Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 Lionsklúbburinn Ægir mun hinn 25. október hleypa af stað f annað sinn sjðnvarpsbingói og er vinningur bifreið að eigin vali fyrir hálfa milljón króna. Bingóspjöld kosta 300 krónur og eru seld hjá meðlimum Ægis og nokkrum Lionsklúbbum utan Reykjavíkur. Utdregin númer hjá borgarfógeta munu birtast f auglýsingatfma sjónvarpsins á hverju kvöldi, unz einhver gefur sig fram með bingo. A meðfylgjandi mynd er verið að afhenda vinningshöfum f sfðasta bingói Ægis hálfa milljón króna, Guð- rúnu Guðmundsdóttur og Guðmundi Karlssyni. Lengst til hægri er Ebenesar Ásgeirsson fulltrúi Ægis. Agóði bingósins rennur til Ifknarmála. Leiguflugsbeiðni Air Viking til USA: Halldóra 101 árs Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi er nýlega orðin 101 árs gömul. Hún dvelur á Héraðshælinu á Blönduósi og er tiltölulega hress. Enn fylgist hún af áhuga með því sem er að gerast. Það sannar m.a. fallegt bréf, sem hún sendi Kvennaskólan- um f Reykjavfk á 100 ára af- mælinu um daginn. Halldóra handskrifaði heilaóskir sfnar til skólans á tvær þéttskrifaðar arkir og sagði skólastjórinn, Guðrún P. Ilelgadóttir, að þetta hefði verið einhver dýr- mætasta kveðjan, sem skólinn fékk, bréfið bæði hlýlegt og fallegt og vel skrifað. Með fylgdi peningagjöf frá Hall- dóru, sem hún sagði að ráðstafa mætti að vild. Og f samráði við hana verður keypt sérstakt al- búm, sem geyma á allar myndir og annað markvert frá afmæli skólans. sjálfsögðu hefur þetta ekki haft nein hin minnstu áhrif á Framhald á bls. 18 Þorvarður Alfonsson aðstoð- armaður iðnaðarráðherra ÞORVARÐUR Alfonsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsens iðnaðarráð- herra og hefur hann hafið störf f stjórnarráðinu. Þorvarður Alfonsson fæddist í Hnífsdal árið 1931, sonur hjón- anna Alfons Gíslasonar, sím- stöðvarstjóra, og Helgu Sigurðar- dóttur. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla Islands árið 1953 en stundaði sfðan nám við Kielar- háskólann i þjóðhagfræði og lauk þaðan prófi. Að námi loknu starfaði hann um hríð hjá hag- fræðideild Seðlabankans en árið 1962 réðst hann sem skrifstofu- stjóri Félags ísl. iðnrekenda og varð framkvæmdastjóri þess litlu siðar. Síðustu árin hefur hann veitt forstöðu Iðnþróunarsjóði ís- lands. Skiptimiðar og nýtt leiðakerfi í Kópavogi Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Sent og sótt A NÆSTUNNI verður leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs breytt og um leið verður hægt að notfæra Isiorðmenn frum- sýna Kristnihald Osló, 17. október. Frá fréttaritara Mbl. Ágústi I. Jónssyni. VERK Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli, verður í fyrsta skipti sýnt í Noregi í kvöld. Það er Tröndelag Teater í Þránd- heimi sem sýnir verkið undir leik- stjórn Sveins Einarssonar Þjóð- leikshússtjórp. Ivar Eskeland, fyrrum forstjóri Norræna húss- ins, þýddi verkið yfir á norsku og nefnist það Kristenrökt under jökulen. Með aðalhlutverkin fara Arne Reitan og Stig Egede. sér skiptimiða, sem nú eru not- aðir hjá SVR. Hér er um að ræða mikla hagræðingu fyrir