Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 Gunnar Thoroddsen á Varðarfundi: „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að not’ann” Landsmálafélagið Vörður, samband sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt fjölmennan fund I Átthagasal Hótel Sögu sl. miðvikudag. Fundarstjóri var formaður félagsins, Ragnar Júlíusson, og fundarritari Jónína Þorfinnsdóttir. l' upphafi fundar var kjörin kjörnefnd, vegna aðalfundar félagsins, sem haldinn verður 30. þ.m. í nefndina hlutu kosningu: BJÖRN BJARNASON, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR OG VALGARÐ BRIEM. Að þessu loknu flutti Gunnar Thoroddsen, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, yfirlitsræðu um nokkra þætti þjóðmála. Mál hans verður hér efnislega rakið í stuttu máli. Að eyða meiru en aflað er. RæðumaSur gat þess í upphafi máls síns, að þjóðin hefði undanfarin misserí lifað um efni fram, eytt meiru en hún hefði aflað, búið við falska kaupgetu, sem leitt hefði til þeirra afleiðinga I efnahagslífi og afkomu almennings, sem nú væri raun á orðin. Sú kjaraskerðing, sem þannig væri bein afleiðing af stjórn- arstefnu liðinna ára, leiddi hugann að þvi. hvem veg mætti tryggja al- mennar kjarabætur, sem ekki væru ofviða atvinnuvegum og þjóðarbúi. Ræddi ráðherrann í því efni sér- staklega um húsnæðiskostnað al- mennings, sem væri stór hluti af launum fólks. Benti hann á leiðir, sem til athugunar væru, til lækkunar byggingarkostnaðar, m.a. fjölda- framleiðslu (verksmiðjuframleiðslu), íbúðarhúsa í einingum, sem vísir væri að hér á landi, og væntanlega gæti lækkað byggingarkostnað veru- lega. Ef takast mætti að ná veruleg- um árangri á þessum vettvangi, væri þar um mjög raunhæfa lifskjarabót að ræða. Friður og jafnvægi á vinnumarkaði. Þvi næst vék ráðherrann að upp- sögnum verkalýðsfélaga á kjara- samningum undanfarið og nauðsyn þess, að friður og jafnvægi gæti ríkt á vinnumarkaðinum. í þvi sambandi vék hann að þeim þætti i stefnuyfir- lýsingu rikisstjórnarinnar, er fjallar um vinnuaðgerðir í gerð kjarasamn- inga. Reynslan frá febrúarsamning- unum, sem tryggja átti launajöfnuð og stærri hlut hinna lægst launuðu, en hefði i raun orðið þveröfug mætti ekki endurtaka sig. Til athugunar væri í þvi efni að aðilar vinnu- markaðarins semdu um ákveðið launahlutfall milli vinnuhópa og stétta, sem kæmi i veg fyrir vaxandi launamismunun. Koma yrði I veg fyrir að fámennir hópar gætu stöðv- að heilar atvinnugreinar. Stefna þyrfti að því að samningar yrðu gerð- ir til lengri tíma, samningar stéttar- félaga hefðu sömu timamörk, kröfu- gerð væri sett fram með lengri fyrir- vara og starf sáttasemjara eflt. Að þessum málum þyrfti að vinna i sam- ráði við alla hlutaðeigandi. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmála- ráðherra. Sveitarstjórnarmál. Ráðherrann fjallaði i ítarlegu máli um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Gat hann þess m.a. að verðbólgan hefði á einu ári ('73—'74) hækkað útgjöld þeirra um 30%, án þess að umtals- verðar breytingar hefðu orðið á tekjustofnum þeirra. Sveitarfélögum hefði jafnvel verið meinað að nýta 1% útsvarshækkun, sem heimildar- ákvæði væri fyrir í lögum. Að auki hefði stofnunum sveitarfélaga, s.s. rafveitum, hitaveitum o.fl. verið meinað að hækka gjaldskrár sinar til samræmis við tilkostnað, með þeim afleiðingum, að stórfelld röskun hefði orðið á rekstrargrundvelli þeirra. Stefna núverandi rikisstjórnar væri að færa sveitarfélögum aukin verkefni, tryggja þeim eðlilega tekju- stofna, til að efla sjálfstæði þeirra og framkvæmdagetu. Sveitarfélögin væru elztu stofnanir hérlendis, jafn- vel eldri en hið forna Alþingi, þau