Morgunblaðið - 10.10.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÖBER 1974
18______________________
— Miklir menn
Framhald af bls. 24
ekki að vera vopn neinna gegn
öðrum.
Það er ekki auðvelt að skilja
þau ummæli, sem höfð eru eftir
kaupfélagsstjóranum í Samvinn-
unni, þar sem mig minnir, að haft
hafi verið eftir forstjóra Sam-
bandsins fyrir ekki löngu síðan,
að „smásöluverzlunin væri rekin
með tapi,“ og þá sennilega átt við
kaupfélögin, því að kaupmenn
„bara græða á fólki peninga", en
alla vega hefur hagur smásölu-
verzlunar ekki bátnað síðan. Eða
á að skilja þetta svo, að verzlunar-
stjórar kaupfélaganna séu svo
slæmir, að þeir geti ekki rekið
verzlun, en á sama tíma græói
kaupmenn. Höfum bara stað-
reyndirnar að leiðarljósi, það eru
venjulegir menn i stétt kaup-
manna, sem þurfa að vinna eins
og aðrir til að reka sín fyrirtæki
og eru ekki nein grýla, sem á að
hræða fólkið með.
Séu kaupmenn einhverjar blóð-
sugur á þjóðfélaginu þá eru kaup-
félögin það einnig, en nú er raun-
in sú, að hvorugur aðilinn er neitt
meindýr, sem þarf að eyða. Báðir
aðilar eru nauðsynlegir, svo og
frjáls samkeppni, að ógleymdri
jafnri aðstþðu.
Reyðarfirði 4/10 1974
Gunnar Hjaltason.
— Hjartabíllinn
Framhald af bls. 32
niðurstaða hefði enn fengizt þar.
Hins vegar er nokkurn veginn
ljóst, að þjónusta bílsins verður
óbreytt fyrst um sinn, á meðan
unnið er að þvf, að sjúkraflutn-
ingaþjónustunni verði breytt.
Innlagningarkerfi sjúkrahúsanna
væri nú í endurskoðun, og gæti
því orðið breyting á rekstri bíls-
ins þegar endurskoðuninni væri
lokið.
— Bruninn
Framhald af bls. 32
var hægt að komast að upptökun-
um og ekki er vitað út frá hverju
kviknaði. í fyrstu dældu skipverj-
ar úr slökkvitækjum bátsins á eld-
inn, en það bar ekki árangur.
Þá sagði Þórlindur, að hann
hefði haft samband við Reykja-
víkurradíó og beðið um hjálp.
Sjálfir hefðu þeir farið á gúmmí-
bátnum frá Hafborgu og innan
skamms hefðu þeir verið teknir
um borð í Skilding BA, en það er
4 lesta handfærabátur, sem þarna
var á veiðum. Litlu seinna kom
Freyr á staðinn og tók hann Haf-
borgu 1 tog og lagði af stað með
bátinn áleiðis til Sandgerðis.
Um svipað leyti var björgunar-
sveit S.V.F.Í. 1 Sandgerði, Sigur-
von, kölluð út og ennfremur
slökkviliðið. Var farið af stað á
vélbátnum Sæunni til móts við
hið brennandi skip, aðeins 15
mfnútum eftir að kallið barst, og í
förinni voru slökkvidælur og
froðutæki. Átti að freista þess að
fara með tækin um borð í Haf-
borgu, en það tókst ekki fyrr en
— Sigalda
Framhald af bls. 32
Berger lét á þessum fundi í ljós
mjög mikla ánægju með afköst og
starfshæfni íslenzku starfsmann-
anna og sagðist vera bjartsýnn á,
að októberáætlunin stæðist á
svipaðan hátt og hin fyrri, ef veð-
ur hamlaði ekki verkinu því meir.
Hann tók einnig fram, að ef þessi
áfangi næðist, væri óhætt að hafa
eftir sér, að þá yrði heildarfram-
kvæmd verksins komin á það stig,
sem framkvæmdaáætlunin gerir
ráð fyrir samkvæmt samningum
fyrirtækisins við Landsvirkjun.
