Morgunblaðið - 26.10.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.10.1974, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 Er FIB að safna félagsmönnum? 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM t einni útvarpsræðu yðar heyrði ég yður tala um náttúru- hyggju eða náttúrutrúarbrögð. Eg hélt, að „náttúruleg trúar- brögð“ væru sönn trú. Nú hafa runnið á mig tvær grfmur. Vinsamiega segið mér, hver séu hin sönnu trúarbrögð, sem okkur ber að aðhyllast. Það var ekki ætlun mín að rugla yður í ríminu. En „náttúruhyggja“ eða „náttúruleg trúarbrögð“ er sú kenning, að trúin byggist ekki á yfirnáttúrulegri opinberun eða trúarlegri reynslu og að allan sann- leika megi skýra í heimi náttúrunnar. Þetta fer auðvitað í bága við Biblíuna. Ritningin kennir, að Guð opinberi sjálfan sig og að hin æðsta opinberun hafi verið í Jesú Kristi. Hún kennir, að hún sé innblásin af heilögum anda, að Kristur hafi fæðzt af Maríu mey og að hann muni koma aftur til jarðarinnar. Hún kennir, að við séum allir syndar ar og okkur „skorti dýrð Guðs“ og að trú á Krist sé eina leiðin til Guðs. Áhangendur náttúrulegra trúarbragða efast um öll þessi atriði. Þótt furðulegt megi teljast, hafa sumir kennaraskólar og guðfræðiskólar kennara, kennt „náttúruhyggju" í stað fagnaðarboðskaparins um Jesú Krist. Þessi innrás náttúrulegrar heimspeki inn í skóla okkar hefur valdið því, að margir hafa horfið frá trúnni á Drottin. En þetta kemur ekki þeim á óvart, sem eru kunnugir ritningunum. Svo segir í 1. Tímóteusarbréfi 4,1: „Andinn segir ber- lega, að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni, er gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda“. — Fékk 13 högl Egilsstöðum, 25. október — HERAÐSBÚUM, sem keypt hafa örbylgjustöðvar, hefur borizt eftirfarandi bréf: „Vegna þess, að vitneskja liggur fyrir, að þér séuð með kristalla af rás FlB (rás 19), vilj- um við biðja yður að ganga tafar- laust í félagið, þvf rás 19 er ein- ungis fyrir félagsmenn. Ef ekki verður gengið að þessari sjálf- sögðu beiðni félagsins, verðum við að gera Pósti og síma aðvart, sem þegar í stað mun gera ráð- stafanir til að gera talstöðina upp- tæka yður að bótalausu. Með kveðju Félag fslenzkra bifreiöaeigenda Einar Flygenring (sign)“ Eigandi stöðvarinnar, Einar Rafn Haraldsson, Eiðum, segir, að þessi stöð hafi komið svona til sfn frá Landssfma Islands og þá hafi aðeins þessi kristall verið f henni. Er stöðin skoðuð af Landssíma Islands og leyfi gefið út sam- JÓLAMERKI Thorvaldsens- félagsins er komið út. 1 fréttatil- kynningu frá félaginu segir m.a.: „Um leið og við hugsuðum okkur jólamerkið 1974, sáum við ástæðu til að minnast annarra tímamóta, sem bundin eru við þetta ár, þ.e.a.s. 300. ártfðar séra Hallgríms Péturssonar". Félagið fékk því leyfi við- komandi aðila til þess að láta skreyta merkið með hörpu, minnismerki því um Hallgrím Hull, 24. október. Einkaskeyti til Mbl. frá Mike Smartj . FULLTRÚAR fimm samtaka inn- an brezka fiskiðnaðarins, — Sam- bands brezkra togaraeigenda, Sambands skozkra togaraeigenda, Samtaka