Morgunblaðið - 26.10.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
3
Bjöm Bjamason sett-
ur deildarstjóri í
forsætisráðuneytinu
BJÖRN Bjarnason lögfræðing-
ur hefur verið settur deildar-
stjóri f forsætisráðuneytinu og
tók hann við störfum f gær.
Björn Bjarnason er fæddur
14. nóvember 1944 í Reykjavfk.
Hann er stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavfk 1964 og
tók embættispróf f lögfræði frá
Háskóla lslands 1971. A
háskólaárum sfnum gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum f
þágu stúdenta og var m.a. for-
maður Stúdentaráðs Háskóla
tslands. Að loknu námi hefur
hann starfað sem útgáfustjóri
Almenna bókafélagsins og nú
sfðast sem fréttastjóri erlendra
frétta hjá dagblaðinu Vfsi. Hef-
ur hann fengið leyfi frá þvf
starfi um óákveðinn tfma.
Hann hefur ritað mikið um
utanrfkismál m.a. f Morgun-
blaðið og annast fréttaskýring-
ar f sjónvarpi. Björn Bjarnason
er kvæntur Rut Ingólfsdóttur
fiðluleikara og eiga þau eina
dóttur.
Björn Bjarnason
Andalúsíuhundurinn
— fyrst á dagskrá Kvik-
myndaklúbbs Menntaskólanna
■ ..
r
KVIKMYNDAKLUBBUR
menntaskólanna er að hefja vetr-
arstarf sitt, og voru fyrstu sýning-
ar hans í gær. Sýndar verða tvær
kvikmyndir og skal þar fyrst
fræga telja Un Chien Andalou
eftir þá Luis Bunuel og Salvador
Dali. Er vel við hæfi að sýna
Andalúsfuhundinn nú þegar 50 ár
eru liðin frá þvf að Breton sendi
frá sér fyrsta ávarp súrreallista.
Hún er gerð fjórum árum sfðar
eða 1928 og vakti mikið umtal og
hneykslan á sfnum tfma.
Hin myndin er The Commitee
eftir Peter Sykes, gerð i Englandi
fyrir sex árum. í aðalhlutverki er
Paul Jones, sem var áður söngvari
hljómsveitarinnar Manfred Man
en tónlistin er eftir Pink Floyd,
r r
Crazy World og Arthur Brown.
Kvikmyndaklúbburinn er me'ð
ýmsar þekktar myndir í sigti nú
fyrir jólin, svo sem Tout Va Bien
eftir Godard, Punishment Park
eftir Peter Watkins, Black Fox
eftir Stouman, sem fjallar um
Hitler og var kjörin bezta heim-
ildarmynd ársins á Óskarsverð-
launahátíðinni 1962, Chicago
Blues Muddy Waters, þýzk heim-
ildarmynd um Andy Wharol, og
Savages eftir James Ivory.
Sýningar kvikmyndaklúbbsins
hér í Reykjavík verða á föstudög-
um kl. 14.30 og á laugardögum —
og þá í dag — kl. 10. 30 og kl. 14.
Fyrir jól verða 20 sýningar ásamt
aukasýningum og þurfa félagar
að greiða kr. 1500 fyrir þær allar.
Hallgrímsmessa
í Hvalsneskirkju
Sandgerði 25. okt.
I TILEFNI af því að 300 ár eru
Lélegri
markaður í
Þýzkalandi
TVEIR fslenzkir netabátar seldu
isaðan fisk i Cuxhaven í gær.
Fengu þeir sæmilegt verð fyrir
aflann, en þó gekk ekki vel að
selja stórkarfa. Ennfremur var
hluti af aflanum dæmdur ónýt-
ur.
Bjarnarey frá Vestmannaeyjum
seldi tæpar 58 lestir fyrir 3.5
millj. kr. Meðalverðið var kr.
61.25. Ef aðeins er reiknað verð af
þeim afla sem tókst að selja, er
meðalverðið 66.00 kr.
