Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 23 Sigríður Gísladótt- ir—Minningarorð og ýmsum fleiri heimildum, en Helgi valdi henni nafnið: „Eldur er beztur“. En Helgi vildi líka sóma skólans sem mestan og efla sem bezt virð- ingu fyrir iðnmenningu í landinu. Hann stofnaði m.a. sjóð, sem ber nafn hans, og er I vörslu skólans. Er ætlunarverk sjóðsins að verð- launa iðnaðarmenn, er skara fram úr við iðnaðarstörf í atvinnulíf- inu. — Hann ánafnaði og skól- anum alla þá hluti í dánarbúi sínu, sem minna á störf hans við skólann, í iðnfélögum o.fl. ásamt húsgögnum f vinnustofu sinni heima. Helgi vissi vel, að ekki geta menn haldið andlegu og líkam- legu þreki, nema að eiga sér af- þreyingu og áhugamál utan dag- legra starfa. Áhugi hans fyrir golfíþróttinni, laxveiðum og spil- um ber þess vott, enda eignaðist hann marga góða vini við iðkun þessara tómstunda, vini, sem hafa verið honum mikils virði á efri árum, eftir að kraftar fóru að réna. Veit ég, án þess að nöfn séu nefnd, að Helgi kunni þeim þakkir fyrir trúmennsku þeirra og tillitsemi, eins og mörgum öðr- um samstarfsmönnum. Einn er þó sá aðili, sem hvað mestar þakkir á skyldar nú, en það er ráðskona hans f rúm 15 ár, Kamma Jensen. — Hún réðst til hans, þegar þörf hans fyrir heimilisaðstoð var aðkallandi. — Dönsk kona, skapföst, hlédræg og dugleg. Er mér kunnugt um það, að þrátt fyrir sína stóru lund virti Helgi Kömmu, leit ekki á hana fyrst og fremst sem ráðskonu heldur húsmóður, enda var hún slík, honum góð og trú. — Held ég, að síðustu árin hafi samband þeirra verið með ágætum, þau hafi bæði lært að meta hvort annars kosti. — Ég tel mér óhætt að votta Kömmu einlægar þakkir fyrir Helga hönd, og ég veit, að söknuður hennar er mikill nú, er hún stendur á örlagaríkum tíma- mótum. — Megi góðir vættir verða henni stoð í framtfðinni. Maður, svo stórvirkur í lífinu sem Helgi Hermann Eirfksson var, skilur eftir sig vandfyllt skarð í samtíðinni en nafn hans mun lifa f verkunum, sem hann vann, menningu landsins til heilla. Starfsfólk allt, við Iðnskól- ann í Reykjavík, fyrr og nú, þakkar störf Helga og alla við- kynningu, skólastjórn, kennslu- störf, prófdómarastörf, setu i skólanefnd og formennsku í byggingarnefnd. Aðstandendum Helga votta ég virðingu mína og samúð vegna fráfalls hans. — Hinum hæstráð- anda þakkir fyrir líf hans og störf. Þór Sandholt. Þegar góður leiðtogi hvetur til sóknar er sem flestir erfiðleikar víki fyrir þeim, sem honum fylgja. Slíkur leiðtogi var Helgi Hermann Eiríksson, sem í dag er til moldar borinn. Á þriðja og fjórða tug þessarar aldar var mörgum erfitt að fá vinnu og einkum þá, sem helst var óskað. Langskólanám var á þeim tíma naumast kleift nema þeim, sem höfðu vel stæða aðstandendur er gætu styrkt þá til slíks náms. Þvi var það, að á þeim árum sóttu margir, sem vildu læra, heldur eftir iðnnámi, þótt ekki væri sú braut ávallt auðsótt né í beinum tengslum við framhalds- menntun. Á þessum tiltölulega erfiðu tím- um var Helgi Hermann skóla- stjóri Iðnskólans f Reykjavík og gegndi jafnframt þá og síðar fjöldamörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, sem hér verða ekki rakin. Það reyndi mjög á þann, sem stóð fyrir stjórn og skipan iðn- menntunar í landinu á þessum tfmum, einkum þegar þess er gætt, að iðngreinum