Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTOBER 1974 Fa /T «/ /, l / I /f. l V 4.LVR" LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 Bílaleiga CAB RENTAL Sendum 41660 — 42902 Ferðabílar hf. Bílaleiga S-81 260 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbílar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðarbílar (með bílstjórn). MARGAR HENDUR . VINNA § SAMVINNUBANKINN uu ÉTT VERK MARGFALDAR iiHlffil JfltrrgimblðHt) MARGFALDAR msMMiii $Rór£imbInMÍ> MARGFALDAR Hvað eru þeir að flýja? ? I ritstjórnardálki Alþýðu- blaðsins í gær segir m.a.: „Fyr- ir alþingiskosningarnar 1 sum- ar reyndu áróðursmeistarar Framsóknar og kommúnista að koma þvf inn hjá fólki, að það væri feigðarflan að ljá Alþýðu- flokknum fylgi. Sfðast þegar hann hefði tekið þátt f rfkis- stjórn, hafi alvarlegt atvinnu- leysi haldið innreið sfna og fjöldi íslendinga neyðzt til að flýja land og leita atvinnu er- lendis. — Framsóknarmenn og kommúnistar vitnuðu óspart til erfiðleikaáranna við lok sfðasta áratugar f kosningaáróðri sfn- um, en höguðu staðreyndum að eigin geðþótta.“ Sfðan segir blaðið: „1 Hagtfð- indum kemur f Ijós, að árlegt meðaltal brottfluttra til ann- arra landa á árabilinu 1961—1965 var 844 einstakling- ar, á árabilinu 1966—1970 var meðaltal brottfluttra 1.346 ein- staklingar. Á árinu 1971 flutt- ust af landi brott samtals 1.393 Islendingar, árið 1972 samtals 1.075 Islendingar og árið 1973 alls 1.430 Islendingar. Þetta sýnir með öðrum orð- um, að útflutningur fslenzks vinnuafls jókst mjög verulega á árinu 1973 f tfð sjálfrar „vinstri stjórnarinnar“. Væri fróðlegt að vita, hvað þessir Is- lendingar hafa verið að flýja. Sömuleiðis væri sjálfsagt fróð- legt að fá skýringu á þvf, hvers vegna „landflóttinn" jókst um nær 50% milli áranna 1972 og 1973“. Gylfi og Alþýðuflokkurinn Alþýðublaðið fjallar f gær f forystugrein um ákvörðun Gylfa Þ. Gfslasonar að láta af formennsku Alþýðuflokksins. Blaðið fjallar um ræðu Gylfa á fundi flokksins sl. þriðjudagog segir m.a.: „Gylfi Þ. Gfslason, sem er óumdeilanlega einhver mikil- hæfasti og merkasti stjórn- málamaður Islendinga, er ekki með þessari ákvörðun að draga f við sig f störfum f þágu Al- þýðuflokksins, jafnaðarstefn- unnar og þjóðarinnar allrar. Þó að hann hafi tilkynnt, að hann muni ekki gefa kost á sér við formannskjör á næsta flokks- þingi, mun flokkurinn áfram njóta hans miklu mannkosta og og hæfileika. Gylfi Þ. Gfslason mun áfram taka fullan þátt f baráttu Alþýðuflokksins fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunn- ar, betra og réttlátara þjóðfé- lagi. Auðsætt er, að nauðsyn ber til, að flokksstarf Alþýðu- flokksins verði aukið og það styrkt og grundvöllur verði lagður að nýrri og djarfari sókn. Þó að sigrar Alþýðu- flokksins á umliðnum sextfu árum séu bæði margir og stórir, er enn ótal margt ógert. Islenzkt þjóðfélag er enn langt frá þvf að vera það réttláta menningarþjóðfélag, sem Alþýðuflokkurinn stefnir að, þar sem allir njóta lýðræðis, jafnréttis og öryggis." Breytingar á forystu stjórnar- andstöðuflokka Þrfr stjórnmálaflokkar halda flokksþing sfn eða landsfundi f næsta mánuði, Alþýðuflokkur- inn, Framsóknflokkurinn og Alþýðubandalagið. Athyglis- vert er, að formenn beggja stjórnarandstöðuflokkanna hafa þegar tilkynnt, að þeir muni ekki vera f endurkjöri til þeirra starfa. Bæði Ragnar Arnalds og Gylfi Þ. Gfslason hafa ákveðið að láta af for- mennsku f