Morgunblaðið - 03.10.1974, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1974
Minning:
Guðmundur Bernharð
Þorláksson, Flateyri
Fæddur 15. maf 1931
Dáinn 24. september 1974
Þegar aldnir menn líta yfir
iiðna tíð koma ýmsar myndir
fram í huga þeirra. Flestar eru
þær fagrar að efni til, því venju-
lega taka þær til innstu tilfinn-
inga hjartans og þá oftast
ógleymanlegar.
Ein mynd af mörgum er mér
hugstæð, mynd af ungu barni I
vöggu sinni. Maður brosir við því
og spáir í huga sér um framtíð
þess og biður að hún verði blfð og
indæl. — Barnið svarar brosi
manns, fálmar og tifar höndum og
fótum eins og það vilji sýna og
segja: Ég skal verða stórt og ná
vizku og þroska.
En þegar móðir þess kemur að
vöggunni lyftist litli lfkaminn
eins og til flugs. — Hvað hefur
gerzt?
Móðurbrosið, foreldraum-
hyggjan hefur getið elsku í litla
barnshjartanu til foreldra sinna
og sú elska þess verður ævarandi.
Slíka mynd á ég í huga minum
af Guðmundi Bernharð Þorláks-
syni og foreldrum hans. Hann
fæddist í Reykjavík 15. maf 1931
og fluttist á æskuheimili föður
sfns, systkina hans, ömmu og afa,
nokkurra vikna gamall að Hrauni
á Ingjaldssandi, Vesturlsafjarðar-
sýslu.
Foreldrar hans voru Þóra
Guðmundsdóttir, Guðmundar
Einarssonar refaskyttu á Brekku
og Þorlákur Bernharðsson frá
Hrauni. Þrjár ömmur átti hann á
þessum umgetnu bæjum,
Guðrúnu á Brekku, Sigrfði í
Hrauni, er leiddu hann oft fyrstu
sporin, en við hné langömmu
sinnar Guðnýjar „steig hann oft
við stokkinn“ og skemmti henni.
Föðuramma hans flutti frá
Hrauni þegar hann var 7 ára
t
Faðir okkar,
BJARNI ÞÓRÐARSON,
bifreiðastjóri, Hverfisgötu 35, Hafnarfirði,
andaðistað Landspitalanum aðfararnótt 1 október.
Sigríður R. Bjamadóttir,
Sigurður B. Bjarnason,
Árni H. Bjarnason.
t
Móðir mín
ÞORBJÖRG G. SIGURJÓNSDÓTTIR,
lézt í Borgarspítalanum 30 sept.
Fyrir hönd vandamanna
Sigrfður Gunnarsdóttir
*Jí-Cíí!MiLLA
t
Eiginmaður minn,
ÞÓRÐUR Á. JÓHANNSSON.
verður jarðsunginn frá Frikirkjunni föstudaginn 4. október kl. 3 e h.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valborg Karlsdóttir.
t
Móðir min,
THEÓDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
Einimel 9,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 4 október kl. 15.
Guðriður Kristjánsdóttir Breiðdal.
t
Eiginkona min og móðir okkar,
SIGRÍÐUR KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Austurgötu 18, Keflavík,
sem lézt að Borgarspítalanum 27. f ,m. verður jarðsungin frá Neskirkju,
Reykjavík, föstudaginn 4 októberkl. 1 3.30.
Bjarni G. Guðmundsson,
Sigurður Bjamason, Guðmundur Óli Bjarnason.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og jarðarför, eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu,
ÖNNU SIGURLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við stúkunni isafold Fjallkonan númer 1
Hermann Eyfjörð,
Glgja Tómasdóttir, Reynir Torfason,
Ómar Traustason, Þórður Kristinn.
i
gamall. — Oft á efstu árum sfnum
minntist hún kveðjuorða hans, er
hann fylgdi henni á leið. „Ég vil
fara með þér, amma mín,“ sagði
hann og lagði hendur sínar um
háls henni. Þetta dæmi sýnir hvað
þriðji ættliður f hverri f jölskyldu
getur átt mikið í uppbyggingu
mannssálarinnar.
