Morgunblaðið - 03.10.1974, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER 1974
Stjórnmálaályktun aukaþings SUS:
Almenningur taki
aukinn þátt í
rekstri fyrirtækja
AUKAÞING Sambands ungra
sjálfstæðismanna, sem haldið var
f Valhöll á Þingvöllum um sfð-
ustu helgi samþykkti m.a. al-
menna stjórnmálaályktun, þar
sem lýst er yfir stuðningi við
endurreisnaraðgerðir ríkisstjórn-
arinnar f efnahagsmálum og skor-
að á hana að efla frjálst efnahags-
og atvinnulff f landinu og stuðla
að markvissri byggðaþróun. Jafn-
framt er fagnað þeirri stefnu-
breytingu, sem orðið hefur f varn-
ar- og öryggismálum. Stjórnmála-
yfirlýsingin ferhérá eftir:
„Aukaþing Sambands ungra
Sjálfstæðismanna haldið á Þing-
völlum 28. og 29. september 1974
lýsir yfir stuðningi við þær fyrstu
aðgerðir við endurreisn efnahags-
lífsins, sem ríkisstjórnin hefur
framkvæmt. Aðgerðir þessar eru
óhjákvæmilegar eftir þá ringul-
reið, er rfkt hefur í efnahagsmál-
um þjóðarinnar á valdatíma
vinstri stjórnarinnar. Ljóst er, að
landsmenn allir verða að taka á
sig þær byrðar, sem þessum að-
gerðum fylgja. Aukaþingið fagn-
ar sérstaklega þeim ráðstöfunum,
sem ríkisstjórnin hefur beitt sér
fyrir í samráði við launþegasam-
tökin til að bæta kjör láglauna-
manna og elli- og örorkulífeyris-
þega.
ið telur mjög þýðingarmikið, að
nú hefur verið ákveðið að greina
á milli varnarstarfseminnar á
Keflavíkurflugvelli og almennrar
flugstarfsemi og lýsir ánægju yfir
því, að aðstæður leyfðu fækkun í
bandarfska varnarliðinu. Jafn-
framt ítrekar þingið þá stefnu
Sjálfstæðisflokksins, að þess skuli
ætíð gætt, að efnahagslegum
áhrifum af vamarsamstarfinu við
Bandaríkin sé haldið í lágmarki,
svo að það verði aðeins mat á
öryggishagsmunum, sem ráði af-
stöðu manna til dvalar varnarliðs-
ins hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn var sig-
urvegari síðustu byggða- og al-
þingiskosninga. Þessi sigur á
fyrst og fremst rætur að rekja til
þess, að unga fólkið I landinu
hefur í auknum mæli skipað sér
undir merki sjálfstæðisstefn-
unnar. Ungir Sjálfstæðismenn
eru staðráðnir í að fylgja þessum
sigri eftir og tryggja þannig frelsi
og þjóðfélagslegar framfarir.“
Það þýðir ekki annað en að
láta heyra duglega f sér, þegar
það er eiginlega það eina, sem
maður getur gert.
(Ljósm. Ól. K. Mag.)
K
Þingið væntir þess, að í kjölfar
endurreisnaraðgerðanna beiti
rikisstjórnin sér fyrir aðkallandi
þjóðfélagsumbótum. Sérstaka
áherzlu ber að leggja á byggða-
þróun með aðgerðum í húsnæðis-
málum, atvinnumálum, sam-
göngumálum, mennta- og menn-
ingarmálum og heilbrigðismálum.
Samhliða slíkum aðgerðum er
nauðsynlegt að dreifa þjóðfélags-
valdinu með því að auka sjálf-
stæði og áhrit byggða og byggða-
samtaka.
Ungir Sjálfstæðismenn skora á
ríkisstjórnina að stíga ný skref í
þá átt að efla frjálst efnahags- og
atvinnulif í landinu. Frjáls at-
vinnustarfsemi stenzt ekki í nú-
tíma þjóðfélagi nema yfirráð fjár-
magnsins séu á höndum fleiri
aðila en nú er. Stuðla ber að
sáttum fjármagns og vinnu og
auka þarf þátttöku almennings í
stjórnun og rekstri fyrirtækja.
