Morgunblaðið - 01.10.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1 ORT0BER 1974
27
Borqfirzkur heiðursmaður nírœður:
Bjarni Bjarnason
á Skáney
Það var eitt sinn fyrir all-
mörgum árum, að þegar ég kom í
hlað hjá þeim séra Einari Guðna-
syni og frú önnu Bjarnadóttur f
Reykholti, var að fara frá þeim
aldraður maður, frekar hár vexti
en grannvaxinn, snyrtilega búinn,
fyrirmannlegur og ljúfmann-
legur. Séra Einar kynnti okkur.
Þetta var Bjarni Bjarnason á
Skáney. Hann kannaðist við mig,
og ég minntist þess að hafa séð
hans getið í bókum Kristleifs á
Stóra-Kroppi, — þar hafði ég
fræðzt um margan Borgfirðing.
Við Bjarni ræddumst ekkert við
að þessu sinni, þvf að bifreið beið
hans þarna á hlaðinu. En þegar ég
var kominn inn til prófastshjón-
anna, sagði séra Einar:
,,Mér heyrðist þú kannast eitt-
hvað við þennan mann."
„Ja, já, mig minnir", svaraði
ég,“ að Kristleifur heitinn á
Kroppi geti hans sem söngstjóra
við fleiri en eina jarðarför
merkra manna hér í héraðinu.“
Séra Einar brosti.
„Já, minnugur ertu. Þetta er
annars mikill vinur okkar hjóna,
enda samstarfsmaður minn frá
því, að ég kom hér í Reykholt, og
ég tel hann einn þann mesta
gæfumann, sem ég þekki. Honum
tókst það í hartnær hálfa öld að
sinna verulega listrænni hneigð,
sem áreiðanlega hefur verið rfk-
ust alls í eðli hans — og samtímis
verða einn mesti framkvæmda-
maðurinn hér í héraðinu sem
bóndi, reyndar með ómetanlegri
aðstoð frábærrar búkonu, móður
og húsfreyju — og barna þeirra
— allra þriggja, sem til aldurs
komust. Og — já, nú munt þú
reka upp stór augu: barna, sem
öll búa nú góðum búum á landi
Skáneyjar, og eru fyrirmyndar
fólk.“
Það lá við, að séra Einar yrði
drýgindalegur á svipinn, þegar
hann lauk máli sínu, og vissulega
þóttist ég orðinn nokkurs vísari
um Bjarna á Skáney.
Það er þessi maður, sem varð
níræður í gær.
Bjarni er fæddur á Hurðarbaki
í Reykholtsdalshreppi 30. septem-
ber 1884, sonur Bjarna bónda
Þorsteinssonar og Vilborgar
Þórðardóttur frá Litla-Kroppi.
Bjarni var snemma lagvís og
sönghneigður, og aldamótaárið
fékk hann að fara til Reykjavíkur
til þess að læra á orgel. Kennari
hans var Brynjólfur organleikari
Þorláksson. Hann lagði mikla
rækt við kennsluna og leyfði
Bjarna að sitja löngum stundum
við orgel sitt að æfingum. Þegar
svo Bjarni fór heim, sagði
Brynjólfur, að hann væri orðinn
fyllilega til þess fær að leika á
orgelið í Reykholtskirkju.
Fljótiega eftir heimkomuna
eignaðist hann orgel, og ekki leið
á löngu unz hann varð orgelleik-
ari við messur séra Guðmundar
Helgasonar. Hann varð það árið
eftir heimkomuna frá náminu, og
síðan gegndi hann þvf starfi
þangað til fyrir fáum árum. Hann
var og organleikari í Gilsbakka-
kirkju og Síðumúlakirkju, og þar
leikur hann enn á orgelið við
hverja kirkjulega athöfn. Hann
var söngkennari í Hvítárbakka-
skóla- og í Reykholtsskóla í 12 ár,
og við jarðarfarir hefur hann leik-
ið á orgel í 19 kirkjum, og nokkra
kirkjukóra hefur hann stofnað og
æft. Árið 1915 stofnaði hann
karlakórinn Bræðurna, sem í
voru um tuttugu manns úr Reyk-
holtsdal og næstu sveitum. Sá kór
starfaði um þrjátíu ára skeið og
söng á ýmsum samkomum og við
jarðarfarir vfðs vegar um héraðið.