Þá seldi Gunnar frá Reyðarfirði
57.7 h-stir fyrir 3.9 millj. kr. 4
lestir if aflanum tóks ekki að
selja. Meðalverðið var kr. 67.15,
en ef aó’ins er reiknað verð af
aflanum sem tókst að selja þá er
meðalverðið kr. 73.50.
Einn seldi fyrir
1,4 millj. kr.
SVEINN Sveinbjörnsson frá Nes-
kaupstað seldi 44 lestir af sfld f
Skagen f gær fyrir 1.4 millj.
króna. Meðalverðið, sem skipið
fékkk var kr. 31.80.
liðin frá dauða sr. Hallgrims Pét-
urssonar verður haldin guðsþjón-
usta i Hvalsneskirkju á Miðnesi
sunnudaginn 27. október kl. 14.
Sóknarpresturinn sr. Guðmundur
Guðmundsson messar og kirkju-
kórinn, sem í hafa bætzt allmargir
nýir söngkraftar, mun eingöngu
flytja sálma eftir sr. Hallgrím.
Eins og kunnugt er var sr. Hall-
grímur prestur í Hvalsnesi í 7 ár.
Hann vígðist þangað 1644 og þjón-
aði þar unz hann vígðist til Saur-
bæjar 1651.1 Hvalsnesi er geymd-
ur le'gsteinn af leiði hinnar ást-
kæru íl(>ttur sálmaskáldsins,
Steinunnar; en hann fannst 1964.
Einnig er þár varðveitt afsteypa
af brjóstmynd Einars Jónssonar
myndhöggvara af'sr. Hallgrími.
Nemandi Oistrachs
á sinfóníutónleikum
JONAS SYNIRI
HAMRAGÖRÐUM
JÓNAS Guðmundsson rithöfund-
ur og listmálari opnaði í gær mál-
verkasýningu að Hamragörðum f
Reykjavík. Jónas hefur haldið
fjölda málverkasýninga og hefur
tekið þátt í samsýningum. Síðast
sýndi hann í Reykjavík árið 1971.
Á sýningunni í Hamragörðum
verða 44 verk, aðallega vatnslita-
myndir en einnig eru olfumálverk
á sýningunni.
Myndirnar eru málaðar á síð-
ustu tveim árum og nokkur verk-
anna voru á sýningu í Danmörku
nú fyrir skömmu, ennfremur
nýrri verk máluð suður í Mtinch-
en á liðnu sumri, en Jónas dvaldi
Stórhækkun á
lögreglusektum
LÖGREGLUSEKTIR fyrir brot á
umferðarlögum voru nýlega
hækkaðar verulega. Sem dæmi
má nefna, að sekt fyrir of hraðan
akstur er nú frá 1500.00 til
8000,00 krónur; fyrir brot á
stöðvunarskyldu og akstur á
rauðu ljósi 4000,00 krónur; fyrir
að mæta ekki með bifreið til skoð-
unar á réttum tfma 3000,00 krón-
ur og fyrir rangstöðu 800,00 krón-
ur.
I september sl. kærði lögreglan
í Reykjavík alls 1013 ökumenn
fyrir of hraðan akstur, þar af
nokkra fyrir mjög hraðan akstur.
ökumaður, sem kærður var fyrir
að aka á 112 km hraða miðað við
klst. austur Miklubraut austan
Stakkshlíðar, var sviptur ökuleyfi
til bráðabirgða af lögreglustjóra
og hlaut, er málið var tekið fyrir í
sakadómi, 10.000,00 krónur í sekt
og var sviptur ökuleyfi í 4
mánuði.
Þá voru í september 105 öku-
menn kærðir fyrir að aka á rauðu
ljósi og 97 ökumenn fyrir brot á
stöðvunarskyldu.
þar um skeið i boði hins kunna
þýzka málara Rudolf Weissauer,
sem haldið hefur nokkrar sýning-
ar á Islandi.
