Morgunblaðið - 26.10.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
19
lista, því að hið dýpsta og helgasta
vill enginn að sjálfsögðu óvirða
með vanhugsaðri gerð.
Guðlaugi Bjarnasyni óska ég
alls góðs, og bið hann að hafa að
leiðarljósi holla ábendingu eins
mikilmennis úr Vesturheimi:
Frelsi er munaður agans“.
XXX
t bókasafni Norræna hússins,
hefur undanfarna daga staðið yfir
mjög merkileg sýning skartgripa,
sem dönsku hjónin Helga og Bent
Exner hafa hannað og smfðað.
Hjónin eru heimsþekkt, sem eng-
an undrar er lítur smíð þeirra, en
þau vinna réttilega samkvæmt
kjörorðinu „skart er skúlptúr".
Gripirnir eru gerðir af mikilli til-
finningu fyrir formi og heildar-
samræmi og hugmyndirnar gjarn-
an sóttar í umhverfið. Þótt sumir
SÝNINGAR
Hjónin Helga og Bent Exner með einn skartgripanna, sem eru á
sýningunni f Norræna húsinu.
Jón E. Guðmundsson:
Norræna húsið. □
Guðlaugqr Bjarnason:
Galerie S(JM. □ Helga &
Bent Exner: Norræna hús-
inu.
Jón E. Guðmundsson sem oft er
nefndur „faðir íslenzka brúðu-
leikhússins" heldur um þessar
mundir sýningu í tilefni sextugs-
afmælis síns í sýningarsölum
Norræna hússins. Ekki mun þó
Jón fyrstur manna hafa kynnt
þessa fornu listgrein hérlendis,
en hann er tvímælalaust fyrsti
maðurinn til að halda uppi sam-
felldri starfsemi á þessu sviði sem
spannar áratugi og á hann mikinn
heiður skilinn fyrir framtakið. í
sambandi við brúðuleikhús minn-
ist ég þess að Kurt heitinn Zier, er
kom til íslands frá Berlín árið
1939, gagngert til að gerast yfir-
kennari við nýstofnaðan Handfða-
og Myndlistarskóla, var mikill
áhugamaður um brúðuleikhús og
sjálfur slunginn og fágaður lista-
maður f gerð leikbrúða, og mun
hann hafa sett upp og sýnt leik-
þætti og leikver á stríðsárunum.
Ekki veit ég glöggt hvað kom til
að ekki varð meira úr þessari
ágætu starfsemi hjá honum, en
e.t.v. var þetta of fágað og rótgró-
ið fyrir lítt þroskaðan smekk hér
á þessu sviði. En sennilega hefur
þessi starfsemi hans verið kveikj-
an að framtaki Jóns, eða í öllu
falli einn burðarliðurinn, og það
mun hafa orðið Jóni til mikils
brautargengis, og brúðuleikhúsi
hans til happs og lffs, að hann
hafði til að bera þá grófu og frum-
stæðu kýmni, sem féll Islending-
um almennt vel í geð. En það er
langt síðan Jón byrjaði, eða 20 ár,
og á þeim tíma hefur hann eflzt
og þroskazt mikið og jafnframt
smekkur fólks um leið, og ég er
nær viss um að í dag séu hér góð
vaxtarskilyrði fyrir hin þróaðari
brúðuleikhús. Þetta eiga íslend-
ingar sem sagt m.a. Jóni að þakka,
og vonandi á þessi ævaforna og
áhugaverða listgrein eftir að lifa
sitt blómaskeið hérlendis svo sem
í mörgum löndum. Það skal hér
sérstaklega getið að það er ekki á
færi eins manns að halda uppi
árangri sem jafnast á við bezta
inn spyr hann: „Þannig að þú
hefur engann áhuga á að fara í
framhaldsnám?. „Nei, ég treysti
of mikið á sjálfan mig“... Sjálfs-
traust er gott og blessað, en ekk-
ert er sjálfgefið í þessum heimi og
vonandi verður þessi yfirlýsing
og viðhorfið að baki, ekki
banabiti Guðlaugs á mynd-
listarbrautinni, því að hér I
gripanna séu allflóknir að gerð,
gætir hvergi ofhlæði því að ljós,
loft og heildarsamræmi fær fullt
svigrúm. Ýmsum mun finnast
þessir gripir óhentugir til brúks,
en þess ber að geta að slíkir gripir
eru ætlaðir við önnur tækifæri en
t.d. fiskverkun eða í sölum Al-
þingis, og ósjaldan hafa slíkir
gripir verið gerðir fyrir augað
eitt. Að gera völundargripi full-
er um hæfileikamann að
ræða, sem sýna þarf stór átök
og umsvif á mikilvægu þroska-
skeiði, vilji hann ná verulegum
árangri, og þá er nám, hvort held-
ur það er sjálfsnám eða innan
skólaveggja stærsta atriðið.
