Morgunblaðið - 03.10.1974, Page 27

Morgunblaðið - 03.10.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1974 27 Helga Jónsdóttir —Minningarorð Guðmundur Sigurðs- son —Minningarorð Fædd 14.5.1921. Dáin 25.9.1974. Þegar ég frétti lát Heigu stjúp- systur minnar setti mig hljóðan. Öllum, sem fylgzt höfðu með veik- indum hennar um eins árs skeið, átti að vísu að vera full Ijöst að hverju stefndi. Dauðinn kemur samt sem áður oftast á óvart þeim, sem sjá á eftir sínum nán- ustu héðan úr lifenda lífi þvi fremur þegar um er að ræða fólk á góðum starfsaldri og sem virðist eiga miklu verkefni ólokið. Frammi fyrir örlögunum stönd- um við vanmáttug. Guðrún Helga, en svo hét hún fullu nafni var fædd að Miðsandi á Hvalfjarðar- strönd. Foreldrar hennar voru Herdis Pétursdóttir, ljósmóðir frá Draghálsi og Jón Helgason Helga Jónssonar, sem lengst af bjó á Þyrli. Að henni stóðu því traustar ættir, enda sýndi hún svipmót þeirra í hvívetna. Foreldrar Helgu bjuggu sfðan um 10 ára skeið á Litla-Sandi og þar lézt Herdis um vorið 1932, þá rúmlega fimmtug, nöfðu þau hjón þá ráð- izt í það stórvirki að byggja stórt og vandað íbúðarhús á Miðsandi, komið upp heimilisrafstöð og áformað var að nýta báðar jarð- irnar til búskapar. Þetta lýsti miklum stórhug á þeim erfið- leikatímum, sem þá voru. Þegar Helga missti móður sína var hún 11 ára og bróðir hennar Sigurjón hálfu öðru ári yngri. Sig- urjón lézt árið 1956. Móðurmissir- inn hefur verið þeim systkinum þung raun þegar þar við bættist líka vaxandi heilsuleysi föðurins. Þegar ég lít yfir farinn veg nú á kveðjustund stjúpsystur minnar streyma minningarnar fram: Ég minnist 10 ára drengs á leið inn Hvalfjörð með móður sinni til ókunnugs áfangastaðar. Fram að þvf hafði það verið hlutskipti hans að fylgja henni frá einum vinnustað til annars. Nú vareftir- væntingin óvenju mikil, þar sem vitað var, að á heimilu, þar sem méðir mín ætlaði að starfa, voru tveir krakkar á minum aldri. Helga sagði mér síðar, að hjá þeim systkinum hefði og rfkt for- vitni um hinn væntanlega að- komudreng. Fljótlega fór það svo, að móðurlausu systkinin og föður- lausi drengurinn tengdust traust- um böndum sem vörðu upp frá þvi. Um vorið 1935 giftust Lára móðir mín og Jón faðir Helgu og fluttu að Hvítanesi f Kjós og bjuggu þar til þau urðu að víkja fyrir brezka hernum 1941. Fóru þau þá að Þrándarstöðum f sömu sveit, síðan að Hávarðsstöðum í Leirársveit og loks að Blönduholti í Kjós. Helga var í Kvennaskólanum í Reykjavfk árin 1935—37 og lauk þaðan prófi með hárri ginkunn. Hún vann sfðan við fatasaum á vetrum, en verklagni og smekk- vísi hafði hún í rfkum mæli. A sumrin vann hún að búi foreldra okkar eins og við stjúpbræðurnir. Margar ánægjulegar minningar eru frá verunni á Hvítanesi. Oft fann ég það sfðar, er við ræddum um uppvaxtarárin, hvað Helga var bundin traustum böndum hinu svipmikla umhverfi Hval- f jarðarins. 