Morgunblaðið - 03.10.1974, Blaðsíða 36
GNIS
FRYSTIKISTUR
RAFTORG SIMI: 26660
RAFIÐJAN SIMI: 19294
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1974
Jttarnimlblg^ife
nuGivsmcRR
^22480
Skemmdarverk
unnin á enn einu
björgunarskýli
í FYRRI viku var skýrt frá því f
Mbl., að skemmdir hefðu verið
unnar á þremur af fjórum
björgunarskýlum, sem Björgun-
arfélag Hornafjarðar hefur um-
sjón með. Var jafnframt frá þvf
skýrt, að einungis skýlið á Breiða-
merkursandi hefði verið
ðskemmt eftir sumarið.
„En dag skal að kveldi lofa“,
sagði Elías Jónsson, formaður
félagsins og fréttaritari Mbl., er
blaðið ræddi við hann í gær. „Ég
er nýkominn úr eftirlitsferð f
skýlið á Breiðamerkursandi, og
nú var aðkoman önnur en þegar
ég var þar fvrir tæpum mánuði.
Búið var að brjóta rúður í skýl-
inu, teppi og fatnaður lá eins og
hráviður um gólfið og lampi hafði
verið brotinn. Hvorki er neyðar-
talstöð né sfmi í skýlinu, en varla
hefði sá tækjabúnaður verið lát-
inn í friði fyrir vörgunum, ef
hann hefði verið til staðar. Maður
er alltaf jafnagndofa, þegar slík
eyðilegging ber fyrir augu manns,
en það er því miður orðið æði
algengt. Það verður að beita öll-
um hugsanlegum ráðum til þess
að uppræta þennan ófögnuð“,
sagði Elías að lokum, og að vonum
var þungt f honum hljóðið.
Dýrara aðvera
„ öldungur ”áAkur■
eyri en íReykjavík
1 tilefni af 100 ára afmæli sfnu heldur Kvennaskólinn sýningu á
ýmsum munum, kennslugögnum og handavinnu f skólanum og
lýkur sýningunni f kvöld kl. 22, en hún stendur frá kl. 14 f dag.
— Myndin er af nemanda f Kvennaskólanum að skoða saumavél-
ar af eiztu og nýjustu gerð, en stúlkan hefur eftirlit með
sýningarmunum. Ljósmynd Mbl. Öl.K.M.
1 BLAÐINU Islendingi á Akur-
eyri fyrir skömmu er sagt frá þvf,
að fyrsti vfsir að öldungadeild
utan Reykjavfkur taki til starfa á
Akureyri f haust. Deildin verður
rekin þar á vegum námsflokka
Akureyrar og er námstfmi áætl-
aður þrjú ár, en með þessu fyrir-
komulagi opnast fólki, sem er 21
árs og eldra, leið til þess að taka
stúdentspróf. Námstfmi er áætl-
aður þrjú ár og eru engin skilyrði
sett um fyrri menntun. Forstöðu-
maður Námsflokka Akureyrar
getur þess f viðtali við tslending,
að ekki verði um formlega deild
að ræða heldur sé þetta fremur
hugsað sem hjálparkennsla við að
lesa undir stúdentspróf, en
tilraunin er gerð f samvinnu við
Menntaskólann á Akureyri og
munu margir af kennurum skól-
ans sjá um kennslu f öldunga-
deildinni. Reiknað er með, að
námsgjöld verði um 20 þús. kr.
fyrir áramót, en engar fjárveit-
ingar hafa fengizt frá rfkinu til
þessarar deildar. Hins vegar
greiðir rfkið allan kostnað við
öldungadeildina f Hamrahlfðar-
skólanum f Reykjavfk og sam-
Bandarísk stjórnvöld vilja minnka
flug erlendra aðila til USA
Bandarísk stjórnvöld
hafa nú þegar gert samn
inga við Breta um, að
brezk flugfélög minnki
starfsemi sína um 20% f
flugi milli Bandarfkjanna
og Bretlands og fyrir dyr-
um standa samningavið-
ræður við flest lönd Vest-
ur-Evrópu um sama mál.
