Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 17 Ekaterina Furtseva látin FAIR forystumenn Sovétrfkjanna hafa notið jafn mikilla vinsælda á Vesturlöndum og Ekaterina Furtseva, menntamálaráðherra landsins, sem lézt að heimili sfnu f gærmorgun, 63 ára að aldri. Jafnvel þeir, sem megnustu andúð höfðu á stefnu Sovétstjórnarinn- ar og sovézka kommúnistaflokksins f menningarmálum, höfðu ánægju af þvf að hitta þessa f jörlegu og skarpgreindu konu — og til þess gáfust mörg tækifæri, þvf að hún ferðaðist vfða um heim og hafði meira samband við vestræna fréttamenn f Moskvu en nokkur annar sovézkur ráðherra. Hafði hún sýnilega ánægju af léttum og gamansömum orðaskiptum við þá, en gat verið hörð f horn að taka og snubbótt f svörum, þegar hún þurfti að svara gagnrýni á gerðir og stefnu stjórnarinnar. Svaraði hún gjarnan ásakandi spurningum þeirra varðandi einhver atvik á sviði menningarmála með þvf að þylja úr stefnuskrá flokksins á þeim efnum. Um nútfmalist sagði hún m.a. „Við trúum ekki á listina, listarinnar vegna. Við trúum á list, sem þjónar þjóðinní og endurspeglar anda hennar, — og við munum halda þeirri stefnu." Setning, sem gat átt við, hvenær sem var. Furtseva gagnrýndi Nóbels- verðlaunahöfundinn, Alexand- er Solzhenitsyn, harðlega eftir að flokkurinn hafði tekið af- stöðu gegn honum, sagði m.a. í maí 1972, að hann væri rit- höfundur, sem hefði „fyrir löngu farið yfir landamæri bók- menntanna og gerzt and- stæðingur hins sovézka sam- félagsskipulags". Ekaterina Furtseva kom í opinbera heimsókn til Islands i júnímánuði 1961. Dvaldist hún hér vikutíma ásamt dóttur sinni, Svetlönu, og var vel tekið — svo er m.a. að sjá af samtali, sem blaðamaður Morgunblaðs- ins átti við hana þá, er hún sagði að fsland væri allt öðru vfsi og miklu betra land en hún hefði haldið: „Eg hef heyrt og lesið margt um land og þjóð. Ég er yfir mig hrifin af þeirri kurt- eisi, sem ég hef mætt hér og lít á viðtökurnar sem vináttubragð við Sovétrikin. Ég mun sjá svo um, að Sovétþjóðirnar frétti af þessum glæsilegu móttökum og þeirri kurteisi, sem mér hefur verið sýnd, m.a. í blöðum... Ég er sérstaklega hrifin af fólkinu á Islandi, það leggur hart að sér og er hugrakkt. Ég heimsótti Reykjalund I gær og þar sá ég fólk, sem hefur ekki enn náð fullum bata, en gengur að störf- um sínum eins og ekkert sé. Það hreif mig.“ t sama samtali sagði hún um „Dr Zhivago" bók annars sovézks Nóbelshöfundur í ónáð, Boris Pasternaks, (sem þá var komin út á Vesturlöndum, m.a. í íslenzkri þýðingu) að það væri „slæm bók og heldur illa skrif- uð.“ Dr. Zhivago væri bók „gamals, veiks manns, sem er óánægður með allt og alla", sagði hún og kvaðst hafa orðið undrandi að rekast á hana í bókasafni Hafnarfjarðar innan um bækur eftir Gorki, Dostojevski, Tolstoj og Chekov. Þó sagði hún, að Pasternak væri „miklu betra ljóðskáld en prósaskáld". Ekki er til þess vitað, að Furtseva hafi átt við heilsuleysi að stríða, er hún lézt. Siðast tveimur dögum fyrir andlátið kom hún fram I sjónvarpi og virtist þá hress og kát, svo sem hún átti vanda til, enda þótt vinsældir hennar hefðu tals- vert dvínað heima fyrir eftir að upp komst, að hún hafði mis- notað aðstöðu sína og embætti til að koma sér upp íburðar- miklu sumarhúsi, sem sagt var hafa kostað sem svarar um 20 milljónum ísl. króna. Furtsevu má skipa á bekk með lífseigustu stjórnmála- mönnum Sovétríkjanna, mönn- um á borð við Gromyko og Mikoyan á sfnum tíma, sem sagður var hafa niu líf eins og kötturinn. Hún fæddist árið 1910 í smá- bæ fyrir utan Moskvu, dóttir verkamanns í vef jariðnaðinum, Mynd þessi var tekin f júnf 1961, þegar Ekaterina Furtseva, menningarmálarððherra Sovétrfkjanna, var f opinberri heimsókn á tslandi, en þá ræddi hún meðal annars við Ólaf Thors, þáverandi f