1953 giftist Helga Skarphéðni Pálssyni, bifreiðastjóra frá Kol- gröf í Skagafirði. Eina dóttur, Herdísi Jónu, hafði hún eignazt áður og varð hún kjördóttir Skarphéðins. Hér urðu þáttaskil í lífi Helgu. Hún helgaði manni sfn um og dóttur og síðar Helgu dótt- urdóttur sinni, sem nú er 9 ára og þau ólu upp, alla sfna krafta. Helga var ástrík eiginkona og umhyggjusöm móðir og mikil húsmóðir, eins og heimili hennar að Vesturbrún 14 bar ljóst vitni um. Herdís er gift Gunnari Gunn- arssyni, húsasmiði og eiga þau þrjú börn. Helga var dul í skapi, flfkaði ekki tilfinningum sínum, hjálp- semi og einlægni voru rfkir eigin- leikar í hennar fari. Þeir sem öðluðust vináttu hennar, nutu hennar ævilangt. Um leið og ég þakka ógleyman- legar ánægjustundir okkar stjúp- systkinanna, votta ég eiginmanni hennar, dóttur og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Við fráfall Helgu er þar stórt skarð fyrir skildi. Axel Jónsson. Bernskuminningar geymast furðu lengi f hugum vorum. Einar fyrstu bernskuminningar mínar frá Keflavík eru bundnar æsku- heimili Guðmundar. Þar og í ná- grenni þess var eftirsóttur við- komustaður okkar barnanna, sem vorum á Ifkum aldri og Guðmund- ur og systkini hans. Frá þeim tíma geymast margar ljúfar minn- ingar. í Keflavik fæddist hann hinn 13. nóv. 1902. Foreldrar hans voru merkishjónin Sigurður Þ. Jónsson, næst síðasti verslunar- stjórinn við H.P. Duusverslun f Keflavík og kona hans Hólmfrið- ur Guðmundsdóttir. Þau hjón voru bæði mæt og vel liðin og litið upp til þeirra sakir mannkosta og greiðvikni. Guðmundur sonur þeirra var snemma bráðger, vel- gefinn og gerður, bæði lfkamlega og andlega. Árið 1916 lét Sigurður faðir hans af störfum hér syðra. Flutt- ust þau hjón þá með börn sín til Reykjavíkur, þar sem Sigurður stundaði fyrst um sinn skrifstofu- störf. Siðar stofnsetti hann eigin verslun í húsi sínu að Laugavegi 62 og rak hana af dugnaði meðan heilsa og kraftar leyfðu. Guðmundur stundaði nám við Verslunarskóla tslands. Þar sem annars staðar kom fram náms- hæfni hans og lauk hann þaðan lofsamlegum prófum. Minningar um skóladvölina og skólafélagana hygg ég að hafi verið honum einkar kærar. Að loknu skóla- námi réðst hann til verslunar- starfa til Ásgeirsverslunar á Flat- eyri og starfaði þar til ársins 1926 er hann fluttist aftur til Reykja- víkur og hóf störf hjá ölgerðinni Egill Skallagrfmsson h.f. Þar starfaði hann um árabil. Síðar réðst hann til starfa hjá Við- skiptaráði, siðar Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd og gerðist þar fulltrúi. Eftir að nefndin var lögð niður starfaði hann í Utvegs- banka Islands meðan hann hafðí aldur til. Ferð hans til Flateyrar varð meira en starfsferð. Hann dvaldi um 6 ár á heimili verslunarstjór- ans Kristjáns Ásgeirssonar. Þar ólst þá upp ein af dætrum þeirra hjóna, Helga. Felldu þau hugi saman, giftust þar vestra og bjuggu þar tæpt ár. Fluttust þá til Reykjavikur, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þau hjón eignuðust 6 börn. Þau eru: Ástriður gift Ingvari Emilssyni haffræð- ingi, þau eru búsett i Mexico, Hólmfríður gift Arna Þ. Þorgrímssyni flugumferðar- stjóra, búsett i Keflavik, Sig- urður Þorkell læknir í Reykja- vík, giftur Ragnheiði Ara- dóttur, Gylfi hagfræðingur, gift- ur Ásu Hjartardóttur, búsett i Reykjavík og Gerður gift Sveini Bjarklind loftskeytamanni, einn- ig búsett i Reykjavik. Auk þess ólu þau hjón upp 3 dætrabörn sín að meira eða minna leyti. 