I október verður höfuðáherzla
lögð á steypuvinnu í stöðvarhúsi
og jarðvinnslu, en steypuvinnan
hefur fram til þessa tafizt tölu-
vert vegna mikils vatnsaga f
grunni hússíns. En ef þessi áfangi
næst nú f þessum mánuði er
ekkert því til fyrirstöðu, að undir-
verktakar geti tekið til óspilltra
málanna. Reyndar hafa tveir
erlendir fulltrúar — frá
portúgölsku og v-þýzku fyrirtæki
— hafið vinnu á virkjunar-
svæðinu en um miðjan nóvember
er gert ráð fyrir, að rússneskir
aðilar hefji þar undirbúning að
þeim hluta verksins, sem að þeim
snýr. ^ (
— Gulag
Framhald af bls. 2
fjarðarprentsmiðja er að gefa út
og kemur nú f haust, er Þjóðlög
séra Bjarna Þorsteinssonar og er
þjóðlagabókin gefin út í tilefni
þjóðhátíðarársins. Þjóðlög séra
Bjarna vorú fyrst gefin út árið
1909. Bókin mun verða um 1000
síður að stærð.
Sigurjón sagði, að af bama- og
unglingabókum mætti nefna bók
um Skippý, sem allir kannast við
úr sjónvarpinu, Af Heiðargarði,
Bonanza, bók um hestinn Gust,
bók um hundinn Lassy og bók um
höfrunginn Flippý.
inn á Sandgerðishöfn var komið.
Slökkviliðsmenn gátu dælt sjó
yfir bátinn í sífellu. Um kl. 14.15
kom svo Freyr með Hafborgu inn
á höfnina í Sandgerði og fóru þá
slökkviliðsmenn um borð. Tók
það þá rösklega klukkustund að
ráða niðurlögum eldsins, en bát-
urinn er eins og fyrr segir mikið
skemmdur, ef ekki ónýtur.
Þórlindur Jóhannsson sagði, að
hann vissi ekki hvort hægt væri
að gera við bátinn, og ef það væri
hægt tæki það langan tfma. Því
væri ekki um annað að gera en að
útvega sér annað pláss. Ekki vissi
hann, þegar blaðið ræddi við
hann, hvaða bátur myndi draga
netin, en fá átti bát til þess í
gærkvöldi.
Skipstjóri á Frey, sem dró Haf-
borgu til hafnar, er Björn Ingólfs-
son. Á Sæunni, sem fór til móts
við bátinn, er skipstjóri Einar
Þórarinsson og skipstjóri á
Skildingi, bátnum, sem bjargaði
mönnunum, er Hallgrímur
Færseth.
Hafborg GK 99 var 36 lestir að
stærð, smfðuð árið 1946. Var bát-
urinn í eigu Jóhanns Þórlinds-
sonar föður Þórlinds skipstjóra.
Handfærabáturinn Skildingur bjargaði áhöfninni og hér kemur hann
með áhöfnina og gúmmfbátinn af Hafborgu að landi. Ljósm.: Heimir
Stígsson
Hver kannast ekki við „neonljósin" svokölluðu sem um alllangt skeið hafa lffgað upp umhverfi
okkar þéttbýlisbúa. Fyrirtæki og stofnanir minna á tilvist sfna og láta beygja nöfn sfn og merki f
næfurþunn gierrör, sem sfðan eru lýst með neongasi. — Það er engin smásmfði skiltið hérna á
myndinni, svo sem sjá má af samanburði við bflinn þann arna. Karl Jóhann Karlsson, forstjóri
rafljósagerðarinnar Neon f Kópavogi, er hér að leggja sfðustu hönd á rafbúnað skiltisins, en fyrir
aftan Ffatinn stendur eiginkona hans, Kristfn Sighvatsdóttir, sem einnig starfar hjá fyrirtækinu.
— Nú vantar ekkert annað en neonpfpurnar f miðja stafina og þá logar skiltíð stafna á milli f
frostmyrkri höfuðstaðarins.
— Fordáfundi
Framhald af bls. 1
þó að „herða skúfurnar of fast“.
Þeim væri nauðsyn að fylgja eftir
með ströngu eftirliti, og hvatti
forsetinn til samvinnu þjóðar-
innar í þeim efnum.
Ford lýsti eindregnum stuðn-
ingi við Henry Kissinger, utan-
ríkisráðherra, sem sætir nú æ
meiri gagnrýni heima fyrir, ekki
sfzt meðal þingmanna. Sagði
Ford, að Kissinger hefði unnið
mikið og gott starf í þágu friðar.
