Morgunblaðið - 03.10.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKT0BER 1974
29
fclk f
fréttum
mLangt flýgur flugdrekinn
Roger Egle, 29 ára gamall Svisslendingur, flýgur flugdreka sfnum 18 kg þungum
hátt yfir borgina Cortina D’Ampesso á Italíu er hann fór vel heppnaða flugferð
nýlega frá 3244 metra háu fjalli niður í dal í 2020 metra hæð á tuttugu mfnútum.
Útvarp Reykfavth 0
FIMMTUDAGUR
3. október
7.00 Morgunútvarp
VeðurfreRnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.
dagbl.), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl.
7.55:
Morgunstund barnanna kl. 8.45:
Haraldur Jóhannsson heldur áfram
lestri þýðingar sinnar á sögunni „Emil
og leynilögreglustrákunum" eftir
Erich Kástner. Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli liða. Viðsjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson ræðir við Þorvald
Guðmundsson skipstjóra á Akranesi.
Morgunpopp kl. 10.40.
Hljómplötusafnið kl. 11.00: (endur-
tekin þáttur G.G.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 A frfvaktinni. Margrét Guðmunds-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Sfðdegissagan: „Skjóttu hundinn
þinn“ eftir Bent Nielsen. Guðrún
Guðlaugsdóttir les þýðingusfna (7).
15.00 Miðdegistónleikar. Janácek kvart-
ettinn leikur Strengjakvartett op. 29
nr. 13 f a-moll eftir Schubert. Mstislav
Rostroprovich og Benjamin Britten
leika fimm lög f alþýðustfl fyrir selló
og pfanóeftir Schumann.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.25 Popphornið
„ 17.10 Tónleikar.
17.30 Páskaferð til Rúmenfu. Sigurður
Gunnarsson kennari segir frá (2).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til kynningar.
19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur
fimm mfnútna þátt um fslenzku.
19.40 Einsöngur f útvarpssal. Elín Sigur-
vinsdóttir syngur lög eftir Kolbrúnu á
Arbakka, Marfu Brynjólfsdóttur, Ingi-
björgu Þorbergs. fslenzk þjóðlög f út-
setningu Jórunnar Viðar, lög eftir Jón
Asgeirsson, Björgvin Guðmundsson,
Emil Thoroddsen og Arna Thorsteins-
son. Sigrfður Sveinsdóttir leikur á
pfanó.
20.05 Flokkur fslenzkra leikrita, I:
„Narfi“ eftir Sigurð Pétursson
I.eikstjóri: Sveinn Einarsson. Bjarni
Benediktsson frá Hofteigi flytur inn-
gangserindi. Leikritinu var áður út-
varpað fyrir sjö árum.
Guttormur lögréttumaður .... Jón Aðils
Jón ) barn hans ..Guðmundur Magnús-
son
Ragnhildur ) bam hans Björg Davfðs-
dóttir
Nikulás vinnumaður .. Sigurður Karls-
son
ólafur niðursetningur ........Kjartan
Ragnarsson
Dalstæd kaupmaður .......Þorsteinnö.
Stephensen
Narfi búðarmaður Borgar Garðarsson
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Septembermánuður“
eftir Fréderique Hébrard. Gfsli Jóns-
son fslenzkaði. Bryndfs Jakobsdóttir
les (8).
22.35 Manstu eftir þéssu? Tónlistar-
þáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar
pfanólei kara.
23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok.
Á skfánum 0
• Kapp-
aksturs-
hetja...
Leikarinn Paul Newman
hefur fleiri áhugamál en
leikarastörfin. Hann er
nefnilega mikill kapp-
akstursáhugamaður og
meðfylgjandi mynd af
honum þar sem hann sit-
ur (með hjálm) undir
stýri á Ferrari sport-
kappakstursbíl var tekin
á Bonnewille saltsléttun-
um í Utah nú fyrir
skömmu. Hann ók þar
nokkuð og setti 10 hraða-
met.
• Lögreglu-
menn í
Washington
syrgja lát-
inn félaga
Lögreglumenn f Wash-
ington f Bandarfkjunum
votta hér látnum félaga
sfnum hinstu virðingu.
Hin látna hét Gail Cobb
fyrsta lögreglukonan,
sem ferst við störf sín.
Hún var skotin til bana
er hún veitti glæpa-
manni eftirför.
FÖSTUDAGUR
4. OKTÓBER 1974
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar
20.35 1 söngvanna rfki
Kór Menntaskólans við Hamrahlfð
syngur.
Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir.
Áður á dagskrá 4. aprfl 1974.
21.05 Kapp með forsjá
Breskur sakamálamyndaflokkur.
Þýðandí Kristmann Eiðsson.
21.55 Kastljós
Fréttaskýringaþáttur.
Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson.
22.30 Dagskrárlok.
r. .
fclk i
[ fjclmiélum
jj
Elín Sigur-
vinsdóttir
syngur lög
eftir
íslenzka
höfunda
í KVÖLD kl. 20.05 syngur Elín Sigurvinsdóttir lög eftir íslenzka
höfunda í útvarpið.
Elínu kannast leikhúsgestir við, en hún fór með eitt aðalhlut-
verkið ! Leðurblökunni, sem nýlega var á fjölum Þjóðleik-
hússins.
Við höfðum samband við Elínu, og spurðum fyrst hversu
lengi og hvar hún hefði verið við söngnám.
— Ég lærði í átta ár hjá Marlu Markan, en auk þess lærði ég
eitt sumar hjá Hans Hoffer í Hollandi, og svo í Austurriki hjá
söngkonunum Ernu Bergerog Hetty Plúmacher.
— Nú eru þetta mjög frægir söngvarar, — hvernig líkaði
þér námið hjá þeim.
— Mjög vel. Hans Hoffer hafði sungið með Einari Kristjáns-
syni í Þýzkalandi á sinum tíma og spurði mig mikið um hann.
— Þú kennir leikfimi í Austurbæjarskólanum, er ekki dálítið
erfitt að samræma sönglistina og kennsluna?
— Nei, ég kenni svo lítið núna, ekki nema 10 tíma á viku,
þannig að ég hef góðan tíma til að sinna söngnum, en ég er
alltaf í tímum hjá Maríu Markan. Hins vegar kenndi ég meira í
fyrra, þegar Leðurblakan var í gangi, og þá var anzi mikið að
gera.
Það var hlutverk Adele, sem Elín fór með í Leðurblökunni,
en áður hafði hún komið fram á nemendatónleikum hjá Maríu
Maikan, auk þess sem hún hélt tónleika með Ragnheiði
Guðmundsdóttur, sem einnig er nemandi Mariu.
Elín er gift Sigurði Eggertssyni og eiga þau þrjú börn.