Morgunblaðið - 10.10.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.10.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTOBER 1974 Sigríður Ásthildur Guðjónsdóttir-Kveðja Minning: Jóhann Jeremías Kristjánsson lœknir Þeim hjónunum Halldóru Hildi- brandsdóttur og Guðjóni Jónssyni járnsmíðameistara hefur áreiðan- lega þótt sá atburður ljósgjafi í svartasta skammdeginu aldamóta árið 1900, þegar frumburður þeirra leit fyrst dagsins ljós, 4. nóvember í Hákoti í Reykjavík miðri. En það var ekki einasta, að frumburðurinn, sem var stúlka færði birtu og yl inn á heimili foreldra sinna, ævi hennar, sem síðar varð tengdamóðir mín, var þessu lík. Lifsgleði og góða lund bar hún með sér, hvar sem hún fór, og gjafmildi í víðtækri merk- ingu var einkenni hennar. Hún var skírð Sigrfður Ásthild- ur, í höfuðið á móður-ömmu sinni og afa, þeirra Sigríðar Sveinsdótt ur og Hildibrands Kolbeinssonar, en þau bjuggu alla tíð í sambýli við einkadóttur sína og tengda- son, — og dótturbörnin, sem urðu alls þrettán. Fjölslyldan reisti sér hús við Garðastræti númer 13. Þar ólust börnin upp, þar var atvinnurekst- ur föðurins, svo fátt þurfti í önn- ur hús að sækja, enda urðu fjöl- skyldubönd sterk, og var Sigríður tryggur forsvarsmaður systkina sinna. Trygglyndi og greiðasemi ásamt höfðinglegri rausn voru svo ríkir þættir f eðli hennar, að í návist hennar var sem komið væri í annan heim, aðskilinn þeim, er nútíminn speglar. Tengdamóðir mín var listfeng kona og hafði næmt auga fyrir því, sem fegraði tilveruna. Hún unni tónlist og myndlist og naut þess að líta fagra hluti. Sjálf var hún snillingur í höndum og kunni þar meira fyrir sér en almennt gerist. Heimili Sigríðar bar þess og glöggt vitni, og þar voru hlutir ekki f ægðir, heldur gljáfægðir, og var þar slíkt hreinlæti viðhaft, að orðið þrifnaður er veikasta lýs- ingarorðið, ef skilgreina ætti við- unandi þá snyrtimennsku, sem hún viðhafði um heimilishald allt. Um Sigriði á ég engar minning- ar nema ljúfar, allt frá þvf er ég fyrst kom f hús hennar á skólaár- um mínum og naut þar gjafmildi og góðvildar. Bættu þau hjón bæði enn um betur síðar, er þau gáfu mér dóttur sína, Brynhildi, einkabarn, sem eflaust hafði ver- ið þeim sá ljósgjafi, sem Sigriður hafði sjálf verið sínum foreldrum. Eftirlifandi manni sínum, Kristni Kristjánssyni, giftist Sigríður 24. maí árið 1936, og varð hjónaband þeirra hið farsælasta og friðsælasta, sem ég þekki til, enda mikil samheldni með þeim hjónum, hún umhyggjusöm og heimiliskær húsmóðir, hann hygginn og traustur sem bjarg. Þau reistu sér húsið Hávallagötu 53 árið 1936 og bjuggu þar æ síðan. Að leiðarlokum er margs að minnast og margs að sakna. Sigríði entist aldur til þess að sjá og umgangast barnabörn sín þrjú, Kristin, ívar og litla dótturdótt- ur, sem ber bæði nöfn ömmu sinn- ar. Ótaldar eru stundirnar, sem drengirnir áttu hjá ömmu sinni, sem ávallt tók á móti þeim opnum örmum og veitti þeim af rausn. Lengi verður minnzt þeirrar um- hyggju, sem hún bar fyrir eldri drengnum, Kristni, sem naut um- sjár ömmu sinnar fyrsta árið, þeg- ar aðstæður höguðu því þann veg, að foreldrar voru við nám. Ekki gleymist heldur Ivari ferðir sínar á Hávallagötuna, árla morguns, til þess að komast f morgunkaffið með ömmu sinni og afa, áður en hann fór í skólann, þeirra stunda vildi hann ekki missa, amma átti ýmislegt til, sem aðriir áttu ekki. Sigriður naut þess innilega að vera samvistum við fólk, ekki sízt úr fjölskyldu sinni, af hvaða til- efni sem var, og lundgæði hennar voru engin takmörk sett. Ekki minnist ég þess, að nokkru sinni hafi borið skugga á kynni okkar öll þau ár, er ég þekkti hana og svo vel var hún skapi farin og þjál f umgengni, að óþurftarverk hefði mátt kalla að fá hana sér mót- snúna. Hún var ein hinna sönnu dætra Reykjavíkur og tók hennar mál- stað, þegar með þurfti, og það var málstaður, sem var