Nokkur verk, þar sem Guðlaugur
tekst á við sjálft málverkið og
blindast ekki af aðfengnum tízku-
skoðunum, skjóta stoðum undir
þetta álit mitt. Eftirtektarvert er
annars hversu mörgum hættir til
að hverfa frá allri myndrænni
skynsemi er þeir fara að pota
dæmalaust sniðugum (??) skoð-
unum inn í málverkið, þeim virð-
ist ekki vera það ljóst að slíkt er
hin mesta fásinna og afhjúpar
raunar grunnristar tímanlegar
tízkuskoðanir. Allar skoðanir,
hvaða nafni sem þær nefnast,
verða máttlausar án rismikils
bakgrunns í öllum tegundum
nægir einnig tjáningarþörf, eink-
um er gild listræn tilfinning byr
að baki, og það mun hver og einn
skilja og skynja sem ber gæfu til
að kynna sérverkvölunda völund-
anna, Balthasar Permoser og
Jóhanns Melchior Dinglinger á
afninu „Grtine Gewölbe" í Dresd-
en. Enginn verður samur maður
sem lítur þá gripi eigin augum.
Ég get þessa til þess að menn
misskilji síður veiðleitni þeirra
hjóna og meti hana ekki sem fá-
fengilegan íburð og sérvizku,
heldur skilji að þetta er gildur,
háþróaður listiðnaður. Hjónin og
Norræna húsið eiga miklar þakk-
ir skyldar fyrir sýninguna, sem
hér er komið á framfæri, en því
miður stendur sýningin of stutt,
og henni verður sennilega lokið
er þessi ritsmíð birtist, hafi hún
ekki verið framlengd.
Bragi Asgeirsson.
Jón E. Guðmundsson
GuðlagurBjarnason
XXX
1 Galerie SUM heldur ungur
myndlistarmaður Guðlaugur
Bjarnason að nafni fyrstu sýn-
ingu sfna og skilst mér að
hún eigi öðru fremur að gefa
höfundinum sjálfum nokkra
hugmynd um hvar hann sé á vegi
staddur. Vona ég að honum verði
rækilega að ósk sinni, því að Ijóst
er að hann á áberandi margt
ónumið á sviði myndlistarinnar,
og sjálfur skilgreinir hann ástæð-
una mjög heiðarlega í viðtali hér í
blaðinu 24. október, umræðan
barst að skólum og blaðamaður-
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
lega gerðar og þar sýnir Jón stór-
um meiri átök og innlifun en í
málverkum, vatnslitamyndum og
grafík, sem einnig getur að líta á
sýningunni. En í þessum tré-
myndum sér nokkurn vott þeirrar
frumstæðu tegundar kýmni, sem
einkenndi Jón í upphafi listferils
hans. Þykir mér hann ná beztum
árangri í myndunum „1 skjóli
erlendis f svo fámennu landi, og
algerlega upp á eigin spýtur. En
hér er sem sagt ýmislegt að
byggja á fyrir þá, sem á eftir
koma, og þá má hvorki skorta
skilning né fé til þess að starfsem-
in nái að dafna.
Hinar útskornu höggmyndir í
tré á sýningunni eru margar hag-
Myndllst
móður“ (53), „Hvað er svo glatt“
(54), „ölvaður“ (55) og „Maður
sker tóbak“ (56), og í sumum
þessara mynda sýnir hann eftir-
tektarverða útskurðarleikni þar
sem hann nýtur vafalaust æfing-
arinnar frá leikbrúðugerðinni.
Tel ég einsýnt, að Jón hvíli sig frá
öðru en brúðuleikhúsinu og tré-
skurðarmyndunum, þar er hans
svið innan myndlistarinnar að
mínum dómi, og sviðið er nógu
kröfuhart og óvægið til að krefj-
ast allra krafta eins manns.