Morgunblaðið - 03.10.1974, Side 14

Morgunblaðið - 03.10.1974, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974 „Revía á að vera ung og fersk,” segir Jónatan Rollingstone Geirfugl I SUMAR sem leið var hulunni svipt af furðufuglinum Jónatan Rollingstone Geirfugli, höfundi nýju leikfélags-revíunnar, íslendingaspjalla. Höfundurinn hafði þá fariðhulduhöfðifrá þvl fyrst fréttist af revíunni og stóð hálf þjóðin í ströngu við að reyna að finna út faðerni leikfélags- króans. Revían Islendingaspjöll var sýnd 10 sinnum I sumar og var uppselt á allar sýningar, enda „ætlaði allt vitlaust að verða af hlátri í gamla Iðnó“, eins og sagði I blöðunum. En sem sagt, höfundurinn gaf sig fram á 7. sýningunni í sumar og reyndist vera 2/3 hlutar Matt- hildar, þeir Davið Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson. Þeir Davíð og Hrafn hafa haft ýmis járn í eldinum um dagana. Asamt Þórami Eldjárn stóðu þeir að Matthildi Þórðar Breiðfjörð í út- varpinu og sömdu gamanleikinn Ég vil auðga mitt land, sem sýnd- ur var í Þjóðleikhúsinu í sumar og verður enn sýndur i vetur, Hrafn er iærður'í leikhúsfræðum í Stokkhólmi og hefur skrifað Ijóð, smásögur og leikrit fyrir út- varp og sjónvarp, m.a. Sögu af sjónum, sem sýnd hefur verið um Norðurlönd og vinnur nú að leik- stjóm fyrir Leikfélagið. Davfð er laganemi og borgarfulltrúi og hef- ur auk samstarfsins við Hrafn og Þórarin unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og starfað sem blaðamaður og útvarpsmaður með náminu. Morgunblaðið sótti þá félaga heim og lagði fyrir þá nokkrar spurningar. Hvenær varð revfan til? Fyrstí vísir að henni fæddist í bréfaskriftum okkar á milli í fyrrahaust, er annar var við nám í Svíþjóð, en hinn hér heima. Upp- haflega var hugmyndin sú, að setja saman gamanplötu, sem átti að spegla íslenzka sögu og stjórn- málalif frá öndverðu, en til stóð að sú plata kæmi út í tilefni þjóð- hátfðarárs. Um síðustu jól höfðum við tæki- færi til þess að hittast og bera saman hækur okkar og sýndist þá, að það efni, sem við þegar höfðum á milli handanna gæti átt heima á leíksviði. Víð bárum þetta undir Vigdísi Finnbogadóttur leikhús- stjóra og nokkra aðra trúnaðar-, menn L.R. Og það er skemmst frá þvi að segja, að þau sýndu efninu mikinn áhuga og hvöttu okkur til að halda áfram með Iðnó í huga og myndi L.R. þá ekki láta sitt eftir liggja. Við höfum síðan verið að semja i revíuna, allt fram á þennan dag, eftir því sem atburð- ir hafa gerzt. En þar sem við vorum ekki viðstaddir æfingar og fórum huldu höfði urðu leikararnir að fylla upp í gloppur sem voru í verkinu og hafa þeir gert það með ágætum undir leið- sögn Guðrúnar Asmundsdóttur. Fulltrúar höfunda Hrafn Gunnlaugsson og Davfð Oddsson ásamt Guðrúnu Ásmundsdóttur. íslendingaspjöll Hvers vegna voru þið í felum? Bæði var, að við vorum ásamt Þórami Eldjárn aðilar að Þórði Breiðfjörð, sem átti leikritið Eg vil auðga mitt land í æfingu í Þjóðleikhúsinu og eins var hitt, að Hrafn var erlendis við nám og Davíð stóð í pólitískum stórræð- um hér heima, svo að við höfðum hvorki tóm eða tækifæri til að sinna æfingum reviunnar og vild- um þvi gefa listafólki L.R. sem frjálsastar hendur gagnvart höfundunum. Hvers vegna gekk Matthildur klofin til þessa verks? Aðal ástæðan var sú, að Þórarinn kom ekkert heim þenn- an vetur, en auk þess er samstarf okkar ekki svo fast bundið sem það var f útvarpsvinnunni. Auð- vitað var dróttað að þvf i sumum blöðum, að ósætti væri komið upp innan Þórðar Breiðfjörð, en Þórð- ur kvað þær dylgjur niður með eftirminnilegum hætti. Hafa lslendingaspjöll breytzt frá þvf f sumar? Margt hefur gerzt i þjóðmálun- um frá þvi f sumar. Revfa á alltaf að vera ung og fersk og þar sem hún er eins konar spéspegill dags- ins, ef vel tekst til, hlýtur hún að sjálfsögðu að breytast. Atburðir eins og það að ný rikisstjórn tekur við hljóta þvf að sjálfsögðu að freista, svo eitthvað sé nefnt. En sjón er sögu ríkari og ástæðulaust er að ræna áhorfendur eftir- væntingunni. Nú hafið þið höfundar f mörgu að snúast. Hvernig gefst ykkur tími til revfusmfða? Ef borgar- fulltrúinn svarar þessu fyrst: Davíð: Allir eiga sinar tóm- stundir, sumir safna frímerkjum, aðrir paufast á skíðum, og ég nýt þess að skrifa í góðum félagsskap En leikstjórinn? Hrafn: Þó leikhúsið eigi stóran hluta huga míns, þá hafa ritstörf alltaf verið mitt höfuð áhugamál og ánægja mín vex í réttu hlut- falli við tfmann sem f þau fer. Megum við búast við nýju verki frá ykkur f leikhúsunum fljót- Iega? Maður veit aldrei. Við eigum leikrit í gangi í báðum leikhúsum borgarinnar núna. Ég vil auðga mitt land er hláturleikur, sem hlaut ágæta aðsókn í Þjóðleikhú- inu í vor og sumar, svo það gæti gengið eitthvað fram eftir. En skrifgleðin lætur mann náttúr- lega ekki i friði fyrir því. Við þökkum þeim félögum fyrir spjallið. Eflaust bíða margir eftir- væntingarfullir eftir því að sjá Islendingaspjöll og þær breyting- ar sem revían hefur tekið. Það væri vissulega vel, ef þeim félög- um tækist að vekja upp revíu- formið, sem eitt sinn blómstraði hér með miklum ágætum. Verður revfan f endursköpun f vetur? Við munum reyna að taka inn í hana meiriháttar atburði og fella niður annað, sem farið er að slá I. En auðvitað fer þetta allt eftir því hve Islendingaspjöll verða lengi á fjölunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.