Er það síður en svo ofmælt, að
Bjarni hafi með söng og organ-
slætti fróað tilfinningum Borg-
firðinga jafnt á gleði- og sorgar-
stundum.
En svo er þá að vfkja að þvf,
sem hefur fylgt meiri og þyngri
ábyrgð en starfi Bjarna sem
organleikara og söngstjóra, en
honum hefur þó tekizt að rækja
óvenju farsællega.
Hann kvæntist haustið 1908
Helgu, dóttur Hannesar Magnús-
BAHCO
VERKFÆRIN SEM ENDAST
Fást hjá okkur í miklu úrvali
Verzlun ValdPoulsen hf.
Suðurlandsbraut 1 0.
Símar 38520 31142
sonar, hreppstjóra og sveitarhöfð-
ingja f Deildartungu. Henni mun
ekki í stuttu máli verða betur lýst
en séra Einar gerði, þegar hann
sagði mér frá gæfumanninum
Bjarna á Skáney. Búskapurinn
gekk þannig, að árið 1924 fékk
Bjarni heiðursverðlaun fyrir
ræktunarframkvæmdir úr sjóði
Kristjáns konungs IX. — og síðar
fékk hann tvisvar verðlaun fyrir
framkvæmdir í búnaði. Mér hefur
Bjarni sagt, að farsæld hans í
búskapnum hafi fyrst og fremst
verið að þakka húsfreyjunni og
þar næst góðum og tryggum hjú-
um og börnunum þremur, sem
fljótt hafi reynzt heimilinu
hjálparhella.
„Og Helgu minni er líka að
þakka skógarlundurinn fagri
fyrir ofan bæinn — sunnan í
Skáneyjarbungunni,“ sagði hann.
„Eitthvað hefur þú nú reynt að
leggja hönd á plóginn, „sagði ég.“
„Ojá, já,“ sagði hann þá, „og
vinnudagurinn varð stund-
um nokkuð langur, en ég tek
það ekki aftur, sem ég hef
sagt um konu mína, hjú og
börn.“ „Nei þú ert ekki lfk-
legur til þess, en ég geri mér
nú i hugarlund, aó þú hafir verið
nokkuð verkhagur, kunnað sæmi-
lega að stjórna verkum og staðið
fyllilega fyrir þínu út á við,“
mælti ég. „Jæja, þú vilt láta það
heita svo,“ sagði hann síðan og
brosti.
Víst er og um það, að um skeið
var hann formaður Búnaðarfé-
lags Reykdæla, og ýmsum
trúnaðarstörfum öðrum gegndi
hann fyrir sveit sína. Eitthvað
mundi það og hafa verið frá hendi
föður sem móður, er tengdi öll
börnin Skáneyjartorfunni. Árið
1937 stofnuðu þaunýbýlið Nes
dóttir hans Vigdís og bóndi henn-
ar Guðráður Daviðsson, sem búið
Framhald á bls. 29
Sjötugsafmœli:
Þórdís Jóhannesdóttir
Einn merkismanna nítjándu
aldar og fyrri hluta hinnar tuttug-
ustu var óðalsbóndinn að YtriSól-
heimum í Mýrdal, Vigfús Þórar-
insson.
Sú spurning hefir margsinnis
vafist fyrir mörgum hversvegna
Vigfúsar sé eigi getið meira en
gert hefir verið. Vafalaust er hér
meir um að kenna framtaksleysi
en því, að maðurinn sé gleymdur.
Slíkir menn sem Vigfús var
gleymast ekki um leið og þeir
hverfa manni sýnum, heldur lifir
minningin um þá lengi og vel.
Maður sér'þá fyrir sér í anda eins
og þeir komu manni fyrir sjónir I
lifanda lífi, og maður ber lotning-
arfulla virðingu fyrir minning-
unni um þá menn og þykir vænt
um hana. Mér er f hug að bæta
þar örlítið úr bráðlega.
Ein minna kærustu minninga
æskuáranna eru sunnudagaheim-
sóknir með föður mínum til föður-
systkina minna og annarra
frænda. Slíkar heimsóknir eru
ómetanlegar, en eru því miður
aflagðar.
Þórdís Jóhannesdóttir er f ædd í
Reykjavík. Dóttir hjónanna
Helgu Vigfúsdóttur frá Ytri-Sól-
heimum í Mýrdal og Jóhannesar
trésmiðs í Kveldúlfi Jónssonar.
