Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 29

Morgunblaðið - 01.10.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÖBER 1974 37 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi , 10 Þau settust á fyrsta farrými og spenntu á sig öryggisbeltin. Á meðan þau voru á leið innf vélina hafði Elisabeth verið gripin ákafri löngun til að reyna að finna sæti sér einni til handa og láta hann lönd og leið, en hún skildi, að hún varð að standa við gefin loforð. Þegar hann hafði spennt á sig beltið tók hann fram sígarettu- pakka og eftir eilítið hik bauð hann henni. — Við megum ekki reykja fyrr en vélin er komin I loftið, sagði hún. — Þú sérð, að það logar á skiltunum. — Ég er ekki eins reyndur ferðalangur og þú, sagði Keller. — Og auk þess ferðast ég sjaldnast á fyrsta farrými. En það er óneitanlega reglulega þægi- legt. Hún svaraði ekki. Hún fann ákaflega mikið fyrir nærveru hans og sígarettulyktin fyllti vit hennar. Hún mundi það, sem hún hafði sagt við Eddi King. — Ég mundi ekki vilja mæta honum í myrkri... Hana langaði alls ekki til að hafa hann nálægt sér, en það var um seinan að hugsa um það núna. Vélin rann af stað eftir braut- inni og sem hún hafði snúið við á brautarendanum og geystist af stað á fullri ferð og hreyflarnir öskruðu svo að Elisabeth fékk hellu fyrir eyrun, lokaði hún aug- unum og kreppti hendurnar í kjöltu sér. — Þú ert þá hrædd... Hún opnaði augun og leit á hann. Hann hafði kalt andlit, hugsaði hún ósjálfrátt. Það var engin vorkunn í svip hans, kannski öllu heldur undrunar- vottur. — Þetta lagast, strax og vélin hefur hækkað sig. Hún þá eintak af Life frá flug- freyjunni og reyndi að lesa. Mað- urinn hafði hallað sér aftur í sæt- inu og augun voru lokuð, hann virtist I svefni. Elisabeth las sömu blaðsfðuna mörgum sinnum, án þess að taka eftir efninu og gafst sfðan upp. Hún gat ekki einbeitt sér að neinu og auk þess leituðu svo margar spurningar á huga hennar, sem hana langaði að fá svar við og enginn var til að veita henni það. Það var ósköp auðvelt fyrir Eddi King að segja henni að skipta sér ekkert af ferðafélagan- um en það er hægara sagt en gert að sitja í tólf klukkustundir sam- fleytt við hliðina á sama mannin- um og láta eins og hann væri ekki til. Alveg sérstaklega átti það við um þennan mann. Meira að segja fann hún fyrir nærveru hans þótt hann svæfi. Hver var hann — hvað var hann og hvers vegna lagði frændi hennar þetta mikla kapp á að hann kæmi til Bandarfkjanna? I þessu voru svo margar mótsagn- ir. Og því meira sem hún hugsaði um þetta þvf sannfærðari varð hún um að för hans átti sér ákveð- inn tilgang. Hann var að koma í alveg sérstökum erindagerðum. Vandinn var aðeins sá, að hún gat ekki imyndað sér hverjar þær voru. Hann var ekki sofandi. Hann hafði opnað augun og horfði á hana. Henni leið illa und- ir augnaráði hans. Karlmenn horfðu ekki á hana eins og hún væri fiðrildi, sem þeir væru að pilla vængina af sér til mestrar ánægju. — Ég veit ekki hvað þú heitir, sagði Elizabeth. — Hvað á ég að kalla þig. Hann bjóst ekki við þessari spurningu og vissi ekki gjörla hvernig hann átti að bregðast við. — Sumir kalla mig Bruno. Og hvað heitir þú. — Ég heiti Elisabeth Cameron, sagði hún. — Ég geri ráð fyrir, að ég ætti ekki að spyrja þig spurninga, en mig langar samt að vita eitt. Hvers vegna ertu að koma til Bandaríkjanna? I fyrsta skipti vottaði fyrir brosi á vörum hans. — Ég vonaði að þú gætir sagt mér það. — Ætlarðu að segja mér, að þú vitir það e'cki? — Mér var ekki borgað fyrir að spyfja, sagði Keller, — né heldur til að svara. Heldurðu ekki bara við ættum þá að láta þetta liggja milli hluta. — Ég á víst ekki um annað að velja, sagði Elizabeth. — En ég er farin að sjá eftir því að ég skyldi ekki spyrja fleiri spurninga fyrr. Þetta hafði verið svo einfalt þegar King lagði þetta fyrir hana. Að koma til Líbanon i viku og fara siðan heim aftur og sitja við hliðina á manni, sém frændi hennar vildi að kæmi til Banda- rfkjanna. Fara