væru hornsteinar valddreifingar I þjóðfélaginu, og treysta þyrfti stöðu þeirra. Innlendir orkugjafar. Ráðherrann vék þá máli sínu að innlendum orkugjöfum. Sagði hann ollukreppuna í heiminum hafa sýnt mönnum Ijósar en áður nauðsyn þess að nýta innlenda orkugjafa: vatnsorkuna og jarðvarmann. Þá þyrfti og að kanna hugsanlega möguleika á oltuvinnslu, sem raddir væru uppi um, þó of snemmt væri að fullyrða neitt þar að lútandi enn sem komið væri. Gerði Gunnar Thoroddsen síðan grein fyrir þeim orkuskorti, sem við væri að etja hérlendis, þeim mögu- leikum sem fyrir hendi væru í ein- stökum landshlutum varðandi jarð- varma og vatnsaflsstöðvar, sem og þeim framkvæmdum á þessum vett- vangi, sem væru I athugun eða á framkvæmdastigi. Fjallaði hann sér- staklega um orkumál Norðlendinga og Austfirðinga, sem helzt hefðu ver- ið vanræktir í þessu efni. Gat hann þess m.a., að nú nyti helmingur þjóðarinnar hitaveitna og líkur bentu til, að a.m.k. 2A hlutar hennar hefði möguleika á jarðvarma til húsahit- unnar. Iðnaður og stóriðja. í lok máls sins fjallaði ráðherrann um íslenzkan iðnað og stóriðju. Gerði hann grein fyrir þýðingu iðn- væðingar í þjóðarbúskapnum og nauðsyn á eflingu iðngreina, bæði til útflutnings og framleiðslu á heima- markað. Varðandi iðnaðinn benti hann á eftirtalin atriði: 1) Við gengisbreyt- inguna nú hefði þann veg verið stað- ið að málum, að iðnaðurinn hefði, öfugt við sjávarútveginn, fengið að njóta beint gengismunar, vegna sölu birgða, sem fyrir voru I landinu, er gengislækkunin var gerð, 2) rýmka þyrfti verðlagsákvæði iðnaðarins og stefna að frjálsri verðmyndun á framleiðslu hans, 3) taka þyrfti upp virðisaukaskatt í stað söluskatts, 4) endurskoða þyrfti rekstrarlán til iðn- aðar, 5) niðurfelling innflutnings- gjalda á vélakaupum iðnfyrirtækja. Jafnhliða eflingu almenns iðnaðar og fiskiðnaðar þyrfti að stefna að frekari stóriðju. Nauðsyn stóriðju byggðist fyrst á fremst á þvi, að skjóta þyrfti fleiri stoðum undir at- vinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur þjóðarbúsins (en gjaldeyristekjur af álverinu hefðu numið 17% gjaldeyristekna þjóðar- innar á sl. ári), og síðast en ekki sízt væri stóriðja forsenda fyrir stærri raforkuverum. Á stóriðju væru naumast afsetningarmöguleikar á raforkuframleiðslu stórvirkjana. Næsta skrefið f stóriðju yrði væntanlega járnblendiverksmiðja I Hvalfirði, ekkert væri að vísu endan- lega ákveðið f þessu efni, en könnun málsins hefði verið komin nokkuð á veg hjá fráfarandi iðnaðarráðherra. Gunnar Thoroddsen sagði að síðustu, að margháttaðir möguleikar væru í sjónmáli þjóðarinnar, er færðu rök fyrir þessum vfsuorðum: „Þetta land á ærinn auð/ef menn kunna að not'ann." Umræður og fyrirspurnir Er ráðherrann hafði lokið máli sínu voru frjálsar umræður um efni þess. Gunnar Bjarnason, Stefán Gunn- laugsson og Sveinn Björnsson kvöddu sér hljóðs, ræddu einstaka þætti f ræðu ráðherrans og báru fram nokkrar fyrirspurnir, er ráðherr- ann svaraði. Hf)SKIIT,DIIR JÓNSSON: Um stöðumæla við Grettisgötu BLAÐINU hefur borizt eftirfarandi bréf. sem sent hefur verið borgarráði Reykjavíkur: Fimmtudaginn 26 september s.l var frá þvf skýrt í Morgunblaðínu, að umferðarnefnd hefði gert þá tillögu til borgarráðs, að settur yrði upp 31 stöðumælir við Grettisgötu til þess að greiða fyrir umferð um Laugaveginn Eigi hafa -undirtektir borgarráðs við tillögu þessa verið kynntar íbúum Grettisgötu sérstaklega Ég undírritaður er ibúi við Grettis- götu og eigandi húseignar og lóðar að Grettisgötu 35 Varð lóð þessi einka- eígn um s.l. aldamót. Allt frá þvi inn- flutningur bifreiða hófst hingað til lands hafa þeir, sem átt hafa heima að Grettisgötu 