Hún er elzt föðursystkina minna,
og aðeins fjórtán ára er móðir
þeirra andast. Það lætur að lík-
um, að umfangsmikið heimili átti
stoð í traustri og f jölhaefra móður,
en sem svo skyndilega var kölluð
burt af þessum heimi.
Slíkt er ekkert einsdæmi, en
hitt mun fátíðara, að sambýli á
fjölþættu og fjölmennu heimili
hafi tekizt með þeim ágætum, sem
raunin varð á, eftir fráfall elsku-
legrar móður. Þegar vel tekst með
sambýli, eiga fleiri en einn sinn
þátt í því. Hér skal ekki getum að
þvi leitt, hver hafi átt þátt í því
óvenjugóða samkomulagi, sem á
Bergstaðastfg 26 ríkti.
Ekki rýrir það hlut Þórdísar þó
að önnur systkini hennar hafi
staðið henni jafnfætis að góðum
eiginleikum, og sízt myndi hún
sjálf vilja gera sinn hlut stærri en
annarra, sem að sambýlinu stóðu.
Hinn stóri og glaðværi systkina-
hópur dró að vonum til sfn hugi
margra, svo oft var gestkvæmt og
glatt á hjalla, alúðina fundu allir,
fundu sig velkomna á heimilið.
Systkinin voru ekki ein um það að
halda uppi ánægju á heimilinu.
Húsbóndinn Jóhannes kunni
vel að gleðjast með glöðum barna-
hópnum sínum.
Heimilisvinur að Bergstaðastíg
26 hefur sagt mér, að þrátt fyrir
galsa og alls konar glettur hafi
bakmælgi eða rógur aldrei fundið
hljómgrunn á heimilinu. Ef ein-
hver impraði á slíku var það allt
fært til betri vegar eða snúið upp
í góðlátlega kímni, sem sló vopnið
úr höndum þeirra, er á vildu
halda.
Mér er ljóst, að þessi mynd af
einum þætti heimilislífs á heimili
afa míns er afar ófullkomin.
Hefði áréiðanlega mátt segja
margt fleira, lýsingin á að draga
upp mynd af því, hversu traustur
og ómetanlegur hlekkur það er
þjóðarheildinni, heilbrigt heimil-
islíf.
Ung giftist Þórdís Bergþóri
Pálssyni bifreiðastjóra í Kveld-
úlfi.
Hann var sonur hjónanna Guð-
laugar Ágústu Lúðvíksdóttur
steinsmiðs í Reykjavík Alexíus-
sonar og Páls skipstjóra Hafliða-
sonar bónda í Gufunesi Hannes-
sonar. Eigi voru þau Þórdís og
Bergþór rfk af veraldlegum gæð-
um, en heilsuhraust, vel gefin, vel
vinnandi og að mörgu leyti reynd
í skóla lífsins.
Þau þekktu hvort annað vel,
treystu hvort öðru og forsjón
Guðs.
Þau voru samhent í að visa erf-
iðleikunum á bug og af fremsta
megni að láta gott af sér leiða.
Heimili þeirra hjóna stóð við
Sölvhólsgötu í upphafi og var svo
í marga áratugi. Bergþór andaðist
árið 1964.
Börn þeirra eru fimm.
1. Helga, gift Guðjóni Guðjóns-
syni verzlunarm.
Framhald á bls. 29
jazzBaixettekóLi búpu
Skólinn
opnar
í nýjum og glæsi/egum
húsakynnum að Síðumúla
Kennt veröur:
Ballett — Modern — Jazzballett og Show bussnes.
Flokkaskipting verður sem hér segir:
7—9 ára, 10—12 ára, 13—14 ára, 15—17ára.
Sérstakir flokkar fyrir ungt fólk 18—25 og 25 og eldri íjazzæfingum
09 léttum dönsum.
Tímar tvisvar og þrisvar í viku.
Morgun- dag- og kvöldt/mar.
Ungt fólk ath!
Flokkar jafnt fyrir pi/ta og stúlkur 13 ára og eldri. Foreldrar hvetjið
æskuna til að eyða tómstundum sínum í þroskandi og skemmtilegt
nám!
Innritun alla næstu viku
ísíma 83 730 frá kl. 1 —6
jazzraLLettekóu Bóru
OD
Q