Morgunblaðið - 03.10.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER 1974
17
Ford ber
yitni 10.
október
Washington 2. október —
Reuter.
Ford Bandaríkjaforseti mun
koma fyrirundirnefnddómsmálai
fulltrúadeild Bandarikjaþings 10.
október næstkomandi og svara
spurningum nefndarmanna um
hina umdeildu náöun Nixon, f yrr-
um forseta, að því er formaður
undirnefndarinnar skýrði frá í
dag. Aðeins tveir bandariskir for-
setar I sögunni hafa áður borið
vitni fyrir þingnefnd, — George
Washington og Abraham Lincoln.
Ford bauðst sjálfur til að koma á
fund nefndarinnar og útskýra
ástæður sinar fyrir náðuninni, en
nefndin hafði lýst áhuga á að fá
svör við 14 spurningum um hana.
I undirnefndinni eru menn, sem
einnig eiga sæti I dómsmálanefnd
deildarinnar, sem á sinum tíma
rannsakaði ákæruatriði á hendur
Nixon. Vitnisbyrði Fords fyrir
nefndinni verður sjónvarpað um
öll Bandarikin.
Sögðu karlmann
vera með barni
London 2. október—Reuter.
FRAMBJÖÐANDI einn í þing-
kosningunum i Bretlandi 10. októ-
ber fékk úrskurðað sjö sinnum, er
hann gerði einkakönnun á þjón-
ustu fóstureyðingastöðva, að
hann væri með barni. Michael
Lichfeld, sem býður sig fram
fyrir íhaldsflokkinn i NEng-
landi, sagði, að þessi könnun
hefði verið ógeðslegri en nokkur,
sem hann hefði gert á ferli sínum
sem blaðamaður. Starfsemi
fóstureyðingastöðvanna sé „mor-
andi í spillingu og rekin af bófum
og svindlurum". Lichfeld sagði,
að kona ein, sem hjálpaði honum
við könnunina og var ekki barns-
hafandi, hefði fengið þær upplýs-
ingar hjá þessum stöðvum, að hún
ætti von á barni „til þess að drífa
hana í fóstureyðingaraðgerð."
Þegar þvagsýni úr sjálfum mér
voru send til þessa fólks, komst
það jafnvel að þeirri niðurstöðu,
að ég væri ófrískur,“ bætti hann
við.
Rabin hót-
ar Aröbum
Jerusalem 2. október—AP.
YITZHAK Rabin, forsætisráð-
herra ísrael, hótaði því í dag, að
ísraelar myndu beita lang-
drægum eldflaugum til að hitta
mikilvægar stöðvar f Araba-
löndum, ef með þyrfti. Var þetta
andsvar Rabins við yfirlýsingu
varnarmálaráðherra Sýrlands í
gær, að Sýrlendingar gætu hitt
hvaða skotmark sem væri í Israel
með þeim vopnum, sem þeir hafa
undir höndum. Bæði Sýrland og
Egyptaland hafa fengið lang-
drægar eldflaugar frá Sovétrfkj-
unum: Rabin sagði: „Hótunum
verður að mæta með hótunum,
áður en arabísku leiðtogarnir
freistast til að gera eitthvað úr
sfnurn".
Andlit hungursins I Indlandi.
Hungrið sverfur að Indverjum.
hans var ekki gefið upp): „Svo virð-
ist sem Arabarnir og aðrir hráefnis-
framleiðendur þriðja heimsins séu
að þreifa fyrir sér hversu langt þeir
komist upp með að þrýsta á okkur".
Það virðist sem Bandarikin og
iðnaðarþjóðirnar hafi um þrjá kosti
að velja.
Fyrsti kosturinn og sá ákjósanleg-
asti væri að framleiðslulöndin og
neyzluþjóðirnar gætu setzt niður
saman til að semja nýjar reglur um
viðskiptahætti, þar sem sanngjarnt
verð væri tryggt fyrir vöruna, gegn
frjálsri sölu á hráefnum og tilbúnum
vörum og jafnframt, að hið úrelta
alþjóða gjaldeyriskerfi verði endur-
byggt. Vestur-þýzki hagfræðingur-
inn dr. Ingeborg Koehler-Rieken-
berg segir: „Það er hætta á heims-
kreppu, en hægt er að koma í veg
fyrir hana, ef iðnaðarþjóðirnar gætu
I eitt skipti komið sér saman um
aðgerðir."
