Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 32

Morgunblaðið - 10.10.1974, Side 32
LESBÐ " - ■?í,0rfliinMniíiö ^•öa eru oiulþunga \. DBCLECn FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1974 Sigölduvirkjun: Uppbót aftur í boði Júgóslavneska fyrirtækið Energoprojekt hefur ákveðið að greiða fslenzkum starfsmönnum sfnum við Sigölduvirkjun aðra kaupuppbðt standist fram- kvæmdaáætlun októbermánaðar með sama hætti og septemher- áætlunin. Morgunblaðið náði f gær tali af Pétri Péturssyni, full- trúa Ivans Berger, forstjóra Energoprojekt, sem annast fram- kvæmdirnar við Sigölduvirkjun, og spurðist nánar fyrir um þessa ákvörðun. Pétur sagði, að Berger hefði í fyrrakvöld haldið fund með verk- stjórúm og flokksstjórum á virkjunarsvæðinu . og staðfesti þar, eins og áður hefur komið fram f Morgunblaðinu, að fram- kvæmdaáætlun septembermánað- ar hefði staðizt og jafnvel á sum- um svæðum verið á undan áætlun. Yrði því nú í vikunni greidd uppbót sú, sem starfsfólki var heitið í byrjun september- mánaðar. Jafnframt lagði Berger þarna fram starfsáætlun fyrir októberáætlun og hét íslenzku starfsmönnunum því, að ef sú áætlun stæðist einnig yrði aftur greidd sams konar uppbót fyrir októbermánuð eða 20 þúsund krónur til hvers starfsmanns, er vinnur allan mánuðinn. Framhald á bls. 18 Nýja varð- skipið af stokkunum NVJU varðskipi fyrir tslendinga verður hleypt af stokkunum f Árósum f Dan- mörku f dag. Viðstaddur at- höfnina verður fjöldi gesta, þar á meðal forráðamenn Landhelgisgæzlunnar. Nýja varðskipið er svipað Ægi að allri gerð og er rúmar 900 brúttólestir að stærð. Aðal- vélar skipsins eru af gerðinni M.A.N., en hjálparvélar frá Caterpillar. Gert er ráð fyrir, að varðskipið nýja, sem verður gefið nafn um leið og það hleypur af stokkunum, komi Nýja varðskipið f skipasmfðastöðinni f Árósum. Myndin er tekin til landsins um miðjan fyrir nokkrum dögum. Ljósm.: Garðar Pálsson. febrúar. Brennandi bátur dreginn til Sandgerðis í gær A MILLI kl. 12 og 12.30 f gær kom upp eldur um borð f vélbátnum Hafborgu GK 99, þar sem bátur- inn var að veiðum um það bil 7 sjómflur norðvestur af Garð- skaga. Skipverjar, fjórir talsins, voru að borða þegar eldurinn kom upp. Þeir ruku þegar til og reyndu að slökkva eldinn, en án árangurs. Var þá kallað á hjálp og yfirgáfu þeir bátinn fljótlega. Freyr frá Keflavfk tók sfðan Haf- borgu f tog og kom með bátinn til Sandgerðis um kl. 14 f gær. Það tók svo um eina klukkustund að slökkva eldinn f bátnum, en hann er mikið skemmdur ef ekki ónýt- ur. Þórlindur Jóhannsson, skip- stjóri á Hafborgu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir á Haf- borgu hefðu verið búnir að leggja netin og síðan farið til að borða, en þá hefði eldurinn gosið upp. Var hann í vélarrúminu, en aldrei Framhald á bls. 18 Djúpsprengjur beztar gegn háhyrningum „JtJ, ÞAÐ er rétt, að Hornfirð- ingar hafa farið fram á það við varnarmáladeild, að hún hlutist til um, að hermenn frá varnarlið- inu verði fengnir til að fara út með reknetabátum og skjóta með vélbyssum á háhyrninga, sem koma f veg fyrir sfldveiðar við Hrollaugseyjar,“ sagði Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri varnarmáladeildar f samtali við Mbl. f gær. Páll sagði, að varnarliðið hefði áður verið fengið til að stugga við háhyrningum, sem komu í veg fyrir veiðar með reknetum. Var það á árunum 1954 og 1955, en þá lét háhyrningurinn svo mikið að sér kveða í Faxaflóa, að rekneta- bátarnir voru að gefast upp. I fyrstu var reynt að senda menn úr á miðin með bátunum og höfðu þeir rifla með sér. Ekki tókst að Eyjaskeggjar fá forkaupsrétt VIÐLAGASJÓÐUR hefur hætt sölu á húsum sfnum f bili. Mun nú þeim Vestmannaeyingum, er búa f húsunum, gefinn kostur