gegnum tollinn á Kennedyflugvelli með honum og þar kæmi einhver og tæki á móti honum. Þetta er allt fullkomlega löglegt, hafði hann fullvissað hana um. Hann hafði einnig beðið hana að treysta sér og spyrja ekki. En ekki á sama hátt og þessi mað- ur. Hann hafði ekki verið kald- hæðinn. Hún vildi óska, að King væri hér nú til að stappa í hana stálinu. Flugfreyjan kom með matseðil- inn og drykkjarvagni var rennt eftir ganginum milli sætanna. — Hefurðu það fyrir sið að taka að þér ókunnuga menn í hin- um ýmsu heimshlutum og fara heim til Bandarikjanna með þá. Hvað segir maðurinn þinn við því? — Eg á engan mann. — Það var skrítið. Ég hélt, að amerískar stelpur væru alltaf að giftast. — Alténd ekki ég,- sagði Elisabeth. Hún þá kampavín hjá flugfreyjunni og horfði á hann skola niður tvöföldum vískí eins og vatn væri. — Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af mér, sagði Keller. — Ég er góður drykkjumaður. Segðu mér eitthvað frá sjálfri þér. Þú átt ekki eiginmann. Þú ert bandarfsk og þú ert rík. — Hvernig veiztu það? — Ég finn það á lyktinni, sagði Keller. — Það er sérstök lykt af fólki, sém á peninga og þeirri lykt gleymir fátækur maður aldrei. Ég fann þessa lykt, þegar þú komst inn f bflinn. Hvar býrðu? — I New York. Eg hef litla íbúð f miðborginni. — Og foreldrar þínir? Reyndar var honum sama. Hann bar fram I I I I I spurningar ■ án þess að hlusta f | raun og veru af nokkurri athygli . á svör hennar. Hann langaði • ekkert að vita neitt um þennan | kvenmann. Stúlkan hans var í ■ Beirut. Stúlkan, sem elskaði ' hann. Hann dauðsá eftir að hafa | setzt við hliðina á henni. Það yrði I óbærilegt að vera nálægt henni í J tólf klukkutfma samfleytt. — Ég á ekki foreldra, svaraði | Elisabeth. — Þeir fórust í flug- i slysi fyrir nokkrum árum. — Ertu þess vegna hrædd við I að fljúga. — Getur verið. Vélin þeirra I sprakk f loft upp yfir Mexico. . Hvað um sjálfan þig. Átt þú stóra * fjölskyldu? | — Ekki svo ég viti til, sagði i Keller, — ég hef aldrei þekkt J neina ættingja mina. — Það var dapurlegt að heyra, | sagðihún. — Ertu franskur? — Samkvæmt vegabréfi mínu er I ég Bandarfkjamaður, sagði hann. | — Þú mátt ekki gleyma því. i Segðu mér meira frá sjálfri þér. J — Það er ósköp lítið um mig að I segja, sagði hún. — Eg heimsæki I frænda minn öðru hverju. Hann I býr fyrir utan New York. Að öðru . leyti bý ég ein. Hún brosti, eins og • með sjálfri sér. — Og svo tek ég | skrítna menn upp af götu minni, . eins og þú sagðir réttilega. — Og bara fyrir ánægjuna eina saman, sagði Keller hugsi. — Færð ekkert borgað fyrir það? — Nei. Ég geri það bara upp á grín. Eða sem greiða við frænda minn. Keller var nú farinn að leggja við hlustirnar. — Var hann með þér? Það hafði verið stúlkan, sem var í Mercedes- bflnum, svo mikið var hann viss um. — Nei, sagði Elisabeth. — Hann fer aldrei í utanlandsferðir. Ég kom frá Líbanon með vini mfnum. — Hvers vegna er hann ekki með okkur? spurði hann. — Hann átti einhver erindi í Þýzkalandi. Hann gefur út tímarit og fór að hitta einhverja sam- starfsmenn sfna. Keller kveikti sér í annarri síga- rettu. Án þess að hugsa sig um bauð hann Elisabethu einnig. Fingurgómar þeirra mættust eitt andartak. Hann ákvað að líta ekki á hana. Hún var bara tengiliður — hún skipti engu máli. Þegar ferðin væri á enda myndu leiðir þeirra skilja og þau sæjust aldrei framar. Og hann langaði ekkert til að sjá hana aftur. Hann fann til þreytu vegna heilabrota sinna. Hann hafði verið að velta fyrir sér, hver hefði ráðið hann og til hvaða starfs og það bar ekki nokkurn einasta árangur. Hann vissi að vfsu hvert hlutverk hans VELVAKANDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Ruslið og verzlunin Borgari hefur beðið Velvak- anda að koma þeirri spurningu á framfæri við borgaryfirvöld, hvort þau geti ekki meó bréfi farið þess á leit við fyrirtæki f bænum, að starfsmenn þeirra fari að öllu með gát, þegar þeir eru að taka utan af vörusendingum í portum sínum