liðtækur. Reykjavík var hennar fæðingar- staður og lífsdvalarstaður, og hún vildi veg hennar sem mestan, það máttu allir vita-. Með Sigríði er í senn gengin góð tengdamóðir, ástsæl amma og mæt eiginkona og móðir. En það er ekki eingöngu, að við fráfall hennar hafi þeim, sem vitnað er til hér að ofan fundist, að rofið væri skarð í eignhelgi þeirra einna, heldur er með henni horf- inn fjölgegn og styrkur stólpi stórrar fjölskyldu. Hún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga góða og ánægjuríka ævi, hún gat leyft sér að haga hlutum sínum eftir eigin geðþótta og heilsuhraust var hún alla tíð. Það varð því okkur, ástvinum hennar þungt áfall, er við vissum sjúkdóm hennar, sem enginn mannlegur máttur réð við, en þá var það hún, sem létti okkur róð- urnn með æðruleysi sfnu. Ég þakka henni samfylgdina og kveð hana með þá ósk í huga, að nú sé hún komin heim til þess upphafs og endis, sem skilur einn dag og þúsund ár jarðnesks lífs frá eilífð andans, orkunnar, sem aldrei deyr, en tekur sér bólfestu í einu hinna mörgu híbýla, i öðru rúmi og öðrum tíma. Geir R. Andersen. t Móðir okkar, GUÐRUN KRISTJÁNSDÓTTIR, Öldugötu 7, lézt á St. Jósefsspitala, Hafnar- firði 8/10 Börnin. t GUÐRÚNÁRNÝ ÓLAFSDÓTTIR, andaðist 7. október á Sjúkrahúsi Akraness. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 12. október. Vandamenn t Sonur minn, EYVIND BREMS ÍSLANDI. lézt í Kaupmannahöfn 9. októ- ber. Stefán íslandi. F. 7. júnf 1898 D. 3. okt. 1974 I dag fer fram frá dómkirkj- unni í Reykjavík útför Jóhanns J. Kristjánssonar fv. héraðslæknis í Ólafsfirði. Arið 1937 fluttist Jóhann ásamt fjölskyldu sinni frá Grenivík til Ólafsfjarðar og var hérðaslæknir þar frá þvf ári til 1961, er hann fékk lausn frá starfi sökum heilsubrests og settist að í Reykja- vík. En þótt Jóhann flyttist til Reykjavíkur var hugur hans og tengsl við Ólafsfjörð aldrei rof- inn, kom hann þangað ásamt konu sinni á hverju sumri á með- an heilsa leyfði og dvöldu þau hjónin yfir sumarið í vinalegum sumarbústað, sem þau áttu og Jó- hann hafði að mestu smfðað sjálf- ur. Hlökkuðu Ólafsfirðingar ætíð til komu þeirra hjóna og söknuðu vina í stað, er þau fóru aftur að áliðnu sumri. Kona Jóhanns læknis, Inga Guðmundsdóttir, var glæsileg kona og stórbrotin, hún andaðist f Reykjavík 22. okt. 1970. Þau hjónin eignuðust sjö börn, sex syni og eina dóttur, sem var yngst þeirra barna, en einn sona þeirra, Hannes, dó árið 1931, fimm ára gamall. Það hefi ég heyrt marga segja, sem fylgdust með komu þeirra læknishjóna ásamt sex börnum þeirra til Ólafsfjarðar, að glæsi legri fjölskyldu hefðu þeir vart áður séð. Jóhann var maður frfð- ur sínum, léttur og kvikur á fæti og bar sig vel. Konan hans, frú Inga, var sem áður segir glæsileg og börnin, sem þá voru frá eins til fjórtán ára gömul, voru hvert öðru myndarlegra. Heimili þeirra hjóna var fljótt rómað fyrir myndarskap og gest- risni, en þó látleysi og samlagað- ist þessi f jölskylda fljótt íbúunum eins og innfædd væri. Jóhann læknir var f skóla mikill námsmaður og margvíslegum hæfileikum búinn. Hann var far- sæll læknir og rækti starf sitt af slfkri trúmennsku og reglusemi að fátítt var. Með honum er horf- inn einn af þeim héraðslæknum, sem voru í senn félagslegir og andlegir uppbyggjendur síns héraðs ásamt læknisstarfi, sem þeir þá vegna lélegra skilyrða og einhliða og fátæklegra aðstæðna þurftu eins oft f starfi að treysta á hugvit sitt sem læknislega mennt- un. Þegar litið er til baka yfir far- inn veg og hugleidd störf þeirra manna, er hvað mest mótuðu upp- byggingu Ólafsfjarðar s.l. 30—40 árin, fer ekki á milli mála. að Jóhann læknir ber þar hátt. Hann var um mörg ár formaður skólannefndar, sfðar fræðsluráðs og átti hvað mestan þátt að já- kvæðri uppbyggingu skóla og fræðslumála. Átti sæti f yfir- skattanefnd Ólafsfjarðar. I stjórn Sparisjóðs Ólafsfjarðar og stjórnarformaður hin