Morgunblaðið - 03.10.1974, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974
Skagaströnd:
Stórgjöf til bygg-
mgar dvalar-
heimilis aldraðra
Nokkrir Rauðsokkar á btaðamannafun4inum f hinu nýja félags-
húsnæði að Skólavörðustfg 12.
Rauðsokkar
opna félags-
húsnæði
RAUÐSOKKAR hafa tekið á
leigu 70 fermetra húsnæði við
Skólavörðustfg 12 á efstu hæð,
þar sem hreyfingin mun hafa
fastan samastað fyrir starfsemi
sfna. A blaðamannafundi með
Rauðsokkum af þessu tilefni
kom fram, að um 200 einstakl-
ingar hafa starfað f starfs-
hópum hreyfingarinnar og er
svo til eíngöngu um konur að
ræða. Starfsemin f þessu nýja
húsnæði mun m.a. byggjast á
þvf að veita upplýsingar um
eitt og annað, sem upp kann að
koma.
Hreyfingin telur mikla þörf á
þvf að breyta hugsunarhætti
fólks og siðvenjum í flestu, er
lýtur að konum. „Baráttu
kvenna fyrir frelsi og jafnrétti
verður að heyja með vopnum
stéttabaráttu", segir í stefnu-
yfirlýsingu Rauðsokkahreyf-
ingarinnar, sem samþykkt var á
ráðstefnu, sem haldin var að
Skógum f sumar og milli 30 og
40 konur sóttu. Það kom einnig
fram á fundinum, að Rauð-
sokkur telja karlmenn einnig
órétti beitta gagnvart konum og
má þar nefna einhliða rétt
móður yfir börnum hjóna, sem
skilja, svo og óskilgetinna
barna.
Húsnæði Rauðsokkahreyf-
ingarinnar að Skólavörðustig
verður framvegis opið á
hverjum virkum degi milli kl. 5
og 7. Þá verða tveir Rauðsokkar
til staðar og veita þeir upplýs-
ingar um hreyfinguna og gefa
einnig þær ráðleggingar aðrar,
sem þeim er unnt. I setustof-
unni iiggja frammi innlend og
erlend tímarit og er þess vænzt,
að allir þeir, sem áhuga hafa á
hreyfingunni, llti við að
loknum vinnudegi til að
fræðast, rabba saman eða líta í
blöð. Kaffi og öl fæst við vægu
verði. I bfgerð er að koma upp
vfsi að bókasafni. A kvöldin og
utan hinna föstu opnunartfma
verður húsnæðið vitaskuld
notað til funda ellegar starfs.
LÁRUS G. Guðmundsson á
Skagaströnd hefur gefið 1
millj. kr. til byggingar
íbúða fyrir aldraða á
Skagaströnd og hefur hann
afhent Jóni Isberg sýslu-
manni í Húnavatnssýslum
bankabók með þessari upp-
hæð, en sýslumaður mun
geyma bókina, þar til
hreppsnefnd Skaga-
strandar hefur skipað
byggingarnefnd til að sjá
um byggingu dvalar-
heimilis fyrir aldraða á
Skagaströnd.
Morgunblaðið hafði í gær
samband við Jón Isberg og
sagði hann, að Lárus vildi,
að þessir peningar yrðu
fyrsta framlag til dvalar-
heimilis, sem síðar mætti
byggja við hjúkrunar-
heimili.
Morgunblaðið hafði
einnig samband við
sveitarstjórann á Skaga-
strönd, Lárus Ægi Guð-
mundsson, dótturson
Lárusar og sagði hann, að
þetta mál væri allt á byrj-
unarstigi og því erfitt að
segja nokkuð um það, en
það yrði tekið upp innan
tiðar hjá hreppsnefnd.
