Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 17 Svo sem öllum af eldri kynslóð- um núlifandi Islendinga er kunn- ugt, var það yfirleitt skoðun allr- ar alþýðu manna fram á fyrstu tugi þessarar aldar, að þorri Is- lendingasagna hefði veigamikið sannleiksgildi. Menn töldu vafa- laust, að allir hinir merkari menn, sem frá er hermt í sögunum, hefðu verið til — og að þeim væri lýst eins og þeir hefðu raunveru- lega verið. Ennfremur var ekki aðeins söguþráðurinn talinn sannur, heldur og atburðalýs- ingar, orðaskipti og einstök til- svör. Og vissulega var rætt um sögufólkið og felldir um þaðdóm- ar, svo sem enginn efi gæti á þvf leikið, að orð þess og athafnir væru óyggjandi vitnisburður um fc. ó þess. Þó kom fyrir, að fólki fannst, að söguhöfundarnir mundu bera einum og öðrum verr eða betur söguna en vert hefði verið, — samt voru menn sjaldan sammála, þegareinhverimpraði á slíku. En víst er um það, að sög- urnar urðu stórum áhrifaríkari til fyrirmyndar eða varnaðar sakir þess að fólk trúði í sann- leiksgildi þeirra. Þess minnist ég, að Gíslahóll, Vésteinsholt, Sæból og Seftjörn f Haukadal í Dýrafirði voru stórum merkari og athyglis- verðari staðir í augum jafnt heimamanna sem gesta vegna þess, að þeirra getur í Gfslasögu Súrssonar, og svo var og um Aust- mannsfell í Skutulsfirði, Langa- botn og Einhamar f Geirþjófsfirði — og sfðast en engu síður Hergils- ey, þar sem Ingjaldur leyndi Gísla og sagði hin minnisstæðu orð: „Ég hef vond klæði, og hryggir mig ekki, þó að ég slíti þeim eigi gerr.“ Svo mun yfirleitt hafa verið um sögustaði hér á landi, að fólk, sem þar hefur búið eða þangað komið, hafi fundíð, að milli þess og þeirra væru tengsl, sem minntu á þessi ógleymanlegu orð Klettafjallaskáldsins: „En ættjarðar böndum mig grfpur hver grund, sem grær kringum Islendings bein.“ Nú hefur einn fræðimaðurinn af öðrum, innlendir sem erlendir, rýrt svo sannleiksgildi Is- lendingasagna, að þær eru yfir- leitt litnar mjög öðrum augum en áður fyrrum. Hefur hin róttæka gagnrýni valdið hjá fjölmörgum slíku tómlæti gagnvart sögunum, að ég minnist þeirra áhrifa, sem biblíugagnrýnin á fyrsta áratug aldarinnar hafði á furðu marga og þá ekki sfzt unglinga: Þeir gengu ekki aðeins af trú sinni — virtu að engu kristni og kirkju — heldur virtu þeir og að vettugi biblíuna með öllum hennar feikna fróðleik, speki, snilli og siðrænu gildi. Hinir hálærðu fræðimenn telja óhugsanlega tveggja til fjögurra alda munnlega geymd samfelldra og að miklu leyti óbrenglaðra frá- sagna af mönnum, atburðum og jafnvel orðaskiptum, enda geta þeir bent á margt í sögunum, sem auðsjáanlega sé rangt, ýkt eða svo nákvæmlega hermt, að þar hafi söguritararnir sýnilega talað frá eigin brjósti. En þó að fjölmargir hafi á þetta fallizt og flestir að einhverju leyti, er og allmargt gáfaðra og rýninna manna, sem hyggja söguþráð margra hinna merkustu sagna í öllu, sem máli varðar, spunninn úr toga trúrra munnlegra heimilda, aðalper- sónur sagnanna yfirleitt sannar, sérkennileg tilsvör rétt hermd og að helztu atburðalýsingar eigi sér stoð í upphaflega traustum frá- sögnum þátttakenda. Hins vegar hafi söguritararnir leyft sér nokkrar ýkjur, viðbætur og úr- fellingar og hagrætt samtölum til aukins skilnings á merku sögu- fólki — og jafnvel stundum spunnið þau upp til að gera sög- una áhrifameiri og skemmtilegri. Þeir hafi og aukið nákvæmni f atburðalýsingum, einkum frá- sögum af mannvígum, þar sem hópar áttust við eða afreksmaður átti í höggi við marga síður vopn- fima. Að þessum skoðunum hníga mörg rök, sem eiga sér stoð í uppruna þjóðarinnar, þjóðfélags- háttum, réttarfari, þróun menn- ingar og trúarbragða, skáldhneigð og sagnagleði, aðstæðum manna til samskipta hérlendis og meira og minna sögulegum ferðum fjöl- margra