Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
5
Átak til að koma sjávar-
afurðum á Evrópumarkað
íslenzk þátttaka á SIAL í París
V
SÖLUSTOFNUN Lagmetis gerir mik-
ið átak og kemur til með að hafa 25
ferm. sýningardeild ð Alþjóðlegu
matvælasýningunni SIAL i Parls,
sem haldin verður 12—18. nóvem-
ber. Þetta er ein stærsta alþjóðlega
matvælasýningin I heiminum og ætl-
uð sérfræðingum, og því miðstöð
alþjóðlegra viðskiptasamninga.
Sölustofnun Lagmetis sýnir Islenzk-
ar sjávarafurðir, en leggur mesta
áherzlu á grásleppuhrogn og niður-
soðna lifur, sem hefur mjög mikla
möguleika á þessum markaði I
Evrópu vegna ómengaðs sjávar hór.
En okkur er vandi á höndum. Meðan
ekki hefur verið samið við Vestur-
Þjóðverja I landhelgismálinu og þar
með ekki gengið frá samningum við
Efnahagsbandalagið, verða kaupend-
ur Isl. sjávarafurða að greiða 30%
toll, á meðan keppinautarnir I Dan-
mörku og Vestur-Þýskalandi greiða
12% af sömu vöru og fer minnkandi,
að því er Eysteinn Helgason hjá Lag-
metisiðnaðinum upplýsti.
SIAL sýningin er haldin annað hvert
ár á mjög stóru sýningarsvæði I suður-
hluta Parisar, Porte de Verseille, og
komu um 100.000 gestir á þá síðustu,
árið 1972, frá rúmlega 80 löndum,
þar af um 80% sérfræðingar. Þarna
eru hvers konar nýjungar í matvæla-
iðnaði og eru 7 sýningar á umbúðum
o.fl. i sambandi við matvælasýning-
una, svo tækifæri gefisttil að udnirbúa
og leiða til lykta viðskiptasamninga á
öllu sviðum. Sýningarsvæði SIALS
hefur vegna aðsóknar verið aukið upp i
32.000 ferm. og eru sýningardeildír
bæði frá eintökum fyrirtækjum og
þjóðlöndum.
Sölustofnun Lagmetis verður eina
fyrirtækið frá fslandi og hafa umboðs-
menn þess í rúmt ár undirbúið sýn-
ingardeild i alþjóðlega sýningarsaln-
um. Og i sambandi við sýninguna hafa
verið undirbúnar tvær móttökur i sam-
vinnu við umboðsmenn og sendih»rra
fslands i París, til að ná til æskilegra
aðila, kaupenda og blaðamanna. En í
sýningarbásnum verða sýndar myndir
frá Islandi eftir Gunnar Hannesson til
að leggja áherzlu á ómengaðan sjó.
Aðaláherzlan verður lögð á grá-
sleppukavlar og þorsklifur, en um
65% af fyrrnefnda markaðinum kemur
héðan. Þorsklifur er einnig mjög vin-
sæll réttur í Frakklandi. En vegna
mengunar hafsins hefur dregið úr inn-
flutningi frá Danmörku og Þýzkalandi.
Þvi er talið að íslendingar ættu að geta
haft mjög góða möguleika með sin
ómengaða sjó. Hefur Sölustofnun Lag-
metisins gert ráðstafanir til að fylgja
eftir þátttökunni i SIAL með markaðs-
vinnslu, er umboðsmenn fyrirtækisins
taka við strax. En i samkeppninni er þó
erfitt að ætla kaupendum varnings frá
fslandi að borga 30% toll, meðan ekki
þarf að borga nema 12% á vörur frá
keppinautum.
Á sýningunni er sérstakur stóf sýn-
ingarbás fyrir nýjungar í matvælafram-
leiðslu, bæði matvæli sem eru á til-
raunarstigi og matvæli, sem komið
hafa fram eingöngu á SIAL, en þær
vörur eru flokkaðar i tvo hópa: Þær
sem ætlaðar eru til neyzlu á heimilum
og þær sem ætlaðar eru til notkunar í
stórum stfl og til matvælaiðnaðar.
