Morgunblaðið - 03.10.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÖBER 1974
19
UM þessar mundir er unnið að því á
Kjarvalsstöðum að setja upp Sögu-
sýninguna, sem svo er nefnd og
haldin er að tilhlutan Þjóðhátíðar-
nefndar 1974 i minningu 11 alda
byggðar á (slandi Sýningin verður
opnuð fyrripart októbers en mikið
verk er að koma henni upp, og
Haustsýning FÍM hafði ekki fyrr ver-
ið tekin niður á Kjarvalsstöðum en
Einar Hákonarson, hönnuður Sögu-
sýningarinnar, var fluttur þar inn
ásamt samstarfsfólki og hafði hafizt
handa Lá þá að baki sumarlangt
undirbúningsstarf, sem Kjarvalshús--
ið hýsti og er þannig nafn
meistarans óneitanlega töluvert
tengt þessari sýningu.
Blaðamaður Morgunblaðsins átti
leið um Kjarvalsstaði þennan um-
rædda þriðjudag og náði þá tali af
þeim Gils Guðmundssyni, alþingis-
manni og formanni sýningarnefnd-
ar, og Einari Hákonarsyni. Fyrst var
Gils inntur eftir nánari tildrögum
þessarar sýningar og sagdi hann, að
Sögusýningin hefði raunar verið eitt
fyrsta verkefnið, sem Þjóðhátiðar-
nefnd 1974 ákvað að gangast fyrir I
tilefni ellefu alda afmælisins.
„Undirbúningur hófst þó ekki fyrir
alvöru fyrr en i vor," sagði Gils. „Víð
höfðum markað sýningunni ákveðna
umgjörð þegar I upphafi en hún
breyttist dálitið í meðförum eftir þvi
sem á leið í tilefni lýðveldishátlðar-
innar 1944 var haldin hér sögu-
sýning, og vakti upphaflega fyrir
okkur í sýningarnefndinni að hafa
mjög hliðsjón af henni En með tilliti
til Þróunarsýningarinnar í sumar og
eins þegar vitnaðist, að gengizt yrði
hér fyrir viðamikilli sýningu á
islenzkri myndlist i 1 1 aldir, þrengd-
ist vettvangur okkar töluvert og við
fórum að velta yfir því vöngum
hvernig við gætum forðazt endur-
tekningar frá þessum tveimur
sýningum."
Innan sýningarnefndarinnar varð
það að ráði, að þema Sögusýningar-
innar yrði: Ellefu alda sambúð lands
og þjóðar — „Hvernig var það land,
sem forfeður okkar, landnámsmenn-
irnir, komu að, hvernig þeim von
bráðar lærðist að lifa á landsins
gæðum og glima við óbliða náttúru í
landi íss og elda Við ákváðum jafn-
framt að horfa ekki fram hjá þeirri
staðreynd, að stundum hafa lands-
menn farið óskynsamlega með gæði
lands og verðmæti Allt skyldi þetta
speglast í heiti sýningarinnar:
(sland, (slendingar — 11 alda sam-
búð lands og þjóðar," sagði Gils
ennfremur.
Hann sagði, að þegar farið hefði
verið að vinna að sýningunni af
alvöru, þá hefði verið leitað til
nokkurra stofnana og vísindamanna,
og þeir beðnir að leggja eitthvað af
mörkum, hver af sinní þekkingu inn-
an ofangreindrar umgjörðar
sýningarinnar. „Við nutum þannig
aðstoðar fulltrúa frá stofnunum eins
og Landfræðistofnun, Þjóðminja-
safni, Orkustofnun og ýmsum fleiri
stofnunum. Eins var leitað til
nokkurra vísindamanna, sem við
vissum, að voru hugkvæmir og
byggju yfir mikilli þekkingu einmitt
á þessum sviðum, er við töldum
okkur þurfa að gera skil á sýning-
unni. Vil ég þar sérstaklega tilgreina
dr. Sigurð Þórarinsson, jarð-
fræðing."
Gils gat þess einnig, að strax við
undirbúning sýningarinnar hefði
Einar Hákonarson, myndlistarmað-
ur, verið ráðinn til að hanna sýning-
una og veita forstöðu allri teikni-
vinnu og öðru undirbúningsstarfi.