Gott æfinga-
mót fyrir mig”
Friðrik Olafsson sigraði á alþjóðlegu móti íGlasgow
FRIÐRIK ölafsson stórmeistari
kom heim f gær frá Skotlandi, þar
sem hann keppti f alþjóðlegu
móti f Glasgow. Sigraði Friðrik f
efsta flokki, sem skipaður var 12
mönnum, hlaut 4'A vinning af 5
mögulegum, en umferðir voru
aðeins 5. Framkvæmd mótsins
var þannig, að þeir, sem unnu
tefldu saman og þeir, sem töpuðu
tefldu saman, en meðal keppenda
voru sterkustu skákmenn Bret-
lands og Skotlands og einn skák-
maður frá Astralfu. Þetta mót var
haldið til að auka áhuga á skák-
fþróttinni í Skotlandi og voru alls
400 þátttakendur, allt niður f
barnaskólabörn, en skákáhugi
hefur aukizt mikið á sfðustu
árum f Skotlandi.
Morgunblaðið hafði tal af
Friðrik Ólafssyni i gærkvöldi og
sagði hann, að fyrir sig persónu-
lega hefði þetta verið gott æfinga-
mót. „Þótt ekki væri þarna menn
á heimsmælikvarða", sagði hann,
„voru þarna sterkustu menn
þessara landa og all þétt lið,
þannig að maður varð að taka á
honum stóra sfnum. Ég lenti m.a.
í þremur biðskákum. Númer tvö
varð Basman frá Englandi með
3'/i vinning, en harin var efstur
ásamt öðrum í brezka meistara-
Framhald á bls. 20
Er ísland tilgreint í þeim
hópi, en ástæðan fyrir
þessari beiðni er m.a.
miklir rekstrarerfiðleikar,
sem bandarísk flugfélög
eiga nú við að glfma. t
fréttaskeyti til Morgun-
blaðsins frá NTB í Osló er
sagt, að bandarísk stjórn-
völd fari fram á ráðstefnu í
haust með Norðurlanda-
þjóðunum vegna þessa
máls, en samkvæmt upp-
iýsingum fslenzka utan-
rfkisráðuneytisins í gær
hafa tilmæli þar að lútandi
ekki borizt ráðuneytinu
enn þá.
Forstjóri SAS var spurður að
þvf, hvaða augum SAS liti
Boða Norðurlönd-
in og fleiri lönd
til viðræðna
væntanlega minnkun á flugi er-
lendra flugfélaga til Bandarfkj-
anna. Ilann sagðist telja, að SAS
hefði mjög sterk tromp á hend-
inni f þessu efni, þvf rekstur
félagsins væri mjög traustur á
þessu ári og flugið miðaðist ein-
göngu við þarfirnar. „Rekstur
okkar f dag er þvf mjög eðlileg-
ur“, sagði Asbjö Engen.
Morgunblaðið hafði f gær sam-
band við Örn Johnson forstjóra
Flugleiða og sagði hann, að ekk-
ert væri komið um þetta mál til
þeirra enn þá, en hins vegar
hefðu þeir frétt um samninga við
Breta og vilja til viðræðna við
ýmis Evrópurfki.
kvæmt upplýsingum, sem Morg-
unblaðið fékk f gær hjá Hjálmari
Ölafssyni conrektor Hamrahlfðar-
skólans, en hann veitir Öldunga-
deildinni forstöðu, þá er skrán-
ingargjald hvers nemanda f öld-
ungadeildinni 2500 kr. fyrir önn,
en skólaárinu er skipt f tvær
annir, fyrir og eftir áramót.
Hjálmar sagði, að þessar 2500 kr.
væru f rauninni aðeins pappfrs-
kostnaður, þvf rfkið greiddi allan
annan kostnað, nema skólabækur,
sem nemendur greiða sjálfir.
Bárður Halldórsson forstöðu-
maður Námsflokka Akureyrar
sagði f viðtali við Morgunblaðið f
gær að 21 hefði sótt um í öldunga-
deildina og væri kennsla hafin.
Nemendur kvað Bárður vera á
aldrinum 21—47 ára. Tvær
deildir eru, náttúrufræði- og
máladeild og miðast námið í vetur
við að lokið verði við 57 einingar
af 132 semþarf til stúdentspróf s.
