Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÖBER 1974
7
Dómararnir í Haag
eru gamlir skarfar
SKIPUN Jens Evensens sem
ráðherra fiskveiðilögsögu og
þjóðréttar fyrir nokkru síðan
sýnir vel hve mikla áherzlu
Norðmenn leggja á að út-
færslan megí takast sem
bezt. Norðmenn vilja ekki
árekstra við aðrar þjóðir í
þessu máli, né brjóta í bága
við alþjóðasamþykktir. Talað
er um það í Noregi að stofn-
un þessa nýja ráðherraemb-
ættis hafi verið kænt útspil
-hjá stjórn Brattelis og með
þvf hafi hann að nýju aflað
sér trausts fiskimanna, sem
voru farnir að missa trúna á
heilindi stjórnarinnar í þessu
lífshagsmunamáli þeirra.
Jens Evensen er 56 ára
gamall og einn af reyndustu
lögfræðingum Norðmanna.
Hann hefur flutt mörg mál
fyrir Alþjóðadómstólnum f
Haag og þar á meðal mál
Norðmanna og Breta út af 4
mílna landhelginni árin
1949—51. Þá hefur hann
einnig flutt mál fyrir öðrum
alþjóðadómstólum. Hann
hefur setið í fjölmörgum
nefndum fyrir hönd Norð-
manna og er varaformaður
Hafsbotnsnefndar Samein-
uðu þjóðanna svo eitthvað sé
nefnt. Hann varð viðskipta-
ráðherra í stjórn Brattelis 1 6.
október 1973 og 17. ráð-
herraembætúð hefur nú ver-
ið stofnað og hann skipaður
til að gegna því — fiskveiði-
lögsögu- og þjóðréttarráð-
herra. Evensen á ekki sæti í
Stórþinginu frekar en 8 aðrir
ráðherrar.
Norðmenn færðu landhelgi
slna út í 4 mllur í 2 áföngum
1 935 og 1 952 og síðan I 1 2
milur árið 1961. Nú verður
það fyrst og fremst verk
Evensens að sjá um útfærslu
norsku fiskveiðilögsögunnar
árið 1975.
í viðtali við blaðið Orienter-
ing, sem gefið er út af SV,
sagði Jens Evensen fyrir
nokkru síðan að hann hefði
ekki mikla trú á störfum al-
þjóðadómstólsins I Haag.
Hann var óblíður í garð dóm-
aranna þar og kallaði þá
gamla skarfa. — Dómstóll-
inn hefur verið eins og þver-
sögn í alþjóðlegum þjóðarétti
og er á góðri leið með að
gera út af við sig. Dómurinn í
máli íslendinga og Breta sýn-
ir það svo dæmi sé nefnt,
sagði Evensen í viðtalinu.
Hann var spurður að því
hvað Norðmenn gerðu ef
samningaumleitanir þeirra
fengju ekki hljómgrunn með-
al annarrra þjóða, t.d. Sovét-
manna, Breta og þýzku þjóð-
anna. Sagðist Evensen helzt
ekki vilja koma með neinar
fullyrðingar, en þó gæti slíkt
leitt til þess að Norðmenn
neyddust til þess að stíga
skref, sem væru þeim á móti
skapi.
Agúst I. Jónsson
skrifar frá Osló:
„Lög eru ofar vald-
beitingu í siðmennt-
uðu þjóðfélagi,,
Norsku blöðin ræða um útfærslu landhelginnar
Hér á eftir fara glefsur úr
þremur norskum dagblöð-
um, sem sýna vel hver er
stefna stærstu stjórnmála-
flokkanna í Noregi varðandi
útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar. Fyrst er kafli úr leiðara
stærsta blaðs Noregs,
Aftenposten, frá 28. septem-
ber. Þarer meðal annars fjall-
að um útfærslu íslendinga,
en norsku blöðin hafa þó
ekki gert mikið af því að
blanda íslendingum inn í
umræður sínar um þessi mál.
ÚR AFTENPOSTEN MÁL-
SVARA HÆGRI FLOKKS-
INS.
„Noregur hefur valið að
fara hefðbundnar leiðir við
útfærslu landhelginnar. Ein-
hliða útfærsla kemur ekki til
greina, enda hefði hún orðið
sem löðrungur á þær þjóðir,
sem í áratugi hafa veitt við
strendur Noregs. Þessi mikil-
vægi kjarni í yfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar um útfærslu
landhelginnar kemur í raun-
inni ekki á óvart, hann varð
Ijós á orðum Jens Evensens,
núverandi fiskveiðilögsögu-
ráðherra, fyrr í þessum
mánuði. Hann kallaði kröfur
norðurnorskra sjómanna um
einhliða útfærslu landhelg-
innar í 50 mílur 1. janúar á
næsta ári „ævintýrapólitík".
Mikil samstaða ríkir um
nauðsyn þess að vernda fiski-
miðin undan ströndum
landsins og það verður gert í
fyrsta þrepi útfærslunnar. En
það hefur mikla þýðingu að
þær aðgerðir sem fyrirhugað-
ar eru, verði gerðará varfær-
inn hátt. Ríkisstjórnin byggir
áætlanir sínar á grunni þjóða-
réttar. Það er gleðileg
ákvörðun og góður útgangs-
punktur í máli, sem verið
hefur næsta þokukennt fram
til þessa.