flokkum sfnum. (Jrslit sfðustu alþingiskosn- inga urðu Alþýðubandalags- mönnum vonbrigði, þeir höfðu vænzt áframhaldandi fylgis- aukningar, en svo varð ekki. Alþýðuflokkurinn hefur átt f miklum þrengingum að undan- förnu, eftir afhroð f tvennum kosningum á þessu ári. Breyt- ingar þessar koma þvf ekki á óvart. Sr. Bernharð Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba: Máölluvenjast? Undanfa'Tnar vikur höfum við haft mikinn hervörð hér á útvarpsstöðinni — yfirvöldin vildu ekki að atburðirnir í Lor- enzo Marques endurtækju sig. Soldátar gráir fyrir járnum, þungir á svip, stóðu við flestar dyr eða gengu um svæðið í hóp- um og það glumdi í malbikinu. Ónotaleg tilfinning, sér í lagi þegar tíhjólaðir trukkar komu þeysandi hlaðnir hermönnum. En sem sé allt venst — og hermennirnir vöndust okkur líka. Einn daginn var Magnús Þorkell kominn með hjálm og handlék byssu. Það mátti sjá á baksvipnum hvað honum þótti til um starfann. Hermaðurinn leikfélagi hans, reyndist glað- legasti piltur, þegar hann var orðinn berhöfðaður. Sumir þeirra sækja morgunbænir og eru gjarnan í boltaleik við tæknimennina í matartíma þeirra. Og nú eru þeir sem dráttur í landslaginu, rétt eins og trén. Það gefur vissa örygg- istilfinningu að hafa þennan herskara hér nærri, enda hafa engin innbrot átt sér stað upp á síðkastið. Sama gildir um útgöngu- bannið eftir 11 á kvöldin. Fólki fannst það þvingandi fyrst, síðan varð flestum ljóst, að það dró úr óþarfa kvölddrolli. En nú er útgöngubann eftir hálf átta, og starfsmenn við kvöld- dagskrá verða að sofa á stöð- inni. Kannski venst það líka. En eitt venst ekka Eymd og örbrigð fólksins. Þegar ekið er hér að stöðinni er fyrst farið um þorp. Margir íbúa þess eru annað hvort gaml- ir sjúklingar eða aðstandendur sjúklinga á holdsveikispítal- anum hér í grennd. Fólk býr í moldarkofum sem halda illa vatni f regntíma. Jörðin er líka gegnsósa af linnulausri stór- rigningu. Föt eru af skornum skammti. Okkur hefur oft komið í hug haugarnir af gömlum fötum, sem finnast í kjöllurum og á háaloftum heima á íslandi, þegar við ökum framhjá grann- holda börnum í skyrtu einni fata, nötrandi af kulda, gegn- blaut og vansæl. Eini ylurinn sem fæst er þegar eldur er kveiktur á miðju kofagólfi — þess vegna bera líka mörg barn- anna Ijótar menjar brunasára. Hefði einhver tök á að senda okkur poka eða kassa með not- uðum fllkum og skófatnaði, gæti Iff þessa fólks orðið ögn bærilegra. Slfkt ætti að sendast f sjópósti, þvf að nú eru 4—5 mánuðir þar til rigna fer á ný. Það kann að virðast mót- sagnakennt að senda hlýinda- flíkur frá íslandi til Afríku, en hér I Addis erum við hærra uppi en á tindi Öræfajökuls. Loftið er þvi þunnt og menn eru ekki til sömu starfsátaka sem á norðlægari breiddargráð- um. Því venst það líka viðhorfið afrfska — og verður skiljanlegt — að gera hlutina á morgun ef hægt er að komast hjá því i dag. En sum þessara barna eiga engan morgundag. Helmingur eþíopfskra barna deyr, áður en þau ná þriggja ára aldri, úr kulda, næringarskorti og sjúk- dómum. Þau eru förnardýr fá- fræði og fátæktar. Það venst ekki. ORÐ I EYRA Eftirmiðdagsvísitt Þegar ég nálgaðist nýja búngalóinn hans Sjonna, vinar mfns, rak ég augun f að hann var búinn að parkera hjólhýs- inu sfnu I miðjan kartöflugarð- inn. — Og þegar ég knúði dyra birtist hann með rafmagns- tannburstann f annarri hend- inni og risastóra mynd af Hal- dórie f hinni. — Af hvurju