Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1974 29 SVAR MITT f\® o EFTIR BILLY GRAHAM Við höfum fengið nýjan prest. Hann segir: „Það er fals- kenning, að Biblfan sé sönn“. Þ6 viðurkennir hann, að einhvern sannleika sé að finna I Biblfunni. Eg er að brjóta heilann um, hver sé svo vitur, að hann geti skorið úr um, hvað sé satt og hvað ósatt f Biblfunni. Það er illa komið fyrir þeim sjómanni, sem hefur týnt áttavitanum sínum, eða flugmanni, sem hefur týnt kortinu sýnu. Á sama hátt er sá prestur aumkunarverður, sem hefur glatað trúnni á eina leiðbeinandann, sem kristinn maður á. Gamall kennari hafði bekk í Biblíufræðum. Hann var vanur að segja: „Trúið því, sem þið trúið, og efizt um efasemdir ykkar, því að þegar þið farið að efast um trúaratriðin og trúa efasemdunum, þá lendið þið í ógöngum". Ég hef aldrei gleymt þessu, og ég held, að þetta sé satt. Það er gömul saga, að menn varpa rýrð á úr- skurðarvald Guðs. Maðurinn er uppreisnargjarn að eðli til, og hann telur sig hvorki þurfa á leiðbeinanda né leiðsögubók að halda. Það er hryggilegt, að prest- ur skuli ekki sækja um annað starf, þegar hann missir trúna. Ef hann hefur ekkert fram að færa nema efasemdir sínar, er bæði hann og söfnuðurinn hörmulega á vegi staddir, — og þeir eru margir slíkir. Einu sinni átti ég erfitt með að trúa sumum köflum Biblíunnar. Þá fór ég inn í skóg og ákvað að gera út um málið. Að lokum sagði ég: „Guð, ég ætla að skilja með skynseminni allt það í bók þinni, sem mér er unnt, og hitt ætla ég að skilja með trúnni, því að aldrei hefur þú svikið né blekkt nokkurn mann.“ Eftir þetta hef ég ekki átt við erfiðleika að etja. Þá kafla, sem ég skil ekki með skynseminni, skil ég með trúnni, og Biblían segir: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú“. — Níræður Bjarni Bjarnason Framhald af bls. 27 hafa góðu búi og famazt að öllu vel — og nú um skeið hefur líka búið í Nesi Bjarni, sonur þeirra, kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur frá Kletti. Þeim hefur vegnað þannig, að þau búa einhverju allra stærsta búi í héraðinu. Sjálf- ur hætti Bjarni Bjarnason búskap vorið 1945, og þar tók við Marfnó Jakobsson, kvæntur Vilborgu Bjarnadóttur. Þá stofnaði og Magnús, sonur Bjarna, nýbýlið Birkihlíð, skammt frá Skáneyjar- bænum. Hann er kvæntur Bryn- hildi Stefánsdóttur frá Flateyri. Á báðum þessum býlum er vel búið, og rikir þar menningarblær og myndarskapur. Helga húsfreyja á Skáney lézt árið 1948, og ætla ég mér ekki þá dul að fá túlkað, hver harmur þar var kveðinn að Bjarna Bjarna- syni, — þá hefur honum komið vel að leita á náðir tónanna og að eiga athvarf á þremur heimilum barna sinna og prestshjónanna í Reykholti. Þar hitti ég hann fyrir nokkrum árum, þegar hann var nýstaðinn upp úr svo þungri sjúk- dómslegu, að honum hafði vart verið ætlað líf. Þetta varrétt fyrir jólin. Þá sagði hann: „Ég vona, að guð veiti mér þá náð, að ég hafi þrótt til að spila á orgelið i Reyk- holtskirkju á jóladaginn." Guð lét þessa von hans rætast. Bjarni telur sig enn til heimilis á Skáney, en hefur síðustu árin