12 barnabörn og 2 barnabamabörn eiga þau hjón við lát Guðmundar. Af upptalningu þessari má sjá að oft hefur þurft að taka til hendi til að framfleyta svo stóru heim- ili. Þar voru þau hjón samhent og kom sér þá ekki illa óvenjulegur dugnaður og léttleiki hinnar si- Framhald á bls. 20 Minning: Snjólaug Jóhannes- dóttir, Skáldalœk Fædd 16. marz 1888. Dáin 13. febrúar 1974. Þeir eru víst flestir farnir yfir landamærin, búendurnir, sem settu svip sinn á Svarfaðardal, er ég var að alast upp heima hjá foreldrum mínum. Menn og kon- ur er ég leit upp til, vegna atorku þeirra og framtakssemi við að fegra og bæta bæði jarðir og mannlíf. Ég er stundum að rifja upp með sjálfri mér nöfn þessa fólks og viðburði í sambandi við það. Atvika sem ég hefi ekki get- að gleymt og vil ekki gleyma. Mér fannst á þessum árum að Guð mætti ekki láta sumt af þessu fólki deyja. Það yrði að fá að halda áfram að lifa honum og mannkyninu til lofs og dýrðar. Ég er búin að vita það fyrir löngu að það hefur ekki verið gallalaust, frekar en annað fólk, en mér fannst það vera svo samgróið sveitinni og umhverfinu að sam- bandið mætti ekki rofna. Ég veit nú að þetta hefur verið eigingirni. Mér fannst að ég mætti ekki missa það. Það átti svo hlý bros og handtök. Þetta voru höfðingjar, sem skáru ekki við nögl sér brauðsneiðarnar og blessað smjörið, sem okkur smá- fólkinu var oft gefið, er við vorum send á milli bæja með skilaboð. Þetta var löngu áður en sfminn kom á hvert heimili i sveitinni. Eða kandísmolarnir hvað þeir voru stórir og fyrirferðamiklir, svo að þeir komust tæplega fyrir í munninum. Þvílíkt hnossgæti. Þvflíkir höfðingjar. Þeir áttu sannarlega skilið að lifa enda- laust. En allt hefur sitt endadæg- ur, og fer víst best á því. Síðar er ég var sjálf komin f tölu hinna fullorðnu og dvaldi með börnin mfn heima hjá foreldrum mínum á sumrin, hvað það var gott að heilsa þessum vinum aftur og finna hlýjuna frá þeim streyma til barnanna. Þegar ég nú rifja upp nöfnin, ber þau misjafnlega hátt í huga mínum. Eins og fyrirsögnin ber með sér minnist ég hér einnar svarf- dælskrar konu, vinkonu sem kvaddi þetta jarðneska líf 13. febrúar síðastliðinn. Hún var ein af góðu svarfdælsku húsmæðrun- um, trúuð hetja, ágæt fyrirmynd yngri kynslóðarinnar. Hreinhjört- uð og hreinskilin, ráðholl og þolinmóð. Það eru mörg ár sfðan hún flutti úr sveitinni, en hugur hennar dvaldi þar löngum, og oft- ar en orð var á haft. Á Skáldalæk ól hún upp börnin sín. Hún fórnaði þeim og manni sínum um- hyggju og kröftum. Nei! það var ekki fórn. Það var gleði hennar og hamingja að mega lifa fyrir þau, með þeim. Gera heimilið að björt- um og hlýjum verustað, ekki aðeins fyrir heimilisfólkið, en einnig fyrir gesti. Það var alltaf gott að koma í Skáldalæk. A móti manni streymdi þessi hjartanlega hlýja sem gagntók verund og vit- und. Það var reisn yfir móttökun- um. Sannur höfðingsbragur. Gest- risni í orðsins fyllstu merkingu, sem var bæði kvfld fyrir lfkama og sál. Það er merkilegt hvað sumt fólk getur yljað manni með brosinu einu. Snjólaug átti bros, sem var í ætt við sólskinið. Það bæði lýsti og vermdi. Og áður en maður gat áttað sig stóð á borðinu rjúkandi kaffi, með lystilegum kökum. Það var eins og hún ætti alltaf von á