Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 25 fclk í fréttum Útvarp Reyhfavik FÖSTUDAGUR 1& október 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgpnbæn kl. 7.55. Morguifstund bamanna kl. 8.45: Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa sög- una „Flökkusveinninn“ eftir Hector Malot (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Spænsk tónlist kl. 11.00: Nicanor Zabaleta og Sinfónfuhl jómsveit Berlfnarútvarpsins leika Konsetser- enötu fyrir hörpu og hljómsveit eftir Jaquin Rodrigo / Augustin Leon Ara og Jean Claude Vanden Eynden leika Spænska sónötu fyrir fiðlu og pfanó eftir Turina / Turina / Hljómsveit Tónlistarháskólans f Parfs leikur Boiero eftir llavel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 „Fólk og stjórnmál“, úr endur- minningum Erhards Jacobsens Auðunn Bragi Sveinsson les þýðingu sfna (3). 15.00 Tékkneska trfóið leikur Trfó í Es- dúr fyrir fiðlu, pfanó og knéfiðlu op. lOOeftir Schiubert. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphomið 17.10 Tónleikar. 17.30 Pflagrfmsför til lækningalindar- innar í Lourdes. Ingibjörg Jóhannes- dóttir lýkur lestri á frásögn Guðrúnar Jacobsens (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkvnningar. 19.35 Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Tónleikar Sinfónfuhljómsveitar tslands f Háskólabfó kvöldið áður. Stjómandi: Samuel Jones frá Banda- rfkjunum. Einleikari á pfanó: Michael Roll frá Bretlandi. a. Harmforleikur op. 81 eftir Johannes Brahms. b. Adagio fyrir strengjasveit op. 11 cftirSamuel Barber. c. Fjórar sjávarmyndir op. 33a eftir Benjamin Britten. d. Pfanókonsert nr. 5 f Es-dúr eftir Ludwigvan Beethoven. — Jón Múli Amason kynnir tónleik- ana — 21.30 Útvarpssagan: „Gangvirkið“ eftir ólaf Jóhann Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson leikari les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur: Mjólkuriðnaðurinn á Akureyri Gfsli Kristjánsson ritstjóri ræðir við Vem- hard Sveinsson forstöðumann Mjólkur- samlags KEA og Gfsla Magnússon múrarameistara. 22.35 Afangar tónlistarþáttur f umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. f Þ A sklanum FÖSTUDAGUR 18. október 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Tökum lagið Breskur söngvaþáttur. Hljómsveitin „The Settlers“ flytur létt lög ásamt fleirum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 21.00 Kapp með forsjá Breskur sakamálamyndafiokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 22.25 Dagskrárlok fclk i fjclmiélum Kastljós KL. 21.50 er fréttaskýringaþátturinn Kastljós á dagskrá. Svala Thorlacius er umsjónarmaður þáttarans, en auk hennar kemur fram helmingur þeirra utanhússmanna, sem aðstoða við fréttaskýringar f þættinum. Fyrst mun Baldur Guðlaugsson reyna að komast tii botns f þvf hvort möguleiki sé á að hægt sé að beita lagakrókum Glistrups hins danska við skattframtöl hér á landi, og ræðir hann við Atla Hauksson endurskoðanda um það. Þá ætlar Elías S. Jónsson að gera grein fyrir stöðunni f máium loðnumjölsseljenda hér á landi, og athuga verð á þessari mikilvægu útf lutningsvöru. Einar K. Haraldsson fer ásamt kvikmyndatökumönnum suður með sjó og kannar hvort olfumengun sé f vatnsbólum Suðurnesja manna en það mál hefur nokkuð verið á döfinni að undanförnu. Þá ræða Svaia og