eða jafnvel á gang- stéttunum fyrir framan verzian- irnar. Maðurinn fullyrðir, að veruleg brögð séu að þvf, að um- búðirnar vilja fara út í veður og vind, eins og gerðist hér í mið- bænum í rokinu siðastliðinn föstudag. Heimildarmaður okkar telur líka, að sum fyrirtæki séu dálítið óvarkár með sorpflát sfn. Þeim sé til dæmis illa lokað, og fýkur þá ruslið æði oft úr þeim aftur og síðan út á göturnar. Þá eigi krakk- ar oft greiðan aðgang að þessu rusli, gramsi f því og þykist ætla að hirða það, fleygi þvf siðan og komi þvf þannig á göturnar, öll- um til ama. Þessum umvöndunum manns- ins er hér með komið á framfæri við rétta aðila. Hann sagðist full- viss um, að ef hinum brotlegu fyrirtækjum væri skrifað, mundu þau flest bregðast vel við og kippa þessum hlutum i lag hjá sér. 0 Auglýst eftir mannvinum J.Þ. skrifar: I sumar birtuð þið í dálkum ykkar orðsendingu til bæjaryfir- valda i Kópavogi, þar sem spurt var um, hvort enginn gæti aumkv- að sig yfir fólkið, sem þarf að taka Hafnarfjarðarvagninn, þar sem hann stansar á mótum Hliðavegar og Hafnarfjarðarvegar. Viljið þið nú ekki endurtaka betta f Velvakanda ykkar, þar sem enginn hefur ennþá rumskað hérna i Kópavogi. Þessi biðstaður er samt á bersvæði og öll hús of fjarri til þess að hægt sé að leita skjóls undir þeim. Þessi aðstaða er naumast boðleg manneskjum á sumrin, hvað þá á veturna. Þarna er oft hffandi rok og menn geta rétt ímyndað sér, hvernig fólk er til reika, þegar rigningin bætist ofan á. Ef skepnur væru látnar standa svona úti á berangri, mundi eflaust einhver taka viö sér. Er enginn mannvinur hjá þeim á bæjarskrifstofunum f Kópa- vogi? Eða heyrir þetta mál ekki undir þá þar? Hvert á þá að leita til þess að fá það fram, að ein- hverskonar skýli verði reist þarna í skyndi? Við sem tökum Hafnar- fjarðarvagninn á þessum stað þraukum varla annan vetur. 0 Viðkvæmur gróður Verulega er farið að kólna og gróður að hverfa. Þetta minnir okkur á, hve erfitt jurtir og gras eiga hér á þessu kalda landi með stuttum sumrum. Þvi er veruleg ástæða til að minna sjálfan sig á, að gróður, sem býr við slíkar að- stæður, þarf enn meira á nærgæt- inni umgengni að halda en sá, sem býr við sól og góðan hita. Ef við lítum til dæmis bara á gróðurblettina f Reykjavík, þá þurfa þeir ákveðna hlífð haust og vetur, þegar ýmist er blautt eða snjór liggur yfir. Þó er langt frá því, að borgarbúar taki tillit til þess. Til dæmis vaða krakkarnir nú þegar yfir nýræktina, sem bú- ið er að gera við Dalbraut, þegar þau eru á leið i skólann, jafnvel hjóla yfir þennan veika svörð, sem sáð var f seint f sumar. Og blettirnir i Árbæjarhverfi, sem i sumar voru farnir að grænka svo fallega, voru allir troðnir eftir hestamenn. Þeir komu með hesta, jafnvel á skaflaskeifum, og tvo til reiðar og spændu upp grasfletina um leið og þeir riðu eftir þeim endilöngum. Algert tilfinninga- leysi fyrir gróðrinum og þessu viðkvæma landi, sem við búum í! Og loks vil ég minna jeppaeigend- ur á það, hvernig allir grasfletir og graseyjar á götunum litu út eftir sfðastliðinn vetur, sundur- ristar af hjólförum þeirra, sem voru að stytta sér leið eða bara skemma að gamni sinu. MARGFALDAR liMliWSI Wi MARGFALDAR niIRVCGinG bœtir nánast allt! Brjótir þú skíóin þín í Alpafjöllum, eöa Ártúnsbrekku þá borgar ALTRYGGINGIN tjóniö.' Veljió ALTRYGGINGU fyrir heímílió og ffölshylduna! ÁBYRGÐP Tryggingarfélag fyrir hindindiamenn Skúlagötu 63 - Reykjavik Sfinl 2M22 /— <VANDEHVELl) \^Véfalegur^y BENSÍNVÉLAR Austin Bedford Vauxhall Volvo Volga Moskvitch Ford Cortina Ford Zephyr Ford Transit Ford Taunus 1 2M, 1 7M, 20M Renault, flestar gerðir. Rover Singer Hilman Simca Skofia, flestar gerðir. Willys Dodge Chevrolet DIESELVÉLAR Austin Gipsy Bedford 4—6 cyl. Leyland 400, 600, 680. Land Rover Volvo Perkins 3, 4, 6 cyl. Trader4, 6 cyl. | Ford D. 800 K. 300 Benz, flestar gerðir Scania Vabis | Þ. Jónsson & Co. Skeifan 17 — Simi 84515—16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.