Morgunblaðið - 03.10.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKT0BER 1974
21
Sigurlaug Bjarnadóttir alþingismaður:
Hringvegur um
Vestfirði 1975
HRINGVEGUR um Vest-
firði verður opnaður á
næsta ári til umferðar, er
framkvæmd um Djúpveg
lýkur sbr. frétt á öðrum
stað í blaðinu i dag um
framkvæmdir við þá vegar-
gerð í sumar. Er frumvarp
til laga um sölu
happdrættisskuldabréfa
vegna Djúpvegar var á
dagskrá í neðri deild
Alþingis, flutti Sigurlaug
Bjarnadóttir, alþingis-
maður, sína fyrstu þing-
ræðu, og fer hún hér á
eftir:
Hæstv. samgrh. hefur reifað
meginatriði þess, hvers vegna
þetta breytingafrv. er hér komið á
þessu þingi, sem eins og hann gat
um, varð nánast fyrir leiðinleg
mistök I málatilbúnaði og af-
greiðslu á síðasta hv. Alþ. Ég kveð
mér hér hljóðs fyrst og fremst til
þess i fáeinum orðum að lá*a í ljós
ánægju mína og þakklæti fyrir
það, hve þetta mál hefur átt góð-
um skilningi og stuðningi að
mæta hjá hlutaðeigandi aðilum og
ég vil segja bæði innan þings og
utan.
Ég vil þakka hæstv. fjmrh. og
núv. samgrh. fyrir hans skjótu
fyrirgreiðslu um 25 millj. kr.
bráðabirgðalán, þrátt fyrir fjár-
hagsþrengingar rikissjóðs undan-
farna mánuði, til að halda áfram
vinnu i Djúpvegi, sem ella hefði
stöðvazt í byrjun ágústmánaðar
sökum fjárskorts. Réttum mánuði
áður, þ.e. viku af júlí, var ég stödd
inni í Hestfirði, þar sem aðalfram-
kvæmdir við veginn hafa farið
fram á þessu sumri og sá þar að
verki dugandi verkstjóra og
vinnuflokk með stórvirkar vinnu-
vélar, sem vinnustöðvun vofði
yfir um mitt sumar í einmunatíð
af fyrrgreindum fjárhagsástæð-
um. Sú vinnustöðvun hefði gert
að engu ákveðnar vonir Djúp-
manna og raunar allra Vest-
firðinga um, að hringvegi um
Vestfirði yrði lokið á þessu ári
eða I siðasta lagi á næsta sumri.
Þegar undirbúið var lokaátak
að hringvegi um landið með
vegarlagningu og brúargerð yfir
Skeiðarársand, sem þjóðhátíðar-
FRAMKVÆMDIR við Djúpveg,
sem er síðasti áfangi hringvegar
um Vestfirði, hafa gengið mjög
vel í sumar og er nú verið að ýta
upp síðasta kaflanum í undir-
byggingu vegarins, sem er 3VS km
vegarspotti í Hestfirði. Eftir er að
sprengja á nokkrum stöðum i
vegarstæðinu, steypa brú (i Hest-
firði), setja niður ræsi á nokkrum
stöðum (í Skötufirði, Hestfirði og
Seyðisfirði). Þá á eftir að setja
burðarlag á þá vegarkafla, sem
eftir á að framkvæma sprenging-
ar i eða verið er að ýta upp, setja
endanlegt slitlag á veginn allan
og ganga frá vegarköntum aþih.
Vegurinn í núverandi ástandi
er talinn jeppafær, að sögn Vega-
gerðarinnar, með fyrirvara um
Sigurlaug Bjarnadóttir
alþingismaður.
gjöf til íslensku þjóðarinnar, var
gengið út frá tengingu Djúpvegar
sem hluta í þeirri glæstu mynd,
hluta af hinni veglegu afmælis-
gjöf til þjóðarinnar. Þegar svo um
miðjan júlímánuð sl. kom að opn-
un Skeiðarárvegarins með há-
stemmdum hátíðarræðum á sama
tima og horft var fram á stöðvun á
ófullgerðum Djúpvegi, þótti
mörgum Vestfirðingum sem
hreinlega hefði gleymst í bili
a.m.k. sá hluti Islands, sem er
norðan Bitru og Gilsfjarðar. Það
hefði óneitanlega orðið heldur
léleg efnd á þjóðhátíðarheitinu
um hringveg I kringum landið, ef
stöðvun á þessum hluta hans,
Djúpveginum, á sjálfu þjóð-
hátíðarsumrinu hefði leitt til
þess, að hann hefði raunverulega
ekki verið opnaður fyrr en á
árinu 1976. Við Vestfirðingar telj-
um því, að krafa okkur um áfram-
haldandi framkvæmdir við Djúp-
veg I sumar hafi verið réttmæt og
sjálfsögð. Það, hve vel og skjótt
var brugðist við þeirri kröfu, ber
að þakka. A Vestfjörðum hafa
vissulega verið unnin stórvirki í
vegalagningu á undanförnum ára-
tugum, þótt margt sé enn ógert á
þvl sviði, ekki hvað síst með tilliti
til þess, að auknar og bættar sam-
göngur eru ein aðaiforsenda þess,
að viðunandi lausn fáist á þvl
óbrúaðar ár, en vatnsmagn þeirra
gæti breytzt eða ís myndazt á
þeim.