Helgi V. Jónsson við forstjóra tveggja ferða- skrifstofa, Sunnu og Utsýnar, um leiguflug og vetrarferðir Islend- inga til útlanda. Loks verður sýnd stutt mynd, þar sem Jón Örn Marfnósson ræðir við Jóhannes heitinn Kjarval f vinnustofu hans við Austurstræti. Þar sýnir Kjarval myndir þær, sem vakið hafa athygli að undan- förnu og spjallar um þær. Viðtal þetta fannst nýlega, en það var tekið þegar sjónvarpið var að taka fyrstu tennurnar, ef svo má að orði komast. Margt bitastætt virðist því verða f Kastljósi f kvöld, og virðist þessi þáttur ekki ætla að gefa eftir Heimshorninu sæla, sem sjónvarpað var vikulega f fyrravitur. Rœtt um mjólkuriðnað á Akureyri I BUNAÐARÞÆTTI að loknum sfðari kvöldfréttum f útvarpinu ræðir Gfsli Kristjánsson ritstjóri við tvo Akureyringa, þá Vernharð Sveinsson forstöðumann Mjólkursamlags KEA og Gfsla Magnússon múrarameistara, um mjólkuriðnað á Akureyri. Það hefur löngum verið svo, að við Reykvfkingar höfum litið Akureyringa hálfgerðum öfundaraugum vegna þjónustu mjólkur samlags KEA, en hún hefur verið talin sú bezta á landinu. Bæði hafa þeir þarna nyrðra verið snarir í snúningum þegar nýjungar hafa verið annars vegar, og jafnvel hefur viljað bregða við, að sunnanmenn hafa látið senda sér mjólkurvöru að norðan. Það gæti þvf verið fróðlegt fyrir áhugafólk um neytendamál að hlýða á spjallið f kvöld. r\fr ÞETTA er hún Barbara Hutchinson, er hún ræddi við fréttamenn f Santo Domingo, en þar var henni haidið f gfslingu f 13 daga hjá ræðismanni Venesúela á staðnum. Með henni á myndinni, er sendiherra Bandarfkjanna f Dóminikanska lýðveldinu, Hubert Hurwitch. Kynlegt háttarlag... ÞETTA er auglýsingamynd af Fanny Fox þar sem hún auglýs- ir næturklúbbinn „Silver Slipp- er“. Annabell Batistella er hið rétta nafn hennar, Fanny Foxer sviðsnafn, en hún var einmitt ein af farþegunum i bíl banda- rfska þingmannsins Wilbur Mills, er hann var stöðvaður eftir að lögreglan hafði elt hann á 70 mílna hraða um götur W ashingtonborgar. Meðan lögreglan yfirheyrði ökumanninn, Albert G. Gapa- cini, stökk Annabell út úr bíln- um og f tjörnina sem er á milli Jeffersons minnismerkisins og Washington minnismerkis- ins... kynlegt háttalag það... Sama heimilisfang HÉR sést Wilson ásamt konu sinni veifa til fólksins af tröpp- um Downing strætis númer 10, eftir að ljóst var að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn hefði meirihluta á þinginu. Einhver hluti ánægjunnar er vafalaust fólginn í þvf, að þurfa ekki að flytja úr því merka húsi, allir vita hvernig það er, að þurfa að leita sér að nýju húsnæði! Rólegt kveðju- lag til Yoko NYJA platan hans John Lenn- on fær allsstaðar mjög góða dóma. I dómum um plötuna má lesa, að mikil fjölbreytni sé höfð f gerð hennar og sé þar m.a. að heyra úlfavæl og fl. Eitt lagið er sagt vera tileinkað Yoko Ono, en þó kemur það hvergi fram hjá Lennon að slíkt muni vera... Með honum á þessari plötu eru hljóðfæraleik- arar svo sem: Jesse Ed Davis á gítar,Bobby Keys á horn, Klaus Voorman, Nicky Hopkins og Jim Keltner. Harry Nilsson að- stoðar Lennon í laginu, „Old Dirt Road“. Sonur Lennons sem aðeins er 11 ára gamall, spilar svo með á trommur í laginu „Ya Ya“. Lennon virðist bara glaður, þrátt fyrir að á móti blási vest- an hafs...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.