skozkra fiskimanna, Samtaka bátaeigenda í Grimsby og Fiskveiðisambandsins, — munu koma saman til fundar f London 24. október. AP. BREZKA rfkisstjórnin ákvað f dag að herða pólitfskt eftirlit með starfsemi brezka flotans erlendis, eftir miklar deilur um æfingar hans með suður-afrfskum her- skipum. Um leið skýrði utanríkis- ráðuneytið frá þvf, að f athugun væri hvort halda ætti hinu um- kvæmt lýsingu á stöðinni og með þessum kristal. Þeir, sem hafa þessar stöðvar, hafa ekki fengið neina tilkynningu frá Pósti og sfma um að þeir væru með óleyfi- lega sendi- eða móttökukristalla í þeim. —ha. Bátur hætt kominn Fáskrúðsfirði 24. okt. I NÓTT gekk hér yfir norð-vestan ofsarok. 12 lesta bátur dró með sér legufæri út á fjörð. Tókst að bjarga honum áður en hann rak upp. Svo vel vildi til, að Hoffellið hafði komið inn með afla kvöldið áður og fór það út og dró bátinn til hafnar. Ef það hefði ekki verið í höfn, hefði báturinn líklega hafnað upp i fjöru. Þá tók plötur af íbúðarhúsi í byggingu. —Albert. Pétursson, sem íslenzkar konur gáfu Dómkirkjunni í Reykjavík á sínum tíma. „Er því tilgangur jólamerkisins tvíþættur að þessu sinni, — líknarstarfsemi Thorvaldsens- félagsins og að minnast mannsins, sem við Islendingar eigum svo mikið að þakka, — „og svo vel söng, að sólin skein f gegnum dauðansgöng“.“ Jólamerkið fæst í pósthúsum landsins og I Thorvaldsensbasarn- um, Austurstræti 4. London í næsta mánuði með emb- ættismönnum til að gera grein fyrir helztu vandamálum fiskiðn- aðarins í dag. Er gert ráð fyrir að helztu umræðuefnin verði nauð- syn á endurskoðun fiskveiði- stefnu Efnahagsbandalags Evrópu og nauðsyn á fjárhags- stuðningi ríkisstjórnarinnar við fiskiðnaðinn vegna kostnaðar- hækkana. deilda Simonstown-flotasam- komulagi við Suður-A/rfku f gildi eða ekki, — bæði vegna pólitfskra og hernaðarlegra ástæðna. Deilan stendur milli James Callaghan utanrfkisráðherra og Roy Mason varnarmálaráðherra, aðallega vegna flotaæfinga með SAfrfku- mönnum nærri Höfðaborg. Er haft eftir brezkum embættis- Framhald af bls. 36 hinum megin við hæðina og því fór sem fór.“ Aðspurður sagði Þorvaldur, að hann væri mjög hress og kenndi sér einskis meins. Hann sagðist ekki hafa viljað leggjast í sjúkrahús, enda hefði hann ekki lagt slíkt í vana sinn. 1 sjúkrahús hefði hann ekki lagzt nema einu sinni. — Stunginn til bana Framhald af bls. 36 stakk hun hann í handlegg. Þá hefur hún tvisvar áður verið kærð fyrir að ráðast að fólki með egg- vopni. Var hún látin sæta geð- rannsókn vegna þeirra mála, og varð niðurstaðan sú, að hún teld- ist geðveik. Liggja bæði þessi mál nú hjá saksóknara. Af hálfu Sakadóms önnuðust Njörður Snæhólm aðalvarðstjóri og rannsóknarlögreglumennirnir Hannes Thorarensen og Sævar Þ. Jóhannsson rannsókn málsins. Thalidomide- börnin fá gjöf London 25. október —Reuter. BREZKA rfkisstjórnin tilkynnti f dag að hún myndi leggja fram fimm milljón pund sem gjöf til fórnarlamha Thalidomide-lyfsins og fjölskyldna þeirra. 