Jafnvægi í efnahagsmálum og
frjálst markaðskerfi eru m.a. for-
senda slíkra þjóðfélagsbreytinga.
Ennfremur minnir þingið á gefin
loforð um lækkun ríkisútgjalda
með samdrætti í opinberum
rekstri og flokkun ríkisfyrirtækja
og væntir þess, að við þau verði
staðið.
Aukaþingið fagnar þeirri
stefnubreytingu I varnar- og
öryggismálum, sem ríkisstjórnin
hefur markað og kemur fram í
þeim samningi, er gerður hefur
verið við ríkisstjórn Banda-
ríkjanna um breytingar á fram-
kvæmd varnarsamningsins. Þing-
Ný álma tekin í notkun við Fæðmgariieimili Rcykjarvíkun
„Mikið má góður
1 GÆR var tekin f notkun ný
álma við Fæðingarheimili
Reykjavfkur. Áður hafði heimilið
húseignirnar Eirfksgötu 37 og
Þorfinnsgötu 16 til afnota, en nú
hefur Þorfinsgata 14 bætzt við.
Miklar endurbætur hafa farið
fram á húsnæðinu. Hafa nú bætzt
við fimm sjúkrarúm til viðbótar
þeim tuttugu og fimm, sem fyrir
voru. Auk þess er f nvia húsnæð-
inu herbergi til eftirskoðunar
þeirra, sem eitthvað er að hjá
fyrstu dagana eftir heimkomu,
leikfimisalur, borðstofa fyrir
sængurkonur, sótthreinsunarað-
staða, vistarverur fyrir starfsfólk
o.fl. Þótt ekki hafi sjúkrarúmum
fjölgað að marki, hefur starfsað-
staðan gjörbreytzt við tilkomu
þessa nýja húsnæðis.
Páll Gíslason, formaður Heil-
brigðisráðs Reykjavíkurborgar,
afhenti Guðjóni Guðnasyni, yfir-
lækni, og Huldu Jensdóttur, for-
stöðukonu, hið nýja húsnæði fyrir
hönd borgaryfirvalda, og fórust
honum m.a. svo orð við það tæki-
færi: „Mikið má góður vilji, eins
og sést á því, að hér hefur Grettis-
taki verið lyft í þröngum húsa-
kynnum".
Fæðingarheimili Reykjavíkur
var opnað í ágúst árið 1960, og var
tilgangurinn þá að bæta úr brýnni
þörf til bráðabirgða. Reyndin
varð þó önnur, og hafa um 14.000
börn fæðzt þar síðan heimilið var
stofnað. Jafnan hefur verið lögð
Upphitaður
gangstigur
fyrir fatlaða
Á FUNDI borgarráðs Reykja-
vfkur, sem haldinn var 17.
september sfðastliðinn, var sam-
þykkt tillaga frá Magnúsi L.
Sveinssyni, sem gerir ráð fyrir, að
lagður verði sérstakur gangstfgur
frá húsi Öryrkjabandalagsins við
Hátún 10 upp á Laugaveg.
Gangstígur þessi verður þrír
metrar á breidd og upphitaður til
að koma f veg fyrir, að hálka
myndist á honum, en hálka og
snjór hafa valdið fötluðu fólki
erfiðleikum við að komast þessa
leið. Komið verður upp handriði
við stfginn og sérstakri lýsingu.
Gangstígur þessi á að auðvelda
fötluðum að komast leiðar sinnar
að biðskýli strætisvagnanna við
Laugaveg. Vonir standa til, að
framkvæmdir geti hafizt, áður en
vetrarveðrin byrja.
áherzla á að fræða mæðurnar
meðan þær dveljast á heimilinu.
Þannig er til dæmis notað segul-
band fyrir fæðingu og meðan á
henni stendur, og gefst konum
þar kostur á að fylgjast með
læknisfræðilegum útskýringum á
því, sem fram fer, en jafnframt fá
þær leiðbeiningar um slökun.