á að kaupa þau á núverandi kjörum fyrir 1. nóvember en sfðar verða þau hús, sem þá ekki seljast, boð- in á almennum markaði á hærra verði og með öðrum skilmálum. Til þessa hefur viðlagasjóður selt 230 hús af þeim 494, sem flutt særa eða drepa nema eina og eina skepnu. Hafði það aðeins þau áhrif á háhyrningana, sem eru mjög grimmir, en vitrir, að þeir átu fyrst hinn særða eða dauða félaga sinn, en gerðu svo stórkost- legan usla í netunum. Þannig er Framhald á bls. 18 Hér sést Freyr koma með Hafborgu til hafnar f Sandgerði. Ljósm.: Heimir Stfgsson LITLAR breytingar hafa átt sér stað á mjölmörkuðum Evrópu sfð- ustu daga og búast söluaðilar á tslandi ekki við neinum breyting- um fyrr en fyrsta lagi f dag, en þá verður skýrt frá veiðum Perú- voru til landsins til að hýsa land- flótta Vestmannaeyinga eftir eld- gosið. Þar fyrir utan voru 60 bráðabirgðahús en þau voru öll flutt til Vestmannaeyja aftur þegar byggð hófst þar að nýju. Á vegum viðlagasjóðs fer nú einnig fram mikil hreinsun í Eyjum á svæði þar sem heilt hverfi fór undir gjall. Húsin, sem þar komu undan, eru flest mjög illa farin en þess er að vænta, að þar verði eftirsóttar byggingar- lóðir í framtfðinni vegna þess hve vel það liggur við miðbæjar- kjarna Vestmannaeyjakaupstað- ar. Lítíl hreyfing á mjölmörkuðum —166 þús. lestir af ansjóvetu í Perú á 5 dögum manna f sfðustu viku og ennfrem- ur mun verða birt skýrsla banda- rfska landbúnaðarráðuneytisins um kornbirgðir og uppskeruhorf- ur f landinu. Það vakti athygli f fyrradag, að verð á mjöli féll frekar en hækkaði f Evrópu þegar fréttin um útflutningshömlur á korni f Bandarfkjunum barst þangað. Þykir það benda til þess, að mikil óvissa sé nú rfkjandi á Evrópumarkaðnum. Ansjóvetuveiðar Perúmanna hófust þann 30. september s.I. og fyrstu 5 dagana veiddu þeir sam- tals 166.399 lestir. Fyrsta daginn fengust 33.538 lestir, 2. daginn 37.764 lestir, 3. daginn 44.182 lestir, 4. daginn 30.042 lestir og 5. daginn 20.873 lestir. Á þessum tölum sést, að fljótlega hefur dregið úr veiðum Perúmanna, en talið er, að jarðskjálftarnir í Perú um helgina hafi dregið úr sókn- inni. tlr þessu ansjóvetumagni hafa verið framleidd 36.806 tonn af mjöli og 7374 lestir af lýsi. Heimanotkun Perú á lýsi er um 9000 lestir á mánuði og áður en landið fer að selja lýsi á aðra markaði, þarf það að eiga birgðir fram í marz. I samtali við Pétur Pétursson hjá Lýsi h.f. í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var mishermt, að soyabaunaolían hefði hækkað um 400 dollara tonnið, hækkunin nam 100 dollurum, en verðmis- munur á fiskilýsi og soya- baunaolíu er nú 400 dollarar. Þá var einnig gefið í skyn, að erlend- ir kaupendur væru að þreifa fyrir sér um kaup á loðnumjöli á 6 dali proteineiningin. Það er ekki alveg rétt, því hún hefur aðeins verið boðin til sölu frá íslandi á 6 dollara, án þess að nokkurt svar hafi borizt erlendis frá. Rættum hjarta- bílinn í borgarráði FYRIR nokkrum dögum ritaði Rúnar Bjamason borgarráði bréf þar sem hann ræðir um hin miklu skrif, sem farið hafa fram vegna hjartabílsins svonefnda, og þá gagnrýni, sem komið hefur fram vegna rekstursins sem er á bíln- um. I bréfinu telur slökkviliðsstjóri jafnvel rétt, að slökkviliðið hætti að reka bílinn, þar sem slíkt sé ■ illmögulegt vegna sffelldrar gagn- rýni. Hann bendir þó á, að nú þegar hafi bíllinn sýnt yfirburði sína, þótt ekki hafi um hjartatil- felli verið að ræða, heldur köfn- unartilfelli. Þar sinnti bfllinn hlutverki, sem hinir eldri hefðu ekki getað gert. Skúli Johnsen, borgarlæknir, sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann vissi, að þetta bréf hefði verið rætt í borgarráði, en engin Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.