Morgunblaðið - 03.10.1974, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1974
Undarlegur skóladagur
Eftir Heljar Mjöen og Berit Brænne
Bangsi: Já, þá varð honum allt í einu svo afskap-
lega illt í fótunum, vesalingnum . . . þetta var svo
löng leið . .. afskaplega löng leið og hann sárverkjaði
í fæturna ... ó, hann átti svo bágt...
Elgurinn: Bangsi... þú ert farinn að ýkja ...
Bangsi: Er það? Mér fannst þetta svo ákaflega
skemmtileg saga.
Elgurinn: Það getur vel verið, en þú segir hana
ekki rétt. Þú færð ekki nema sæmilegt fyrir þetta.
Bangsi: Ég er ekkert óánægður með það.
Elgurinn: Kidda kráka, haltu áfram sögunni.
Kidda kráka: Hva-hvað . . . kra kra . . . hvað á ég að
segja?
Elgurinn: Halda áfram sögunni.
Kidda kráka: Já . . . ee . . . kra, kra . . . svo kom . . .
kom lítil mús . .. lítil bleik mús ... e ... og ... nei, það
var grís, nei, bíðið við .. . kra kra. Þaö var björn, sem
vildi fá grís, og svo tók hann fötu með hunangi og fór
. . . nei . . . kra . . . kra . . . hann settist í hunangið og
grísinn tók björninn og fór . . . nei. . . ó, þetta er svo
erfitt, skal ég segja ykkur . . . hann fór, og svo mætti
hann fötu með grísum. Björninn sagði við hunangið .
.. e ... nei, nú er ég farinn að rugla ... kra ... kra.
Elgurinn: Já, það er víst áreiðanlegt, Kidda kráka.
Þú færð ekki nema lélegt. Er það nú bull. Hm, jæja,
það er bezt, að þú reynir, litla mús.
Músin: (talar hratt og sönglandi) Einu sinni var
björn á gangi, hann ætlaði til borgarinnar til að
sækja sér hunang í fötu, en þegar hann hafði gengið
spottakorn, varð hann svo þreyttur, því hann var
dálitið latur, karlinn . . . (andar að sér) og svo settist
hann niður og þá kom lítill grís og hann sótti
hunangið fyrir björninn og af því að hann var svo
góður, fékk hann helminginn af hunanginu (andar
að sér) sem var í fötunni (hnerrar). Afsakið.
Elgurinn: Prosit. Þetta var ágætt, litla mús. Þú
færð ágætt með stjörnu.
Músin: Þakka kærlega.
Elgurinn: Já, þið ættuð öll að vera svona dugleg.
Lofaðu mér nú að heyra söguna aftur, geit.
Geitin: Jú, me-e-e-e, einu sinni var blóðlatur bangsa-
ræfill, sem ætlaði til borgarinnar til að sækja sér
hunang, sælkerinn sá og sultusleikjarinn me-e-e, en
þegar hann hafði farið svo sem eina spönn, þá varð
hann auðvitað alveg uppgefinn, fituhlunkurinn sá
arna og hlammaði sér á rassinn (hin hlæja lftið eitt).
Bangsi: Nú skaltu fara að gæta þín, geit. Ég læt
ekki bjóða mér svona möðganir. Viltu kannske, að ég
gefi þér einn á hann.
Geitin: Já, komdu bara, átthyrndi kálhausinn
þinn, ég skal gera kássu úr þér.
Bangsi: Jæja, einmitt.. . jæja. En ég skal þeyta þér
upp um skorsteininn, gulrótarræksnið þitt, og þar
getur þú hangið í fjórtán daga og tuggið skeggið.
Heyrir þú það?
(AomcPÍ'
Ef þú veizt af hverju þessar
fimm teikningar eru, þá áttu
að skrifa í hringlaga reitina,
sem fylgja hverri teikningu,
fyrsta stafinn í heiti þess,
sem teikningin er af.
ANNA FRA STÓRUBORG - SAOA FRÁ sextándu öld
eftir
Jón
Trausta
íofaði honum að sjá hann; hann gæti þó varla gefið systur
sína manni, sem hann fengi aldrei að sjá, — vissi varla,
hvort væri jarðneskur maður eða andi og yfirnáttúrleg vera.