Barnalæknir heldur fyrirlestur
tvisvar í viku hverri, mæður fá
leiðbeiningar um meðferð ung-
barna o.s.frv.
Frá upphafi hefur heimilið ein-
ungis verið ætlað fyrir þær kon-
ur, sem búizt er við að geti fætt á
eðlilegan hátt og án vandkvæða,
en þær, sem vitað er, að muni eiga
í einhverjum erfiðleikum, fara í
fæðingardeild Landspftalans.
Þegar ófyrirsjáanlega erfiðleika
ber að höndum hjá þeim, sem
komnar eru á fæðingarheimilið,
eru þær fluttar yfir á fæðingar-
deildina, sem er handan götunn-
ar.
Nokkur hjálpartæki eru tiltæk f
stofnuninni, svo sem lífgunarborð
og súrefniskassi, sem eru nýkom-
in, en einnig er þar sogklukku-
tæki af fullkominni gerð, en það
er notað í stað fæðingartanga,
sem löngum voru notaðar við
erfiðar fæðingar.
Umferðamefnd gagn-
rýnir borgarráð
BORGARRÁÐ samþykkti sem
kunnugt er 10. september sl. að
setja upp handstýrð umferðarljós
á gangbraut gegnt Laugavegi 178.
Að tillögu Davfðs Oddssonar hef-
ur umferðarnefnd nýlega sam-
þykkt gagnrýni á vinnubrögð
borgarráðs að þvf er afgreiðslu
þessa máls varðar.
Forsaga máisins er sú, að dag-
inn eftir að sjónvarpið birti ýtar-
lega frétt um gangbrautarslys á
þessum stað, flutti Björgvin Guð-
mundsson í lok borgarráðsfundar
tillögu, þar sem lagt var til, að þar
yrðu sett upp handstýrð um-
ferðarljós. Tillagan var án frekari
athugunar samþykkt samhljóða.
Á fundi umferðarráðs 26. septem-
ber var samþykkt eftirfarandi til-
laga frá Davíð Oddssyni: „An þess
að taka efnislega afstöðu til
ákvörðunar borgarráðs frá 10.
september 1974 um að setja upp
handstýrð umferðarljós við gang-
braut gegnt Laugavegi 178, átelur
umferðarnefnd, hvernig að þeirri
ákvörðunartekt var staðið. Vænt-
ir nefndin þess, að i framtíðinni
verði ekki fram hjá henni gengið
með þeim hætti, sem gert var og
leggur áherzlu á, að jafnan sé
gætt heildarsjónarmiða, þegar
mikilvægar ákvarðanir um um-
ferð í borginni eru teknar.“
Fyrst var fæðingarstofnun rek-
in í húsnæðinu, þegar Helga
Níelsdóttir rak þar fæðingarheim-
ili á árunum 1933—1940. A stríðs-
árunum voru Norðmenn þar með
sjúkrahús, en síðar var þar til
húsa barnaheimili á vegum
Sumargjafar.
Margt gesta var við afhending-
una í gær, og bárust stofnunni
gjafir. Helga Níelsdóttir, formað-
ur Ljósmæðrafélags Reykjavíkur
afhenti sjónvarpstæki fyrir hönd
félags síns, Steinunn Finnboga-
dóttir, formaður Ljósmæðrafélags
Islands, afhenti fyrir þess hönd
afsteypu af styttunni „Fyrsti
kossinn" eftir Carbonell, starf-
andi ljósmæður við heimilið gáfu
silfurkertastjaka, og forstöðukon-
an gaf lampa.
Athugasemd
1 FRÉTTATILKYNNINGU frá
Flugleiðum h/f, þar sem skýrt er
frá uppsögnum 16 flugmanna, er
frá þvi greint sem einni af aðal-
ástæðum, að AIR VIKING hafi
valdið Flugleiðum h/f umtals-
verðu fjárhagstjóni. Vegna þessa
telur flugfélagið AIR VIKING
nauðsynlegt að koma á framfæri
athugasemdum:
1) Fram kemur i frásögn Flug-
leiða h/f, að ein af ástæðunum sé
minnkandi farþegafjöldi fyrir-
tækisins milli Ameríku og
Evrópu. Þar hefur engrar sam-
keppni gætt frá öðrum islenzkum
aðilum. En á þessu tímabili hefur
Pan American hætt flugi um Is-
land og samkeppni þvf raunveru-
lega minnkað.