Málverkasýningin í Hamragörð-
um stendur f 10 daga eða frá 2Í5.
október til 3. nóvember að báðum
dögum meðtöldum og er opið frá
kl. 14.00—22.00 daglega, nema
mánudag, þriðjudag og miðviku-
dag, en þá lýkur sýningunni
klukkan 20.00.
Hátíðasamkoma
Akranesi, 25. okt.
MANUDAGINN 28. október
klukkan 21 verður hátfðarsam-
koma og Hallgrímsminning f
Akraneskirkju í tilefni 300. ártíð-
ar séra Hallgríms Péturssonar.
Séra Jón Einarsson í Saurbæ flyt-
ur erindi f minning séra Hall-
gríms, sem hann nefnir: „Dauði
ég óttast eigi“, kirkjukór Akra-
ness syngur sálma eftir séra Hall-
grím. Stjórnandi verður Haukur
Guðlaugsson og frú Guðmunda
Elfasdóttir syngur einsöng. Máni
Sigurjónsson leikur á orgel kirkj-
unnar og Þorvaldur Þorvaldsson
kennari les ljóð um og eftir séra
Hallgrím. — júlfus.
ÞRIÐJU tónleikar Sinfónfu-
hljómsveitarinnar á þessu starfs-
ári verða f Háskólabfói fimmtu-
daginn 31. október kl. 20.30. Aðal-
hljómsveitarstjórinn Karsten
Andersen stjórnar tónleikunum,
en einleikari verður Vaclav
Hudecek frá Tékkóslóvakfu. A
efnisskránni er Sinfónfa nr. 1 f
c-moll eftir A. Bruckner, sem
ekki hefur verið flutt fyrr á tón-
leikum hér, og fiðlukonsert f D-
dúr eftir Tsjaikovský.
Tékkneski fiðluleikarinn
Vaclav Hudecek, sem er aðeins 22
ára, hefur þegar skipað sér sess
meðal færustu fiðluleikara
heimalands síns. Meðan hann var
enn f bernsku, hafði hann unnið
til margra opinberra verðlauna,
og vegna frábærra hæfileika hans
veitti tékkneska menntamála-
ráðuneytið honum undanþágu til
upptöku í Tónlistarháskólann í
Prag þegar hann var aðeins tólf
ára gamall. Þar naut hann hand-
leiðslu eins besta tónlistar-
kennara Tékkóslóvakíu, dr. Josef
Micka, og hóf jafnframt tónleika-
ferðir til annarra Evrópulanda.
Frá árinu 1971 æfði hann f
Moskvu undir handleiðslu Davíðs
Oistrachs, og komu þeir sameigin-
lega fram á listahátíð í Prag
1972, þar sem Vaclav Hudecek lék
einleik í fiðlukonsert
Tsjaikovskýs með Tékknesku
fllharmóníuhljómsveitinni undir
stjórn Davíðs Oistrachs.
íslenzka stúlkan enn í fangelsi:
„Líf hennar gæti verið í hættu,”
— segir lögregluforingi Scotland Yard í samtali við Mbl.
ISLENZKA stúlkan er sökuð er
um að vera viðriðin eiturlyfja-
mál f London situr enn f
fangelsi. Hafa lögregluyfirvöld
f London ekki viljað viður-
kenna ábyrgðarmenn trygg-
ingarfjárhæðarinnar, sem sett
var upp til að stúlkan yrði látin
laus úr fangelsinu og fengi
skjólshús f fslenzka sendi-
ráðinu þar til mál hennar verð-
ur tekið fyrir. Verður það
naumast fyrr en um eða eftir
jólin, að þvf er Brian Riley,
lögregluforingi hjá Scotland
Yard, tjáði Morgunblaðinu f
gær, en hann annast rannsókn
málsins.
Nfels P. Sigurðsson, sendi-
herra í London, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að allt
væri nú óljóst um hvenær stúlk-
an fengi að yfirgefa fangelsið.