gestum. Það er langt síðan að ég ætlaði að skrifa þessar línur, en það hef- ur dregist fyrir mér, vegna þess að mér fannst svo erfitt að velja úr minningarblómunum. Það er ekki hægt að segja mikið í lftilli grein. Minningarnar þyrpast fram f hugann, misjafnlega áleitnar. Þessi verður að sitja fyrir. Það var sunnudagur seinnipart- inn f ágúst. Veður var hið feg- ursta, hlýtt og bjart. Dagurinn var tilvalinn til þess að gleðja börnin og sjálfa mig. Hann gæti ef til vill lifað í minningunni, og hún orðið gleðigjafi fyrir okkur öll er tímar liðu. Minning frá svarfdælskum sumardegi. Svarfaðardalur var aðeins sumar- landið okkar. Heimilið var í Reykjavík. „Þetta er sumartúnið hans afa,“ sagði litla dóttir mfn eitt sinn, er hún trítlaði um í hnéháu töðugrasinu og réð sér ekki fyrir gleði yfir frjálsræðinu í „afa og ömmu dal“. Svo var lagt af stað þennan fagra sunnudag f langa göngu og strartga fyrir smáa fætur, en það var farið hægt yfir, því margt var að sjá og skoða. Allar dásemdirn- ar, sem bar fyrir augu og eyru. Mikil var gleðin þegar komið var út á „Hamarinn". Þaðan var töfr- andi útsýni í allar áttir. Þar ilmaði lyngið blátt og jsvart af berjum. Fuglar sungu fullum hálsi, flugurnar suðuðu, og fiðrildi flögruðu strá af strái. Krakkarnir áttu engin orð til þess að lýsa hamingju sinni og áður en við vissum af var degi tekið að halla og sólin að sfga til viðar. Þó fórum við ekki beint heim, heldur tókum á okkur langan krók. „Mamma þetta er ekki leiðin heim,“ sagði eitthvert þeirra. „Ég veit það,“ sagði ég. „Við skulum koma við á Skálda- læk.“ „Já, þar sem góða konan er.“ „Já, einmitt, við skulum heimsækja góðu konuna." „Hvað heitir hún?“ „Hún heitir Snjó- laug." „Snjólaug: það er fallegt nafn. A hún börn?“ „Já, hún á stór börn.“ „Þykir mömmunum eins vænt um stóru börnin, eins og litlu börnin?" „Já, áreiðan- lega,“ sagði ég. Samtalið gat ekki orðið lengra. Hugurinn var bund- in við það að komast sem fyrst heim að Skáidalæk. Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum. „Góða konan" kom á móti okkur, hafði séð til ferða okkar. „Þetta hefur verið mikill blessaður dag- ur,“ sagði hún, „og svo komið þið til þess að heilsa upp á okkur hér. Það var fallega hugsað." „Kannski ofurlftil eigingirni," sagði ég. „Við erum búin að vera svo lengi á ferðinni í dag.“ „Þið eruð reglulegir sólskinsgestir," sagði hún. „Nú komið þið í bæinn og fáið ykkur hressingu." Þá fyrst fundu börnin til sultar er þau áttu von á góðgerðum. Þeim voru gerð góð skil og komu sér vel. A leiðinni heim var setn- ingin marg endurtekin: „Var konan ekki góð, manna?“ Jú, hún var góð. Og nú er þessi góða kona horfin, með mikla og margþætta lífsreynslu að baki. Ekki er hægt að tala um Snjó- laugu án þess að minnast á hennar duglega og mikilhæfa eiginmann, Guðjón Baldvinsson frá Steindyrum. Þau gengu í hjónaband árið 1916. Hann andaðist f desember 1947. Þau hjónin eignuðust 6 börn, fjóra syni og tvær dætur. Aðra dóttur- ina misstu þau unga, og sfðan tvo synina uppkomna. Var annar þeirra nýlega kvæntur á Akur- eyri, mesti friðleiks piltur. Fædd var Snjólaug 16. marz 1888 að Göngustöðum í Svarfaðar- dal, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá. Seinna