síðari ár. I stjórn Verzlunarfélags Ólafsfjarð- ar. Þá starfaði hann f kirkjukór og Karlakór Ólafsfjarðar meðan hann var f Ólafsfirði og var kjör- t GfSLI SÆMUNDSSON, Birtingaholti lézt að heimili sínu 8. október 1974 Fyrir hönd vandamanna hins látna og fjölskyldu minnar Sigurður Ágústsson. inn heiðursfélagi karlakórsins ár- ið 1958. I allmörg ár kenndi Jó- hann bæði í Unglinga og Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Ólafsfjarðar og vann þeim félagsskap af dugnaði og einhug og fylgdist með störf- um hans eftir að hann fluttist f burtu, sendi til dæmis Rotary- klúbbnum æviminningaþætti sína, sem hann skrifaði, oft í létt- um dúr, enda var hann ritfær vel og bjó yfir meiri kfmnigáfu en margan grunaði, þvf að f eðli sfnu var hann frekar hlédrægur og flíkaði lítt þeim hæfileikum, sem öðrum. Þau hjónin, Jóhann læknir og frú Inga, byggðu upp eitt svip- mesta heimilið í Ólafsfirði og börn þeirra örvuðu jafnaldra sína af æskuþrótti og falslausri glað- værð og dugnaði, en þau eru: Haraldur Kristófer, sölustjóri í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur frá Ólafsfirði. Guðmundur Kristján, viðskipta- fræðingur, bæjargjaldkeri á Akureyri, kvæntur Ingibjörgu Dan Kristjánsdóttur. Birgir Jóhann, tannlæknir í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Ásdísi Jónasdóttur frá Siglufirði. Heimir Brynjúlfur, prent- smiðjueigandi i Reykjavík, kvæntur Friðrikku Baldvinsdótt- ur frá Hofsósi. Hannes, málaram. Reykjavík, ókvæntur. Sigriður Hafdís, stúdent, kennari í Reykjavík, gift Sveini Sæmundssyni, viðskiptafr. frá Fagrabæ f Þingeyjarsýslu. Allt er þetta velmetið myndar og dugnaðar fólk. Þá var lfka mikið hjá þeim hjónum dóttur- dóttir þeirra Gyða, sem var auga- steinn afa síns og ömmu og fylgdi þeim oftast á ferðum þeirra til Ólafsfjarðar. Vissulega gáfu þau hjón með öllu starfi sínu Ólafsfirði mikið. Þau unnu ætfð af fórnfúsum vilja hverju velferðarmáli byggðar- lagsins. Því voru þau með hverju ári meira dáð og þeir, sem kynnt- ust þeim bezt, dáðu þau mest. Oft sagði Jóhann heitinn við okkur hjónin, þegar hann kom á sumrin hingað til Ólafsfjarðar, eftir að hann var fluttur suður, að sér fyndist hann hressast allur strax og hann liti Ólafsfjörð og það væri eins og hlýhugur Ólafs- firðinga til sín og umhverfið allt verkaði sem töframeðal sér til heilsubótar. Ég og kona mín þökkum þeim hjónum, Jóhanni lækni og frú Ingu, alla þeirra vinsemd í okkar garð og barna okkar, og ég hygg, að ég mæli fyrir munn flestra Ólafsfirðinga, þegar ég færi þeim hjónum nú hjartans þakkir fyrir allt, er þau unnu Ólafsfirði og Ólafsfirðingum. Blessuð sé minning þeirra. Og við hjónin vottum börnum þeirra, tengda- og barna-börnum innilegustu samúð okkar, vegna andláts Jóhanns læknis, sem við vitum, að þau öll unnu svo heitt og mátu svo mikils að verðleikum. Ásgrfmur Hartmannsson. t Móðir okkar, ÞORGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 9 október. Börn hinnar látnu. t Útför mannsins míns. FINNBOGA GUÐMUNDSSONAR frá Gerðum, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 1 okt kl. 14.00. María Pétursdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ODDSSON. Bjarnastöðum, verður jarðsunginn frá Mosfelli, Grlmsnesi laugardaginn 1 2. október kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12. Ása Gunnarsdóttir Karl Ólafsson Sigurður Gunnarsson Sólveig Árnadóttir Guðmundur Gunnarsson Sigriður Gunnsteinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA ÞÓRARINSDÓTTIR, Bárugötu 33, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 1. október kl. 1 0,30 f.h. Þeim. sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Barnaspitala Hringsins. SigrFður Gestsdóttir, Guðgeir Þórarinsson, Svanhildur Gestsdóttir Þórarinn Elmar Jensen, Páll Gestsson, Gunnþóra Jónsdóttir, Eva Gestsdóttir, Fjölnir Björnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.