Undirskriftasöfnunin Fr jáls menning hafin:
Vilja íslenzkt lita-
sjónvarp og Keflavík
ursjónvarpið áfram
UNDIRSKRIFTASÖFNUN undir
kjörorðinu Frjáls menning er
hafin á þéttbýlissvæðinu suð-
vestanlands f þvf skyni að gefa
almcnningi kost á þvf að láta f
ljós skoðun sfna á sjónvarpsmál-
um þjóðarinnar. Þó að aðstand-
endur undirskriftasöfnunar
þessarar séu alllr af þessu lands-
svæði, hvetja þeir hins vegar fólk
úr öðrum landshlutum, sem sama
sinnis er, að setja sig f samband
við skrifstofu söfnunarinnar.
Allir þeir, sem verða 18 ára á
þessu ári og eldri, geta tekið þátt f
Námsflokkar á Isafirði:
Mestur áhugi á enskunni
Stúlkur í meirihluta íMÍ
FYRIR forgöngu kennara og
skólameistara Menntaskólans á
Isafirði hefur verið stofnað til
námsflokka á staðnum og fer
kennsla fram á kvöldin. Attu
námsflokkarnir að hefjast f þess-
ari viku. Að sögn Jóns Baldvins
Hannibalssonar skólameistara
Ml, reyndist aðsókn miklu meiri
en reiknað var með f upphafi, og
verða nemendur f vetur 200 tals-
ins, frá Isafirði og byggðunum f
kring. Námsflokkarnir veita ekki
stig til stúdentsprófs og eru þvf
ekki „öldungadeild" eins og það
er kallað hjá MH. Hins vegar
stunda nokkrir nám utan skóla
við Mt, þar á meðal ein húsmóðir.
„Aðsóknin sýnir, að það hefur
verið greinileg þörf á slfkum
námsflokkum,“ sagði Jón Bald-
vin. Hann sagði, að kennt væri f
10 flokkum, fimm flokkum í
ensku, tveimur í bókfærslu og
einum í eftirtöldum greinum:
dönsku, þýzku og fslenzku. Þá
sýndu margir áhuga á öðrum
greinum, en lágmarksþátttaka
náðist ekki í þeim, en miðað var
við 10 manns sem lágmark. Kennt
er í húsakynnum Menntaskólans,
þrjú kvöld f viku.
Um Menntaskólann sjálfan er
það að segja, að kennsla er hafin
fyrir nokkru. Skráðir nemendur
eru 160, þar af 81 stúlka og 79
piltar, og mun þetta vera I fyrsta
skipti I íslenzkum menntaskóla,
að kvenfólk er f meirihluta.
Nýjum nemendum er ekki skipt í
deildir. Eldri nemendur skiptast
þannig, að 61 er f félagsfræðikjör-
sviði, en 51 í raungreinakjörsviði.
Af þessum 160 nemendum eru 61
frá Isafirði, 48 annars staðar af
Vestfjörðum og 51 frá öðrum
landshlutum. I fyrra voru nem-
Framhald á bls. 20
undirskriftum þessum, en áskor-
unin er tvíþætt:
Við undirrituð skorum á rfkis-
stjórn og Alþingi að.‘
1. efla íslenzkt sjónvarp með þvf
að tryggja fjármagn til kaupa á
viðunandi dagskrárefni og hefja
útsendingar í lit.
2. skapa eðlilega samkeppni með
því að hefta ekki útsendingar
Keflavíkursjónvarpsins.
Opnuð hefur verið skrifstofa að
Skipholti 27 í Reykjavík, og verð-
ur hún opin daglega frá kl.
14—19, sfminn er 85670. Þar má
undirrita yfirlýsinguna og fá
undirskriftalista. Undirskrifta-
söfnunin stendur til 28. október,
en áskorunin verður síðan afhent
forsætisráðherra og forseta Sam-
einaðs alþingis.
I ávarpi forráðamanna
söfnunarinnar kemur fram, að
þeir vilja mótmæla þeirri til-
hneigingu ráðamanna Sjónvarps-
ins að hefta möguleika einstakl-
ingsins til að njóta þess sjónvarps-
efnis, sem völ er á í dag undir
yfirskyni menningarverndunar.