35, svo og þeir, sem þang- að áttu erindi, mátt leggja bifreið hér víð götu án endurgjalds Kemur því til álíta, hvort eigi sé riú komin hefð á Fyrir nokkrum dögum rak óvart á fjörur mínar eitt eintak af Þjóðviljanum. Er ég fór að rýna í blaðið rakst ég þar á hluta af alleinkennilegri ferðasögu. Svo virðist sem formaður Alþýðu- bandalagsins hafi verið á yfirreið um kjördæmi sitt og er það með- reiðarsveinn hans sem ferðasög- una ritar. Þessi kafli hefst á því að höf- undur skopast mjög að útliti kirkjunnar á Felli í Sléttuhlíð. Satt er það að ekki er Fellskirkja neítt hátimbrað musteri, en hún er mér kær. Þar var ég fermdur og þar hefi ég hlýtt á margar ágætar predikanir og fagran kirkjusöng. Fellskirkju hafa þjónað í mínu minni nokkrir ágætis prestar, sumir látnir, aðrir ennþá lifandi og velmetnir 1 fullu starfi. notkun götunnar án endurgjalds eða reyndar, að fasteigninni Grettisgötu 3 5 fylgi ítak að því er varðar slíka notkun götunnar. Þá hlýtur það að vera fhugunarefni húseigenda, hvort hugsanleg ákvörðun borgarráðs að merkja Grettisgötu sem bifreiðastæði, samræmist að fullu því skipulagi að Reykjavíkurborg, sem íbú- um hefur verið kynnt. Til álita kemur og nokkur úttekt á því, hvort telja má það samræmist almennum jafnréttarregium borgar- anna, að ein gata borgarinnar framar öðrum sé valin til stæða fyrir bifreiðar viðskiptavina verslana við Laugaveg- inn. Þess munu vart eða ekki fynnast fordæmi, að umferð á verslunargötu eða sem á annan hátt fylgir atvinnu- rekstri, hafi verið beint með fullum þunga yfir á ibúðargötu með þeim Er söguritarinn hefir lokið sér af við að svfvirða hið aldna guðs- hús snýr hann sér að öðru efni. Koma fram á sjónarsviðið 3 per- sónur. Seiðkona nokkur, maður sem hann kallar hinu smekklega nafni Fljóta-Grað og einhver raf- virki, er þar lýst á hinn lýgi-! legasta hátt samskiptum þessa fólks. En það er svo með þessa sögu eins og margar aðrar að „hálfsannleikur oftast er óhrekj- andi lýgi“. Ekki tekst rógbera þessum dulbúa þetta fólk betur en svo að margir Skagfírðingar munu vita við hverja er átt. En nýmæli hygg ég það vera að einkalff fölks sé gert að blaðamáli á jafn klúran og ruddafenginn hátt og hér er gert. Næsti áfangí er Hofsós. Fátt er um fólk í þorpinu því réttir standa yfir i Unudalsrétt. Ekki hætti, sem hér hefur verið lagt til. Þau óþægindi sem þessu fylgja, verða mjög tilfinnanleg fyrir fbúa við götuna, og hafa þeir alls ekki getað búist við slfkri röskun. Við mat á þvi, hvort þarna sé farið út fyrir mörk leyfilegra athafna skv. nábýlisrétti verður að hafa þetta f huga, auk þess sem hér er væntanlega um varanleg en ekki tíma- bundin óþægindi að ræða. Með hliðsjón af framanrituðu svo og, að nokkurn tíma mun taka undirrit- aðan að kanna hugsanlegan rétt sinn í máli því, sem hér um ræðir, er þeim tilmælum beint til borgarráðs, að ákvörðun um staðsetningu gjaldmæla við Grettisgötu verði eigi tekin fyrir 1 5. nóvember n.k. Að sjálfsögðu verður eigi athugasemd gerð hafni borgarráð tilmælum umferðarnefndar innan greindra tímamarka. Hver sú sem réttarstaða mín kann að saknar hann fólksins svo mjög, en það er annað sem hann saknar og það er iðandi maðkaveita sem hann segir að hafi þakið alla f jöruna á Hofsósi fyrir svo sem 20 árum. Ég var allkunnugur á Hofs- ósi fyrir aldarfjórðungi siðan og aldrei varð ég var við þessi óþrif enda voru Hofsósingar þá og eru enn mesta þrifnaðar og myndar- fólk. Maðkaveitan hlýtur því að vera f sálarlífi höfundar sjálfs. Næst er staðnæmzt I Óslandshlíð- inni og er sá kafli tilefni þess að ég sting nú niður penna. Kaflinn ber yfirskriftina „Eyrbítur" og er nú ekki sparað stóletur hinnar gulu