406 börn fæddust vansköpuð vegna þess að mæður þeirra neyttu Thaiido- mide á meðgöngutfmanum. mönnum að Callaghan hafi vakið máls á þessum æfingum innan ríkisstjórnarinnar. Upphaflegt hlutverk æfinganna hafi ein- göngu verið þjálfunarlegt, en það hafði orðið pólitfskt gagnvart öðr- um Afríkuríkjum, sem fordæma aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku í kynþáttamálum. Höfðu þessi ríki mótmælt æfingunum, svo og vinstri menn innan Verkamanna- flokksins. Challaghan hefur ein- mitt lagt á það ríka áherzlu að bæta samband Bretlands við Afrfkuríki. Verða þessi mál nú öll tekin til endurskoðunar hjá ríkis- stjórninni. — Togurum bannaðar veiðar Framhald af bls. 1 sem ég mætti í viðræðum mínum við forystumenn nokkurra stærstu fiskveiðiþjóða f Evrópu þá á ég ekki von á því, að friðunin komi til með að valda árekstrum milli Norðmanna og annarra þjóða, sagði Evensen. — Mál- staður okkar nýtur mikils skiln- ings þessara þjóða. Það er athyglisvert að á aust- asta svæðinu sem verður bannað togurum, nær friðunin 54 mflur út frá ströndum Noregs. Er það á miðum sem kölluð eru Nord- og överbanken, en þar hafa norskir sjómenn oft átt i útistöðum við sovézka togara að undanförnu. Á þremur svæðanna skal friðunin gilda frá 1. október til 31. marz, en á einu frá 1. október til 30. apríl. — Staðfestu Framhald af bls. 1 ráðarétt yfir hverju palestínsku landssvæði sem Israelar kunna að láta af hendi. „Vilji Palestínumanna hefur sigrað," sagði fulltrúi Frelsis- hreyfingarinnar, Farouk Kaddoumi, eftir fund ráð- herranna. En fulltrúar Jórdaníu undir forystu Zeid Al-Rifai forsætisráð- herra snerust af hörku gegn þess- ari samþykkt á þeim forsendum að Jórdanía bæri ábyrgð á þeim Palestínumönnum sem búa í land- inu og eiga rétt til hertekinna svæða á vestri bakka árinnar Jórdan. Greiddi Jórdanfa atkvæði gegn tillögunni og lét gera sér- staka bókun. Vildu fulltrúar hennar að utanríkisráðherrarnir Iétu Arabaleiðtogafundinum sjálfum eftir að skera úr um þetta mál, en gerðu ekki neina sam- þykkt þar að lútandi. Það var svo fyrir þrýsting Frelsishreyfingar- innar, sem hótaði að ganga af undirbúningsfundinum, að gengið var til atkvæðagreiðslu. Hussein Jórdaníukonungur hefur hótað að draga land sitt út úr öllum friðarumleitunum ef Arabaleiðtogarnir staðfesta þessa afstöðu á fundinum f Rabat á morgun.' — Tillaga Framhald af bls. 1 mynd forsetans væri eins konar smækkuð útgáfa af þeirri hug- mynd, sem Frakkar hefðu árangurslaust hreyft snemma á þessu ári um fjöldafund allra rfkja, sem olíukreppan hefði meiri háttar áhrif á, framleiðenda sem neytenda olfu, en hann hefði sett tillöguna fram með það f huga, að samvinna um lausn deilunnar kæmi í stað sundrungar. „Le Monde“ í París segir í dag, að erfitt muni reynast að skipu- leggja ráðstefnu eins og forsetinn hugsi sér. Spyr blaðið meðal annars, hver eigi að vera fulltrúi EBE og bætir við: „A það að vera írland, sem hefur forystu í málum bandalags- ins frá janúarbyrjun?"..