Hann fékk aftur til liðs við sig unga
og áhugasama teiknara Að sögn
Gils verður siðan þema sýningarinn-
ar einkum útfært I myndum og
skýringateikningum ásamt töluvert
miklum texta — þarna verða Ijós-
myndir stórar og smáar, þar á meðal
stækkaðar litmyndir, sem munu
setja mikinn svip á sýninguna ásamt
skýringamyndunum, sem Einar
S/cyggnztinná
Sögusgninguna,
sem opnuð verður
ínæsta mánuði
lendis, bæði heiðni og kristni — i
máli og myndum og á næstu grös-
um geta þeir-litið augum islenzk
handrit ásamt uppstækkunum úr
öðrum sögufrægum handritum
Einnig verður sýnt líkan af
sögualdarbænum ásamt ágripi af
hibýlasögu hér á landi.
„Ef við höldum áfram taka við
þættir, sem allir lýsa hvernig land-
námsmenn og íslendingar fyrr á
öldum færðu sér i nyt landkosti, til
dæmis er þar fjallað um akuryrkju,
mótekju, rauðablástur, smiði og
sýnd vopn," sagði Einar ennfremur.
„Siðan er fjallað itarlega um Skaftár-
elda og Móðuharðindin, einnig er
smáþáttur um útilegumenn og ann-
ar þáttur er frá Landsbóka- og þjóð-
skjalasafni. Og ekki má gleyma
skemmtilegum þætti Örnefnastofn-
unar, sem Þórhallur Vilmundarson
hefur séð um i samráði við okkur.
Innst i salnum getur svo að llta stóra
mynd af eldfjalli, spennandi linurit,
er sýnir meðalhæð karla frá upphafi
(slandsbyggðar og sérstakur þáttur
er um helztu nytjafugla íslendinga
frá öndverðu. Loks er að geta all-
stórs þáttar um hafísinn og þvi, sem
honum fylgir. Þar bera hvitabirnirnir
hæst og höfum við fengið Grims-
eyjarbjörn þeirra Húsvikinga lánað-
an á sýninguna," sagði Einar.
Gangurinn þar sem gengið er út
úr vestursal Kjarvalsstaða verður
• þiljaðuf-af og þar inn af verða sýnd-
ar litskyggnuraðir, sem höfða beint
til sýningarinnar, að þvi er Einar
segir. Fyrir framan þilið i þessum
gangi mun aftur á móti hanga hin
mikla mynd Þorvalds Skúlasonar —
Tyrkjaránið, sem einmitt var á sögu-
sýningunni 1 944 Þarna á gangin-
um verður einnig komið upp smá-
þætti um einokunarverzlunina, til-
vitnunum um ísland og íslendinga
úr ferðabókum útlendinga, sem
hingað lögðu leið sina fyrr á timum
og þar í áframhaldi verður þáttur um
Vesturfarana, Loks er þar þáttur um
þjóðsönginn og sýnd eiginhandrit
skáldanna — Matthiasar og Svein-
björns. Kaffistofan verður siðan
skreytt með uppstækkunum á
myndum úr ferðabókum.
„Þegar komið er á ganginn í
Hákonarson og samstarfsfólk hans
hefur gert sérstaklega fyrir sýning-
una. „Ég held, að þetta tvennt —
þessi fjöldi skýringamynda i lifleg-
um litum og þessar stóru úrvals
litmyndir — sé hvort tveggja nokk-
urt nýmæli á sýningum hér og geri
sýninguna eftirsóknarverðari," sagði
Gils ennfremur
Sögusýningin verður opnuð 10.
október og mun standa til 23 þess
mánaðar og meðan hún stendur yfir
verður ýmsu tjaldað i sölum Kjar-
valsstaða. Þannig munu þar koma
fram ýmsir kunnir visindamenn
bæði á sviði hugvisinda og raun-
visinda og flytja röð fyrirlestra um
efni, sem er innan umgjarðar
sýningarinnar Verða þessir fyrir-
lestrar sennilega milli 15 og 20
talsins Einnig verður slegið á léttari
strengi, þvi að i ráði er að flytja á
sýningunni samfellda dagskrá úr
íslenzkum bókmenntum, þjóðlaga-
söng og e.t.v. verður eitthvað fleira
þar til fróðleiks og skemmtunar.