pressu. Þar er sagt frá Óslandshlíðingi nokkrum er bitið hafi eyrað af öðrum manni og síðan lagt út af því um innræti Skagfirðinga. Svo vill til að maður sá er vann þetta vera í máli þessu, mótmæli ég fram- komnum tillögum umferðarnefndar um uppsetningu gjaldmæla við Grettis- götu. Grettisgatan er gata ibúðarhúsa. Flest húsanna eru 70—80 ára gömul timburhús er standa fast við götulínu. Umferð um götuna hefur að undan- förnu verið slfk, að mér sem foreldri hefur verið það áhyggjuefni, hvort rétt- lætanlegt sé að reyna að ala upp börn við slfk skilyrði. Ég hef hins vegar litið svo á, að skammt væri að bíða stefnu borgaryfirvalda, er boðaði uppbygg- ingu gamla Austurbæjarins sem ibúð- arhverfis, m.a. til aðeðlileg nýtingfáist á opinberum stofnunum, svo sem Austurbæjarskóla, Vörðuskóla, Iðn- skóla, Menntaskóla, Sundhöll og Hall- grimskirkju. Uppsetning stöðumæla við Grettis- götu mun margfalda umferð um göt- una og langt umfram það, sem telia óhappaverk var tengdafaðir minn, valinkunnur sæmdarmaður og ekki síður hinn er fyrir áverkanum varð. Óhappaverk þetta var unnið í ölæði og áreiðan- lega af slysni en ekki ásetningi. Málið kom fyrir sáttanefnd og tókust sættir og bætur voru greiddar. Þar með átti mál þetta að vera úr sögunni og ekki veit ég betur en góður kunningsskapur væri meðþessum mönnum meðan báðir lifðu. Nokkra fyrirhöfn hef- ir sjálfsagt kostað sögurritarann að grafa það upp að tengdafaðir minn var fæddur f Óslandshlíð fyrir 118 árum, fluttist þaðan barn á aldri og átti þar aldrei heima síðan. En fræðimenn á sama sviði og meðreiðarsveinninn telja ekki eftir ómakið við að grafa upp einhvern óhróður um náungann. Samkvæmt íslenzkum lögum er refsivert að brígsla manni um bætta sök. Ekki veit ég hvort leyfilegt er að ausa mann auri sem legið hefur 1 gröf sinni í rösk 46 ár, og hefur bætt fyrir brot sitt verður þolanlegt af núverandi íbúum götunnar. Mun slík ákvörðun fljótlega hafa I för með sér stórkostlega röskun á högum íbúa og gera íbúðarhús þar óvistlegri vegna aukningar hávaða og loftmengunar. Er ennþá minnt á, að hús standa við götultnu og sum hver með opnanlega glugga ! mannhæð. Hætta á slysum mun stóraukast. Ákvörðunin mun nú innan tíðar fæla Ibúa burt héðan úr götu og með því enn draga úr eðlilegri notkun þeirra dýru opinberu stofnana, er ég hef fyrr minnst á. Er það tvimælalaust óeðlileg ráðstöfun að gera ráð fyrir, að 5—10 km veg þurfi að fara til að sækja þessar stofnanir. Mótmæli mín gegn hug- myndum umferðarnefndar eru því eigi aðeins borin fram vegna heimilisfestu við Grettisgötu heldur engu að síður vegna þess, að ég er einn þeirra, sem greiða gjöld til ríkis og Reykjavikur- borgar og tel mig varða, hvernig þeim er varið og hvernig opinberar eignir eru nýttar. Virðingarfyllst, Höskuldur Jónsson, Grettisgötu 35. Reykjavfk. í lifanda lífi, en fullan hug hef ég á að fá úr því skorið fyrir dómstól- um. Ennþá er ein dóttir þessa manns á lífi, en engu máli skiftir það hinn söguglaða slúðrara þótt níðhögg hans hitti fyrst og fremst háaldraða ekkju. Margt fleira mætti tína til úr þessari einu grein, sem ég las, en þetta læt ég nægja. Það er von mín og ósk að næst þegar formaður Alþýðubanda- lagsins fer í yfirreið um kjördæmi sitt, þá velji hann sér svolítið orð- prúðari meðreiðarsvein. Sjálfur mun formaðurinn vera hið mesta prúðmenni og drengskaparmaður eins og hann á kyn til. En hinu ber að fagna að slefberi sá er ferðasöguna ritaði skuli hafa haslað sér völl með ritsmíðar sínar á þeim vettvangi, sem hon- um og hans lfkum hæfir. Pétur Björnsson Ránargötu 7 Pétur Björnsson: Brígzl og búrsöguþvaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.