Morgunblaðið - 10.10.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974
Gunnar Hjaltason,
Reyðarfirði:
Miklir
menn eru
kaupmenn
I 4. tbl. Samvinnunnar 1974 á
bls. 16 segir kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Héraðsbúa í viðtali:
„Um hlutdeild kaupfélaganna í
atvinnurekstri hafa jafnan verið
skiptar skoðanir. Sumir álíta, að
kaupfélögin eigi eingöngu að fást
við verzlun, en aðrir kvarta yfir
þvf, að þau vanræki undirstöðuna
og reyni fyrst og fremst að græða
— eins og kaupmennirnir."
Það er þá enn f dag staðreynd,
að ráðandi maður fyrir stóru
fyrirtæki lætur hafa eftir sér á
prenti I viðtali, að kaupmenn séu
stétt, sem aðeins séu til að græða
á sauðsvörtum almúganum. Hvað
þá með kaupfélögin? Það er þó
hægt að benda á þá staðreynd, að
með þessu er hann að vega að
sjálfum sér og sínu fyrirtæki sem
sýna má fram á.
Undirritaður hefur verzlað hér
á Reyðarfirði nú f fimm ár.
Þennan tíma hef ég sem og fleiri í
þessu þjóðfélagi mátt búa við það
ranglæti, sem aðeins á að heyra
fortíðinni til og þá sennilega ein-
okunartímanum.
Það virðist svo sem sumir haldi,
að aðeins kaupfélögin megi verzla
og séu ein fær um það. En sem
betur fer eru það fleiri, sem það
gera fyrir allan almenning, þvf
frjáls samkeppni er talin það
æskilégasta í dag.
Þetta ranglæti, sem ég ætla að
taka til meðferðar, er út af mjólk-
inni, en hana hef ég fengið í smá-
sölu öll þessi ár.
Það fyrsta, sem ég fékk sem
svar við þvf, að eðlilegt væri, að
ég fengi mjólkina í smásölu, var
eitthvað á þessa leið: Þakkaðu
fyrir að fá mjólkina, þú eykur
söluna og það er þér nóg.
Tvívegis með nokkru millibili
talaði ég við kaupfélagsstjórann
og fór fram á, að fá mjólkina í
heildsölu, en svarið var: Við
látum ekki aðra en bændur hafa
ágóða af mjólkinni. Eftir þessu
gætu bændur sótt smásöluálagn-
inguna til kaupfélagsins, en við
vitum það, að verzluninni veitir
ekki af sfnu, en þetta sýnir, hve
rökin fyrir neituninni eru léleg.
Svo gerist undrið nú f janúar í
vetur. A stað einum á samlags-
svæði KHB, sem ég nefni ekki, en
get, ef þörf krefur, fer kaup-
maður á staðnum að fá mjólkina f
heildsölu, sem auðvitað er sjálf-
sagt.
Strax þá, er ég frétti það, talaði
ég við kaupfélagsstjórann og
spurði, hvort ég fylgdi ekki með.
Nei, því var nú ekki að heilsa, en
af hverju? Ég get orðað það stutt
og laggott: A Reyðarfirði rekur
KHB verzlun, en ekki á hinum
staðnunl.
Svo mörg voru þau orð, sem því
miður eru sönn. Það er staðreynd,
að einokun þrífst hér, því að þótt
ég fái mjólkiná f smásölu, þá er
það ekki það sama og að fá hana í
heildsölu, ef hugsjónin um, að
allir hafi sama rétt til verzlunar,
er í heiðri höfð.
Mjólkurbúin eru heildsölufyrir-
tæki og þegar verið er að láta einn
og einn hafa mjólkina í heildsölu,
sem er staðreynd, þá er búið að
kasta fyrir borð öllum fyrri
rökum fyrir neituninni og hagn-
aði bænda og farið að nota út- ,
hlutun á heildsölu mjólkur sem I
vopn til að ná fram sínum málum.
Endurbætur á þessu úrelta
kerfi eru sennilega að sjá dagsins
ljós, eða það vona allir þeir, sem
vilja koma á eðlilegum við-
skiptum á þessu sviði.
Það breytir ekki þeirri stað-
reynd, að þessi mjólkurmál hafa
verið til vansæmdar og keyrir um
þverbak, þegar einstökum aðilum
eru sköpuð óvenjuleg aðstaða til
viðskipta. Það á hver að geta
verzlað, þar sem honum sýnist, án
þvingana, og get ég nefnt dæmi,
ef þörf krefur, að svo er ekki.
Mjólkin er nauðsynjavara, sem
allir þurfa að kaupa, og því á hún
Framhald á bls. 18
...—-
iJISIIII
.... .—--
X-9
a snooir
uminoi-
haíd
styttunnar..
Cuií9
hbroin!
I U5EP TO HAT£ 6ÖIN6
TÐ 6CH00U6LTT6lNCB l'VE
6OTTEN TO KNOlO WO,
EVERVTHIN6 16 PlfPERENÍ
Aður fyrr hataði ég skólagöngu,
en eftir að ég kynntist þér, hefur
allt breytzt.
MMMMMMMMM!
Ég trúi þvf ekki . . . einhver
elskar mig!
I KOTTURINN feux
FERDINAND