Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 nucivsinGHR «£^-»22480 nucivsincnn ^v-*2248D Fiskur í soðið hækkar um 25' VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa nú heimilað hækkun á seldri vinnu vegna ákvæða bráðabirgðalaga rikisstjðrnarinnar um láglauna- uppbætur. Þessi hækkun kemur þar af ieiðandi aðeins á lægstu taxta útseldrar vinnu og mun t.d. í málmiðnaðinum nema frá 1—5% en f byggingariðnaðinum er hækkunin á bilinu 5 og allt upp f 10% á allra lægstu taxta verkamanna. Allir hærri taxtarn- ir eru eftir sem áður óbreyttir. Þá var tekin ákvörðun um að heimila hækkun á fiskverði í fisk- búðum vegna nýrrar verðákvörð- unar á fiski og vegna kostnaðar- hækkana við dreifingu. miðað við verð það, sem auglýst var í janúar sl., mun verð á hausaðri ýsu hækka um 25% en um 27% á ýsuflökum. Þorskur er nú færður upp f sama verðflokk og ýsan og hækkar hann þar af leiðandi meira eða um sem næst 37% Framhald á bls. 18 Viðgerð Viðeyjarstofu miðar allvel áfram AERAM hefur verið unnið að við- gerð Viðeyjarstofu f sumar og er starfi við þennan sumaráfanga nú í þann mund að Ijúka, að þvf er Þðr Magnússon þjóðminjavörður tjáði Morgunblaðinu f gær en við- gerðin fer fram á vegum Þjóð- minjasafnsins. A fjárlögum voru veittar um tvær milljónir króna til verksins f sumar en Þór taldi, að eitthvað hefði verið farið fram úr þeirri f járveitingu. I sumar hefur verið lagt kapp á að ljúka viðgerð á þaki stofunnar, lokið hefur verið við að gera súð- Tollgæzlan fann kirkju- muni í kössunum NOKKUR töf hefur orðið á uppsetningu á steindum gluggum, sem eiga að koma f Siglufjarðarkirkju, og Mbl. hefur áður skýrt frá. Astæðan er sú, að þegar Tollgæzlan f Reykjavfk athugaði kassa þá, sem gluggarnir voru í þegar þeir komu til landsins, fund- ust f kössunum kirkjumunir, sem ekki áttu að vera þar sam- kvæmt skrám. Gluggarnir eru unnir hjá hinum þekktu Oitmansbræðr- um f Þýzkalandi, og eru menn frá þeim væntanlegir til lands- ins til að setja gluggana upp. Verður þá leitað skýringa á tilvist hinna kirkjulegu muna í kössunum, að þvf er Björn Hermannsson tollstjóri tjáði Mbl. ina og þriðja og síðasta kvistinn á framhliðinni, svo og hefur þakið verið pappalagt og það klætt með svartri glerhúðaðri skífu, sem keypt var frá Hollandi. Þór sagði, að áherzla hefði verið lögð á, að stofan liti vel út eins og hún sæist frá Reykjavík, en eflaust þætti einhverjum skrítið að svartur litur hefði nú komið á þakið í stað rauðs áður. Benti hann hins vegar á, að upphaflega hefði verið svarttjargað timbur- þak á stofunni, svo að svarti litur- inn væri þannig upprunalegri. Nú er eftir að ganga endanlega frá þakinu og síðan verður tekið til við innréttingar i stofunni. Bú- ið er að ganga frá risinu uppi, sem er einn geymur, en niðri á eftir að gera skilrúm og lækka öll gólf, sem einhvern tíma hafa verið hækkuð frá því sem upphaflega Framhald á bls. 18 Haustdagur í Reykjavík. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Hagstætt að beina olíu- kaupum okkar til Noregs Viðskiptaráðuneytinu sendar frumáætlanir þess efnis Viðskiptaráðuneytið hefur nú til meðferðar frumútreikninga og gögn, sem benda til, að hagstætt geti nú verið að beina olíukaup- um Islendinga frá Sovétrfkjunum til Noregs, að þvf Indriði Pálsson, forstjóri Olfufélagsins Skeljungs, tjáði Morgunblaðinu f gær, en Indriði aflaði þessara frum- áætlana og sendi ráðuneytinu. I samtali við tfmaritið Frjálsa verzlun lýsir Indriði þvf yfir, að hann telji, að nú sé kominn grundvöllur fyrir að leita eftir samningum til langs tfma við Norðmenn um jarðolfukaup og fela olfuhreinsunarstöðvum f V- Evrópu að vinna úr henni nokkr- ar þeirra aðalolfutegunda, sem landsmenn þarfnast og sjá til þess að öðru leyti, að hlutfallsleg magnskipting þessara vara sé f Neitað um sýningaraðstöðu: Afrýjar úrskurði Kjarvals- staðanefndar til borgarráðs MYNDLISTARMAÐUR hér f borg hefur nú f fyrsta sinn áfrýjað til borgarráðs þeirri ákvörðun Kjarvalsstaðanefndar að neita honum um sýningarað- stöðu á Kjarvalsstöðum. Var á fundi sjö-manna sýningarnefndar Kjarvalsstaða fyrir um mánuði greitt atkvæði um það hvort Jóni M. Baldvinssyni skyldi heimilað að sýna á Kjarvalsstöðum en það var fellt með 3 atkvæðum gegn tveimur, einn sat hjá og einn var ekki viðstaddur. Nefndin hefur einu sinni áður neitað myndlistarmanni um sýn- ingaraðstöðu á Kjarvalsstöðum en sá áfrýjaði ekki til borgarráðs. Gangur áfrýjunarinnar verður nú með þeim hætti, að borgarráð til- nefnir tvo menn til viðbótar í Kjarvalsstaðanefnd og mun þá þessi níu-manna nefnd taka um- sóknina afturtil atkvæðagreiðslu. Borgarráð hefur ekki tilnefnt þessa tvo fulltrúa enn sem komið er. Jón M. Baldvinsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að Framhald á bls. 18 samræmi við þarfir landsmanna. „Aðstæður til þessa virðast nú vera fyrir hendi,“ segir Indriði í fyrrgreindu viðtali. „Ég hef aflað frumútreikninga og áætlana um slík olíukaup frá Noregi, sem gætu reynzt hagstæð okkur, en það er hlutverk islenzkra stjórn- valda að ákveða hvort slik við- skipti skuli gerð og að hvaða marki.“ 1 samtali við Morgunblaðið sagði Indriði, að ástæðurnar fyrir því, að hann ákvað að afla þessara frumútreikninga, væru margar en m.a. þær, að á síðasta Alþingi hefðu þingmennirnir Geir Hall- grímsson og Matthías Á. Mathiesen flutt þingsályktunar- tillögu um svipað efni. „Eins er það, að olíufundirnir við Noreg hafa orðið miklu meiri en búizt var við í upphafi og svo í þriðja Iagi hversu viðskiptajöfnuðurinn milli okkar og Sovétríkjanna hef- ur breytzt gífurlega okkur í óhag.“ í samtali Indriða við Frjálsa verzlun kemur fram, að geysileg- ar hækkanir hafa orðið á olíu- verðinu hjá Rússum eða mjög í samræmi við þá þróun, sem hefir orðið á heimsmarkaðsverðinu. Árið 1972 hafi verið keyptar frá Sovétríkjunum oliuvörur fyrir einn milljarð króna cif. en á þessu ári verði keypt fyrir 5.5—6 milljarða. Kaupverð á hverju tonni í dollurum sé nú allt að fjórfalt hærra en það, sem var árið 1972. „Hins vegar hefur fiskurinn, sem við seljum til Sovétríkjanna, ekki hækkað á þessu tímabili nema um 57%. Því hlýtur nú að koma til mat stjórn- valda á því, hvort nauðsyn sé Framhald á bls. 18 75 félög hafa sagt upp SAMKVÆMT upplýsingum skrifstofu Alþýðusambands Is- lands mun nú láta nærri, að um 75 aðildarfélög sambands- ins hafi sent inn uppsögn kjarasamninga. Uppsagnir hafa borizt frá flestum hinum stærri félögum en nokkur smærri félög eiga enn eftir að senda inn uppsagnir samn- inga. Innan Alþýðusambands- ins eru einnig 25 sjómanna- félög en bréf þeirra eru send Sjómannasambandi Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.