orsætisráðherra. og gerðist félagi i kommúnista- flokknum tvitug að aldri. Hún stundaði nám f tækniháskólan- um f Moskvu og skóla flokksins og að lokum prófum hófst klif- ur hennar upp eftir metorða- stiganum þar. Þegar Stalin lézt var hún á leið inn í miðstjórn flokksins og eftir fráfall hans jókst vegur hennar mjög. Nikita Krúsjeff var henni hlynntur og studdi hana með ráðum og dáð. Hún varð for- maður flokksdeildarinnar f Moskvu, en þá stöðu hafði Krúsjeff sjálfur notað sem stökkbretti til valda árið 1954. Árið 1957 varð hún fullgildur aðili að framkvæmdastjórn flokksins, fyrsta konan, sem komst í þann innsta hring. Hún mun hafa átt talsverðan þátt f því, að aðför Molotovs og bandamanna hans gegn Krúsjeff árið 1957, mistókst. Þeir hugðust nota sér fjarveru hans meðan hann var f heim- sókn f Finnlandi, til að velta honum úr sessi, en þá hlutaðist Furtseva til um, að Zukov, þá- verandi yfirhershöfðingi Sovét- ríkjanna, sendi herflugvélar til að smala saman flokksráðs- mönnum vfðsvegar að og sá liðssafnaður bjargaði Krúsjeff frá falli. Árið 1960 skipaði Krúsjeff Furtsevu f embætti menningar- málaráðherra og því hélt hún eftir að hann hrökklaðist frá völdum fjórum árum síðar enda þótt stefna flokksins í menningarmálum harðnaði verulega eftir það. Sem menningarmálaráðherra hafði hún geysivftt starfsvið og umfangsmikið. Leikhúsmál öll og ballett, kvikmyndir og allar listir aðrar heyrðu undir hana, svo og bókasöfn landsins, klúbbar hverskonar og menningarstofnanir, sem mikið er af í Sovétríkjunum. Hún var þrisvar sæmd Leninorðunni, æðsta heiðursmerki Sovét- ríkjana. Eftir að uppvíst varð um bruðl Furtsevu f sumarhúsinu alræmda snemma á þessu ári, mætti hún nokkrum andbyr, sem fyrr segir. Hún missti sæti sitt í Æðsta ráðinu en hélt ráð- herraembættinu. Opinberlega kom hún fyrst fram eftir þetta hneyksli í júnílok þegar Nixon, þáverandi forseti Bandaríkj- anna, var í heimsókn hjá Leonid Brezhnev. Furtseva hef- ur hins vegar ekkert látið frá sér heyra i sambandi við utan- hússsýningu þá á nútímamynd- list, sem efnt var til í Moskvu í septemberlok sl. né sýninguna tveimur vikum áður þar sem lögregla hrakti listamennina burt með vatnsslöngum og annars konar valdbeitingu. Ekaterina Furtseva skilur eftir sig eiginmann, Nikolai P. Firyubin, aðstoðarutanrfkisráð- herra og tvö börn. Mæla með brott rekstri S-Afríku Sameinuðu þjóðunum, 25. október. AP — Reuter. ÞRJtl Áfrfkurfki sem sæti eiga 1 öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kameron, Kenýa og Máretanfa. lögðu I dag fram formlega tillögu f ráðinu um að Suður-Afríku verði vfsað úr Sameinuðu þjóðun- um vegna kynþáttastefnu sinnar. Er lagt til að öryggisráðið mæli með brottrekstri við allsherjar- r Islendingaspjall í norskri þýðingu NÝLEGA kom út f Noregi Is- lendingaspjall Halldórs Laxness. Nefnist bókin í þýðingu Ivars Éskelands Vi Islendinger. Utgef- andi er Gyldendal. þingið, þar eð Suður-Afrfka hafi vanvirt mannréttindasáttmála samtakanna. Er talið að gengið verði til atkvæða um tillöguna seínt f næstu viku, en stjórnmála- skýrendur búast ekki við að hún verði samþykkt af þjóðunum 15 sem sæti eiga f ráðinu. Jafnvel þótt hún hlyti hinn nauðsynlega 9 atkvæða meirihluta, þá væri við- búið að Frakkar, Bretar eða Bandarfkin myndu beita neitunarvaldi sfnu gegn henni. Sendiherra Suður-Afrfku hjá S.Þ. varaði við þvf í gær, að land sitt yrði rekið úr samtökunum. Hann kvað það unnt að reka Suður-Afríku úr S.Þ. „en ekki af þessari reikistjörnu." Hann kvað land sitt myndu gera allt sem hægt væri til að draga úr kyn- jþáttamisrétti. Nasistar handteknir í Boston Boston 25. október — AP. ÞRÍR ungir menn, sem kváðust vera nasistar, voru í dag ákærðir fyrir ólæti eftir að lögreglan hafði staðið þá að því að dreifa flugrit- um, þar sem hvatt er til þess, að „hvitt vald" láti að sér kveða í Boston, en þar hafa kynþátta- óeirðir farið vaxandi að undan- förnu. 