Noregur hefur ætíð barist
fyrir réttlæti í heiminum. Við
höfum ætíð virt Alþjóðadóm-
stólinn í Haag og við höfum
óskað þess að aðrar þjóðir
gerðu það sama. Það gerð-
um við einnig er einhliða
útfærsla íslensku landhelg-
innar var fordæmd af Haag-
dómstólnum. Vissulega
skildu Norðmenn afstöðu ís-
lendinga, er þeir færðu land-
helgi sína út í 50 mílur. En í
siðmenntuðu þjóðfélagi eru
lög ofar valdbeitingu.
Blaðið Nordlys er eitt
stærsta blaðið í Norður-
Noregi og styður Verka-
mannaflokkinn. í leiðara
þess 28. september segir
m.a. — Innan skamms verð-
ur landhelgin færð út í 50
mílur. Samt sem áður meg-
um við ekki missa sjónar á
því markmiði ríkisstjórnarinn-
ar að fá alþjóðaviðurkenn-
ingu á rétti strandríkisins á
200 mílna efnahagslögsögu.
í þessu máli er ekki viturlegt
að láta hnefaréttinn ráða.
Arbeiderbladet ræðir
landhelgisútfærsluna í
leiðara sínum 27. septem-
ber. Blaðið rekur fyrst stefnu
stjórnar Brattelis og mikil-
Framhald á bls. 23.
Til leigu strax 5 herb. íbúð í Breið'iolti. Fyrir- framgreiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt. 5500. Bill óskast Óska eftir góðum Evrópubil i góðu ástandi, er með mjög gott fast- eignabréf til 3ja ára að upphæð kr. 400 þús. með hæstu vöxtum. Tilboð í Pósthólf 249, Hafnarfirði.
Klukkustrengjajárnin langþráðu eru komin. Gobelin hefur aldrei verið fegra. Allar fáan- legar gerðir og litir af garni. Verzlunin Hof, Þingholtsstræti 1. | Glæsiíbúð Til leigu er 4ra herb. ibúð með sérinngangi við Reynimel. Mánaðargreiðsla kr. 26 þús. Með- mæli óskast. Tilboð, er greini gjölskyldustærð sendist blaðinu fyrir 14. okt. merkt: Reglusemi 8529.
Vélritun Tek að mér heimavinnu hvers konar vélritunarstörf og einnig enskar bréfskriftir. Tilboð merkt: „heimavinna 5347" leggist inn á afgr. blaðsins. Til sölu V.W. Fastback árg. '66. Er í ógangfæru ástandi. Til sýnis fimmtudag og föstudag frá kl. 18 — 19,30. Uppl. 1 sima 14404.
Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt i hálfum skrokk- um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. kg Kjötmiðstöðin, sími 35020. Hafnarfjörður Stúlka með barn óskar eftir her- bergi helzt sem næst Suðurgöt- unni. Uppl. i sima 52291 milli kl. 8 og 10 á kvöldin.
Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar. skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020. íbúð óskast til leigu í Keflavik eða Njarðvik. Uppl. i sima 6907.
Atvinna óskast Ungur maður með félagsfræði- menntun óskar eftir atvinnu. Til- boð sendist Mbl. merkt Atvinna 5348", fyrir 1 5. október. Asco kúplingsdiskar! Eigum 1 Volkswagen bila á kr. 1.050.- og 1.170.-. Storð h.f., Ármúla 24. Simi 81430.
74 lesta bátur til sölu
Til sölu 74 lesta eikarbátur, byggður í Vestur-
Þýzkalandi 1960. Báturinn er í mjög góðu
standi, með mikið af nýlegum tækjum.
Báturinn er á hóflegu verði með góðum kjörum.
Einnig til sölu 20 lesta 1961 með nýlegri vél,
1 7 lesta 1 972 og 12 lesta súðbyrðingur 1971.
Stálskip 270, 207, 198, 165, 141, 129, 101,
92 lesta.
Fiskiskip Austurstræti 14, 3. hæð.
S/mi 22475, heimasími 13742.
Utsýnarkvöld
Afríkukynning
í Hótel Sögu
sunnudagskvöldið 13. október.
Húsið verður opnað kl. 1 9.00.
Kl. 19.30: Kvöldverður.
Lambakjöt steikt á teini —
shaslikn ásamt ýmsu
góðgæti á austurlenzka vísu.
Verð aðeins kr. 875. —
Myndasýning frá töfraheimi Kenya
— bingó — útsýnarferðir
— glæsilegir vinningar—
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
leikur fyrir dansi.
Gestir kvöldsins verða m.a. fulltrúar Alitalia flugfélagsins
L og Kenya tourist board, sem afhenda munu gestum
smágjafir, einnig góðir vinir útsýnarfarþega frá Costa del % í'
Sol.
Athugið að panta borð snemma hjá yfirþjóni, þvi að alltaf
,'í er fullt hús og fjör hjá útsýn.
, -» — IV
LESIÐ
DnciEcn