Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Langþráður draumur margra íslenzkra skákunn- enda rættist norður á Akur- eyri síðast liðinn sunnudag, er þar hófst deildakeppni í skák. Fyrirkomulag keppn- innar er með þeim hætti, að teflt er i tveimur deildum, fyrstu og annarri, og tefla sveitirnar tvöfalda umferð innbyrðis. I hverri sveit í 1. deild eru tíu menn. I 1. deild keppa sveitir frá eftirtöld- um taflfélögum, talið eftir töfluröð: 1. Taflfélag Kópa- vogs, 2. Skáksamband Suðurlands, 3. Taflfélag Reykjavíkur, 4. Skákfélag Akureyrar, 5. Skákfélag Hafnarfjarðar, 6. Taflfélag Hreyfils. Stefnt er að því að keppni f 1. deild verði lokið fyrir 30. nóvember, en keppni í 2. deild hefst ekki fyrr en eftir áramót. Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti, að hver keppenda hef- ur eina og hálfa klukku- stund til þess að Ijúka skák- inni. Keppnin á Akureyri hófst með því, að Albert Sigurðs- son formaður Skákfélags Akureyrar flutti stutt ávarp, en síðan setti Gunnar Gunnarsson forseti Skák- sambands íslands mótið. Þá lék Freyr Ófeigsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar fyrsta leiknum í skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Hall- dórs Jónssonar á 1. borði. Þar með var keppnin hafin og er óþarfi að fjölyrða um hana, en úrslit i keppni T. R. og S. A. urðu þau, að T. R. sigraði með 16 v. gegn 4. Þegar þetta er ritað mun enn ekki lokið öðrum viður- eignum úr 1. umferð, en úr- slita þeirra mun getið hér í þættinum jafnskjótt sem þau berast. Við skulum nú lfta á eina skák frá deildakeppninni, hún var tefld á 1. borði f fyrri umferðinni á Akureyri og má því kallast upphafs- skák keppninnar. Hvítt: Friðrik Olafsson Svart: Halldór Jónsson Spænskur leikur. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. o-o — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — o-o, 9. h3 — Rd7, 10. d4 — Bf6, 11. Be3 — He8, 12. Rbd2 — Ra5, 13. Bc2 — Bb7, 14. b4 — Rc6, 15. d5 — Re7, 16. Rb3 — Rb6, 17. Ra5 — Bc8, 18. a4 — Rxa4, 19. Bxa4 — bxa4, 20. Hxa4 — Bd7, 21. Ha3 — Rg6, 22. c4 — Dc8, 23. Kh2 — Rf4, 24. Bxf4 — exf4, 25. Dd2 — g5, 26. c5 — He7, 27. Rc4 — dxc5, 28. bxc5 — Bb5, 29. Dc2 — De8, 30. e5 — Bxc4, 31. exf6 — Hxel, 32. Rxg5 og svartur gaf. The Great Gatsbv V) □ Við höfum 3 ný snið af herrafötum Þau heita: ★ ★ ★ SUPPER LINE" GATSBY" GATSBY PEAK' Öll fötin eru með vesti Við höfum 2 ný snið af stökum herrajökkum Þau heita: ★ ★ // HUNTER" GATSBY SPORT" □ Við höfum 2 ný snið af stökum buxum. Þau heita: ★ // ★ EASY FIT" HIGH RISE' L og 10 liti í Terelyne & ull, 6 liti í flaueli, 3 liti í bustuöu denim og mjög fallegan bláan Indigo lit. Einnig fóðraöar Tweed buxur í hinum vinsæla „BILLY RUSSEL" sniöi. Einnig viljum við vekja athygli á: Kuldajökkum herra og dömu, Gatsby leðurjökkum. Ódýrum Shetlands ullarpeysum á dömur og herra. Mjög fallegu úrvali af dömu- og herapeysum. Síðum pilsum. Midi pilsum. Kjólum. Mjóum beltum, stökum dömu flauelsjökkum. Nýrri stórri plötusendingu. Mjög fallegum herra- og dömu skóm og snyrtivörum við allra hæfi. áfSm. ti2í^ÚVERZLUN unga fólksins Éið KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.