Annar kostur og sá, sem ttklegri
er, er, að þjóðerniskenndin ráði
stöðugt táknrænni fyrir þær þjóðir
heims, sem kallaðar eru þriðji heim-
urinn, þjóðirnar, sem skemmra eru á
veg komnar .1 Afríku, Asiu, S-
Ameriku og Miðausturlöndum.
Kaldhæðnin er sú, að þróunin hef-
ur skipt þessum þjóðum i tvennt:
þær sem framleiða ollu og önnur
dýrmæt hráefni, og þær sem ekki
búa yfir neinum náttúruauðæfum.
Annar hópurinn verður nú auðugri
með hverjum deginum sem liður,
meðan hagur hins hópsins þrengist
að sama skapi. Og það er fyrrnefndi
hópurinn, sem veldur neyðinni hjá
hinum. Litum nú á dæmi um ástand-
ið. Kuwait og Abu Dhabi við Persa-
flóa eru auðugust allra rikja, að
minnsta kosti miðað við fólksfjötda
Tekjur Kuwait af oliusölu i ár munu
nema um 7 milljörðum dollara.
Ibúarnir eru 350þúsund og fá m a
ókeypis menntun allt gegnum
doktorpróf, ókeypis læknishjálp, lif-
trygginu, almannatryggingar, hús-
næði, síma og beina fjárstyrki. í Abu
Dhabi er ástandið jafnvel enn betra,
þar nemur olíugróðinn 100 þúsund
dollurum á hvern ibúa
I Indlandi er staðan hins veg-
ar sú, að þar jaðrar við
Þeir f átæku verða
fátækari og þeir
ríku ríkari
Bandaríska vikuritið Newsweek
birti f tölublaði sinu dagsettu 30.
september sl. sérstakan blaðauka,
þar sem fjallað er um efnahags-
vandamálin f heiminum og er
greinin, sem hér fer á eftir, unnin
upp ur þessum blaðauka.
Hin gífurlega verðbólgualda, sem
nú skellur yfir heiminn hefur valdið
miklum óttaflestra þjóða heims, utan
kommúnistaríkjanna, að hroðaleg
efnahagskreppa, á borð við þá, sem
rikti i heiminum á árunum eftir
1930, sé á næstu grösum. Verð-
bólgan er allt frá 6,9% i V-Þýzka-
landi upp i 200% i Chile. Atvinnu-
leysi hefur stóraukizt, margar
iðngreinar framleiða langt undir
getu, hungursneyð blasir við
milljónum manna í Indlandi,
Bangladesh og Afríku og matvæla-
skortur við tug ef ekki hundruðum
milljóna manna. í ræðu sinni á árs-
fundi Alþjóðabankans sagði forseti
bankans, Robert McNamara, að um
300 milljónir manna lifðu á mörk-
um lífs og dauða og að vestrænar
iðnaðarþjóir yrðu að leggja fram 36
milljarða dollara á næstu fimm árum
til að aðstoða þá 800 milljónir ibúa
þriðja heimsins, sem búa við sára-
fátækt, aðeins til halda I horfinu.
Skoðanir manna á vandanum eru
æði mismunandi. Mesta bjartsýnin
er sögð koma fram i ársskýrslu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem
segir, að iðnaðarþjóðirnar verði að
sæta sig við aukið atvinnuleysi og
hægari efnahagsvöxt um langan
tíma, eigi að takast að sigrast á
verðbólgunni. Mesta svartsýnin kom
fram i ræðu Geralds Fords Banda-
rikjaforseta á Ailsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, er hann sagði: „Ef
þjóðir heims sameinast ekki um að
leysa matvæla- og oliuvandamálin,
sem eru helzti verðbólguvaldurinn,
gæti það þýtt neyðarástand fyrir
hverja einustu þjóð, sem hér á full-
trúa."
Bandaríkjamenn eru þegar farnir
að finna óþyrmilega fyrir ástandinu.
