Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1974
5
Hoffman
látinn
Sinfóníutónleikar
Dauðadans
New York, 8. október.
Reuter.
PAUL Hoffman, yfirmaður
Marshall-áætlunarinnar sem
bjargaði Evrópu frð efnahagslegu
hruni eftir sfðari heimsstyrjöld-
ina, lézt f dag, 83 ára að aldri.
Hoffman var yfirmaður
þróunaráætlunar Sameinuðu
þjóðanna frá 1965 til 1972. Hann
hafði áhuga á að verða ráðunaut-
ur SÞ I efnahagsmálum eftir að
hann dró sig f hlé en fékk siag og
var hálflamaður þar tii hann lézt.
Svíar leita
að kafbáti
Stokkhólmi, 8. október.
NTB. Reuter.
ÞYRLUR og herskip leita að
erlendum kafbáti sem sást I
morgun I sænskri landhelgi norð-
ur af Stokkhðimi.
Seinast varð vart við erlendan
kafbát í landhelgi Svfa fyrir
tveimur mánuðum. Fyrr á árinu
var erlendur kafbátur flæmdur
úr sænskri landhelgi. Tilraun til
að neyða erlendan kafbát upp á
yfirborðið mistókst.
^ÞEIR RllKR
UIÐSKIPTin SEIR
RUCLVSR I
it
Stjórnandi: Karsten Andersen
Einleikari: Ralph Kirschbaum
Efnisskrá:
Ludvig Irgens Jensen
Antonin Dvorak
Felix Mendelssohn
Passacaglia
Cellokonsert, op. 104
Sinfónfa nr. 4, op. 90
Ef marka má frammistöðu
sinfónfuhljómsveitarinnar á
þessum fyrstu tónleikum vetr-
arins, geta fslenzkir tónlistar-
vinir horft bjartsýnir fram á
veginn. Nýir listamenn hafa
tekið sæti f hljómsveitinni,
þeirra á meðal Guðný Guð-
mundsdóttir, sem á sfðastliðnu
sumri var ráðin konsertmeist-
ari, svo að segja má, að hljóm-
sveitin komi nú fram að nokkru
endurnýjuð. Fyrsta verkið á
efnisskránni, Passacaglfa eftir
norska tónskáldið L.I. Jensen,
er ef til vill ekki stórt í boðskap
sfnum, en vel samið og áheyri-
legt. Það hefst á hægum inn-
gangi, en að honum loknum
hefst passacaglian á óvenjulega
lagrænu stefi, eftir því sem
venja er um tilbrigðaform
þetta. Cellókonsertinn eftir
Dvorak er eitt af fegurstu ein-
leiksverkum klassfskrar tón-
listar og gerir miklar kröfur til
einleikarans og hljómsveitar-
innar. Þrátt fyrir að á stöku
stað vildi brydda á erfiðleikum
í tóntaki, lék hljómsveitin í
heild mjög vel. Kirschbaum er
góður einleikari, en það þarf
stórkarl til að glíma við Dvorak,
svo jafnist á við það, sem bezt
þekkist af þeim vígstöðum.
Sfðasta verkið, ttalska
sinfónían, var ótrúlega vel
leikin og var auðheyrt, að vel
hafði verið æft. Það er eins og
samband stjórnanda og hljóm-
sveitar sé nú að komast á það
stig, að tónlistin streymi til
manns án allrar áreynslu. Það
er ekki verið að stjórna eða
reka á eftir, aðeins upplifa.
Síðastliðinn sunnudag var
efnt til söngvastefnu f Háteigs-
kirkju og þrátt fyrir gott veður
fylltu áheyrendur bekki kirkj-
unnar, sem sýnir, að áhugi fyrir
kirkjulegri tónlist er mikill og
einlægur. Forráðamenn þjóð-
kirkjunnar mættu vel athuga,
hvort góð og vel flutt tónlist
gáeti ekki aukið aðsókn almenn-
ings að almennum kirkjuat-
höfnum í stað þess að láta
áhugafólki eftir til flutnings
einn dýrasta fjársjóð kirkj-
unnar.
Fyrsta verkið á efnisskránni
var stuttur sálmforleikur eftir
Brahms, þar sem sálmurinn O,
Welt, ich muss dich lassen var
vafinn í hljómskrúð og leik
með komutóna. Ungur tón-
listarnemi, Hörður Áskelsson,
flutti verkið mjög þokkalega og
einnig næsta verk, tvöfalda
fúgu f c-moll eftir Bach. Ruth L.
Magnússon flutti næst með
miklum glæsibrag lög eftir
Tónllst
eftir JON
ÁSGEIRSSON
Vaugham Williams og Britten.
Halldór Vilhelmsson söng með
sinni djúpu og hljómfögru rödd
einsöng í kantötu nr. 158 eftir
Bach.
Nokkurs óstyrks gætti í sam-
spili, þó að flutningur væri vfða
með ágætum, sérstaklega hjá
flautuleikaranum, Jósef
Magnússyni. I kóralaríunni féll
einsöngur Guðfinnu D. Ölafs-
dóttur ekki vel við. Form þessa
kaf la er svipað og i kóralf orspili
og hefði innskot sálmsins orðið
skýrara og áhrifameira sungið
af kór sópranradda. Sömuleiðis
var sfðasti sálmurinn of hljóm-
grunnur þó að flutningur hans
væri að öðru leyti áferðafal-
legur. Sfðasta verkið, Dauða-
dansinn, ætti að flytja við al-
menna guðsþjónustu. Þar næði
boðskapur þess tilætluðum
notum. Verk þetta var fyrir
nokkrum árum flutt af Pólýfón-
kórnum undir stjórn Ingólfs
Guðbrandssonar og þá eins og
nú flutt f þýðingu Hjartar
Kristmundssonar. Flutningur
verksins var látlaus og áferðar
fallegur. Róbert Arnfinnsson
las hlutverk dauðans af
myndugleik og festu og nýi kór-
inn, Guðbrands kór Þoriáks-
sonar flutti tónramma þessa
dauðadans vel og fallega undir
stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar.
ffj Aðstoðarlæknar
2 stöður aðstoðarlækna á Skurðlækningadeild Borg-
arspítalans eru lausar til umsóknar, frá 1. nóvember
til allt að 12 mánaða.
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja-
víkur. •
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir23. okt. n.k.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn.
Reykjavík, 7. október 1974.
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar.
Frúarleikfimi
Ný námskeið hefjast mánudaginn 14. þ.m.
Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar.
Innritun stendur yfir.
Upplýsingar í síma 83295, frá kl. 1 3 alla daga,
nema sunnudaga.
Júdódeild
Ármanns.
Ármúla 32.
Fræðslufundur
Fræg hestakona frú Helen Porter frá Kaliforniu
heldur fyrirlestur og sýnir kvikmyndir um tamn-
ingu og þjálfun amerískra tölthesta í félags-
heimili Fáks í kvöld fimmtudagskvöld kl.
20.30.
FYRIRLESTURINN VERÐUR TÚLKAOUR OG FYRIR-
SPURNUM SVARAÐ.
Hestamannafélagið Fákur.
VOLVO N10
VÖRUBÍLAR
Verð: kr. 5.1 milljón
Innifalið: 16 gíra gírkassi og
10 hjólbarðar
Afgreiðslufrestur 4—8 vikur.
Vinsamlegast hafið
samband við
Jón Þ. Jónsson.
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200