Islenzk menning eflist ekki með
einangrun heldur vaxi hún og
dafni með frjálsum samskiptum
þjóða á milli. Dagskrá íslenzka
sjónvarpsins sé að þeirri áliti
harla fátækleg og fjárframlög af
skornum skammti.
Þá telja forráðamenn söfnunar-
innar, að til að halda uppi sjón-
varpsmenningu sé nauðsynlegt að
tryggja fjármagn til kaupa á við-
unandi dagskrárefni. Þeir benda
á, að útsendingar sjónvarps hafi
hafizt fyrir átta árum svo að nú
standi endurnýjun margra sjón-
Framhald á bls. 20
Cellóleikari
frá Texas
með sinfóní-
unni í kvöld
21
Einar Ágústsson um varnarsamkomulagið:
Ekki samið um neinar tölur
99
„ÞAÐ VAR ekki samið um
neinar tölur,“ sagði Einar
Agústsson utanrfkisráðherra
er Morgunblaðið hafði sam-
band við hann f New York f
gær vegna fregna f Washing-
ton Post og frá Reuterfrétta-
stofunni um fjárútlát Banda-
rfkjamanna vegna samkomu-
lags, sem nýlega var gert um
varnarmálin.
Utanríkisráðherra sagði, að í
samningaviðræðurium í
Washington hefði ekki verið
samið um beinar fjárupphæð-
ir. Bandarfkjamenn hefðu
tekið að sér að flytja alla
bandaríska starfsmenn varnar-
liðsins, sem nú eru búsettir
utan flugvallarins inn fyrir
vallarmörkin, og myndu þeir
byggja íbúðarhúsnæði fyrir
það fólk. Það væri ekki sitt
mál, hvaða kostnað þeir hefðu
af því. Þá hefðu þeir tekið að
sér að greiða þann kostnað,
sem leiddi af aðskilnaði
hernaðarflugs og almenns far-
þegaflugs, þó þannig, að þeir
mundu ekki greiða kostnað við
byggingu nýrrar flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli, en hins
vegar taka þátt í framkvæmd-
um, sem væru tengdar því
verki.
Leiðrétting í
Washington Post.
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins í Washington, Geir Haarde,
símaði eftirfarandi til Mbl. í
gærkvöldi:
1 frétt Morgunblaðsins s.l.
laugardag um hlutdeild
Bandarfkjamanna f kostnaði
við breytingar á Keflavíkur-
flugvelli var haft eftir föstu-
dagsblaði Washington Post, að
kostnaður Bandaríkjanna sé
60 milljónir dollara. Tekið var
fram, að sú upphæð hefði ekki
fengizt staðfest í Washington.
Nú hefur komið I ljós, að um
prentvillu var að ræða í
Washington Post og birtist ör-
smá klausa með fyrirsögninni
„Leiðrétting" í laugardags-
blaðinu, þar sem frá því var
skýrt, að upphæðin ætti að
vera 16 milljónir dala. Morg-
unblaðið sneri sér til banda-
ríska utanríkisráðuneytisins f
dag og fékk staðfest, að 16
milljónir dala er sú upphæð,
sem um hefur verið talað í
þessu sambandi.
38,5milljónir dala
Forstöðumaður Upplýsinga-
Framhald á bls. 20
Ralph Kirshhaum
Fyrstu tónleikar Sinfónfu-
hljómsveitar tslands á starfs-
árinu 1974/75 verða haldnir f
Háskólabfói fimmtudaginn 3.
október kl. 20.30. Stjórnandi er
aðalhljómsveitarstjórinn Karsten
Andersen og einleikari banda-
rfski cellóleikarinn Ralph
Kirshbaum.
Á efnisskránni verða eftirtalin
verk: Ludvig Irgens Jensen:
Passacaglia, Antonin Dvorak:
Cellókoncert f h-moll op. 104,
Felix Mendelssohn: Sinfónfa nr. 4
í A-dúr op 90 (ítalska sinfónian).
Fyrstu tónleikar utan Reykja-
víkur verða haldnir að Logalandi
i Borgarfirði fimmtudaginn 10.
okt. kl. 21.