Guðmundur naut því mikillar
elsku og kærleika af föður sfnum
og móður ásamt frændliði öllu.
Hann skildi líka vel hvað kærleik-
ur er og fann alltaf vel, að ef hann
gæfi kærleik, þá efldist hans eig-
inn kærleikur því meir.
Um 10 ára aldurinn fluttust
foreldrar hans að Flateyri, þar
sem móðir hans tók við ljósmóður-
störfum. Ekki kunni hann vel við
sig á Flateyri. Ég man ummæli
eins kunningja míns á Flateyri
um hann. Það er sérstæður dreng-
ur hann frændi þinn. Hann eralls
staðar kominn, þar sem eitthvað
þarf hjálpar við. Sú varð líka
raunin um fórnarlund hans erfrá
leið.
Á Flateyri lá framtíð hans öll.
Snemma bar á miklum vilja
hans til allra starfa með trú-
mennsku og dyggð við allt smátt
og stórt, sem honum var trúað
fyrir. Sem áhorfandi á mörg störf
hans á bernskualdri fannst mér
hugur hans leita til sveitarinnar
með grasi gróin tún og úthagana
iðandi af búpeningi. Hann unni
bernskubyggðinni sinni, Ingjalds-
sandinum af alhug alla tíð og kom
það oft fram við erfiðar vegafjár-
áætlanir eftir að hann varð vega-
vinnuverkstjóri á Vestfjörðum.
Með sömu eiginleikum og við
störfin sótti hann nám að Núpi og
Reykholti, — og eftir það ýmis
störf, sjómennsku, afgreiðslu,
verkstjórn, oddvita og í stjórn
Sparisjóðs Flateyrarhrepps o.fl.,
o.fl. Ein veigamestu störf hans
voru oddvitastarfið og vegaverk-
stjórn.
Lýður Jónsson yfirverkstjóri
vega á Vestfjörðum heillaði til sín
marga unga menn þegar jarð-
ýturnar komu og fóru að vinna
við vegagerðina. Þar á meðal
Ingjaldsmenn, sem áttu aðild að
jarðýtu. Þeir frændur Guðmund-
ur og Ásvaldur frá Ástúni áttu
mikla samleið, ásamt fleiri um
vegavinnu hjá Lýð, unz Lýður
hætti og Guðmundur varð yfir-
verkstjóri.
Þannig liðu árin i örum vexti
oddvitastarfanna og vegafram-
kvæmdanna — og f örum vexti og
þroska verkstjórans. Það fór ekki
framhjá marki fremstu vona um
barnið í vöggunni.
En nú hefur sól brugðið sumri.
Guðmundur er dáinn. Það gefur
auga leið að við verk þau, sem
Guðmundur kom i framkvæmd,
ekki eldri maður, aðeins rúmlega
fertugur, hefur hann notið aðstoð-
ar. Jú, svo sannarlega. Hans
hægri hönd var einkavinur hans
og eiginkona, Ólafía Hagalínsdótt-
ir frá Hrauni ásamt börnum
þeirra Hilmari og Þóru. Fjöl-
skylda hans vann með honum
ábyrgðarmikil störf, en þó mest
eiginkonan i veikindum hans,
sem voru þreytandi og sársauku-
full sjúkdómslega á annað ár á
Landakotsspítalanum.
Það vakti mikla eftirtekt og
aðdáun ættmenna hans hversu
móðir, eiginkona og systur hans
unnu honum hugástum og vöktu
yfir honum nótt og dag til skiptis í
margar vikur, léttu honum barátt-
una við veikindin og sýndu hon-
um alla þá alúð, sem unnt er að
veita. Ylurinn frá kærleiksríku
hjarta hans mun hafa gefið þeim
styrk til að þjóna og elska —
þjóna lífinu meðan Guð vildi gefa
honum það. —
Sömu alúð og elsku veitti hann
föður sínum þegar hann var veik-
ur fyrir nokkrum árum, sem faðir
hans minnist og þakkar til ævi-
loka.
t
Innílegar þakkir sendum við þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
SALBJARGAR NÍELSDÓTTUR
Ennfremur þökkum við þeim, er komu til hjálpar, er hús hennar brann
svo og þeim er sýnt hafa henni hjálpfýsi og vináttu á liðnum árum.
