Morgunblaðið - 03.10.1974, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER 1974
Lífeyrissjóður Austurlands:
Fékk lánið eftir eitt ár
Dagný hefur
aflað fyrir
50,1 millj. kr.
Siglufirði 1. október
TOGSKIPIÐ Dagný hefur fiskað
með ágætum frá áramótum og nú
er aflaverðmætið orðið hvorki
meira né minna en 50,1 millj. kr.
Stálvík landar hér I dag.
Tónskóli Siglufjarðar var settur
I dag og stunda 60 nemendur nám
við skólann I vetur. Tveir fast-
ráðnir kennarar eru við skólann.
A morgun verður sett námskeið
fyrir vélstjóra.
Sigluvfk er nú loksins farin á
veiðar, eftir lokið var við að full-
gera skipið. Skipið, sem er smfðað
á Spáni, kom eins og fleiri skip
þaðan hálfsmfðuð til landsins.
Niðurlagningarverksmiðjan
Siglósfld er nú farin að vinna sfld
fyrir innanlandsmarkað og á
morgun er væntanlegt hingað
skip með sfld frá Noregi.
—Matthfas.
Gangbrautar-
varzla í
Njarðvíkum
NVLEGA var ákveðið að hafa
gangbrautarvörzlu á Reykjanes-
braut, þar sem hún liggur f gegn-
um miðjar Njarðvfkur.
Byggðin f Njarðvfkunum hefur
dafnað mjög ofan Reykjanes-
brautar á sfðustu árum, að sögn
Alberts K. Sanders sveitarstjóra,
en flestar þjónustustofnanir eru
neðan brautarinnar, svo sem skól-
ar og verzlanir. Þvf er mikil um-
ferð gangandi fólks yfir brautina
dag hvern, og eins og allir vita, er
bflaumferð mjög mikil eftir
Reykjanesbrautinni.
Störf gangbrautarvarða voru
auglýst fyrir skömmu f Mbl. og
sóttu nokkrar húsmæður um þau,
að sögn Alberts. Verður gæzla á
morgnana, þegar börn eru að fara
f skóla, og um hádegið, en þá er
mesti fólksstraumurinn yfir
brautina. Sfðar verða væntanlega
sett gangbrautarljós á þessum
stað.
Stokkhólmi, 1. október NTB.
SÆNSK yfirvöld hafa lagt hald á
herófn, sem talið er að hefði selzt
fyrir sjö til átta milljónir
sænskra króna á frjálsum
markaði. Þetta er mesta herófn-
magn, sem hefur verið gert
upptækt f Svíþjóð, og sænsk yfir-
völd hafa miklar áhyggjur af
þessu máli.
Herófnið var gert upptækt f
Gautaborg og fannst á ungum
hjónum frá Stokkhólmi, sem
UNDANFARIÐ hefur sú saga
gengið, að sala á fasteignum hafi
dregizt saman, en eftir að við
ræddum við fasteignasala f gær
kom f ljós, að svo er ekki. Hins-
vegar hefur íbúðarverðið staðið í
stað og heldur hefur dregið úr
útborgunum. Fasteignasalarnir
voru sammála um, að fólk virtist
enn hafa mikil f járráð.
Sverrir Kristinsson hjá Eigna-
miðluninni sagði, aó salan hjá
þeim væri sú sama og verið hefði
og færi hún sízt minnkandi, sömu
sögu væri að segja um útborganir,
þær eru svipaðar og áður.
Aðvörun
ekki sinnt
I FYRRADAG varð harður
árekstur á Skúlagötu. Fólksbfl
var ekið aftan á sendibfl, sem
beið þess að geta ekið upp
Frakkastfg. Farþegi f fólks-
bflnum fór með höfuðið I
gegnum framrúðu og skarst
töluvert á andliti. Lfklega
hefði hann sloppið við meiðsli,
ef öryggisbeltin hefðu verið
notuð. En svo var ekki, þrátt
fyrir aðvörunina sem hékk
neðan úr speglinum, eins og
sést á myndinni. Sem betur fer
fór ekki svo illa, en áminning-
in er þörf. Ljósm. Mbl. Sv.
Þorm.
reyndu að smygla þvf til landsins.
Að sögn Eric östberg rfkissak-
sóknara f Stokkhólmi er þetta
aðeins örlftið brot af þvf herófni,
sem er smyglað til Svíþjóðar.
Sex menn hafa verið handtekn-
ir f Stokkhólmi fyrir eiturlyfja-
smygl. Lögreglan hefur fylgzt
með mönnunum f marga mánuði
og telur, að þeir hafi farið margar
ferðir til Holiands til þess að
kaupa herófn, sem sfðan hafi
verið smyglað til Svfþjóðar.
Hann sagði að alltaf væri til þó
nokkur stór hópur manna, sem
ráðizt gæti í húsakaup. Ekki væri
enn hægt að merkja, að salan
væri neitt að dragast saman. Hins
vegar væri því ekki að neita, að
framboð á húsum hefði aukizt að
undanförnu, en taka bæri tillit til
þess, að nú stæði aðalsölutími árs-
ins yfir. Þeir á Eignamiðluninni
hefðu nú allgott úrval eigna til
sölu og verðið á þeim væri það
sama og verið hefði síðustu mán-
uðina, og eins væri með útborgan-
irnar.
Ragnar Tómasson hjá Fast-
eignaþjónustunni sagði, að það
EINS og Mbl. skýrði frá í
gær, eru félagar í nokkrum
verkalýðsfélögum á Aust-
urlandi óánægðir með
stjðrn Lífeyrissjððs Aust-
urlands, og segja, að menn
fái ekki lán úr sjððnum
nema þeir beri réttan pðli-
tfskan lit. Guðni Kristins-
son á Fáskrúðsfirði sagði f
samtali f gær, að komið
hefði fyrir, að menn
fengju ekki lán úr sjððn-
um nema því aðeins, að
þeir hafi hðtað málsðkn.