Atvinnuleysi i landinu er um 5,4%,
verðbréf á markaðinum í New York
hafa fallið um 300 milljarða dollara
frá þvi snemma á síðasta ári og
fyrirtæki og bankar eiga i miklum
lausafjárerfiðleikum. V-Þjóðverjar og
Japanar hafa neyðzt til að herða að
sér ólina og ítaliu var bjargað frá
hreinu gjaldþroti með tveggja
milljarða dollara láni frá VÞýzka-
landi.
Sannleikurinn er sá, að Bandarík-
in og flestar vestrænu iðnaðar-
þjóðirnar lifa við alvarlega sjúk efna-
hagskerfi, og það, sem verst er, að
enginn virðist hafa á takteinum nýjar
og ferskar hugmyndir um, hvernig
megi lækna þau, Hagfræðingar hafa
misst mikla trú á sjálfum sér og
þeim kenningum, sem þeir hafa
haldið fram sem læknisráðum.
Harwardprófessorinn Wassily
Leontief, sem fengið hefur nóbels-
verðlaunin i hagfræði, segir: „Yfir-
lýsingar hagfræðinga um, að þeir
kynnu ráð til að hafa hemil á verð-
bólgu, eru innantómt hjal".
Matvælaástand heimsins hefur
hríðversnað á sl þremur árum. Hér
áður fyrr var það ekkert óalgengt, að
ein og ein þjóð ætti við matvæla-
skort að striða af ýmsum ástæðum,
en nú hefur slæmt veðurfar og gífur-
leg fólksfjölgun orðið þess valdandi,
að matvælaskorturinn þrýstir á um
allan heim. Langveigamesta
ástæðan fyrir hinu breytta efnahags-
ástandi i heiminum var ákvörðun
olíuframleiðslurikjanna um að fjór-
falda verð á oliu. Verðið hefur hækk-
að úr 2,25 dollurum fyrir hverja
tunnu upp í 11,65 dollara. Þetta
hefur komið sérlega illa við Evrópu-
þjóðir, sem þurfa að kaupa nær alla
sfna olíu erlendis frá. Talið er, að
vestrænar þjóðir greiði í dag 60
milljarða dollara fyrir oliuna frá
Aröbum miðað við ársneyzlu. Þessi
samtök oliurikjanna urðu til þess, að
þjóðir sem auðugar eru af öðrum
hráefnum fetuðu í fótsporin og
bundust samtökum um verð-
hækkanir. Má þar nefna Bauxit,
fosfat, kopar, tin, kaffi og banana og
voru verðhækkanir allt að 600%
knúðar í gegn Óttazt er, að hækkan-
ir á timbri, gúmmii, kóbalt og fleiri
tegundir séu á næstu grösum.
Þegar litið er á þessa þróun, kem-
ur i Ijós mynd af samfelldum alþjóð
legum efnahagslegum átökum, ef
svo má að orði komast. Einn helzti
fjármálasérfræðingur Bandarikjanna
sagði i samtali við Newsweek (nafn
áfram i flestum meiriháttar málum
og að hver þjóð verði ein á báti.
Frakkar og ítalir hafa þegar gert
ráðstafanir til að vernda sig, Frakkar
með 4 milljarða franka meðgjöf með
útflutningi sinum og italir með nýju
kerfi, sem miðar að þvi að hefta
innflutning. Auk þess voru uppi
raddir um það í Washington nú I
septemberlok, að Bandaríkjastjórn
undirbyggi einhliða efnahagslegar
gagnaðgerðir gegn oliuframleiðslu-
ríkjum Araba. Heimildir hermdu, að
aðgerða væri að vænta fyrir árslok
Þriðji kosturinn er, að ef ástandið
verður of alvarlegt, muni vestrænar
þjóðir hreinlega hernema litlar þjóð-
ir, sem framleiða oliu eða önnur
mikilvæg hráefni. Þetta er skelfileg-
ur kostur, en hann var mikið ræddur
I Washington. meðan á olíusölu-
banni Araba stóð. En meðan Banda-
ríkin og aðrar iðnaðarþjóðir velta
fyrir sér úrræðunum, heldur ástand-
ið stöðugt áfram að versna
Hverjir vinna og hverjir tapa?
Þegar aðstæður í Tanzaniu eru
eðlilegar, deyr fjórða hvert barn i
landið, áður en það nær 5 ára aldri.