Citroen D Super árg. 1974
er til sölu, af sérstökum ástæðum.
Uppl. gefur Globus h.f., sími 81555.
LANDSSOFNUN KIWANIS
MERKJASALA
laugardaginn 26. okt.
til styrktar geðsjúkum
GLEYMIÐ EKKI GEÐSJÚKUM
Leggið Kiwanis lið
og berið merki dagsins
Tekiö á móti framlögum á póstgíróreikning 32331.
Þér ferðist fljótt og á hagkvæman hátt á leiðinni Kaupmannahöfn —
Berlfn. Flug daglega I samvinnu við SAS.
Vetraráætlun frá 1.11 1974til 31.3 1975.
IF831 12 4 6 Y TU 134 SK 795 3 5 7 Y DC 9 staðartími IF 830 12 4 6 Y TU 134 SK 796 3 5 7 Y DC 9
10 25 16 20 frá KAUPMANNA- HÖFN til Kastrup 09 30 18 55
11.15 17 15 til BERLÍN frá Schönefeld 08 40 18 00
Réttur til breytinga áskilinn.
Töluskýring: 1=mánudagur, 2 = þriðjudagur, 3 = miðvikudagur,
4=fimmtudagur, 5 = föstudagur, 6 = laugardagur, 7 = sunnudagur.
Y = venjulegt farrými.
Samband frá Berlín — Schönefeld m.a.: Til Moskvu, Belgrad, Milanó,
Bagdad, Beirut, Kairo, Algier, Freetown, Damaskus og Havana.
Áætlunarvagn frá og til Vestur-Berlinar.
Upplýsingar: DDR's Trafikrepræsentation i Danmark, Vesterbrogade
84, 1620 Köbenhavn V, sími: (01) 24 68 66 eða (01) 31 22 21,
Telex 1 58 28.
Upplýsingar og bókanir: SAS eða hjá tATA-skrifstofum.
Den Tyske Demokratiske Republiks Luftfartsselskab
M/vmrFiug:
TOLVU-URD
Stopptakki, sem mælir ná-
kvæmt sekúndubrot.
Stöðumælistakki, sem
aðvarar áður en biðtími bíls-
ins er búinn.
Tölvuskali, sem reiknar út
meðaltíma, bensínnotkun,
komutíma ofl.
Reikniskífa, margfaldar, deilir
sýnir hlutfallstölur, umreikn-
ar tíma f fjarlægð, fjarlægð í
hraða, hraða ! kllómetra ofl.
Svissneskt nákvæmisverk,
óbrjótandi fjöður, segulvarið,
högghelt.
Þertaklö enga áhættu:
* ' úrið
sem hugsar fyrir þig.
Glæsilegt sportur með ótal
nytsömum aukahlutum
2.995 kr.
5áraábyrgö
nær til
allra verksmiðjugalla
og aukahluta I fimm ár
frá kaupdegi úrsins.
■ Afgreitt með fullkomnum
leiðarvfsi.
■ Þér takið enga áhættu: 30
daga skiptiréttur.
30 daga sklptlréttur.
—" Klippið og sendið í dag —— — — — —
Sendið mér „Tölvu-úrið" með 5 ára skriflegri tryggingu, 30 d skiptirétti
Krossið við það, sem þér óskið, aðeins eitt úr gegn hverjum pöntunarseðli.
n Afgreiðist með leiðurreim kr. 2.995.—
Q Afgreiðist með stálarmbandi (aukágjald kr. 500) 3495.—
n Sendið i póstkröfu (burðargjald kr. 1 50)
Nafn:
Heimili:
GAMMELGAARDS UR-IMPORT
N. Ebbesens Vej 26,1911 Kobenhavn V, tlf. (01) 31 00 07