Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 25

Morgunblaðið - 26.10.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974 25 Afkomendamót Arna Þor valdssonar á Innra-Hólmi ÁRNI Þorvaldsson hreppstjóri og útgerðarmaður á Meiðastöðum f Garði, síðar að Innra-Hólmi á Akranesi, var fæddur að Stóra- Nýjabæ í Krísuvík árið 1824. Hann var lengi útgerðarmaður og forustumaður á Suðurnesjum, en fluttist síðan að Innra-Hólmi og var þar hreppstjóri og bóndi til dauðadags 1901. Árni var einn af mestu fram- faramönnum sinnar tíðar og for- ustumaður þeirra héraða, sem hann bjó í. Á Meiðastöðum hafði hann á vertíðum 6—8 skip fyrir landi. Voru þá oft um 50 manns f heimili hjá honum. Hann rak verzlun, stóð að fyrstu skóla- stofnun á Suðurnesjum 1872 og annaðist félagsmál og hrepps- mál. Á innra-Hólmi bjó hann stór- búi, húsaði jörðina, byggði kirkju á staðnum og gerðist forustu- maður þar um langt skeið. Benedikt Gröndal skáld sagði um hann látinn: Hann var dáðríkur dugnaðarmaður, flestum fremri að framtakssemi, stilltur, hógvær, þó stórmannlegur, rithagur vel og ráðagóður. Hvar sem hann var héruð báru merkismanns merkin stóru, ei múndi allt í eyði standa, ef allir sem hann unnið gætu. Skriðuföll ogflóð í Kjósinm Kiðafelli, 23. október. SIÐASTLIÐNA nótt gerði óhemju vatnsveður í Kjósinni innanverðri, sem olli aurskriðu á Möðruvöllum og lenti hún á fjós- hlöðunni þar á bænum, en rann svo báðum megin við hana og niður undir íbúðarhúsið. Um tíma buldi lækurinn, sem bar skriðuna fram, á hlöðuveggnum og er við- búið, að eitthvert vatn hafi komizt í hlöðuna. Á Eyjadal féll skriða og stíflaði Sandsá. Er hún ruddist fram flæddi hún yfir tún Eyjabæjanna og Hjalla og fyllti þar framræsi- skurði með aur. Þá flæddi vatn í gegnum fjósið á Sandi, en olli ekki tjóni. Ur Meðalfelli féllu skriður á veginn, en þó ekki miklar. Hátt var I Meðalfellsvatni og voru sum- arbústaðir umflotnir og nokkrir bátar möruðu í kafi í fjörunni niðri undan Meðalfelli. I Láxár- dal tók veginn í sundur á einum stað, en gert hafði verið við skemmdirnar síðari hluta dags. Vtur hafa verið við að hreinsa til f dag. — Hjalti. Kammersveit Reykjavíkur 1. starfsár. Tónleikar i sal Menntaskólans við Hamrahlið næstkomandi sunnudag 27. okt. kl. 1 6.00. Einsöngvari: Ruth L. Magnússon, Upplesari: Matthías Jóhannessen, skáld. Áskriftarkort fást i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Óskilahestur Hjá lögreglunni i Kópavogi er i óskilum steingrár hestur, ójárnaður, mark óljóst. Nánari upplýsingar gefur Gestur Gunnlaugsson Meltungu, simi 34813. Verði hestsins ekki vitjað fyrir 5. nóvember n.k. verður hann seldur fyrir áföllnum kostnaði. FELAGSHEIMILIÐ FESTI HAUKAR FELAGSHEIMILIÐ FESTI Árni Þorvaldsson var mjög kynsæll. Hann átti alls 14 börn. Missti hann mörg þeirra á barns- aldri. En frá þeim börnum hans, sem upp komust, er kominn mikill ættbálkur. Eru flestir af- komenda hans á Suðurlandi, í Reykjavík, á Akranesi, I Rangár- vallasýslu og víðar. Einnig eru afkomendur hans f Ameríku. Á þessu ári eru 150 ár frá fæð- ingu þessa merka manris. Akveðið hefur verið að efna til kynningar- móts afkomenda hans á þessum tímamótum til heiðurs honum og konum hans. Af því tilefni verður efnt til samkomu í Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 24. nóvember n.k. kl. 3.30. Þar verður flutt erindi og fleira verður þar til kynningar og skemmtunar. Tilkynningar um þátttöku í móti þessu þurfa að hafa borizt fyrir 12. nóvember, til einhverra af neðangreindum, er veita nánari upplýsingar: — Geir- laugur Arnason söngstjóri, s. 84338, Gunnar M. Magnúss rithöf- undur, s. 27987 og Hallgrímur Árnason framkvæmdastjóri, Akranesi. STAPI JUDAS Það verður æðisgengið stuð í Stapa í kvöld SJONVARPS- INGO Fyrstu útdregnu tölurnar i sjónvarps-bingóinu birtust í gær. Tölurnar munu birtast í sjónvarpinu næstu 2 — 3 vikur. Það þarf alls ekki að vera með frá byrjun, þó það sé óneitanlega meira spennandi, því hægt er að byrja hvenær sem er, þar sem þær tölur, sem dregnar hafa verið út birtast vikulega eftir á í Morgunblaðinu. b*"96sP,£S«w-'l6 Á^6,a verða ^aðnuro. * AÐRIR SÖLUSTAÐIR BINGÓSPJALDANNA ERU: P&Ó, Austurstræti — H. Biering, Laugavegi, Gunnar Ás- geirsson Suðurlandsbr. og Laugavegi — Vesturver — Magnús Benjamínsson, Veltusundi — G. Þorsteinsson & Johnson, Ármúla — Breiðholtskjör — Straumnes, Breið- holti — Músík og Sport, Hafnarfirði. Sala bingóspjaldanna er einnig hafin hjá Lionsklúbbi Akur- eyrar, Selfoss, Akraness og Suðra í Vík. Vinningur: Bifreið að eigin vali: Kr. 500,000.00 Lionsklúbburinn ÆGIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.