2) Ekki er getið um farþegafækk-
un milli íslands og Evrópu hjá
Flugleiðum h/f, enda hefur áður
verið greint frá farþegaaukningu
á þeim leiðum, þrátt fyrir tilkomu
AIR VIKING á sama tíma. Vera
má, að samkeppnin frá AIR VIK-
ING hafi orsakað einhverjar far-
gjaldalækkanir, sem annars
hefðu ekki orðið. Slíkt er fagn-
aðarefni og til hagsbóta fyrir ís-
lenzkan almenning, enda þótt það
kunni að valda örlitið minni tekj-
um hluthafa Flugleiða h/f.
3) Flugleiðir h/f kvarta undan
hækkandi kaupi starfsfólks. I ljós
kemur, að stjórnunar og
mannaflakostnaður í rekstrinum
er hvorki meira né minna en um 2
milljónir króna á hvert flugvéla-
sæti, sem fyrirtækið ræður yfir
mestan hluta ársins. Verulegur
hluti (líklega um þriðjungur) er
erlent starfsfólk. Eftir uppgefn-
um tölum að dæma getur starfs-
mannafjöldi tæpast verið undir
16 hundruðum, en af þeim hópi
eru flugmenn áður en til upp-
sagnar kom um 150 hjá Flugleið-
um h/f, og eru þá flugvélstjórar
meðtaldir.
Flugvélakostur Flugleiða h/f
mun vera sem hér segir:
5 Fokker F. 5 x 48 240 sæti
2 Boeing 727 2 x 126 sæti 252 sæti
Samtals eigin flugkostur Flug-
leiðah/f 429 sæti
Til viðbótar:
2 DC 8 (leigðar allt árið af
amerísku leiguflugfélagi) 2 x 250
sæti
500 sæti
992 sæti
Samtals allt árið 992 sæti
Auk þess er upplýst, að næsta
sumar verði um tíma i notkun
þriðja DC 8 leiguvélin.
Flugleiðir h/f upplýsa, að
stjórnunar- og mannaflakostnað-
ur við rekstur þessara flugsæta sé
á ársgrundvelli um 2 þúsund
milljónir króna.
Ekki verður séð, að tilkoma
AIR VIKING geti neinu breytt
um skipan þessara mála hjá Flug-
leiðum h/f. Hins vegar skapast
vaxandi atvinnumöguleikar fyrir
fslenzka flugliða hjá AIR VIK-
ING, þar sem um 20 flugliðar
munu starfa með hverjum tveim-
ur, sem aðeins vinna skrifstofu-
störf.
Til að forðast
mistúlkim
Til ritstjóra Morgunblaðsins.
Þegar ég kom heim f gær og tók
að fletta blöðum vikunnar, rakst
ég í Morgunblaðinu 28. sept. á
Staksteinaklausu helgaða mér
ásamt ljóði, sem ég þakka höfundi
fyrir. Þó verð ég að gera athuga-
semd við eina málsgre'in téðrar
klausu, nefnilega þessa: Að hætti
hins sósfalfska þjóðflokks lýkur
höfundur skrifi sfnu með þvf að
draga andstæðing sinn f dilk
„réttdræpra fasista".
Með gæsalöppunum er ófróðum
og hrekklausum lesanda ótvírætt
gefið í skyn, að ég hafi viðhaft
orðalagið „réttdræpir fasistar" f
andmælagrein minni við málflut-
ing Hreggviðs Jónssonar i
Morgunblaðinu nokkru áður. Svo
var vitaskuld ekki, enda tel ég
fasista enganveginn réttdræpa.
Þvert á móti mega þeir mín vegna
lifa við sina skömm allra manna
lengst.
I von um skjóta birtingu neðan
Staksteina.
Árni Björnsson.