þá, sem ferðast milii Kópavogs og Reykja- vfkur, auk þess sem þessi tilhög- un hefur f för með sér verulegan sparnað fyrir farþega. Ætlunin er, að þessar breyting- ar verði gerðar um mánaðamót nóvember- desember. Þegar leiða- kerfið hefur verið tekið í notkun fara allir Kópavogsvagnarnir sömu leið, þannig að samgöngur innan Kópavogs, t.d milli austur- og vesturhluta bæjarnins, verða nú mun greiðari en verið hefur hingað til. Fyrirhugað er, að Kópavogs- vagnarnir fari nú ekki niður í miðborg Reykjavlkur, nema um níu-leytið á morgnana. Á öðrum SKYNDIHAPPDRÆTTI Sjálf- stæðisflokksins er nú í fullum gangi en miðar hafa nú verið sendir víða um land. Þeir, sem tímum fara vagnarnir að Hlemmi, þar sem farþegar geta skipt um vagn og ferðazt innan Reykjavík- ur. Eftir breytinguna gilda skipti- miðar jafnt f Strætisvögnum Kópavogs og Strætisvögnum Reykjavfkur. Nánar verður skýrt frá tilhögun þessari þegar breytingin gengur í gildi. hafa fengið heimsenda miða, eru beðnir um að gera skil hið fyrsta, en skrifstofa skyndihappdrættis- ins er opin til kl. 18 daglega virka daga og á laugardögum frá kl. 9—12. Skrifstofan sér um að senda miða og sækja greiðslur ef fólk óskar, en símanúmerið er 17100. Vinningur i skyndihappdrætt- inu er Toyota Carina 1600 árgerð 1975 að verðmæti 832 þús. kr. og 10 aðrir vinningar eru Lynx út- varpstæki með innbyggðu segul- bandstæki. Takið þátt i skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins og styðjið mikilvægt þjóðmálastarf um leið og hver vinningur er möguleiki. Dregið verður 16. nóv. n.k. 42 kr. meðalverð SEX íslenzk síldveiðiskip seldu' um 370 lestir af síld í Danmörku í gær fyrir alls um 15,5 millj. kr. Meðalverðið, sem þau fengu, var kr. 42,50, sem telst mjög gott. Skipin, sem seldu, voru þessi: Höfrungur 3. AK fyrir 2,8 millj. kr., Jón Finnsson GK fyrir 2.4 millj. kr., örn KE fyrir 2.6 millj. kr., Keflvíkingur KE fyrir 1.9 millj. kr., Svanur RE fyrir 2.5 millj. kr. og Helga Guðmundsdótt- ir BA fyrir 3.2 millj. kr. Regína Þórðar- dóttir látin Regfna Þórðardóttir leikkona Iézt f Reykjavfk f gærmorgun, 68 ára að aldri. Regfna fæddist f Reykjavfk 26. apríl 1906, dóttir hjónanna Þórðar Bjarnasonar og Hansfnu Bjarnason. Regfna stundaði nám við Kvennaskólann 1922—23. Leik- listarnám hóf hún við skóla Kon- unglega leikhússins í Kaup- mannahöfn 1933 og stundaði þar nám í tvö ár. Hún hóf aftur nám við skólann 1939 og lauk burt- fararprófi 1940. Hún bjó um skeið á Akureyri, en hóf leik með Leik- félagi Reykjavíkur árið 1936 og starfaði þar frarn til þess tíma, að Þjóðleikhúsið tók til starfa, en þar var hún fastráðin leikkona allt til ársins 1960, að hún sagði starfi sínu lausu. EÍtirlifandi maður Regínu er Bjarni Bjarna- son, læknir. „Tel afgreiðslu flugráðs byggða á misskilningi,” segir Guðni Þórðarson forstjóri „ÉG tcl, að þessi synjun ráðuneyt- isins að fenginni umsögn flug- ráðs, sé byggð á misskilningi og mun þvf koma á framfæri við samgönguráðuneytið leiðréttingu og beiðni um að málið verði tekið upp að nýju,“ sagði Guðni Þórðar- son forstjóri þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær og leitaði álits hans á synjun ráðu- neytisins um að mæla með þvf, að Air Viking taki að sér einstök leiguflug til og frá Bandarfkjun- um. Samgönguráðuneytið synjaði Air Viking fyrir skömmu um meðmæli og umsókn til leigu- flugs til Bandarfkjanna, en flug- ráð fjallaði um málið til ráðgjöf- unar fyrir ráðuneytið. Mælti flug- ráð ekki með umsókninni á þeirri forsendu, að „álitið er“, eins og segir f niðurstöðu flugráðs, að slík umsókn geti skaðað gerða samninga um flug fslenzkra aðila til Bandarfkjanna. „Flugráð," hélt Guðni Þórðarson áfram, „virðist hafa fjallað um þetta mál án þess að hafa nokkurt samband við Air Viking, en slíkt hefði getað komið í veg fyrir, að ruglað yrði saman tveimur óskyldum málum, sem áætlunarflug og leiguflug eru á þessum vettvangi. Hér er um að ræða beiðni frá Air Viking um heimild til skrásetningar hjá Bandaríkjastjórn til leiguflugs, en slík skrásetning er nauðsynleg til þess að flugfélög geti tekið að sér einstök leiguflug til og frá Bandaríkjunum. Þessu má á eng- an hátt blanda saman við áætlunarflug, enda réttindin alveg óskyld. Þannig hefur SAS til dæmis réttindi til áætlunar- flugs milli Bandaríkjanna og Norðurlanda, en öll leiguflug- félög á Norðurlöndunum, sem um hafa beðið, hafa fengið meðmæli sinna stjórnvalda og umbeðna skrásetningu hjá Bandaríkja- stjórn. Þannig hafa til dæmis öll þrjú leiguflugfélögin, Conair, Sterling og Mærskair, í Dan- mörku fengið slík meðmæli hjá Danastjórn til leiguflugs, þrátt fyrir tilveru SAS og stóra eignar- aðild danska ríkisins að SAS. Að NTB vill 700 þús. kr. í viðbót ENN MIÐAR ekkert í stappi því, sem staðið hefur út af fréttasend- ingum norsku fréttastofunnar NTB til tslands og eru fjarritar hennar á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðlanna hljóðir allir sem einn, þrátt fyrir að fjármálaráðu- neytið hafi greitt skuld að upp- hæð 4,5 milljónir króna vegna reksturskostnaðar við sendibfla- stöð I Jelöy I Noregi fyrir tíma- bilið 1. janúar 1972 til 31. maí i ár. Astæðan fyrir því, að enn stend- ur i stappi, mun vera sú, að norska fréttastofan hefur gert viðbótarkröfur um greiðslu á um 700 þúsund krónum fyrir tíma- bilið 1. júni til lokunardags stöðvarinnar hinn 15. þessa mánaðar, en ársfjórðungslegt gjald vegna reksturs þessarar stöðvar nemur 469 þúsund krónum. Jafnframt krefst frétta- stofan tryggingar fyrir því, að framvegis verði staðið við þessar greiðslur af hálfu islenzkra yfir- valda. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að póst- og símamálastjóri hefði nýverið tilkynnt honum um þessa viðbótarskilmála norsku fréttastofunnar. Hann kvað ráðu- neytið hins vegar ekkert annað geta aðhafzt í þessu máli á þessu stigi en senda það áfram til stjórnmálamannanna til um- fjöllunar, þar eð það væri ekki embættisleg heldur pólitísk ákvörðun hvort að þessum nýju skilmálum yrði gengið. Hins vegar kvaðst hann hafa falið póst- og símamálastjóra að kanna hvort ekki mætti fá fréttasendingar hinnar norsku fréttastofu til landsins með einhverjum ódýrari hætti en nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.