dvalið hjá dóttur sinni í Nesi. Enn er orgelið honum hollvinur, sem hann leitar til. Hann hefur verið einstakur reglumaður alla ævi á hvers konar nautnir — nema hvað hann spilar á fleira en orgel. Honum þykir feikna gaman að spila á spil — og göfugast spila þykir honum lomber. Lomber spilar hann og af list — og honum virðist þarekkert hafa förlazt. En -jekki snertir hann spil nema þann tíma ársins, sem er í heiti mánað- anna, sem sé frá i september og þangað til í apríllok. Hvarvetna skal með setningi slegið! Enn er hann furðu léttur á fæti og birta og heiðríkja yfir honum. Hann hefur verið gæfumaður — og vissulega átt það skilið. Mýrum í Reykholtsdal 26. september 1974 GuðmundurGfslason Hagalfn. Ibuð —Vesturbær Vorum að fá til sölu fallega 3ja herb. íbúð á efstu hæð í blokk við Hjarðarhaga. \ SKIP & \' FASTEIGNIR SKULAGÖTU 63 - S 21735 & 21955 — 70 ára Þórdís Framhald af bls. 27 2. Haraldur, vélstjóri, starfs- maður Rafmagnsveitna ríkisins. 3. Guðlaug, gift Magnúsi Jóns- syni vélvirkja. 4. Hjördís, gift Ásgeiri Ásgeirs- syni vélstióra. 5. Helgi Jóhannes rafvirki. öll hafa börn þeirra og barna- börn komizt vel áfram, enda bæði göfug, góð og prýðilega vel greind. Börnin áttu svo sannarlega mik- inn þátt í þvf ásamt foreldrum sfnum að gera heimilið að Sölv- hólsgötu 12 skemmtilegt og aðlað- andi. Nú býr frú Þórdfs að Fellsmúla 12. Þar verður vafalaust fjöl- menni frændgarðs og vina í dag. Eg þakka föðursystur minni veitta vináttu liðinna áratuga. Öska henni hjartanlega til ham- ingju í tilefni dagsins, og óska henni góðrar ferðar það sem eftir er af leiðinni. Helgi Vigfússon kennari. Óska eftir að ráða tvo trésmiði og þrjá lagtæka verka- menn. Upplýsingar i síma 52627 á kvöldin. Garðhellur, m.a. gular-rauðar Hmar margeftirspurðu lituðu hellur verða til afgreiðslu siðari hluta vikunnar Pöntunum veitt móttaka í síma 4 2715 og á kvöldin i sima 52467 Viðskiptavmir eru vmsamlega beðmr að árétta fyrri pantamr Til greina koma greiðsluskilmálar að hluta á stærri pontunum Vér bendum á að enn er góður timi til að helluleggja fyrir veturinn Ijelluval Hafnarbraut 1 5 W Kópavogi Simi 4271 5 I (Yzt á Kársnesinu) Nýr þjónustuaðili í dag verða þær breytingar á þjónustumálum okkar, að nýstofnað viðgerðarverkstæði, MIÐBÆJAR-RADÍÓ, Hverfisgötu 18, sími 28636, yfirtekur þjónustuna á öllum okkar tækjum (BSR, Clarion, Grundig, Kuba-lmperial, Mar- antz, Saba, Scandyna, Superscope og Wel- tron). Mun þetta nýja verkstæði eingöngu annast þjónustu á okkar tækjum, og er það von okkar, að þessi ráðstöfun verði til að tryggja ört vaxandi hópi viðskiptavina okkar skjótari og betri þjónustu. NESCO HF VERSLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10, SIMAR: 19150 & 19192 LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS- ÚTVARPS- OG HUÓMTÆKJA BALLETTSKÓLI EDDU SCHEYING SKÚLAGÖTU 34 — Síðustu innritunardagar í síma 43350 kl. 1—4. Afhending skírteina í skólanum fimmtudaginn 3. okt. kl. 4—7. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS <><><►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.