fór þá ört og snögglega fjölgandi, sem lftt eða ekki höfðu þekkst hér áður. Þessu erfiða hlutverki stóð Helgi Hermann fyrir og áhrifa hans gætti sterklega í hvívetna þar, sem framtak var gert í þess- um efnum. Nemendum fjölgaði ört f skól- anum og oft var þröngt setið, en skipan öll var f öruggum höndum. Þótt nemendafjöldinn skipti orðið hundruðum þekkti Helgi hvern einstakan með nafni og til flestra þeirra, svo minnugur var hann og glöggur. Eftir stjórn og handleiðslu hans í skólanum og að loknu prófi, fóru menn bjartsýnir út í atvinnulífið eða til framhaldsnáms, því gott lag hafði Helgi á þvf að vekja starfslöngun og athafnaþrá með nemendum sínum. Þeir nemendur Helga, sem kynntust honum vel fundu þar góðan kennara og traustan fræði- mann, sem þeir skildu vel. Ráð- leggingar hans voru sem traust virki og leiddu til góðs árangurs. Hann gerði f allri hógværð en festu kröfur til nemenda sinna og var öllum þeim heilsteyptur ráð- gjafi, sem þess vildu njóta. Hann var mjög opinn fyrir þvf, sem menn vildu vel gera og mat það að verðleikum. Með þessum kveðjuorðum vil ég fyrir hönd fjölmargra nem- enda Helga Hermanns þakka hon- um fyrir velviljuð og hreinskilin hvatningarorð og góða kennslu. Það veganesti, sem hann lét okkur í té var veitt af heilum hug og endist enn. Þegar þessi svipmikli lærifaðir okkar er horfinn af sjónarsviðinu vakir minningin um ramman svip hinna vestfirsku fjalla, sem auð- sær var á yfirbragði Helga Her- manns. Svo skarpur og skeleggur var hann og í öllum sfnum umsvif- um. Með þökk kveðjum við kæran læriföður og biðjum honum bless- unar. Friðgeir Grímsson. Kveðja frá Oddfellowreglunni Þess fullkomlega meðvitandi, að lff vort að lokum kveður, kvaddi vinur vor og félagi, Helgi Hermann Eirfksson, fyrrum skólastjóri og bankastjóri, þenn- an heim, að morgni 10. október 1974, á 85. aldursári. Langan lffdag, samfara miklum störfum og oft erilsömum, átti hann að baki sér og munu væntanlega aðrir verða til þess að rekja hans æviferil, störf og at- hafnasemi um öll þau ár, er hann fékk lifað og hans varð notið. Löngum vissi ég hver þar fór og hver maðurinn var, áður en ég kynntist honum persónulega, en það var árið 1941, er ég gerðist meðlimur í þeirri félagsstarfsemi, Framhald á bls. 18 Fædd 15. jan. 1886. Dáin 8. okt. 1974. Laugardaginn 19. þ.m. verður Sigríður Gísladóttir í Lindarbæ til moldar borin að Oddakirkju. Sig- ríður var fædd í Reykjavfk, 15. janúar 1886. Foreldrar hennar voru Árnesingar. Faðir hannar Gfsli Gfslason var frá Vatnsenda í Villingaholtshreppi. En móðir hennar Sigríður Eiríksdóttir var fædd að Laugum í Hraungerðis- hreppi. Foreldrar Sigriðar stunduðu erfiðisvinnu og lifðu við kröpp kjör eins og þá gerðist um nýbýl- inga í Reykjavík. Þegar Sigríður var á þriðja ári slitu foreldrar hennar samvistum og fluttu aftur austur í Árnessýslu, hvort í sínu lagi. Móðir hennar fór að StóraÁr- móti til Jóns Eiríkssonar og Hólm- fríðar Árnadóttur, En fluttist seinna að Kiðjabergi og var þar í góðu yfirlæti hjá hjónunum Gunnlaugi Þorsteinssyni og Soff- íu Skúladóttur til æviloka 1930. Sigrfður fór með föður sínum að Villingaholti, til Jóns Gestsson- ar og ólst þar upp til sautján ára aldurs, 1903. Þá dó faðir hennar. Sigríður fluttist þá að Lindarbæ til hjónanna Margrétar Þórðar- dóttur