fluttust þau í Hæringsstaði, og eignuðust 9 börn, sem öll urðu góðir þegnar ættjarðar sinnar, mannkosta og hæfileika fólk, enda heimilið traust og gott undir vemdarvæng kærleiksríkra, greindra foreldra. Börn þeirra Sjólaugar og Guðjóns fengu góðan arf í vöggugjöf, og hafa ávaxtað hann ættingjum og þjóð til heilla. Kynslóð tekur við af kynslóð og lffið heldur áfram meðan heimur stendur. Eftir lát manns síns, bjó Snjólaug eitt ár á Skáldalæk, en fluttist síðar til Akureyrar og var á vegum barna sinna, sem ekki munu hafa borið skarðan hlut vegna sambýlis við hana, þvf vinnugefin var hún og dugleg á meðan hún mátti og gat notið sfn, og ástvinum sínum vildi hún allt það besta. Eftir að hafa verið um tíma á Akureyri, fluttist hún til Reykjavíkur til Bjarkar dóttur sinnar sem þá var gift og búsett þar. Norðurland mun hafa átt mikið af huga hennar, þó ekki yrði henni tfðrætt um það, en til Akureyrar fór hún oft um sumar- tímann til sona sinna, enda var hún þar jafnvelkomin, og hjá dótturinni og tengdasyni, en hann dáði hún og virti, að makleg- leikum. Þegar hún var á áttugasta og fimmta árinu kaus hún að flytjast norður á dvalarheimili aldraðra í Skjaldarvfk. Þar höfðu um svipað leyti tvö af systkinum hennar fengið vist, og hlökkuðu þau til að fá að vera þarna saman öll þrjú á efri árum. En þannig fór að Snjólaug veiktist og varð að fara á sjúkrahús á Ak- ureyri, siðan fór hún á Kristnes- hæli. Hún hafði um skeið þjáðst af lungnaþani, og svo fór elli kerling að láta að sér kveða og íþyngdi henni með ýms- um kvilium, sem skertu þrek hennar verulega, þar til yfir lauk. Hún andaðist eins og fyrr getur þann 13. febrúar sfðastliðinn tæp- lega 86 ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið manns síns að Tjörn í Svarfaðardal 23. sama mánaðar, að viðstöddum nánustu vandamönnum og fjölda kærra sveitunga, sem blessa minningu þeirra hjóna. Eins og fram hefur komið í þessum línum, á ég sjálf Snjó- laugu mikið að þakka, þó segja orð ekki allt. Eftir að heilsa hennar bilaði og hún varð að leggja störfin að mestu leyti á hilluna, hafði hún mikla ánægju af að hlusta á útvarp, og kunni vel að meta efni, sem hafði jákvæðan tilgang, enda var hún greind og íhugul. Hún hafði skemmtilegan smekk fyrir það „humoriska" og gat þá oft hlegið dátt. Geðprýði var eitt af hennar aðalsmerkjum, og fylgdi henni til æviloka. Það kom æði oft fyrir að Snjó- laug hringdi til mín til þess að þakka mér fyrir efni og flutning er hún hafði heyrt mig koma með í Rfkisútvarpið og óskaði þá stundum eftir að ég léti heyra oftar til mín á öldum ljósvakans, svo ég noti hátíðlegt orðalag. Eg mat umsögn hennar, af þvf ég vissi að hún kunni ekki að hræsna. Þau eru mörg gullkornin, sem hún stráði í annarra akur. Góð kona hefur kvatt þetta jarð- neska líf. Ég veit að hún er búin að fá svör við mörgum lífsgátun- um, sem aldrei verða ráðnar hér í lífi. Hún hefur fengið bústað þar sem hvorki er dagur né nótt, en sól réttlætisins hnígur aldrei til viðar. Þar er lífið eilíft. Minning konu sem Snjólaugar Jóhannes- dóttur getur aldrei orðið á annan veg en að vera gjöful til blessun- ar. Filippfa Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.