Morgunblaðið sneri sér einnig
til Vilhjálms Hjálmarssonar
menntamálaráðherra og spurði
hann hvort ráðuneytið myndi
veita norðlenzkum öldungum
sömu fyrirgreiðslu og er í Reykja-
vík. Vilhjálmur kvað þessi mál
vera f athugun hjá ráðuneytinu
um þessar mundir, en stefnt yrði
að þvi að sama fyrirgreiðsla yrði á
þessum stöðum. Hins vegar
kvaðst hann hafa fengið þetta mál
það seint að ekki væri útséð hvort
hægt væri að afgreiða það eins og
Norðlendingar æsktu fyrir
þennan vetur.
75 þúsund kr.
stolið á Höfn
TÖLUVERT hefur verið um inn-
brot og þjófnaði á Höfn f Horna-
firði að undanförnu. ! sumum til-
vikum eru málin upplýst, og hafa
aðkomumenn verið þar að verki.
Ekki hefur þó tekizt að upplýsa
stærsta þjófnaðinn, en hann var
framinn 22. sept. s.l. Þá varstolið
75 þúsund krónum f peningum og
nokkru af vörum úr söluturni
Essó.
Nokkru áður hafði verið stolið
útvarpstækjum og 2—3 þúsund
krónum í peningum úr söluturni
Shell.
Einnig var brotizt inn f nokkur
íbúðarhús á staðnum og stolið
þaðan ýmsum hlutum. Úr einu
húsanna var stolið áfengi og út-
fylltri ávísun.
Arabískir skœruliðar kollvörpuðu
íslenzkri landkynningarkvikmynd
AÐGERÐIR arabfskra skæru-
liða áTelaviv-flugfelli fyrirum
tveimur árum hafa valdið þvf,
að fslenzk landkynningarmynd
varð aldrei að veruleika og þrfr
fslenzkir sitja uppi með mikla
35 millimetra kvikmyndatöku-
vél — verkefnalausir. Vélina
hafa þeir þó ekki viljað láta,
þar sem hún fékkst á kostakjör-
um og þeir lifa í voninni um, að
sá tfmi renni upp, að landlæg
ótrú tslendinga á innlendri
kvikmyndagerð hjaðní og fjár-
sterkir aðilar hlaupi undir
bagga með þeim til að gera
fslenzka kvikmynd.
Fyrir fáeinum árum stofnuðu
þrfr íslendingar — Þrándur
Thoroddsen og Jón Hermanns-
son kvikmyndagerðarmenn og
Gísli Alfreðsson leikari með sér
félag um kaup á 35 mm kvik-
myndatökuvél, sem þeim eig-
indum var búin að geta tekið
breiðtjaldsmynd án verulegra
tilfæringa. Kaup þeirra félaga
á vélinni byggðust á því, að þeir
höfðu að bakhjarli þýzkan kvik-
^^idaframleiðanda^^Ianfred^
Korytowski að nafni, sem var
fús til að fjármagna landkynn-
ingarmynd um Island, er þeir
þremenningar voru með á
prjónunum. Korytowski þekkti
vel til Islands frá því að hann
var framkvæmdastjóri kvik-
myndafyrirtækis þess, er gerði
Sigurð fáfnisbana og tekin var
hér á landi fyrir nokkrum ár-
um. Hafði þá tekizt ágæt vin-
átta með honum og Gfsla Al-
freðssyni.
Fyrirætlun þeirra félaga var
komin vel á veg, — Þrándur
hafði skrifað handrit að mynd-
inni, „strákur—hittir—
stelpu—saga“, fléttuð inn í
landkynninguna — eins og
Þrándur orðaði það og Kory-
towski hafði samþykkt hana, er
hann þurfti skyndilega að
bregða sér til Tel Aviv vegna
kvikmyndagerðar fyrirtækis
hans þar. Tók hann flugvél í
Frankfurt, millilenti í Vín, en
þegar lent var í Frankfurt, kom
f Ijós, að arabískir skæruliðar
voru um borð f vélinni.
Framhald á bls. 20