Tryggt var 25 m. kr. fram-
kvæmdafé til vegarins I sumar og
hefur verið unnið fyrir það fjár-
magn að framangreindum fram-
kvæmdum. Fjármagn þetta
fékkst út á væntanlega sölu happ-
drættisskuldabréfa, skv. sérstök-
um lögum þar um, sem sett voru á
sumarþinginu. Er nú sýnt, að
Djúpvegarframkvæmdum lýkur
og að hringvegur um Vestfirði
verður fullgerður fyrir næsta
haust.
(Sjá þingræðu Sigurlaugar
Bjarnadóttur, alþingismanns, um
Djúpveg á þessari slðu.
neyðarástandi I læknaþjónustu og
heilbrigðismálum, sem fólk I
byggðum Vestfjarða hefur átt við
að búa á undanförnum áratugum
og hefur vafalaust átt sinn þátt.I
uggvænlegri fólksfækkun I þess-
um landshluta fram til skamms
tíma. Tenging Djúpvegar verður
merkur áfangi i framþróun þess-
ara mála, sem og I atvinnulegu og
félagslegu tilliti. Um það þarf
engum blöðum að fletta. Við skul-
um setja okkur I spor manns, sem
staddur er á Isafirði og þarf að
komast á bílnum sínum inn I Ögur
eða inn I Reykjanes. Það gæti
verið bóndi innan úr Djúpi, lækn-
ir I lækniserindum, vörubílstjóri
með farm af byggingarvörum eða
ferðamaður úr Reykjavík. Þegar
Djúpvegur verður fær þarf þessi
maður að fara 104 km leið inn I
Ögur og um 140 km inn I Reykja-
nes. I dag verður hann að aka sem
leið liggur löngu leiðina, sem við
köllum, suður um þrjá hæstu
fjallvegi Vestfjarða, Breiðadals-
heiði, Hrafnseyrarheiði, Dynj-
andisheiði, I Vatnsfjörð á
Barðaströnd og þaðan inn með
Breiðafirðinum kringum ótal
firði og nes á mjög svo misjöfnum
vegum að ekki sé meira sagt, I
Þorskafjörð, yfir Þorskafjarðar-
heiði og út með Djúpinu að
sunnanverðu I Reykjanes og ög-
ur. Þessi leið er um 370 km og
tekur um 8 tlma akstur. Jafnvel
þótt þessi leið, sem ég talaði um,
sé I senn tilkomumikil og fögur og
hafi þannig sitt gildi fyrir forvit-
inn ferðamann og náttúruskoð-
anda, þá er óhagræðið augljóst
frá almenningssjónarmiði og
meira en tími til kominn að úr sé
bætt. Má I þvi sambandi benda á,
að þessi vegur, Djúpvegurinn,
hefur nú verið á döfinni I 28 ár
eða frá því að leiðin yfir Þorska-
fjarðarheiði var opnuð árið 1946.
Næstu ár þar á eftir var lögð
áhersla á að tengja verstöðvarnar
utanvert við Djúpið Isafjarðar-
kaupstað, en Óshlíðarvegur til
Bolungarvíkur var opnaður 1949
og vegurinn inn I Súðavík árið
eftir. Síðan var haldið út með
Djúpinu norðanverðu, út Langa-
dalsströnd og nú síðasta áratug-
inn hefur vegurinn mjakast hægt
og sigandi út með Djúpinu að
sunnan. Og nú mun vart ógerður
lengri en 10—15 kg langur spotti,
þ.á m. raunar tvær brýr yfir ár I
botni Hestfjarðar og Seyðisfjarð-
ar, til þess að endarnir nái saman
utan og innan frá. Þessi síðasti
kafli vegarins liggur um mjög
strjálbýla byggð. I Inn-Djúpinu
eru aðeins 4 fámennir sveita-
hreppar, svo að sjálfsagt verður
arðsemi Djúpvegarins minni en
sumir mundu vilja telja eðlilegt
eða æskilegt. En ég bið guð að
hjálpa okkar byggðastefnu i
reynd, ef við ætlum endalaust að
miða við höfðatölu íbúa við fram-
kvæmd hennar og f jármögnun.