Viðbrögð við efnahagsráðstöf-
unum forsetans voru misjöfn í
dag en forsetinn og William
Simon, fjármálaráðherra, reru öll
um árum að því að eyða gagnrýni
og fullvissa þingmenn um nauð-
syn á samþykki við helztu atriði
þeirra. Mestri gagnrýni sætti
atriði um 5% aukaskatt á meðal-
háa og hærri tekjuflokka. Margir
þingmenn voru þeirrar skoðunar
að eðlilegra væri að miða skatt-
lagninguna við fjölskyldur með
tekjur hærri en 20.000 dollara í
stað 15.000 dollara.
Þá var varað við atvinnuleysi,
og Simon fjármálaráðherra sagði
í dag, að nokkur aukning atvinnu-
leysis væri líkleg. Þvf yrði þó
mætt með atvinnuáætlun rfkis-
stjórnarinnar.
Olíuútflutningsríki í Miðaustur-
löndum og Suður-Ameríku fögn-
uðu hins vegar áætlun Fords um
að draga úr olíuinnflutningi.
Samtök olíuútflytjenda, OPEC,
sögðu, að þetta væri einmitt í
þágu sparnaðarstefnu beirrar,
sem þau berðust fyrir. Einnig var
þessum aðgerðum Fords fagnað
hjá Efnahagsbandalaginu, og þær
nefndar verulegt spor til lausnar
efnahagsvanda heimsins.
— Hagfræði-
verðlaun
Framhald af bls. 1
gagnrýndur fyrir að hafa fátt nýtt
fram að færa f grein sinni. Hann
er þó talinn einn af fáum hag-
fræðingum, sem sáu fyrir verð-
fallið mikla árið 1929. Báðir verð-
launahafarnir starfa nú erlendis,
— Myrdal við City University í
New York og von Hayek við
Rikkyo-háskóla f Tókýó.
I greinargerð Nóbelsnefndar-
innar segir, að þeir eigi sameign-
inlegan þann hæfileika að finna
nýjar leiðir til að bera fram
spurningar, setja fram nýjar hug-
myndir um orsakir og stefnur,
„einkenni, sem oft gerir þá um-
deilda."
Mikilvægasta verk Myrdals er
almennt talin bókin „An Ameri-
can Dilemma — the Negro
Problem and Modern Demo-
cracy", sem út kom 1944, svo og
bókin „Asian Drama", sem út
kom 1968 og er athugun á víta-
hring fátæktar hjá þróunarlönd-
unum. Eitt kunnasta verk von
Hayeks er „The Road to Serf-
dom“, sem út kom 1944 og var
gagnrýni á sósíalíska þjóðskipu-
lagið, sem Myrdal hafði barizt fyr-
ir. Einnig er bókin „Prices and
Production" þekkt hagfræðirit.
„Það er ekki mitt að segja eitt
eða neitt um svona verðlaunaveit-
ingu,“ sagði Gunnar Myrdal f
New York f dag, en hann á sjálfur
sæti f konunglegu vfsindaaka-
demíunni, sem úthlutar verðlaun-
unum. Hann kvaðst þó að sjálf-
sögðu vera ánægður með að hafa
hlotið þau en vildi ekki segja til
hvers fénu yrði varið. Hann hefði
ekkert að gera við það sjálfur, svo
það yrði gefið. Myrdal sagðist
ætla að koma sjálfur til Stokk-
hólms 10. desember til að veita
þeim móttöku.
— Kosningar
Framhald af bls. 15
skoðanakonnun nafa þjóðernis-
sinnar skotið Ihaldsmönnum
aftur fyrir sig og eiga fylgi 28%
skozkra kjósenda á móti 22%
fylgi þeirra síðarnefndu. Kjör-
dæmaskipanin gerir það hins
vegar að verkum að þetta at-
kvæðahlutfall á kjördag nægir
þeim ekki til að fá fleiri þing-
sæti en Ihaldsmenn. Verka-
mannaflokkurinn mun hins
vegar áfram vera stærsti flokk-
urinn samkvæmt þessari
skoðanakönnun með 38% at-
kvæða, en Frjálslyndi flokkur-
inn minnstur með 11%.
