Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
23
Rabin boðar
tilslakanir
Tel Aviv, 7. okt AP. Reuter.
YITZHAK Rabin forsætisrád-
herra Israels sagði I blaðaviðtali á
eins árs afmæli októberstrfðsins f
dag að tsraelsmenn væru reiðu-
búnir að leggja sig f hættu til þess
að tryggja bráðabirgðasamning,
sem gæti leitt tif friðar við Araba.
Hann sagðist hafa ákveðnar
hugmyndir um, hvaða tilslakanir
Israeismenn yrðu að gera, en var
tregur til þess að tilgreina hvaða
landamærabreytingar hann gæti
fallizt á. Á honum var helzt að
skilja, að ísraelsmenn gætu hugs-
að sér að afsala sér vesturbakka
Jórdan.
Stríðsins er minnzt með miklum
hátfðarhöldum f Kafró og
Damaskus. Tugþúsundir hylltu
Sadat forseta á fjöldafundi á
Nasserleikvanginum í Kaíró í
kvöld. Sovézkar eldflaugar, skrið-
drekar og þotur voru á mikilli
hersýningu í gær.
I Damaskus gekk ungt fólk
fylktu liði um göturnar f gær og
blómsveigur var lagður að
minnisvarða óþekkta hermanns-
ins.
I Kaíró hefur Sadat forseti rætt
við Yasser Arafat, foringja
Frelsissamtaka Palestínumanna,
til þess að reyna að setja niður
deilur innan skæruliðahreyfing-
arinnar.
í tsrael var hafin rannsókn í
dag á sprengingu í bænum
Nablus á vesturbakkanum. Tveir
Arabar særðust, þegar þeir
reyndu að koma af stað spreng-
ingu á markaðstorgi.
Jafnframt hafa tsraelsmenn
skilað átta af níu óbreyttum
borgurum, sem þeir tóku til fanga
f landamæraþorpi í Suður-
Lfbanon i ágúst.
I tilefni af því að Henry Kiss-
inger utanrfkisráðherra Banda-
rikjanna er að leggja upp í nýja
friðarferð til Miðausturlanda
sagði israelski utanríkisráðherr-
ann, Yigal Allon, að engar
ákveðnar tillögur um næsta
áfanga friðarviðræðnanna mundi'
koma fram f ferðinni. Hann sagði,
að Kissinger mundi kanna við-
horf manna til nýrra viðræðna,
meðal annars í Genf.
— Norsku
blöðin
Framhald af bls.7
vægi útfærslunnar fyrir
Norðmenn og nauðsyn þess
að revna samninaaleiðina til
hlítar áður en gripið verður
til óyndisúrræða. Síðan segir
Arbeiderbladet: — Hið raun-
verulega vandamál við
verndun fiskstofnanna er að
hvorki friðuð svæði eða 50
mílna landhelgi veita trygg-
ingu fyrir þvl að þorskstofnin-
um verði bjargað. 200 mílna
lögsaga gefur nauðsynlega,
en tæpast nóga vernd. Sann-
leikurinn er sá að fullkomin
vernd fiskstofnanna næst
ekki nema með góðri sam-
vinnu á alþjóðavettvangi. Ef
þessu marki á að ná, þörfn-
umst við alþjóðlegrar sam-
stöðu og skilnings. Svæði
sem togurum er meinað að
veiða á vekja tæpast hrifn-
ingu hjá hinum „stóru
togaraþjóðum". Það mál
verða Norðmenn að ræða við
viðkomandi þjóðir, upplýsa
þær og komast að samkomu-
lagi.
Umboð fyrir amerfskar, enskar og
japanskar bifreiðir. Allt á sama stað
er hjá Agli
Frá Japan: LANCER
'75 módelið af Safarisigurvegaranum er komið.
De luxe útgáfa,4dyra með höfuðpúðum#hallan-
legum stólbökum,útvarpi, klukku og diska-
hemlum. Bensíneyðsla: 7 lálOOkm
Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700
EGILL VILHJÁLMSSON HE
BRIDGEFÉLAG KVENNA:
Tvímenningskeppni félagsins
er nú hafin með þátttöku 36
para. Fyrst verður spiluð
undanrás í fjögur kvöld, en þá
verður skipt í tvo riðla og keppt
með barometer-fyrirkomulagi.
Eftir 1. umferð eru eftirtalin
pör efst:
Júlfana Isebarn —
Margrét Margeirsdóttir 213
Guðmundfa Pálsdóttir —
Sigríður Ingibergsdóttir 198
Helga Bachmann —
Ragnheiður Einarsdóttir 195
Aðalheiður Magnúsdóttir —
Ingibjörg Björnsdóttir 188
Elín Auðunsdóttir —
Kristfn Jónsdóttir 186
Guðríður Guðmundsdóttir —
Kristín Þórðardóttir 186
Guðrún Bergsdóttir —
Sigríður Pálsdóttir 182
Meðalskor: 165 stig.
XXX
Þegar fjórum umferðum af
fimm er lokið í tvfmennings-
keppni TBK er staða efstu para
þessi:
Ólafur — Ragna 759
Gestur — Sigtryggur 738
Kristján — Þórhallur 733
Rafn — Þorsteinn ,726
Benedikt — Kristján 714
Bernharður — Júlfus 707
Gylfi — Kristján 698
Gísli — Þórarinn 697
Tryggvi — Þorsteinn 687
Baldur — Zophonfas 685
Meðalskor 660 stig
Sfðasta umferðin verður spil-
uð f kvöld f Domus Medica og
hefst klukkan 20.
Næsta keppni félagsins er
hraðsveitakeppni og eru
sveitarstjórar beðnir að láta
skrá sveitir sfnar hjá stjórn-
inni.
XXX
BRIDGEFELAG KÓPAVOGS:
Að tveim umferðum Ioknum í
tvímenningskeppninni er staða efstu para þessi:
Gunnar — Björn 259
Jón — Sigmundur 253
Einar — Páll 244
Óli — Guðmundur 239
Sverrir — Jón 235
Ragnar — Konráð 234
Júlfus — Ragnar 233
Jónatan — Þorleifur 228
Þorsteinn — Kristinn 226
Árni — Matthías 216
Meðalskor 216 stig A.G.R.
ÞAKKARAVARP
Vinum og vandamönnum, nær og fjær, þakka ég
innilega vinsemd og heiður í tilefni af 60 ára
afmæli mínu 19. sept. s/.
S TEFÁN JA SONA FtSON
Vorsabæ.
Forskóli
fyrir prentnám
Verklegt forskólanám í prentiðn hefst í Iðnskól-
anum í Reykjavík að öllu forfallalausu fimmtu-
daginn 1 7. október.
Forskóli þessi er ætlaður nemendum, er hafa
hugsað sér að hefja prentnám á næstunni og
þeim, sem eru komnir að í prentsmiðjum, en
ekki hafið skólanám.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans í
síðasta lagi mánudaginn 14. október.
Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar verða
látnar í té á sama stað.
Skólastjóri
Styrktarfélagar
fóstbræðra
SÖNGUR GRÍN OG GAMAN
Tvær fyrstu haustskemmtanirnar verða haldnar í Fóstbræðrahúsinu,
Langholtsveg 109 —111, um næstu helgi, þ.e. föstudaginn 11. og
laugardaginn 1 2. þ.m
Skemmtanirnar verða alls átta. Öllum styrktarfélögum verða póstsend
aðgöngukort að einhverri þeirra.
Athugið vel dagsetningu aðgöngukortanna, sem
ykkur berast, ásamt meðfylgjandi upplýsingum.
Fóstbræður.