Herra forseti. Ég hef þessi orð
ekki fleiri, en ég vænti þess, að
þetta góða mál, þótt það láti ekki
mikið yfir sér, þurfi ekki að
hrekjast á milli fleiri þinga, fái
fullnaðarafgreiðslu á þvi auka-
þingi, sem nú situr þannig að
unnt verði að hefja sem fyrst sölu
þeirra happdrættisskuldabréfa að
upphæð 80 millj. kr., sem frv.
gerir ráð fyrir. Ég er sannfærð
um, að Vestfirðingar munu ekki
liggja á liði sínu til þess að veita
þessu máli framgang.
Djúpvegur
„jeppafær”
Garðurinn I Litla-Arskógi
fólk fólk fólk fólk fólk fólk
Skrepp
á sjó
þegar
mig
vantar í
matinn
Georg Vigfússon
Meðal öndvegisbúa á
Arskógsströnd er Litli-
Árskógur og búa þar þrír bræð-
ur, þeir Georg, Hannes og
Kristján Vigfússynir. Þegar
blm. kom þar heim einn góð-
viðrisdag I september var
Georg þar einn heima við og
var að búa sig undir að svíða
hausa, enda var þetta I miðri
sláturtíð.
„Við erum nýbúnir að slátra
á Dalvik og lóguðum á milli 115
og 120 kindum að þessu sinni,"
sagði Georg, og bætti því við, að
þeir bræður væru með um 100
kindur og 17 nautgripi.
— Er ekkert erfitt að reka
svona félagsbú eins og þið
bræðurnir gerið?
„Nei, það gengur ágætlega og
hefur ekki borið á neinum
erfiðleikum. Reyndar eru það
aðallega ég og Kristján, sem
sjáum um búskapinn, þvl
Hannes er mikið við húsa-
málningar. Við tókum við þessu
af föður okkar árið 1961 þó að
fyrir þann tíma hefðum við
alltaf verið heima.“
— Hefur þú alltaf búið I
Litla-Árskógi?
„Nei, ég er fæddur á Kúgildi
I Þorvaldsdal. En þar er nú allt
farið I eyði, nema kannski ein
jörð, sem er Kleif. Túnin frá
henni eru ennþá nytjuð.“
— Þið hafið ekki stundað sjó
eins og margir hér á strönd-
inni?
„Jú, faðir minn, Vigfús Krist-
jánsson, var mikið á sjó og
gerði út bát héðan af Sandinum
og sjálfur er ég búinn að róa i
ein þrjátíu eða fjörutlu ár á 12
til 18 tonna mótorbátum."
— En hefurðu ekki átt bát
sjálfur?
„Jú, ég á vist trillu, en þú
skalt ekkert minnast á hana því
hún stendur hér heima og hef-
ur ekki verið notuð lengi. Nú,
ég á líka árabát, sem ég skrepp
á á sjó af og til þegar mig
vantar i matinn. Annars kemst
ég orðið ekkert frá, það er ekki
nema maður skjótist i fugl eða
eitthvað svoleiðis."
Nú fer Georg með okkur inn I
garðinn á bak við ibúðarhúsið.
Þetta er reyndar frægur garður
fyrir fegurð ekki aðeins i sinni
sveit heldur viðar, og státar af
verðlaunum fegrunarnefndar
Árskógsstrendinga. Innan um
falleg tré og skrautleg blóma-
beð er litil tjörn með gosbrunni
og styttu. Sagði Georg að garð-
urinn væri aðallega verk
bræðra sinna Hannesar og
Kristjáns, en þeir bræður eru
landsþekktir fyrir útskurð,
meðal annars fyrir sklrnar-
fonta sína, sem prýða margar
kirkjur. Georg sagði, að nú
Væru þeir að skera út sinn sjö-
unda skírnarfont og að hann
ætti að fara I Undirfellskirkju.
„En þeir geta því miður ekki
sinnt þessu nógu mikið. Þetta
eru aðallegahjáverk."
— Hefur þú aldrei reynt þig
á útskurði?
„Nei,“ svarar Georg, „ég hef
aldrei gefið mér tíma til neins
þess háttar."