og Ölafs Ölafssonar. I Lindarbæ var Sigrfður síðan til dauðadags eða rúm sjötíu ár. Þegar Sigríður fluttist að Lind- arbæ voru hjónin þar á besta skeiði. Ólafur var forustumaður í búskap, enda einn af fáum bú- fræðingum þess tíma. En hann hafði stundað búfræðinám bæði í Noregi og Danmörku og á eftir leiðbeint í búnaði á vegum Búnað- arfélags Suðuramtsins. Kona hans Margrét var dóttir héraðs- höfðingjans, Þórðar Guðmunds- sonar alþingismanns í Hala. I Lindarbæ var af þessum sökum þá rekinn góður búskapur, með myndarskap bæði utanhúss og innan. Hin unga stúlka samlagað- ist fljótt heimilislífinu í Lindar- bæ og undi vel hag sínum. Ekki mun henni heldur hafa þótt það verra að margt var þar af ungu fólki, sem skemmtilegt var að blanda geði við. Sigriður var góð verkkona og féllu henni aldrei störf ur hendi. Þegar þess er gætt, að hún var heilsuhraust fram á síðustu æviár, má fara nærri um hvílíkt feikna starf hún hefirinnt af hendi. Sigrfður vann öll störf sín með gleði. Fyrir hana var það mikil- vægast að skila vel unnu verki. Enda var ævistarfið mikið og gott. Sigríður var hjálpfús og trygg- lynd. Vinur vina sinna. Meðan móðir hennar var á lífi heimsótti hún hana á hverju ári að Kiðja- bergi og heimsötti um leið fóstra sinn að Villingaholti. Eftir að móðir hennar dó, hélt hún áfram heimsóknum sínum að Kiðja- bergi, þvf að órofa vinátta hafði skapast milli hennar og heimilis- ins. Sigríður hélt eftir getu sam- bandi við ættfólk sitt. Sérstaklega hafði hún gott samband við Ingi- björgu á Litlu-Brekku, í Reykja- vfk. Þær Ingibjörg voru hálfsystk- inabörn, þvf faðir Ingibjagar var hálfbróðir Sigríðar Eiríksdóttur, móður Sigríðar. Þegar Ingibjörg dó hélt hún áfram sambandi við Framhald á bls. 18 — Minning Sigurlaug Framhald af bls. 21 þegar hún var ein með náttúr- unni. Þarna hefur hún verið 10 ára. Það verður þó úr að ég geng til hennar. Vegna árniðarins verður hún mín ekki vör, fyrr en ég stend við steininn, er hún sat á. Henni verður ekkert hverft við komu mína. Hún lítur á mig fjar- rænum augum, og spyr, eins og hún væri í heimi, sem ég væri handan: „Er langt síðan þú komst?“ Það var nálægt mér að biðja hana fyrirgefningar á því, að ég hefði komið til hennar og truflað hana. — Það var ekki í þetta eina sinn, sem hún gekk ein á vit þeirrar fegurðar, sem ósnort- in fjallanáttúra átti að gefa þeim, sem eiga næma sál. — Ég lýk við þessa litlu sögu seinna. Sigurlaug flyzt suður til Vest- mannaeyja, þegar hún er orðin gjafvaxta mær. Þar kynnist hún efnilegum Rangæingi, Þorsteini Steinssyni. Þau giftast. Hann hafði lokið járnsmíðanámi. Hann gerðist síðan kunnur járnsmiður í Vestmannaeyjum. Þar stofnar hann sitt eigið verkstæði og rekur það um áratuga skeið, og hlýtur traust og virðingu viðskiptavina sinna. Þorsteinn var algjör reglu- maður. Hann bjó konu sinni mjög gott heimili og gagnkvæmt. Hjónaband þeirra var hamingju- ríkt, enda byggðist það á tveim góðum hornsteinum: ást og virð- ingu. Þegar Sigurlaug var komin f þá góðu húsmóðurstöðu, sem maður hennar veitti henni, tók hún for- eldra sína til sín. Vísast voru gamalmennaheimili til þá sem nú, en foreldrar Sigurlaugar urðu aldrei gömul f augum hennar. Þau voru aðeins mamma og pabbi, sem voru elskuð og virt. Samkvæmt því nutu þau alls í heimili hennar og þeirra hjóna, þar sem engin stofa var of góð fyrir þau. Er þetta barst f tal milli okkar Sigurlaugar einu sinni, og ég sagði við hana, að þetta væri eitt af gæfuþáttunum f lífi hennar, að hún tók foreldra sfna til sín, svar- aði hún: „Þetta var enn meiri gleði fyrir mig en þau og svo létt var það, að ég fann ekki hið minnsta fyrir því.