ertu með sumar- bústaðinn í kartöflugarðinum? spurði ég. — Það er það nýjasta, sagði hann. Ég sá einn mfkið fínni en þennan á Spáni f fyrradag. Hann var staðsettur f miðjum garði og. . . — Ertu að koma frá Spáni? Eg hélt þú hefðir haldið til f hjólhýsinu allt sumarfrfið. Við barinn á Laugarvatni. — Ég framleingdi frfið. Maður er svo vanur að fram- leingja. Og svo er Hvussemer ekkert orðið að hafa uppúr þessari uppmælfngu. Það á ekki að gera endasleppt við kjaraskerðfngarnar hjá verka- lýðnum. Strákarnir rétt slefa f hundraðþúsund á viku. — Jæjajá, sagði ég. Ertu þá hættur? — Maður er að spá f tilboð f hitaveituna f olfuhallærinu. Það er áreiðanlega skárra. Af Spánverjum var eingar fregnir að hafa utan fréttina um vagninn f kartöflugarð- inum. Hinsvegar mundi Sjonni vel eftir spássérfngum gegnum frfhöfnina og aðskiljanlegum varnfngi þar. Meðan Krilla, sem Sjonni hafði af mér fyrir margt laungu, bölvaður, bar okkur lffsnærfngu, fasta og fljótandi, hafði hún orð á þvf að mfnútu- grillið væri alveg hunang og frystikisturnar sex, sem þau keyptu fyrir hækkunina f sumar, tækju sig gasalega vel út f upphituðum bflskúrnum við hliðina á nýja mústángnum. — Ég á hann sko, sagð’ún, og hann Sjonni setur hvussemer bleiserinn sinn aldrei f hús og svo skiptir hann Ifka f vor yfirf þennan, þú manst, á eina og hálfa. . . — Og svo er það litsjónvarp, mælti Sjonni spekfngslega og með miklum alvöruþúnga. En þrátt fyrir umstang þeirra syðra haggaðist Snæfellsjökull hvergi og söm var hún Esja þegar ég tók Hafnarfjarðar- strætó f bæinn. w Flóamarkaður í Arbæjarskóla Með örfáum orðum er mér bæði Ijúft og skylt að vekja athygli safnaðarfólks I Árbæjarprestakalli svo og annarra Reykvíkinga á fjöl- þættri starfsemi Kvenfélags Árbæjarsóknar. sem nú er að hefja vetrarstarfið f 7. sinn frá stofnun félagsins. Frá upphafi hefur félagið starfað af miklum dugnaði og þrótti og lagt góðum málum lið eins og safnaðarkvenfélaga er vandi. Nú síðast hafa kraftar félagsins einkum beinst að því að styðja byggingarmálefni safnaðarins en eins og kunnugt er stendur nú yfir bygging safnaðarheimilis og kirkju F Árbæjarhverfi. Hér er ekki aðeins um húsnæði að ræða til helgiat- hafna, heldur mun hér jafnframt rísa félagsleg miðstöð fyrir hverfisbúa, enda er byggingin sér- staklega hönnuð með það fyrir augum. Ljóst er, að f ramkvæmdum mun okki miðj eðlilega áfram. nema með samstilltu átaki alls safnaðar- fólksins og ávallt og allsstaðar undir sömu kringumstæðum hafa kvenfélögin haft frumkvæði og forystu, lagt þyngst lóð á vogar- skál, unnið ótrúleg afrek, slík hefur fórnfýsi þeirra verið og dugnaður. Svo mun og verða staðið að verki hér, enda mikill hugur I félagskonum. Tala þar fjár- framlög félagsins til byggingar- sjóðsins skýrustu máli. Á laugardaginn kemur, 19. október kl. 2, gengst basarnefnd félagsins fyrir flóamarkaði I hátíðasal Árbæjarskóla i fjár- öflunarskyni. Ekki er að efa, að þar verða á boðstólurn margvislegir og gagn- legir munir og góðar fltkur fyrir gjafverð. Full ástæða er til að hvetja sem flesta til þess að leggja leið sina í Árbæjarskóla á laugar- daginn, veita góðu máli lið, styðja °g styrkja starf kvenfélagsins og gera um leið kjarakaup. Verið Öll velkomin á flóa- markaðinn i Árbæjarskóla. Þar mun hver og einn finna eitthvað við sitt hæfi og margur heppinn heim fara. Guðmundur Þorsteinsson (sóknarprestur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.