í dag eru timar ekki eðlilegir I land-
inu. Langvarandi þurrkar, stórhækk-
að oliuverð og verð á áburði boða
stóraukin barnadauöa, Hinu megin i
álfunni er Nigeria, þar sem olíuturn
ar dæla 2,3 milljónum tunna af oliu
upp úr jörðinni á dag. Þar er verið
að byggja nýja skóla, ibúðarhverfi
og flugvelli og göturnar eru fullar af
Rolls Royce bílum, Kadilökkum og
Mercedes-Benz. Þessar skerandi
andstæður tveggja Afríkuríkja veiða
neyðarástand. Hveitiuppskera, sem
nægt hefði til að fæða 50
milljón manns f heilt ár eyði-
lagðist í ár vegna mikilla þurrka,
orkuskorts, skorts á áburði og
hroðalegrar seinvirkni stjórnvalda.
Milljónir Indverja hörfast nú.i augu
við hungursneyð innan fárra
mánaða Þetta er hörmuleg afturför
miðað við þann árangur í framfara-
átt. sem náðist á siðasta ára-
tug. er Græna byltingin olli
þvi. að Indverjar urðu næst-
um sjálfum sér nógir í matvæla-
framleiðslu, og gert var ráð
fyrir, að þeir gætu byrjað út-
flutning á korni um miðjan þennan
áratug. Græna byltingin hafði það
hins vegar I för með sér, að
Indland varð háðara olíu og
áburði og þar með verr undir það
búið að mæta olfuverð-
hækkuninni og skorti á áburði
Vandamál Indverja virðast óleysan-
skorin niður um 20%, en samt
verða Indverjar að afla eins milljarðs
dollara á næsta ári til að greiða allra
nauðsynlegustu oliu. Innflutnings-
takmarkanirnar hafa haft þær afleið-
ingar, að eldsneytisskortur hefur
stöðvað vatnsveiturnar og er talið,
að það hafi kostað þjóðina 1 milljón
lesta af hveiti.
Indland og aðrar fátækar þjóðir
þriðja heimsins hafa fátt til að selja
fyrir gjaldeyri, og eiga því allt sitt
undir iðnaðarþjóðunum kömið, en
hættan er sú, að versnandi efna-
hagur þeirra leiði til þess, að þau
dragi til muna úr aðstoð sinni við
þróunarlöndin
Fátæku þjóðirnar leita nú eðli-
lega eftir aðstoð til bræðraþjóða
sinna i þriðja heiminum, sem betur
eru á sig komnar vegna oliuverðsins
og hins háa verðs á öðrum mikil-
vægum hráefnum. En Arabarnir
hafa haft meiri áhuga á, að fjárfesta
olíugróðann á Vesturlöndum og af
60 milljarða dollara gróða í ár á
aðeins að veita 15 milljörðum til
fátækra bræðraþjóða og aðeins
örlitill hluti þess fjármagns hefur
verið reiddur af hendi Hlutur þriðja
heimsins, án Arabarikjanna er enn
þá verri, þeim eru aðeins ætlaðir 5
milljarðar dollara og ekki einn eyrir
af þeirri upphæð hefur verið afhent-
ur, einkum vegna skipulagsleysis
Nokkrar Afrlkuþjóðir hafa gagnrýnt
Araba harðlega fyrir of litla aðstoð,
en þær eru undantekningar. Nær
allar þjóðir þriðja heimsins hafa
fagnað hækkun oliuverðsins og
tekið afstöðu gegn vestrænum
þjóðum og israel. Þessar þjóðir
biða eftir einhverri aðstoð og
geta ekkert annað gert. Þeir
fátæku eru fátækari en þeir voru
fyrir nokkrum árum, og áttu þá
ekki mikið, en þeir riku eru
rikari. Verði kreppa, eiga
milljónir eftir að deyja úr hungri —
eða geta þjóðir heims loks komið sér
saman og leyst vandann, áður en
hann verður óyfirstíganlegur?
Heimurinn biður eftir svörum við
þessum spurningum og þar af 800
milljónir manna með öndina i háls-
inum
Arabinn veltir gróðanum á undan sér og kremur undir honum fátæku
þjóðirnar.