til annarra landa. Enn- fremur má nefna þær stað- reyndir, að allt fram undir síð- ustu aldamót fóru sagna- og kvæðamenn um héruð og jafnvel landshluta á milli — og að margir, sem enn lifa, muna karla og kon- ur, er kunnu reiprennandi marga rímnaflokka, langar sögur, sem þeir höfðu heyrt lesnar eða lesið, fjölda ævintýra, kvæða og sagna af atburðum, sem gerzt höfðu löngu fyrir þeirra minni. Svo kem ég þá að því, sem er orsök þess, að ég skrifa þetta greinarkorn. Mjög svo óvænt hafa mér borizt heimildir frá tveimur mjög fjar- lægum heimsálfum um margra alda munnlega geymd samfelldra ættarsagna, og á þar hlut að kyn- þáttur, sem islendingar almennt munu ekki telja líklegri til slíkrar geymdar en hina skáldskapar- og sagnaglöðu forfeður sjálfrar Söguþjóðarinnar á fyrstu fjórum öldum Islandsbyggðar! Mánaðarritið Readers Digest kemur út á 13 þjóðtungum í alls milli 20 og 30 löndum allra álfa heims, prentað í hvorki fleiri né færri en 30 milljónum eintaka. Nýlega fékk ég í hendur ágúst- hefti hinnar dönsku útgáfu þessa rits. Þar er birtur styttur fyrri hluti af ættarsögu bandaríska blökkumannsins Alex Haley, ásamt greinargerð hans um til- drög hennar. Haley er víðkunnur og vel metinn rithöfundur, þó að hann muni flestum ókunnur hér á Iandi. Ættarsagan er ekki enn komin á markað sem heild, en Readers Digest hefur keypt eftir- rit af handritinu og réttinn til að láta gera úr því útdrátt handa sér og öllum sínum tólf fylgifiskum. Bannað er að birta nokkuð af efni þessara rita, en ég tel, að heimilt muni og jafnvel geti talizt auglýs- ing að skírskota til efnis, sem þau flytja, og segja lítillega frá atriðum, sem sá, er það gerir, telur merkileg og þó að margir lesendur Morgunblaðsins hafi þegar lesið framangreint hefti, get ég ekki stillt mig um að vekja á því athygli. Fjölmargir lesendur blaðsins hafa ekki lesið heftið, og fram hjá sumum hinna kynni að hafa farið það gildi, sem mér virðist formálinn að sögu Haleys hafa f deilunni um uppruna og gerð margra hinna merkustu Is- lendingasagna . . . Alex Haley er fæddur og uppal- inn í bænum Henning í Tenessee- ríki. Það rfki er á stærð við island eins og nágrannaríkið Virginfa, þar sem ætt Haleys átti lengi heima. I báðum þessum ríkjum er mikið stunduð akuryrkja og kvik- fjárrækt, og þar voru áður fyrrum mörg þau stórbýli, sem kölluð hafa verið plantckrur á íslenzku. Þar var vinnuaflið þrælar, sem fluttir voru frá Afríku og hlutu þá meðferð á leiðinni vestur yfir hafið, sem lýst er rækilega í verð- launabókum Thorkilds Hansens. Tenessee og Virginfa börðust í þrælastríðinu alkunna gegn Norðurrfkjunum og urðu vígvöll- ur öðrum ríkjum fremur. 1 Tenessee voru 1950 14 af hverju hundraði fbúanna blökkumenn, en 22 af hundraði í Virginíu. Alex Haley var snemma skýr og fróðleiksfús, og stóð hann og hlustaði, þegar föðuramma hans og fjórar aldraðar frænkur hans- sátu í kvöldrökkrinu í ruggustól- um á svölum íbúðarhúss foreldra hans og röbbuðu saman. Varð þeim einkum tíðrætt um sögu ætt- ar sinnar. Hana gátu þær rakið til manns, sem þær kölluðu ávallt Afrfkanann, en frá honum er Haley sjöundi ættliðurinn. Þær kunnu mjög nákvæmlega frá því að segja, þegar hann sem ungling- ur var allt í einu sleginn í rot, þar serri hann var einn síns liðs að fella tré úti í skógi og sfðan settur í járn, fluttur út í skip þrælakaup- manns og svo hafður í járnum í lest skipsins ásamt fjölda landa sinna og látinn sæta að öllu leyti hörmulegri meðferð á langri sigl- ingu skipsins til hafnar í borg þeirri í Maryland í Bandaríkjun- um, sem nú heitir Annapólis og er höfuðstaður ríkisins. Hann var sfðan seldur plantekrueiganda í Virginfu. Hann eignaðist konu og dóttur, sem hét Kizzý, og henni sagði hann sögur frá bernsku sinni og reyndi að kenna henni, hvað