En hann fékkst aldrei til að gefa systur sinni skýlaust og
eindregið loforð um full grið honum til handa. Hann var
ekki viss um, að hann gæti stillt sig um að taka Hjalta fast-
an, ef hann kæmist í færi við hann. En gæfi hann honum
griðaloforð, þótt ekki væri nema munnlegt við systur sína,
taldi hann sig bundinn því. Orð sitt vildi hann ekki fremur
brjóta en eiða sína. Enda mundi ekki systir hans hlífa hon-
um, ef hann gerðist griðníðingur.
En of oft hafði hann hótað að drepa Hjalta til þess, að
Anna treysti því að láta hann koma honum fyrir augu, án
þess að honum væri heitið fullum griðum.
Og ásetningur hans var að drepa Hjalta, ef hann næði
honum ekki lifandi á vald sitt og gæti komið honum utan
eða rutt honum úr vegi sínum á einhvern annan hátt. Hann
hatáSi þennan huldumann af öllu hjarta sínu, — þennan
mann, sem var honum loft og eimur, hvenær sem hann hjó
til hans, sem alltaf stóð yfir honum, gerði honum skömm
og skapraun og hló að öllum hamgangi hans. Að eiga óvin
og sjá hann aldrei, gat gert meðalmann vitlausan. Að vera
lögmaður og sýslumaður, gæddur valdi yfir lífi og dauða, og
vita mann í sýslunni hjá sjálfum sér, — mann, ekki upp-
logna söguhetju, mann, sem ef til vili horfði á hann dag-
lega, þegar hann var á ferð um sýslu sína, horfði á hann úr
einhverju fylgsni og gaf honum langt nef, mann, sem allt
gerði honum til ills, upphaí allra skaprauna hans og allrar
þeirrar hæðni og lítilsvirðingar, sem honum var sýnd, hvar
sem hann var staddur, — vita þennan mann alltaf yfir sér
og geta aldrei svalað skapi sínu á honum, aldrei svo mikið
sem séð hann, aldrei svo mikið sem spurt hann uppi!
Það komu köst að honum, svo að hann var viðþolslaus af
óþreyju eftir því að ná í Hjalta. Hann steypti sér eins og
gammur yfir Stóruborg á náttarþeli og lét rannsaka þar
hvert hús, en Hjalta fann hann þar aldrei. Hann spurði eftir
honum á hverju manntalsþingi, sem hann hélt undir fjöll-
unum, en fékk aldrei neitt svar. Hann sendi njósnarmenn
heiman frá sjálfum sér til þess að komast að því, hvar Hjalti
væri. Þeir voru narraðir og það var logið í þá, og þeir komu
til hans jafnnær eða verra en það. Hann fór að gruna þá
sjálfa um það, að þeir væru sér ekki sem trúastir. Hann lofaði
þeim allálitlegri fúlgu, sem gæti fært sér Hjalta lifandi. En
enginn varð til. Það var sem öll sýslan stæði í kringum hann
og gæfi honum langt nef í laumi, ásamt Hjalta sjálfum.
Þannig liðu árin.
Lögmaður tók sér þetta svo nærri, að honum fannst mörg-
rnn stundum, þegar hann hugsaði um það, sem það mundi
gera sig geðveikan. Hann vildi ekki setja fé til höfuðs Hjalta,
sem þó kynni að verða það, sem helzt hrifi. Hann treysti
sér ekki til að taka morðingja undir vernd sína og efaðist
um, að hann gæti fengið nokkurn mann til að dæma hann
sýknan. Hjalti var ekki lífssekur nema við hann einan. Hann
einn hafði málsbætur, ef hann tæki hann af lífi, en þær máls-
fYto&Ímorgunlwiffifiu
kobzlh
^qRVlFR
lKozTBR
okppezto
/OS7-
Það er ekki nauðsynlegt
að kveða að þessu orði.
Áður voru þeir kallaðir
lírukassamenn, en nú
eru þeir imbakassa-
menn.
1 sjálfu sér er þetta f
lagi — það dregur úr
heimþránni.