Guðni sagði, að upphaflega
hefði verið gert ráð fyrir því, að
það tæki menn 4 ár að gerast
fullgildir sjóðsfélagar, en menn
þurfa að vera búnir að greiða 25
þús. kr. f sjóðinn til að geta talizt
fullgildir sjóðsfélagar. Frá þessu
var veitt undanþága fyrstu tvö
árin og gátu menn þá borgað sig
inn f sjóðinn til að fá lán.
Sfðan gerist það hér, sagði
Guðni, að maður, sem aðeins hef-
ur greitt eitt ár í sjóðinn, fær
væri áberandi, hvað framboð á
eignum hefði aukizt upp á sfðkast-
ið og eins hefðu útborganir held-
ur dregiztsaman.enásama tíma
hefði verðið staðið í stað, sem
þýddi að ekki hefði verið jafn gott
að kaupa fasteignir síðan 1967 og
1968. Útborganirnar hefðu farið
smáminnkandi, en engar stökk-
breytingar hefðu orðið og erfitt
væri að spá um framtíðina.
Þá sagði hann, að ekki kæmi til
mála, að verð á eignum lækkaði
frá því, sem nú er, á sama tíma og
byggingarkostnaður hefði stór-
hækkað. Hinsvegar væri vitað, að
byggingarframkvæmdir hefðu
skyndilega lán úr honum, en ann-
ar, sem búinn var að greiða í sjóð-
inn f miklu lengri tíma og er
fullgildur sjóðsfélagi, fékk ekki
lán úr honum, fyrr en hann hótaði
málsókn. Svona dæmi hafa verið
GOTT VERÐ fæst nú fyrir sfld f
Danmörku, en meðalverð fyrir
afla fslenzku sfldvciðiskipunna
var kr. 37,14 f Hirtshals og
Skagen i sfðustu viku. Þá seldu
skipin alls 32 sinnum f Danmörku
og eitt skip seldi f Hollandi. Alls
seldu skipin 1.686 lestir fyrir 62,6
millj. kr. og meðalverðið var kr.
37,14 kr. eins og fyrr segir.
Frá þvf að sfldveiðarnar hófust
í maf s.I. og fram til 30. sept. s.I.
dregist saman, og ekki væri
hundrað í hættunni, þó að hann
drægist saman, þar sem bygging-
ariðnaðurinn væri búinn að vera
yfirspenntur um tíma og þar af
leiðandi alltof dýr.
Enn fremur sagði Ragnar, að
einhverra hluta vegna væri það
svo, að almenningur hefði ótrú-
lega rúm f járráð miðað við alla þá
erfiðleika, sem mörg fyrirtæki
ættu við að etja. Kynni hann ekki
skýringu á þessu hyldýpi, sem
væri á milli almennings annars
vegar og fyrirtækja og ríkisstofn-
ana hinsvegar.
að skjóta upp kollinum að undan-
förnu, og því hefur stjórn verka-
lýðs- og sjómannafélagsins hér
verið falið að athuga, hvort félag-
inu beri ekki að segja sig úr sjóðn-
hafa sfldveiðiskipin selt 24.292
lestir af sfld fyrir 659,7 millj. kr.
og meðalverðið fyrir aflann er kr.
27,16 kr. pr. kfló. A sama tfma í
fyrra voru síldarskipin búin að
selja 30.502 lestir fyrir 715,7
millj. kr. og þá var meðalverðið
kr. 23,46 fyrir kflðið. A þessu sést,
að aflinn var ólfkt betri f fyrra,
auk þess sem mun færri skip
lögðu stund á veiðarnar þá.
Meðalverðshækkunin, sem orðið
hefur á þessu ári, hefur ekki einu
sinni dugað fyrir öllum þjónustu
og kostnaðarhækkunum, sem
orðið hafa f Danmörku.
Söluhæsta og jafnframt afla-
hæsta sfldveiðiskipið er Loftur
Baldvinsson frá Dalvík. Loftur er
nú búinn að selja 1.802 lestir fyrir
49,6 millj. kr. og er meðalverðið
hjá skipinu kr. 27,54. Þá hefur
skipið landað 315 tonnum af ma-
krfl f Neskaupsstað fyrir 2,75
millj. kr. Guðmundur RE er enn f
öðru sæti, er búinn að selja 1.644
lestir fyrir 46 millj. kr. og þar er
meðalverðið kr. 27,98. Þá kemur
Gfsli Arni RE, sem búinn er að
selja 1.207 lestir fyrir 33,9 millj.
kr. og meðalverðið er kr. 28,10.
Nokkur skip seldu fyrir meira
en 3 millj. kr. f s.l. viku og voru
þau þessi: Þorsteinn RE 130,1 lest
fyrir 5 millj. kr., Eldborg GK 87,4
lestir fyrir 3 millj. kr., Gfsli Arni
RE 83,5 lestir fyrir 3,8 millj. kr.
og Loftur Baldvinsson EA 108,8
lestir fyrir 3,6 millj. kr. Hæsta
meðalverð vikunnar fékk Þórður
Jónasson EA kr. 47,07, þegar
skipið seldi 15,9 lestir fyrir 748
þús. kr.
HEROINMAL VEK-
UR UGG f SVÍÞJÓÐ
Fasteignasalan dregst
lítt eða ekkert saman
VERÐ Á EIGNZJM STENDUR I STAÐ EN HELDUR DREGZJR ZJR ZJTBORGUNUM
Norðursjórinn:
Skipin hafa selt
fyrir 660 millj. kr.