Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 19

Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1974 19 Norðmenn ætla að semja við Rússa um loðnu Osló, 8. október. NTB. NORÐMENN og Rússar verða fljótlega að hefja viðræður um tilhögun loðnuveiða segir Knut Vartdal fiskimðlastjóri I viðtali við Aftenposten. Astæðan er sú að loðnuveiði Rússa hefur margfalsazt á sfðari árum og Norðmenn stunda ekki lengur loðnuveiðar einir á Barentshafi. Ef samið verður um loðnuveiðarnar verða Norðmenn að veiða minna af loðnu segir1 Aftenposten. Núverandi áætlanir um heildarkvóta byggjast á þvi að Norðmenn séu einir um veiðarn- ar. Rússar veiddu 1 — 1 Vi milljón hektólítra af loðnu í fyrravetur | en árið 1972 var afli þeirra aðeins 300.000 hektólítrar. Afli Norð- manna í fyrra var 7,6 milljónir hektólítra. Þessar auknu veiðar Rússa gera nauðsynlegt að reglur verði settar um veiðarnar. Aftenposten segir að fiskimálaráðherra Sovét- rfkjanna hafi verið boðið til Noregs, en formlega séð mun hann endurgjalda þar með Moskvuheimsókn norska sjávar- útvegsráðherrans, Eivind Bolle, fyrr áþessu ári. Rússar stefna að þvf að koma sér upp sérstökum loðnuveiði- flota og ætla meðal annars að smfða stór verksmiðjuskip í þvf skyni. Tfu þúsund lesta skipi hefur verið breytt í þessu skyni í Nyland-skipasmíðastöðinni f Ósló og skip af sömu stærð verður breytt f sömu stöð á næstu fimm mánuðum. Sams konar breytingar verða gerðar á tveimur skipum hjá Götaverken f Svíþjóð. Rockefeller gaf þingmönnum yfir 100.000 dollara Washington, 8. október. AP. NELSON A. Rockefeller og fjöl- skylda hans hafa gefið rúmlega 100.000 dollara á sfðari árum f framlög til kosningabaráttu þing- manna öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar sem eiga að greiða atkvæði um tilnefningu hans f embætti varaforseta. Rockefeller hefur einnig gefið ýmsum kunnum áhrifamönnum, þar á meðal Henry Kissinger ut- anrfkisráðherra, fyrrverandi ráðunaut sínum í utanríkismál- um, 50.000 dollara eða meira. Larsen efstur Manila, 8. október. AP. BENT Larsen sigraði Filipps- eyinginn Eugene Torre á öðru alþjóðlega skákmótinu f Manila f dag og er efstur á mótinu eftir þrjár umferðir með 2Vi vinning. Næstir honum eru Ljubtjevic frá Júgóslavfu og Rússarnir Vassiukov og Petrosian fyrr- verandi heimsmeistari með 2 vinninga. Petrosian gerði jafntefli við Portisch frá Ungverjalandi í þriðju umferðinni. Ulf Anders- son frá Svfþjóð sigraði Portisch f biðskák úr annarri umferð eftir 80 leiki. Mike Mansfield, foringi demó- krata f öldungadeildinni, sagði f dag að fréttir um gjafir Rockefell- ers til aðstoðarmanna og opin- berra embættismanna gætu vel leitt til þess að yfirheyrslur yrðu teknar upp að nýju í öldunga- deildinni um tilnefningu hans. Hann bætti því við að gjafirnar hefðu „allar verið löglegar“ að þvf er hann fengi bezt séð, en sagði að fréttirnar hlytu að vekja spurningar. Hins vegar sagði foringi repú- blikana í öldungadeildinni, Hugh Scott, sem stjórnaði yfirheyrslun- um f síðasta mánuði, að hann sæi enga ástæðu til að taka þær upp að nýju. „Ég hef ekkert séð sem á nokk- urn hátt rýrir mannorð Rockefell- ers, sagði Scott við blaðamenn. Rockefeller á enn eftir að mæta f yfirheyrslum f dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Samkvæmt skýrslum hafa öld ungadeildarmennirnir Jacob Javits og Peter Payser frá New York fengið ríflegustu kosninga- framlögin frá Rockefeller. GAF $550.000 Seinna staðfesti talsmaður Rockefellers að varaforsetinn til- vonandi hefði gefið William Ron- an, ráðunaut sfnum um langt skeið, 550.000 dollara. Ronan varð yfirmaður hafnarmála í New York og New Jersey í vor. Hann sagði að að meðtöldum rfkis- og alríkissköttum hefði gjöf- in kostað Rockefeller 880.000 doll- ara. HVERNIG DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ getur hjálpað þér að: * Öðlast HUGREKKI og SJÁLFSTRAUST Talið er, að 85% af velgengni þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. ic Bœta MINNI þitt ó nöfn, andlit og staðreyndir. if Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr KVÍÐA. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í sima 82411 STJÓRNUNARSKÓLINN KONRÁÐ ADOLPHSSON HVAÐ SEGJA ÞÁTTTAKENDUR: [ heild er boðskapur Dale Carnegie námskeiðanna þess eðlis, að allir hafa af honum gagn og gaman og nauðsynlegur flestum. —• Sérstaka áherslu vil ég leggja á gildi þess, að hjón sæki námskeiðin saman. Með sllkri sam- vinnu næst betri árangur og hin ýmsu vandamál og önnur verkefni verða auðveldari viðfangs. Rannveig Edda Hálfdánardóttir. Einn þáttur ! Dale Carn egie námskeiðunum er að kenna okkur grundvallar- atriði ræðumennsku, og hefur það hjálpað mér mikið við að losna við kviða og áhyggjur þegar ég hef viljað standa upp á fundum til að láta I Ijós skoðanir minar. Einnig er okkur kennt að skipu- leggja störf okkar, og hefur það komið mér að góðum notum Sigurður Ólafsson. Ég fór á Carnegie nám- skeiðið til að öðlast meira öryggi, að standa upp á fundum og láta skoðanir mínar í Ijósi, í saman- þjöppuðu formi. — Eftir þvi sem ég sótti fleiri tíma komst ég að raun um, að það sem ég hugð- ist fyrst og fremst læra, var aðeins lítill hluti af kennslunni. — Það varð mér mun meira virði, að þarna lærði ég að þekkja betur sjálfa mig, auk ýmislegs f sambandi við mannleg samskipti. Elfn Þorvaldsdóttir. Vaxa óleyst verkefni þér yfir höfuð? — Hver eru vandamálin? — Hverjar eru orsakir þeirra? — Hvernig er best að leysa þau? — Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér. — Ég sótti sjálfur siðasta námskeið og tel mig hafa haft af þvl mikinn ávinning _ . . , „ Bragi Þoroarson. Ég fór á Dale Carnige námskeiðið til þess að læra að koma betur fyrir mig orði á fundum. Auk þess sem ég tel að vart sé hægt að hugsa sér betri mælskuskóla en hjá Dale Carnegie. Opnaði námskeiðið fyrir mér nýtt svið í mannlegum samskiptum. Þá er manni kennt hvernig nota á llfskraftinn. en það er I þvi fólgið að beita kröftum slnum að einu viðfangsefni af margföld- um krafti Var það undraverður árangur sem nemendur náðu á þessu. Ég hvet alla til að taka þátt í Dale Carnegie námskeiði, því vist er að það kennir fólki betur að lifa llfinu en áður. .... _ Horður Palsson. Dale Carnegie námskeið eykur skilning þinn á mannlegum samskiptum og hjálpar þér um leið að þekkja betur sjálfan þig. Þú lærir að varpa frá þér biturleik og svartsýni og tekur uppsýna og lifandi afstöðu gagnvart um- hverfi þinu og fólkinu sem þú umgengst. Jónfna Ingólfsdóttir. Það er ekki alltaf nóg að hlusta, þegar fólk vill segja þér frá einhverju. Þú þarft að hlusta af einlægni og oft af þolin- mæði, en að öðlast trún- að annarra er mikill sig- ur hvers og eins. — Þetta sktldi ég betur eftir að ég fór á Dale Carnegie námskeiðið og kynntist hinum jákvæðu lifsreglum-, sem þar er starfað eftir Þóra Björk Kristinsdóttir. Dale Carnegie félagar. Munið dansleikinn í Félagsheimili Seltjarnarness 2. nóvember kl. 9. Kjarnar leika. Meðal annarra þátttakenda eru Kavalek frá Bandarfkjunum, Gligoric og Gheorghiu frá Júgóslavfu og Quinteros frá Argentfnu. 4 Islendingar í framboði FJÓRIR tslendingar hafa boóið sig fram í borgarráðskosningum f Winnipeg, sem fram fara 23. október. Þeir eru: Einar Arnason, frá ICEC (Independent Citizens Election Committee) fyrir Ross kjördæmi og frá NDP (New Democratic Party) þeir Robert Johansson fyrir Cockburn kjör- dæmi, Magnús Elfasson í Bannatyne kjördæmi og Barry G. Thorsteinsson fyrir Sisler kjör- dæmi. Þeir Robert og Magnús hafa áður átt sæti f bæjarráði viðkomandi staða. Gjafavörur frá Finnlandi Finnsk hönnun hefur vakið heimsathygli fyrir smekklegt útlit og hagkvæmt form. Auk hinnar velþekktu glervöru bjóðum við nú einstaklega fallega gjafavöru úr stáli — potta, pönnur, könnur, ofl. Einnig hin margeftirspurðu kerti frá Finnlandi. Komið og skoðið úrvalið. HUSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HE Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.