Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1974, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1974 'l/C % Undarlegur skóladagur Eftir Heljar Mjöen og Berit Brænne hann gerði það ekki. Ég hef nú aldrei heyrt annað eins . . . hestur, sem klifrar í tré . . . það væri nú sæmilega hlægilegt (hlær). Jæja, en þar sat ég nú, og þar sat hesturinn. Ég bað hann kurteislega að fara leiðar sinnar, en hann settist bara og beið. Hvernig lízt yður á, kennari. Elgurinn: Bráðum flengi ég þig. Þú lýgur eins og þú ert langur til. Hestar sitja ekki, Rúnki refur . . . annað hvort standa þeir eða liggja. Hefur þú nokkurn tíma séð hest sitja? (hin hlæja) 7B£Z- Hér eru tvær teikningar sem í fljótu bragði sýnast eins. — en svo er nú ekki og á þeirri efri hafa verið f jarlægðir hvorki meira né minna en fimm hlutir sem eru á neðri teikningunni Krákan: Kra, kra, kra, já, það vildi ég gjarnan sjá. Elgurinn: (hringir bjöllu) Hljóð, hljóð. Rúnki: (undrandi) Afsakið, kennari, sagði ég, að hesturinn hefði setið? Það er auðvitað miskilningur. Hann lá . . . lagðist niður og beið. Og ég sat upp í trénu og beið og svo sofnaði ég. Elgurinn: Rúnki refur, báðum missi ég alla þolin- mæði með þér. Ég hef aldrei heyrt svona mikla vitleysu í einu. Ég skal segja þér það, væni minn, að öll þessi saga er uppspuni frá rótum. Því refir klifra auðvitað heldur ekki í trjám. Skammastu þín og farðu í sætið þitt. Rúnki: (léttir). Þakka kærlega, kennari. Elgurinn: Og þú verður inni í frímínútunum. Rúnki: Já, kennari, alveg sjálfsagt. (hvíslar). Einmitt það, sem ég var að vona. Krákan: (hvíslar) Frekur náungi, kra, kra. Elgurinn: Þið hin getið farið í frimínúturnar strax. Ég er ekki í skapi til að kenna eins og er (hringir bjöllunni). Svona út með ykkur öll, út í leik. (fjær) Ég fer líka til að fá mér frískt loft og kem aftur eftir tíu mínútur. (Raddir og fótatak fjar- lægjast). Rúnki: Jæja, það er nú það. Þetta tókst bara vel hjá mér (hlær). Tíu mínútur. Það ætti að nægja. Gott að kennarinn er sjálfur svo gleyminn, að hann man ekki, hvað hann skrifaði í einkunnabókina. Jæja, þá er bezt að byrja. — dregur út skúffu — flettir bók). Bangsi, Kidda kráka . . . Imbi íkorni (tautar). Hvar er mitt nafn? Já, hérna á öftustu síðu . . . Rúnki . . . o, sv’ei. Já,datt mér ekki í hug. Þetta er ljótt að sjá ... lestur . .. lélegt... skrift. . . lélegt... reikningur ... slæmt... já, hér verður að bæta úr ... og nú stroka ég út . . . svona . . . breyti í ágætt . . . skrift. . . ágætt. Þetta er strax betra . . . þú ert ekki eins vitlaus og þú Iftur út fyrir, Rúnki refur . . . Og svo erþaðlesturinn . . . breyti þvi líka í ágætt og reikningur . . . ágætt. Elgur gamli kennari tekur áreiðanlega ekki eftir neinu. Hann er svo gamall og heimskur, að hann heldur, að hann hafi skrifað þetta sjálfur (skellirbókinniaftur - blekbyttan veltur). Æ, hvað geri ég núna. Þarna fór blek yfir alla síðuna ... ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu old eftir Jón Trausta sem það gerðu, voru eins og landafjandar um allt og ógern- ingur að hafa hendur á þeim. Dómsmennirnir sveittust blóðinu af heilagri vandlætingar- semi og hristu höfuðin yfir þessu djöfulsins vélaneti, spill- ingu kynslóðarinnar. En þeir vöruðust það mest af öllu að líta ógætilega hver framan í annan. Þeir þurftu að leggja andlitin í „frómar“ fellingar, áður en þeir litu upp, því að annars gat augnaráðið skilizt alla vega. Fleiri en einn af þeim höfðu flækt sig í netinu, — eða þá nánustu vanda- menn þeirra. Það var ekki allt sauðsvartur almúgi, sem djöflinum tókst að leiða afvega. Hann virtist leggja sig langmest eftir stór- mennum, og það var alveg ótrúlegt, hvað honum vannst þar á. Einmitt „góðu“ mennimir, „guðs vinir,“ stoðir og styttur „guðs ríkis“, voru veikastir fyrir. Dæmin voru mörg og átakanleg. Það var ekki vert að hafa hátt um sum þeirra. Þó gerði enginn það, sem Anna á Stóruborg gerði, að geyma manninn sinn einhvers staðar uppi í fjallafylgsnum og eiga með honum hvert barnið eftir annað, án kirkjulegrar bless- unar. Þetta tilfelli var svo einstakt og sjaldgæft, að þeir voru ráðalausir með það, blessaðir. Enda lá það ekki beinlínis fyrir þeim. Hneyksli var það — auðvitað — og illt til eftir- dæmis. Hvemig færi, ef fleiri fæm að taka upp á þessu, að gifta sig þannig sjálfir, hvað sem hver segði, og geta af sér hópa af bömum, sem ekki væru réttborin? Hvað yrði úr myndugleik foreldra yfir bömum sínum og bræðra yfir systrum sínum, ef slíkt væri liðið? En þó að þetta væri hneyksli, heyrði það hvorki imdir hór- dóm né fjölkvæni, ekki heldur undir frændsemismeinbugi, og ekki undir lauslæti heldur. Anna átti öll börn sín með sama manninum. Allir vissu, hvernig á því stóð, að hún giftist ekki Hjalta. Og eina ráðið til að gera gott úr því öllu væri að brjóta stíflyndi lögmannsins á bak aftur og láta þau gift- ast, hvað sem hann segði. Þetta var ættarmál, langtum fremur en almenningsmál. ' Þess vegna var bezt að leiða það hjá sér, svo lengi sem hægt væri, og láta þau fást um það sín á milli, systkinin. Nóg var samt til að bera niður á, og það af öllu verra tagi. Lögmaðurinn var æfur yfir þvi með sjálfum sér að finna hvergi samúð þeirra, sem hann studdi þó að þvi að vinna bug á löstunum annars staðar á landinu. Fáir höfðu hrein- lyndi til þess að segja honum það berlega, að þetta væri honum einum að kenna. Hann hefði undireins átt að lofa systur sinni að eiga þann mann, sem hún sjálf hefði valið sér; hann hefði mátt þekkja skap hennar svo, að ekki tjáði að setja sig gegn því, sem hún tæki fyrir. Og lyktimar yrðu þær, að hann yrði að samþykkja hjónaband Hjalta og henn- ar, hvort sem honum væri það ljúft eða leitt, því að öll von væri úti um það, að hún yrði öðrum manni gefin, en þau héldu áfram að lifa hjúskaparlífi og börn þeirra fjölguðu óð- mcdmorgunkciff inu Það er vonlaust að komast að fjölleika- húsinu, nema þú kunnir að telja. •V >• /1, '. . S' V A' W-. ■4ú -■ s * « . ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.