eitt og annað hét á móður- máli hans. Hann benti meðal ann- ars á fljótið, sem féll fram hjá plantekrunni, og sagði Kamby Bulongo. Eigandi hans kallaði hann Tobby, en hann brást reiður við, ef samþrælar hans kölluðu hann því nafni. Hann kvaðst heita Kin-tay. Saga hans og flest þau orð, sem hann kenndi dóttur sinni fylgdu ættinni mann frá manni. Hinar greindu og fróðu konur kunnu og frá mörgu að segja, sem gerzt hafði á plantekrunum og eins á þeim tíma, sem liðinn var frá því, að þrælahaldið var af- numið. Einkum voru þær fróðar, amma hans og sú af frænkunum, sem hét Georgia Anderson. Alex Haley segir, að amma hans hafi verið búin að „stútfylla" hann sem barn og ungling af frásögn- um um Afrfkumanninn og afkom- endur hans, þegar hann 17 ára gamall fór til herþjónustu í flotanum. öll ár síðari heims- styrjaldarinnar var hann síðar borðþjónn yfirmannanna á her- skipi, sem sveimaði fram og aftur um sunnanvert Kyrrahaf. Honum leiddist oft mjög mikið á þessu skipi, og sér til dægrastyttingar hóf hann ritstörf. Hann ákvað svo að verða rithöfundur. Hann hélt áfram þjónustu í flotanum eftir lok stríðsins, en hann hafði skrif- að eitthvað á hverju kvöldi sex daga vikunnar í átta ár, þegar hann loks gat selt vikuriti smá- sögu, og 37 ára var hann orðinn, þegar hann tók þá ákvörðun að lifa á því að skrifa. Um skeið vann hann að ritstörfum í þjónustu hins svarta leiðtoga Múhameðs- trúar blökkumanna í Bandaríkj- unum, Malcolms X, og færði í letur hina víðlesnu ævisögu hans. Hugur Haleys hvarflaði þá oft og tíðum að því, hvort honum mundi geta tekizt að skrifa sögu ættar sinnar. Og þar kom, að hann tók að leita í skjalasöfnum stað- festingar á þeim frásögnum, sem hann hafði heyrt á bernsku- og unglingsárum sínum. Nú var amma hans látin, en enn var á lífi Georgía Anderson, sú af frænkum hans sem var með afbrigðum fróð um allt, sem drifið4iafði á daga ættar hennar í Bandaríkjunum — og kunni gleggst að segja frá for- föður sínum, Afrfkumanninum. Arið 1962 hafði Haley orðið svo mikið ágengt, að hann taldi sig hafa fengið nægilegt efni i sögu þeirra sjö kynslóða ættarinnar, sem búið höfðu vestan Atlants- hafsins, og honum hafði tekizt að finna í söfnum, að rétt væru hermd nöfn forfeðra og for- mæðra, búseta þeirra og lffsstörf og ennfremur lýsingar á kjörum og meðferð plantekruþræla allt til þess að þrælahald var bannað með lögum í Bandaríkjunum. En þetta var honum ekki nóg. Hann varð með einhverju móti að hafa uppi á ætt sinni f Afrfku. Hann kunni það hrafl úr máli afrískra formæðra sinna og for- feðra sem Kin-tay hafði kennt Kizzý, dóttur sinni, og amma hans og Georgía frænka höfðu munað, og svo tók hann að venja komur sínar í hinn mikla forsal í höll Sameinuðu þjóðanna. Þar vék hann sér að fulltrúum frá Vestur- Afríkuríkjum og bögglaði út úr sér orðum úr gleymdri blökku- mannamállýzku, sem hann bar fram með Tenessee-málhreim. Fulltrúarnir ráku upp stór augu og lögðu síðan á flótta. Loks rakst hann á sérfræðing í vesturafrísk- um tungumálum. Hann sagði, að Kin-tay gæti verið sama og Kinte, sem væri eitt af ættarnöfnum hjá Mandika-kynþættinum, og Kambý Bolongo kynni að vera heiti Gambíufljótsins á Mandíka- máli. Þrem dögum eftir að Haley hitti málfræðinginn, steig hann út úr flugvél f Afríku. I Banjúl, höfuð- borg Gambíurfkis, hitti hann menn, sem fræddu hann á því, að í þorpunum norður f landi væru nokkrir öldungar, sem væru eins konar lifandi heimildasöfn. Þeir kynnu sögu kynþátta og ætta, eins og hún hefði borizt frá föður til sonar um mjög langan aldur, og þessir fróðu menn, sem kallaðir væru grfótar, segðu þessar sögur, þegar kynþættirnir kæmu saman sér til skemmtuuar og fróðleiks. Kunningjar Haleys í Banjúl kváð- ust kannast við Kinte-ættina og lofuðu að leiðbeina honum