Lögfræðiskrifstofa sú er
annaðist vörn stúlkunnar hefði
fengið menn til að gangast í
ábyrgð fyrir þeim 2000
sterlingspundum, er sett höfðu
verið sem trygging fyrir þvi að
stúlkan mætti við réttarhöldin,
yrði hún látin laus, en lögreglu-
yfirvöld hefðu þá aftur á móti
ekki getað fallizt á þessa
ábyrgðarmenn, þar sem þeir
væru ekki borgunarmenn fyrir
tryggingarfjárhæðinni.
Þess vegna verður lögfræði-
skrifstofan að fara aftur á stúf-
ana til að útvega nýja ábyrgðar-
menn, en Niels kvaðst ekki vita
hvað þeirri málaleitan liði.
Hins vegar kvað hann islenzka
sendiráðið í London hafa um-
boð til að leggja fram trygging-
arfjárhæðina er næmi á sjötta
hundrað íslenzkum krónum.
Hið eina sem það gæti aðhafzt í
málinu væri að bjóða stúlkunni
húsaskjól í sendiráðinu þar til
mál hennar kæmi fyrir. Kvað
hann stúlkuna hafa heitið
Eiríki Benedikz sendiráðsritara
því, að hún skyldi halda kyrru
fyrir í sendiráðinu þar til
réttarhöldin hæfust.
Brian Riley lögregluforingi
sagði I simtali við Morgun-
blaðið í gær, að hann gæti ekki
gefið upplýsingar um einstök
smáatriði þessa máls fyrr en
réttarhöldin hæfust. Þó kvaðst
hann geta skýrt frá þvi, að hóp-
ur fólks biði þess að komá’fyrir
rétt vegna máls þessa og væri
íslenzka stúlkan ein í þeim
hópi. Hún hefði verið hand-
tekin 29. júlí sl. ásamt tveimur
S-Ameríkumönnum á þeirri
forsendu að þau hefðu í fórum
sinum hættulegt eiturlyf —
kókain — og hefðu ætlað að
dreifa efninu til annarra aðila.
Taldi hann ólíklegt að málið
kæmi fyrir rétt fyrr en um eða
eftir jólin.
Að því er Niels P. Sigurðsson
sendiherra tjáði blaðinu, mun
lögreglan hafa handtekið
11—12 manns vegna máls
þessa. Væru það aðallega
Suður-Ameríkumenn, einn
Breti og þessi íslenzka stúlka,
en hún bjó með einum þeirra,
manni frá Kolumbíu. Riley lög-
regluforingi skýrði hins vegar
blaðinu frá þvi, að enn sem
komið væri hefði aðeins óveru-
legt eiturlyfjamagn komið í
leitirnar og hann kvað hér vera
um skipulegan hring að ræða
með alþjóðleg sambönd.
Brian Riley tjáði Morgun-
blaðinu. að hann teldi að lif
íslenzku stúlkunnar gæti verið
í hættu, yrði hún látin laus, og
Níels P. Sigurðsson hafði það
eftir Lundúnablöðum að lög-
reglan teldi sig aðeins hafa náð
hluta þessa eiturlyfjahrings.
Teldu lögregluyfirvöld líkur á
að þeir sem enn gengju lausir
myndu reyna að koma í veg
fyrir að stúlkan yrði yfirheyrð
fyrir rétti. Væri jafnvel talið
hugsanlegt, að þessir aðilar
myndu ræna stúlkunni og
reyna að koma henni úr landi,
ef hún yrði látin laus. Væri
bent á, að þrátt fyrir stað-
hæfingar stúlkunnar um sak-
leysi sitt í þessu máli, yrði að
teljast með ólíkindum að hún
hefði ekki einhverja vitneskju
um hagi þessara aðila, svo náin
samskipti sem stúlkan hefði
haft við einn úr hópnum.