Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 Heimsókn á skóladagheimilið Skála við Kaplaskjólsveg Hér fá börnin athvarf og skjól og athafnaþörfín — Þetta húsnæöi er ívið stærra en á hinum skóladagheimilunum tveimur og getum viö því með góðu móti haft hér 28 börn, segir Hallgrímur. — Við reynum að hafa hér heimilislegan brag og við aðstoðum þau og hjálpum þeim eins og gert er á góðu heim- ili. Krakkarnir koma til okkar f öllum fríum, því að mæður þeirra eiga ekki frí úr vinnu, þótt leyfi sé f skólum og við verðum því að vera viðbúin enn meira álagi, þvf að þá eru allir hér frá morgni til kvölds. INNI f leikstofunni eru sex ungir piltar, þeir eru reyndar allir sex ára að aldri. Þeir hafa gert sér stóra og sterklega bíla úr legókubbum og láta þá bruna fram og aftur. Þeir láta allir prýðilega af dvöl- inni hér, þeir Logi, Ingvi Már, Einar, Pétur, Trausti og Nonni. 1 glugganum tróna glaðleg legóandlit, sem þarna hafa verið búin til af mikilli kúnst. í for- stofunni er stór stunda- tafla, sem starfsfólk heimilisins hefur sér til glöggvunar á því hvenær hver á að fara í skóla eða aukatímana sfna og þar eru einnig teikningar og skreytingar upp um alla veggi, sem börnin hafa gert. Hallgrímur Björnsson, for- stöðumaður heimilisins, sýnir mér húsakynnin. Auk stóru leik- stofanna á neðri hæð eru tvö minni herbergi. í öðru eru þrjár litlar stúlkur, Gunnhildur, Hildur og Jenný, í mömmuleik, búa þar um rúm og gefa dúkkunum af mikilli innlifun. Þær segjast oft vera með strákunum, jafnöldrum sfnum, „en nú þurfum við að tala saman," segir Gunnhildur íbyggin. Á neðri hæðinni er einnig borðstofa. Þar er líf og fjör á matmálstímum og börnin sitja umhverfis kringlótt litskrúðug borð. Utan matmálstima eru sett þar upp þrjú bobbborð og margir krakkanna hafa náð leikni f því, að sögn Hallgríms. Þarna er einnig allrúmgott eld- hús og búr og búningsherbergi barnanna, þar sem er geymsla fyrir hlffðarföt, stfgvél og töskur, og hefur hver sitt merkta pláss. Á efri hæðinni er rúmgott (Jr kennsluherberginu: Helena og Hallgrfmur aðstoða við heimanám. — Venjulega mæti ég kl. 7,45 áhverjum morgni segir hann. — Ýmsar mæðranna þurfa að vera mættar kl. 8 í vinnu og börnin fara að tfnast að um það leyti. Ráðskonan kemur kl. 8 og stúlk- urnar, sem hér vinna, á ákveðn- um tímum eftir verkaskiptingu. Börnin byrja á að fá sér morgun- verð þegar þau koma hingað, kornflögur eða eitthvað slfkt. Og öll taka lýsi. Sum fara síðan beint í skóiann. Um hádegið eru öll börnin hér í mat og yngri börnin fara flest í skólann kl eitt. Heimil ið útbýr þau með nesti í skólana. Sömuleiðis sjáum við um, að þau sæki sfna aukatíma og í því skyni hefur verið komið upp stórri stundatöflu, þar sem tekið er fram hvenær þau eiga að sækja þessa tfma. Tíminn frá kl. 1—3 er rólegastur því að þá eru fæst börn heima við. Aftur fer að fjölga um 1 dúkkuleik. Búizt til að ganga til borðs. Nokkur börn voru f skólanum, þegar myndin var tekin. Með þeim eru Málfrfður Gfsladóttir, Álfheiður Jónsdóttir, Jónfna Stefánsdóttir og Helena Ingibergsdóttir og Hallgrfm- ur Björnsson, forstöðumaður. Guðrfður Jónsdóttir og Una Hannesdóttir voru ekki við vinnu, heldur áttu að koma sfðdegis. Ljósm. Mbl. ÚI. K. Mag. Frá föndrinu, þar leiðbeina þær Málfrfður og Jónfna föndurherbergi og þar er jafnan þröngt á þingi. Þar er saumað út og prjónað og föndrað af hjartans lyst, þar er einnig kennsluher- bergi en öll börnin fá tilsögn við heimanám og Htil skrifstofa fyrir Hallgrím. Hallgrímur var í áratugi yfir- kennari í Keflavík og lét þar að sér kveða í bæjarlífinu á ýmsan hátt. 1 fyrra tók hann við skóla- dagheimilinu Skála, en þá hófst rekstur þess. Þar eru 28 börn dag hvern og hann hefur sex konur sér til aðstoðar. Álfheiður Jóns- dóttir er ráðskona og sér um mats- eldina, Helena Ingibergsdóttir og Guðríður Jónsdóttir fara yfir lexfurnar með börnunum, Jónína Stefánsdóttir og Málfríður Gfsla- dóttir leiðbeina f föndrinu og síð- degis kemur Una Hannesdóttir til hreingerningarstarfa. fjögurleytið og þá er kaffið, mjólk, brauðsneið, kex og köku- sneið eða eitthvað þvíumlfkt. — Ég hafði fengizt við kennslu í áratugi eins og ég vék að, hélt Hallgrímur áfram, — svo að mér fannst ég hafa verulega reynslu, þegar ég ákvað að sækja um þetta starf. Forráðamenn Sumargjafar sögðu við mig, að þetta yrði erfitt. Og sannleikurinn er sá, að ýmsir krakkanna voru baldnir, einkum til að byrja með, og fyrirferðar- miklir, svo að oft þurfti mikla lipurð eða strangan aga til að halda f taumana. En allt endaði slfkt í vinskap, betri en áður. Þetta eru yfirleitt ákaflega góð börn og vel gefin. — En þess ber að gæta, að öll börnin á heimilinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.