Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 í BRUÐKAUPSFERÐ Ég man þau fyrsta kvöldið í ferðalagi hópsins til Parísar. Þau sátu við borðið innst í salnum nær glugganum, ská- hallt við borðið okkar, svo auðvelt var að virða þau fyrir sér, hvort fyrir sig. Hann var hár í meðallagi og fremur grannvaxinn, án þess að vera mjósleginn. Ennið hátt og gáfulegt, hárið jarpt, en skeggið Ijósleitt, já, hann hafði yfirvararskegg, meira að segja dálítið upp- sveigt yfir munnvikum. Fríð- ur sínum og svipheiður, brosið hlýtt og fjarrænt. Augun voru þó sérstæðust, grá, stór augu og svo fjarræn að þau virtust líkt og í draumi langt í burtu. Hann var í grárúðóttum ferðafötum eftir nýjustu tízku. Hún var fremur lágvaxin og Ijósá hörund. Ung nútíma Mona-Lisa, með Ijósgult hár, slegið um vanga og axlir, dálítið niðurlút og feimnisleg, auðmjúk og fálát, með brún augu og varir, sem alltaf brostu án þess að það yrði reglulegt bros. Hún var fremur smávaxin í aðskorinni blússu og hálfsíðu pilsi. Um hálsinn bar hún mjóa gull- festi, sem á var dálítið kross- mark líkt og börn hafa við skírn og armbandið hennar virtist líka úr gulli, en annars einfalt og á baugfingri bar hún steinhring, sem glóði við og við eftir Ijósinu, hvernig það féll á hann. Hún var ekki búin eftir tízku. Hafði ekki einu sinni skó með hnall- botnum. Þau vöktu strax athygli mtna, af því að þau virtust svo hamingjusöm, horfðu hvort á annað eins og lífið, ferðalagið, kvöldið væri þeirra heimur, gerður til að gefa þeim hamingju. Hann rétti henni diskinn sinn og hún skammtaði honum á hann. Hann horfði á handtök hennar og brosti þessu hreina bjarta brosi, sem ekki færði þó draum augna hans einu feti nær. Það var eins og hann dáðist að því, að handtök hennar og val hennar af borðinu fyndu alltaf hvers hann óskaði sér helzt. Hvorugt sagði orð. Næsta dag var hún ein við borðið. Hún leit ekki upp, en hvarflaði þó eins og í leynum augum til dyra. Og þótt allir tækju til matar var líkt og máltíð væri henni fjarri. En allt í einu fór eins og sólar- uppkoma um andlit hennar. Það varð allt eitt bros án þess að varirnar bærðust. Hann kom inn úr dyrunum eða að borðinu með fallega rauð- vínsflösku og setti hana við diskinn hennar, þetta vín, sem minnir á blóð og fólk I suðrænum löndum kallar „blóð móður jarðar". Síðan allt sem áður, nema nú hellti hann víninu í glösin handa báðum, svo dreyptu þau á, horfðust í augu með þessari undursamlegu að- dáun, sem engin orð geta lýst. Næst höfðu þau fært sig að öðru borði. Ferðafélag- arnir áttu nefnilega að skipta um borð öðru hvoru til þess að fleiri gætu kynnzt. Ég gat ekki séð þau þaðan sem við sátum. En þegar ég gekk fram að lokinni máltíð, var hann að skoða arm- bandið hennar líkt og hann hefði aldrei séð það áður, og augun dreymnu lýstu að- dáun, sem vafalaust var sprottin af því samræmi, sem var milli glóandi gulls bands- ins og fíngerðs hörunds arms hennar. Svo snart hann gim- steininn í hringnum. Hún leit í augu hans. Þau stóðu bæði upp eins og hrærð sama afli. Hann tók sterkum handlegg um herðar hennar og þau gengu tengdum mundum til dyra og herbergis síns. Síðasta daginn sátu þau við sama borð og við. Það var eins og í ævintýri. Og rauðvínsflaskan góða, stóð við diskinn hans. við gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson Ég spurði hann, hvort þau hefðu komið í Luxemborgar- garðinn, sem er frægur úr sögu Victors Hugo um Cosettu og Marius. Hann sagði svo vera og dáðist að fegurð garðsins og hve frið- sælt væri í svo fjölmennri borg að sitja þar á bekk í forsælu trjánna. Allt í einu fannst mér, að þarna væru þau Mariús og Cosetta Ijóslifandi fyrir aug- um okkar. Hvort hann hefði lesið Vesalingana, þessa óvið- jafnanlegu skáldsögu? Það hafði hann ekki gert. Ástin þarf ekki kennslubæk- ur, hugsaði ég. Allt í einu sagði hann: „Megum við ekki hella í glös- in ykkar úrflöskunni okkar?" Og án þess að bíða eftir svari framkvæmdi hann þessa ósk gestrisni sinnar og hún horfði á með sínu dular- fulla Mona-Lisu brosi. Mér fannst þetta eins og altarisganga við sjálft altari ástarinnar, og sagði: „Við drekkum þá ykkar skál og biðjum allra heilla. Þið eruð auðvitað í brúðkaupsferð?" „Nei, sagði hann, við erum ekki einu sinni gift, en höfum átt heimili saman I sjö ár." „Það sem Guð hefur tengt saman," hugsaði ég. Vegir ástarinnar eru sem vegir Guðs, órannsakanlegir. Síð- ast sá ég þau á bekk í flug- stöðinni. Þau héldust í hendur og horfðu hvort á annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.