“ Svona vinnur kærleikurinn. Sumarið 1971 vorum við hjónin á heimili þeirra Þorsteins og Sigurlaugar rúma viku. Jafnhliða okkur var í heimili þeirra dönsk kona. Til þess að lesandinn haldi ekki að orð min séu grunsamlega vilholl, vitna ég í orð dönsku kon- unnar, sem er alin upp f fallegu, dönsku heimili, og í miklu eftir- læti og kærleika. Hún sagði við okkur hjónin: „Ég er svo glöð og þakklát að hafa mátt vera með ykkur f þessu heimili þennan tíma. Hér hef ég séð óvenjulegt heimili, af þvi að hér logar undir mennskur kærleikur í meira mæli en almennt þekkist, og virðing hjóna á milli." Sól og sumarblíða var alla þessa daga, sem við vorum öll gestir f heimilinu. 1 fallegum garði bak við friðsælt heimili voru hjónin oftlega með okkur gestina. Þar hlupu um grasfletina milli trjá og blómareita tveir ósköp fallegir dóttursynir, þvi að dóttir og tengdasonur bjuggu þá á neðri hæð hússins. Danska konan var óþreytandi að taka myndir af okk- ur fullorðna fólkinu og börnunum í þessu indæla umhverfi. Ég spurði hana einn daginn, því hún tæki svona margar myndir hér á þessum eina stað, þar eða hún ætti eftir að ferðast um mikinn part landsinsí sumarleyfi sínu, og taka myndir víða. Það stóð ekki á svarinu: „Það er vegna þess, að hér finnst mér allt svo dásamlegt, heimilið sjálft úti og inni, húsráð- endur og börn.<,Ég veit, að ég á eftir að taka margar fleiri myndir í sumar, en þegar ég fer að fram- kalla þær heima, verður innri heimur þessara mynda alveg ein- stæður fyrir mig. Ég hef nefni- lega lifað innileik og andrúm þessa heimilis á óvenjulegri hátt en ég ætla að ég mæti annarsstað- ar.“ Seytján mánuðum seinna kem- ur eldur upp í Vestmannaeyjum. I þeim skelfilegu umbrotum legsst vikur og öskuskaflinn yfir heimili þeirra Þorsteins og Sigur- laugar, eins og heimila margra annarra. Sömu leið fór járnsmíða- verkstæði Þorsteins. Þau fluttust til Unnsteins sonar síns I Reykja- vík. Rétt á eftir komu þau i heim- ili okkar. Samtal okkar barst að tjóninu i Eyjum. „Blessaður vertu Ásmundur," sagði Sigurlaug, „ég læt þetta ekki hafa nokkur áhrif á mig. Jarðneska hluti þurfum við öll að skilja við okkur fyrr eða seinna. Þetta var aðeins svolftfyrr en við bjuggumst við. Ég er Guði óendanlega þakklát að við slupp- um öll með líf og heila limi.“ Síðan brosti hún sínu góða, al- kunna brosi. Ekki löngu eftir þetta heyri ég frá því sagt, að Þorsteinn sé bú- inn að kaupa vandaða og dýra íbúð við Laugarásveg. Enn liður stuttur tími, þá hringir Sigurlaug, og segir, að þau hjón langi til þess að biðja okkur að koma á nýja heimilið og vfgja það með lestri Guðs orðs og bæn. Við gerðum eins og beðið var. Heimilið var eins fallegt og hugsazt gat. Þarna var okkur gerð mikil veizla. Siðan gengu þau hjón um heimilið til að sýna okkur það. Og nú er komin tfmi til að ljúka við söguna Iitlu, sem áður var frá horfið. ‘Sem við koraum inn í vel búna stofUi segir húsmóðirin um leið og hún bépdir á stækkaða ljósmynd, er mér í fyrstu sýndist vera mál- verk: „Þekkirðu þessa fjallshlið, Ásmundur?" Ég fór að virða myndina fyrir mér. Þá laukst hún allt í einu upp: Fjallshlið á bröttu og háu fjalli. Hún var hin sama og Sigurlaug horfði hugfangin á, þegar hún smátelpa hafði gleymt kúnum um stund og gaf sig á vald fegurðar íslenzkrar náttúru, þeg- ar kvöldsólin málar hana öllum meisturum betur. „Hvernig hef- urðu komizt yfir mynd þessa?