsins hefur
lýst því yfir, að hann muni höfða
mál á hendur þeim og krefjast
endurgreiðslu hærri upphæðar,
auk bóta fyrir samningsrof, en
báðir leikmennirnir höfðu heitið
því að leika I a.m.k. eitt ár með
félaginu.
Þess má svo geta, að I þeim
umræðum, sem komið hafa fram
um mál þetta, segja forystumenn
austurrískra félaga, að þeir hafi I
hyggju að fá til sín Ieikmenn frá
Noregi og íslandi og halda þvl
fram, að það sé eins gott að viður
kenna strax atvinnumennskuna I
‘■•■ndknattleik — hún sé hvort
sem er orðin allsráðandi.
Flemming Hansen, fékk nóg af
dvölinni f Austurrfki og er kom-
inn aftur heim.