eins og þeim væri framast unnt. Haley fór aftur vestur yfir haf, og svo leið þá ekki á löngu, unz hann fékk ábyrgðarbréf frá Banjúl. Kunningjar hans þar höfðu aflað þeirra upplýsinga, að í þorpinu Júffúre væri grfót af Kinte-ættinni. Haley brá við, fór til Gambíu, leigði sér túlk og fylgdarmenn og linnti ekki för sinni fyrr en í Júffúre. Allt reyndist standa heima, sem hon- um hafði verið sagt og honum var tekið opnum örmum. Og fróða manninn fann hann. Hann var kominn yfir sjötugt og var ekki mikill fyrir mann að sjá, en hann kunni frá því að segja, að forfeð- ur hans hefðu látið þess getið, að margt fólk frá Gambíu ætti heima í landi, sem héti Ameríka. Hann rakti síðan ættir og ættarsögur mjög rækilega og sagði frá margs konar atburðum, og þegar hann var kominn aftur í tímann allt til 1750, sagði hann, að einn góðan veðurdag hefði Kúnta, elzti sonur Ömórasar, farið út í skóg að sækja sér efnivið — og aldrei komið aftur. Haley sagði síðan frá því, sem amma hans og frænkur höfðu frætt hann á, og það var vandlega túlkað fyrir hinum fróða manni f áheyrn fjölmargra, sem kringum þá höfðu safnazt. Og svo varð þá mikið um dýrðir, Haley fagnað sem nánum ættingja, slegið um hann hring og dansaður gleði- dans... Hann fór ekki vestur um haf frá Gambíu, heldur til Lundúna. Hinn fróði maður hafði sagt hon- um, að einmitt þegar forfaðir hans hvarf, „komu hermenn kóngsins, í þetta hérað." Og f Lundúnum tókst Haley að finna skjallegar sannanir fyrir því, að þeir „hermenn kóngsins," sem grfótinn hafði getið um, hefði ver- ið hersveit O’Hara offursta, sem 1767 sigldi upp eftir Gambíufljót- inu til þess að ná í blökkumenn handa James Fort þrælamiðstöð- inni. Og í plöggum hins gamla tryggingarfélags Lloyd komst Haley að raun um, að skipið Lord Ligonier hafði látið f haf frá Gambíaósum 1767 og komið til Annapolis morguninn 29. septem- ber. I mikrófilmusafni f þeirri borg fann hann blaðið Maryland Gazettes frá 18. öld, og þar sá hann í auglýsingu, dagsettri 3. október 1767, að skipið Lord Ligonier væri nýkomið frá Gambíu „með fulla lest af heil- brigðum úrvalsþrælum", sem yrðu seldir á uppboði næsta mið- vikudag... Haley rannsakaði síðan ýmsar skjallegar heimildir í hvorki fleiri né færri en fimmtíu söfnum í þremur heimsálfum og bar saman við þær munnlegu, og meðal ann- ars kynnti hann sér mjög vand- lega alþýðumenningu Bambíu- manna á 18. og 19. öld. Og eins og séð verður af ævisögunni, hefur sú menning engan veginn verið ómerkileg. Loks fór hann frá Afríku til Bandaríkjanna á vöru- flutningaskipi og var hvorki í káetu né hásetaklefa, heldur lá hann fáklæddur niðri í lest á berum plönkum — og í kolsvarta myrkri. Hann vildi á þennan hátt fá nokkra hugmynd um, hvemig forföður sinum og milljónum kyn- bræðra sinna hefði liðið á leiðinni yfir hafið, en vissulega var þó að búnaður þeirra stórum verri en hans þar sem þeir lágu í fót- og handjárnum f saur og óþef, kvald- ir af viðskilnaðinum við ættingja og vini og vitandi ekki, hvað við tæki. Ættarsöguna kallar Haley Rætur, þar eð hún hafi ekki að- eins gildi sem saga ættar hans, heldur sem almenn heimild um uppruna hinna amerísku blökku- manna. Og honum farast loks þannig orð í greinargerðinni, sem hér hefur verið skirskotað til: „Ég vil, að bók mín verði til þess að auka sjálfsvirðingu kyn- systkina minna — og minni okk- ur, hvíta og svarta, á það að við erum allir börn sama föður.“ Ég hygg, að þessi bók muni eiga erindi til mikils þorra manna vítt um lönd í öllum álfum heims, — og Islendingum getur hún orðið nokkuð merkileg heimild um aldalanga geymd munnlegra ættarsagna. Búkmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALm Athyglisverðar heimildir um munnlega geymd œttarsagna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.