Standist þetta á fimmtudag,
munu þjóðemissinnar auka at-
kvæðamagn sitt um 6% frá þvf
í febrúar og fá 12 þingmenn á
móti 7, sem þeir hafa nú. Fari
hins vegar svo, að þeir auki
fylgi sitt um 10% fá þeir 18
þingsæti og eru þar með orðnir
stærri en íhaldsflokkurinn. Til
að fá fleiri þingmenn en Verka-
mannaflokkurinn, þurfa þjóð-
ernissinnar 14% aukningu, en
17% aukning tryggir hreinan
meirihluta þeirra f Skotlandi og
væntanlega sjálfstæði landsins.
En svo stórri sveiflu eiga fæstir
von á.
— Wilson
Framhald af bls. 1
flokkur væri sá eini, sem sagt
hefði kjósendum satt til um
hversu alvarlegt ástandið væri.
• 1 sfðustu áskoruntil kjósendaf
dag, varaði Heath kjósendur við
þeirri hættu að Verkamanna-
flokkurinn kæmist að vegna þess,
að menn hefðu kosið Frjálslynda
flokkinn. Eina vonin til að forða
landinu frá sósfaliskri stjórn væri
að kjósa thaldsflokkinn.
Jeremy Thorpe, leiðtogi Frjáls-
lynda, réðst harkalega á tveggja
flokka kerfið í Bretlandi á síðasta
blaðamannafundi sfnum í dag, og
kvað það auka á stéttaskipingu í
landinu. Tveggja flokka kerfið
sagði hann leiða til „óheiðarlegra
stjórnmála, óeiningar með þjóð-
inni og æ meiri áhugaleysis al-
mennings".
Leiðtogar tveggja stærstu
flokkanna hafa farið ólfkt að f
þeirri kosningabaráttu, sem lauk
í kvöld. Wilson barðist sjálfs-
öruggur og kraftmikill, Thorpe
skutlaðist víða f þyrlu til fundar
við kjósendur, en Heath var hins
vegar hljóðlátari en oft áður og
lagði meiri áherzlu á fámenna
fundi með kjósendum en fjölda-
samkomur. Hefur þessi aðferð
hans verið gagnrýnd af flokks-
bræðrum, sem telja, að honum
kunni að hafa mistekizt að gera
stefnu flokksins ljósa. Ef thalds-
flokkurinn tapar kosningunum er
talið afar sennilegt, að um leið
missi Heath leiðtogaembættið
innan flokksins.
Auk þessara stóru flokka eru
ýmiss konar smáflokkar og
flokksbrot í framboði, sem litla
möguleika eiga á að koma manni
að, en sem þó geta flækzt fyrir og
dregið kjósendur frá öðrum
flokkum. Auk þjóðernissinna og
kommúnista eru 107 frambjóð-
endur af ýmsu tagi, t.d. fyrir bar-
áttusamtök kynvillinga, rauð-
sokka og „Farið-til-fjaldans“
flokkinn.
Kjörstaðir opna kl. 7 í fyrra-
málið, og er talið, að úrslit ættu að
geta legið fyrir snemma um
nóttina. Á kjörskrá eru
40.072.971. Kjörsókn í sfðustu
kosningum var 78.8%.
— Djúpsprengjur
Framhald af bls. 32
hreint óvíst hvort vélbyssuskot
gera nokkurt gagn.
„I Faxaflóa var síðan reynt að
nota flugvélar," sagði Páll, „og
gafst það vel. Vörpuðu þær djúp-
sprengjum, sem sprungu svo á
vissu dýpi. Höfðu sprengjurnar
þau áhrif á háhyrninginn, að
hann hvarf af síldarsvæðinu í
marga mánuði á eftir. Þá máttu
þeir heldur aldrei heyra í flugvél
á eftir, þvf þá lögðu þeir á flótta
og reyndu að fela sig. Hornfirð-
ingar eru hinsvegar hræddir við
að nota djúpsprengjur, þar sem
þeir segja, að síldin sé á tiltölu-
lega litlu svæði, og farið gæti svo,
að djúpsprengjurnar dræpu all-
mikið af henni. En varnarliðið
mun ekkert gera og getur ekkert
gert fyrr en formleg beiðni um
aðgerðir hefur borizt frá rfkis-
stjórninni."