1 flugritum þessum sag^fi: „Nasistaliðsmennirnir voru s/nd- ir til Boston eftir skipun Koehl yfirforingja til að meta ástandirt og veita hvftum mönnhm alla hugsanlega aðstoð í að berjast gegn fyrirskipuðum heiman- akstri." I gær voru.enn óeirðir í Boston og voru gerðar handtökur i gagnfræðaskóla einum eftir slagsmál hvítra og svartra ungl- inga. Telja sig hafa fundið 3-4 miUj. ára menjar manna Addis Ahaha. 25. okt. Reuter. FORNLEIFAFRÆÐINGAR og mannfræðingar, sem unnið hafa að rannsóknum f Eþfópfu skýrðu svo frá f dag, að þeir hefðu fundið steingerfðar leifar manna, þriggja til fjögurra milljón ára gamlar, sent mundu kollvarpa hugmyndum um uppruna manns- ins. Fornleifafræðingarnir, sem eru frá Bandarikjunum og Frakk- landi, efndu til fundar með blaðamönnum f Addis Ababa, þar sem þeir skýrðu frá þessu og sýndu hluta úr kjálkabeini. sem þeir kváðust hafa fundið i Afarhéraði f austurhluta Eþfópfu, í nám- unda við ána Awash. Sögðu þeir, að fyrsta aldursákvörðun benti 'til þess að leifar þessar væru um 1.500.000 árum eldri en leifar þær, sem mannfræðingurinn Richard Leakey fann á strönd Rudolfsvatns í Kenya, en þær hafa til þessa verið taldar elztu leifar mannsins. Þær leifar, sem blaðamönnunutn voru sýndar I dag. voru af heilum efri kjálka með öllum tönnum og hálfum efri — og hálfum neðri kjálka, einnig með tönnum. Stjórnendur leiðangurs þessa eru dr. Karl Johanson, bandarfsk- ur mannfræðingur, sem starfar við Case Western Reserve háskóla og náttúrugripasafnið í Cleveland og dr. Maurice Taieb frá vísindamiðstöðinni f París (Centre National De La Recherche). 1 yfirlýsingu þeirra um fundinn segir m.a.. að þessar nýfundnu steingerðu mannaleifar hljóti að leiða til endurskoðun- ar allra fyrri kennínga um uppruna og aldur mannsins. Steingerðar leifar manna, sem feðgarnir dr. Louis heitinn Leakey og Richard Leakey hafa fundið i Olduvai-gili i Tanzaniu og við strönd Rudolfsvatns f Kenya, hafa tfmasett jarðvist manna í rúmlega tvær milljónir ára, menjar þær, sem Rudolf Leakey f ann i Kenya, voru taldar 2.6 milljóna ára. Visindafréttaritari Reuters bendir á, að nokkrir flokkar forn- leifa- og mannfræðinga séu að störfum í Eþfópfu og sé meðal þeirra mikil samkeppni. Til þessa hafa merkustu fundir verið frá svonefndum OMO-dal, sern er talsvert suðvestur af Awashsvæð- inu. Er þvf einsýnt, að vfsindamenn muni taka fregninni um þennan fund í Awash með tortryggni, þar til þeir hafa séð niðurstöðu kolefnarannsóknar og i hverju þessar leifar eru fráburgðnar leifum tegundarinnar, australopithecus, sem líkist öpum. Visindamenn telja almennt, að hin fyrsta manngerð „genus homo" hafi lifað samtimis australopithecus, en „homo sapiens" hafi komið miklu seinna fram á sjónarsviðið. Peningagjaf- irnar voru endursendar Washington 25. október. AP. AÐ MINNSTA kosti 11 frambjóð- endur í bandarísku þingltosning- unum í nóvember hafa endursent fjárframlög frá stjórnmálastofn- un Bandariska læknasambands- ins vegna þess, að þeir telja kjós- endur vantreysta stjórnmála- mönnum, sem þiggja fé af hags- munasamtökum. Skipuleggjandi kosningabaráttu Philips Crane, þingmanns, sagði i dag, að eftir Watergate-hneykslið væri litið á fjárframlög hagsmunahópa sem óeðlilega tilraun til að hafa áhrif á stjórnmálamenn. Skilaði Crane 1000 dollara framlagi. Peningum þessum er úthlutað af stjórnmála- nefnd læknasambandsins, sem er einn auðugasti hagsmunahópur, sem veitir fé til stjórnmálamanna í Bandarikjunum. Talsmaðurinn sagði, að sambandið hefði lagt fram fé til kosningabaráttu 220 frambjóðanda við kosningarnar í ár, og fleiri framlög væru ráð- gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.