þarna er komið ágætt deiluefni fyrir næsta leiðtogafund Evrópu- rfkjanna." — Nýjar kosningar Framhald af bls. 1 lönd nema nú 7.700 milljónum sterlingspunda. Verkalýðshreyfingin er orðin óþolinmóð og verkföll eru daglegt brauð. Nú hefur verkalýðshreyf- ingin boðað allsherjarverkfall f sex klukkustundir f næstu viku til þess að ýta á eftir kauphækkun- um. Fyrirtækin í landinu berjast fyrir lífi sínu, og þúsundir verka- manna hafa orðið fyrir þvf að vinnutími þeirra sé styttur. Á þetta við atvinnugreinar allt frá bflaiðnaðinum til vefnaðarverk- smiðjanna. Sitja fyrirtækin uppi með miklar óseljanlegar birgðir og ramba mörg á barmi gjald- þrots. Bæði Mariano Rumor og Fan- fani tilheyra Kristilega demó- krataflokknum sem átt hefur alla forsætisráðherra Italfu frá árinu 1945. Ósigur Fanfanis f stjórnar- myndunartilrauninni nú er þó alvarlegri en fall Rumors, því að hann er einnig aðalritari flokks síns. Kann þetta að leiða til að hann verði valtari í sessi í því embætti, en það óttaðist Fanfani einmitt mest er hann tók að sér að reyna stjórnarmyndun. Helzti ásteytingarsteinninn f stjórnarmyndunarviðræðunum kom í ljós í þessari viku, þegar sósfalistar gerðu kröfu um að sér- stakt samkomulag yrði gert við verkalýðsfélögin um lausn á efna- hagsvandanum. Leit Fanfani á þetta sem eins konar fimm flokka stjórn, — meðverkalýðshreyfing una sem þann fimmta. Hins vegar héldu sósíaldemókratar því fram að sósfalistar væru að reyna að pota kommúnistum inn f rikis- stjórnina bakdyramegin. Upp úr þessum deilum og innbyrðis átök- um sauð svo í dag. Auk fyrrnefndra vandamála sem blasa við Itölum nú, er svo sú ofbeldis- og óeirðaalda sem risið hefur með uppgangi ný-fasista. Gilulio Andreotti, varnarmálaráð- herra fyrri stjórnar, sagði við yfirheyrslu hjá þingnefnd einni f gær, að komizt hefði upp um a.m.k. þrjú samsæri sem ætlað var að steypa stjórninni á s.l. fjór- um árum. Nýjasta tilræðisáætlun- in byggðist á því að eitra vatns- veitur ítala með úraníum, sagði hann. Jólamerki Thorvald- sensfélagsins Ræða ríkisaðstoð við fiskiðnaðinn — Ásgeir Sigurvinsson Framhald af bls. 35 getur eins og áður farið fram á að vera seldur, og einnig getur félagið selt hann ef það óskar þess. Asgeir sagðist hafa átt við meiðsii að strfða upp á sfðkastið og hefði hann m.a. ekki getað leikið með sfðasta sunnudag. „Ég er nú óðum að braggast og verð með á sunnudaginn." Standard Liege hefur fengið 11 stig það sem af er mótinu, en Anderleght og Raching White eru efst með 15 stig hvort. Baráttan er þvf jöfn enn sem komið er, og Ásgeir sagðist vera bjartsýnn á gengi félagsins f vetur. Móðir Ásgeirs dvelst hjá honum um þessar mundir, og verður hún þar fram tii jóla. Koma þau bæði heim um jólin. Að iokum var Asgeir spurður um landsleikina við Dani og Austur-Þjóðverja. Sagði hann, að það hefði verið ákaflega skemmtilegir leikir, einkum við Þjóðverjana. „Það hefur mikið verið rætt um frammistöðu liðsins f þeim leik f belgfskum blöðum, og allir eru yfir sig undrandi. Landsliðsþjálfarinn Gothals sagði t.d. f viðtali, að eftir þetta væri ekki hægt að tala um neina auðvelda leiki f riðlinum. Ásgeir bað að lokum fyrir kveðjur heim. Samvinnunni við S-Áfríku hætt?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.