Eins og fyrr greinir er Sögusýningin
haldin á vegum Þjóðhátiðarnefndar
1974 og af hennar hálfu sitja þrír
menn I sýningarnefndinni — þeir
Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlög-
maður, og Vilhjálmur Þ. Gíslason,
fyrrum útvarpsstjóri, auk Gils, sem
er formaður nefndarinnar eins og
áður segir
Þessu næst var Einar Hákonarson
fenginn til að lýsa frekar útfærslu og
skipulagi sýningarinnar. Upplýsti
hann, að strax fyrir utan Kjarvals-
staði yrði komið fyrir táknum, er
minna ættu sýningargesti á tvö
megineinkenni landsins — eldinn
og isinn. Fyrir framan húsið verður
og Ameríku, svo og helztu víkinga-
byggðir. „Þvi næst verður gengið
inn í vestursalinn," segir Einar, „og
er þá komið i landnámsdeild, sem
við getum svo nefnt. Þar verður fyrir
mynd af landnámsknerri, um sex
metra löng en áþekkir knerrir voru
uppbaflega um þrisvar sinnum
stærri. Myndin er gerð eftir teikning-
um af úthafsfari því, sem fannst í
Hróarskelduuppgreftmum. Önnur
skýringamynd blasir þar einnig við
og sýnir áætlað gróðurlendi á
(slandi við landnám, svo og kort af
því hvernig suðurströndin leit út á
landnámsöld og kemur i Ijós, að
landið hefur þar stækkað töluvert frá
þvi sem þá var "
Einar segir, að mest vinna liggi
óneitanlega i þvi, sem fyrir augum
ber í vestursalnum og sé raunar of
langt mál að tíunda það allt. Hann
stiklar þó á þvi helzta: Komið verður
upp miklu veggteppi Vigdisar
Kristjánsdóttur, sem annars hangir i
borgarráðssalnum og þegar lengra
er haldið ber fyrir sjónir annað mjög
stórt málverk eftir Jóhannes Jó-
hannesson, sem nefnist Grímur geit-
skór velur þingstað Þar hjá geta
gestir sýningarinnar glöggvað sig
ofurlitið á sögu trúarbragðanna hér-
sem sagt komið fyrir sjö metra háum
isstöpli og verður hann lýstur upp
með Ijóskösturum Að baki hússins
trónar hins vegar blys á 8 metra
hárri stöng og mun loga þann tima
sem sýningin er opin hvern dag
Þegar komið er að inngöngudyrun-
um blasir við gestum griðarstórt
málverk —- um 2x4 metrar á stærð,
sem Einar hefur gert i tilefni þess-
arar sýningar og nefnir Land og fólk.
Þegar svo inn í Kjarvalsstaði kem-
ur rekast sýningargestir á kort, er
sýnir helztu siglingarleiðir land-
námsmanna til (slands, Grænlands
Starfsmenn sögusýningarinnar
hafa lagt undir sig kjallara Kjar-
valsstaða og þar leggja teiknarar
og smiðir siðustu hönd á
skýringarmyndir og likön, sem
sett verða upp á sýningunni.
austurálmu hússins verður þar fyrir-
lestrarsalurinn en veggina prýða
ýmis gömul kort af íslandi frá Lands-
bókasafni. I fundarsalnum inn af
ganginum mun hins vegar Gunnar
Hannesson, Ijósmyndari, hafa bæki-
stöðvar og sýna litmyndir af íslenzku
landslagi," sagði Einar ennfremur
Þá er komið að austursal Kjarvals-
staða, og sagði Einar, að þar væri
fyrst stiklað lauslega á helztu at-
vmnuvegum landsmanna með þátt-
um um sjósókn, landbúnað og
iðnað, þar sem reynt verður á ein-
faldan hátt að bregða Ijósi á þá
gjörbyltingu, sem þar hefur orðið á
öldinni.'Þá taka við tveir þættir um
jarðhitann og vatnsorkuna og þar
mun m.a. geta að líta likan af
gufuaflsvirkjun. Einnig má geta
nokkuð viðamikils þáttar um lýð-
veldishátíðina 1944, þjóðhátiðina
1874, gripið verður niður i sögu
alþingis og brugðið upp myndum af
hernáminu
„Siðan mun koma þáttur um Vest-
mannaeyjagosin — bæði Surts-
eyjargos og Heimaeyjargos, sem er
auðvitað skýrasta dæmið, sem við
höfum um áhrif náttúruaflanna á
mannabyggð hér á landi," sagði
Einar. „Siðan vil ég svo nefna all
veigamikinn þátt um sandgræðslu
Franthald á hls, :f:í
Hér er sýnishorn af einni skýringarmyndinni en hún sýnir meðalhæð
íslendinga frá öndverðu og af henni má lesa ýmislegt um velmegunar-
og niðurlægingarár þjóðarinnar.
Sjón
og saga
taka
höndnm
saman
'HXÍJU Uit
»:!■ > I,
-4i
- ( 4 * i * * i
l
1