Jóhanna Björnsdóttir Óskar Hannibalsson
og barnaböm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
HALLDÓRU GÍSLADÖTTUR,
Börnin.
HA. .
t
Einlægar þakkir sendum við fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför
GUÐLAUGAR ÞORMAR.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans
sem stunduðu hana.
Andrés Þormar,
Birgir Þormar. Gunnar Þormar
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur hjálpsemi og vináttu við andlát
og jarðarför eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og bróður,
PÁLS A. PÁLSSONAR.
Dalrós Baldvinsdóttir,
Páll A. Pálsson, Anna Sjöfn Stefánsdóttir,
Alfreð Pálsson, Þorgeir Pálsson,
Ég vil fyrir hönd frænda míns
bera fram þakkir til nánustu vina
hans, eiginkonu, móður, barna,
systkina og hins aldraða föður
fyrir unnin heillarík störf og fórn
við sig alla ævi — jafnframt hans
heitustu ósk um að þeim öllum
líði betur en ágætlega. Sömu
þakkir vill hann flytja ættfólki
sfnu öllu fjær og nær og það allt,
og aðrir vinir hans, biður honum
varðveizlu Guðs.
Harmur er í huga öllu nákomnu
fólki hans og vinum, en huggun
og styrkur er að hafa átt góðan og
kærleiksríkan dreng að fylgdar-
manni, sem alltaf vildi hjálpa og
efla það smáa.
Hann lagði vegvísi á fjallveg-
um vestfirzkra heiða. Nú vísar
Guð honum veginn til sín. Ætt-
fólk hans og vinirf Verið hug-
hraust. Það gleður hann og flýtir
för hans til hæða.
Blessuð sé minning hans, meðal
eftirlifandi vandamanna og vina.
Guðmundur
Bernharðsson
frá Astúni.
Á ferð um Vestfirði haustið
1972 hitti ég Guðmund Þorláks-
son f fyrsta skipti. Tilefnið var, að
ég skyldi hefja störf við vegagerð
á Vestfjörðum, og tilgangurinn að
kynnast vegamálum svæðisins og
verðandi samstarfsmönnum.
Það var tekið að kvölda, þegar
ég og fyrirrennari minn komum
niður í Önundarfjörð, og höfðum
við mælt okkur mót við Guðmund
á flugvellinum í Holti. Og ekki
bar á öðru, maðurinn var mættur
og hafði beðið góða stund. — Hár
maður og grannur, handtakið
þétt, röddin hlý, viðmótið þægi-
legt. Er við höfðum heilsast gaf
Guðmundur yfirlit um starfsem-
ina og greindi frá hugmyndum
sínum um áframhaldið. Stutt,
innihaldsríkt, einkennt af áhuga
og starfsgleði. Um kvöldið þágum
við veitingar heima hjá Guð-
mundi. Viðmót fjölskyldunar var
það sama, þar var gott að koma.
Slík voru mín fyrstu kynni af
Guðmundi Þorlákssyni. Síðarhitt-
umst við oft vegna starfa okkar,
og ekki varð þar nein breyting á.
Traustur maður að starfa með,
prúðmenni í umgengni og góður
félagi.
Við vegagerðarmenn kveðjum
hann með söknuði, því ekki fór
þar aðeins sterkur persónuleiki,
heldur góður vinur, sem við bár-
um mikla virðingu fyrir.
Björn Ólafsson
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á f
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagf fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera f sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu Ifnubili.
+
Einlægar þakklr fyrir samúð og
vináttu við andlát og útför
SIGURÐAR JÓNASAR
ÓLAFSSONAR
Fyrir hönd systkina og annarra
aðstandenda,
Gyða Jónasdóttir,'
Ólafur Jóhannesson.