““ spurði ég. Hún svaraði: „Á efri árum, er við hjónin vorum í sum- arleyfi norður í landi, bað ég Þor- stein að koma með mér fram á Stafárdal. Þegar við vorum komin á vissan stað, bað ég hann að taka mynd af þessari hlíð Gimbra- klettsins. Er vió komum heim lét ég stækka myndina í þessa stærð. Sem ég athugaði stöðuna nánari aðstöðuna nánar, kviknaði for- vitni min, svo ég spurði: „Hvar stóðuð þið, þegar Þorsteinn tók myndina?" Hún nefndi staðinn og brosti ofurlítið kankvís. Það var þá staðurinn, sem ég kom að álfa- meynni á bláa kjólnum fyrir meira en hálfri öld. Skemmtilegt mannlegt atvik í mennskum heimi. Sigurlaug var afar mikið náttúrubarn. Alla ævina hygg ég, að hún hafi dregið ilm úr þeirri fjallshlíð, er barnsaugu hennar hrein og dreymin drógust svo oft að heima á æskustöðvunum á Heiði. Með þennan hreina og göfuga geðþokka fór Sigurlaug út í lífið, aldrei út í heiminn f þess orðs venjulegu merkinu. Hreineyg af því, að hún var hjartahrein. hlust- aði hún alltaf eftir hjartaslögum hins góða í öllum málum. Á mæli- kvarða félagshyggjunnar mætti segja, að hún hafi verið til skaða hlédræg og dul. Rauðsokkur hefðu alrei fengið hana á lista hjá sér, hvað sem í boði hefði verið. En heimilið og fjölskyldan var sá garður sem hún gætti og ræktaði. Þar var lífskvikan opin. Þar gaf kærleikurinn allt. Þar fannst henni hún rækta þjóðfélagsgarð- inn bezt. Einu sinni sagði hún við mig, og tár stóðu á hvörmum hennar: „Á ég að segja þér hvern- ig pabbi dó?“ „Já,“ svaraði ég. „Hann dó svo að segja í faðmi mínum. Ég horfði á það hvernig brjóst hans hneig á víxl unz allt var búið. I söknuðinum var ég sæl að vita, að hann dó i Guði og ég mátti veita honum síðustu þjón- ustuna." Þessa sama hefði Sigurlaug vilj- að vera fyrir mann sinn, börn og barnabörn. En það varð með öðr- um hætti. Það var maður hennar, sem veitti henni þessa þjónustu svo að fagurt var að sjá og fylgjast með. Þar komu og líka góð og ástrfk börn við sögu. Börn þeirra hjóna eru: Unn- steinn, vélstjóri á Herjólfi, kvænt- ur Rut Árnadóttur, búsett í Reykjavík. Guðni, vélstjóri, kvæntur Júlfönnu Ragnarsdóttur, búsett i Reykjavík. Trausti, pípu- lagningamaður, kvæntur Erlu Þorkelsdóttur, búsett í Vest- mannaeyjum. Stefánía Sólveig, gift Sverri Baldvinssyni múrara, búsett i Kópavogi. Siguriaug dó úr kvalafullum innvortis sjúkdómi, trúarörugg á endurlausnarverk frelsara síns. Seint í banalegunni, þegar konan mín kom ein I heimsókn til henn- ar, bað hún hana fyrir kveðju til mín, og bað hana að segja mér: „að Guð væri alltaf hjá sér og mundi alltaf vera það. í faðmi hans sofna ég og vakna aftur.“ Svona orð og viðskilnaður brjóta odd sorgarinnar. Fögur minning og björt eftirvænting taka höndum saman, yffr gröfina, og benda ástvinum til sællra end- urfunda á landi ódauðleikans. Ásmundur Eirfksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.