Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974
Anna María Elísabet
Pálsdóttir — Minning
Skátakveðja frá félögunum
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guó er nær.
Anna Marla Elfsabet hét hún
fullu nafni, en alltaf kölluð Beta.
Hún var fædd 8. sept. 1925 að
Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi. For-
eldrar hennar voru hjónin Anna
Ámadóttir Þórarinssonar, prests
að Stóra-Hrauni, og Páll G. Þor-
bergsson. Að Stóra-Hrauni ólst
Beta upp. Hinn 27. maí 1950
giftist hún Bergi P. Jónssyni, Þor-
leifssonar listmálara í Blátúni,
skrifstofustjóra hjá flugmála-
stjórn. Þau áttu fjögur börn, en
það elsta dó á öðru ári. Hinn 19.
þ.m. lést svo Beta af lamandi veik-
indu.
Hér er stiklað á því stærsta f
æfiskeiði Betu, enda verður æfi-
saga hennar ekki skráð hér og nú.
Flestum er svo farið að þeir
þekkja ekki dauðann. Vita ekki
hvað að baki honum býr. Spyrja
aðeins sjálfa sig og aðra: Er þar
annað líf, eða er þar ekki neitt?
Leitið og þér munuð finna, sagði
hinn mikli meistari, sem við
játum átrúnað okkar á og sannar-
lega ber það ekki vott um mikinn
styrkleika í þeim átrúnaði, að við
skulum ala með okkur slíkar efa-
semdir gagnvart dauðanum.
Hér verður ekki farió frekar út
í slíkar trúarhugmyndir, þótt ein-
mitt þær séu eini mótleikurinn
sem lífið á gegn dauðanum. Spor
dauðans í hinu mannlega lffi
þekkja allir hvað sem trúarbrögð-
um þeirra líður. Það eru spor,
sem að jafnaði eru vætt tárum
harms og trega. Engin skilur svo
við það, sem honum þykir vænt
um, að hann ekki finni til sakn-
aðar og sársauka. öllum sem
kynntust Betu í raun, varð hlýtt
til hennar. Glaðværð hennar,
t
Maðurinn minn,
JÓHANNESJÓNASSON,
trésmiður,
Hjarðarhaga 44,
lést I Landakotsspítala 25. október.
Anna Kristmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn
LÁRUS PÉTURSSON,
frá Káranesi,
andaðisti Landakotsspítala 25. okt.
Kristín Jónsdóttir.
Eiginmaður minn t HJÁLMTÝR PÉTURSSON,
Barðavogi 28.
andaðist 24. október sl. Jarðarförin ákveðin síðar.
F.h. vandamanna Þórunn Þórðardóttir og börn.
t
Minningarathöfn um
GUÐJÓN JÓNSSON,
vélsmið,
Hásteinsvegi 28, Vestmannaeyjum,
fer fram í Fossvogskirkju, mánudaginn 28. okt kl. 1 30.
Útförin verður gerð frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 2.
nóvember kl 2 Vandamenn.
t
Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall,
GÍSLA ÓLAFSSONAR
loftskeytamanns.
Svava Ólafsdóttir, Bjarni Karlsson,
Fjóla Ólafsdóttir, Björn Pétursson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓHANNS J. KRISTJÁNSSONAR læknis.
Haraldur Kr. Jóhannsson,
Guðmundur Kr. Jóhannsson,
Birgir J. Jóhannsson,
Heimir Br. Jóhannsson
Hannes Jóhannsson,
Sigríður Hafdis Jóhannsdóttir,
og barnabörn
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir.
Ásdís Jónasdóttir.
Friðrikka Baldvinsdóttir,
Sveinn Sæmundsson
greiðvikni og takmarkalaus hjálp-
semi hennar, bar yl og hressandi
andblæ að hvers manns dyrum,
sem hún kom að. Marga dapra sál
hressti hún í geði á vansælum
stundum. Hún hafði lag á þvf að
smeygja geislum birtu og vonar
þangað sem döpur sál barðist við
skammdegisskugga tilveru
sinnar. Við sættum okkur við
dauðann, eins og þroskuðu fólki
sæmir, þótt hann hafi nú höggvið
f kunningjahópinn og lagt að
moldu göfuga konu, á raunalegan
máta. Við höfum djúpa samúð
með þeim, sem nær henni stóðu
en við kunningjar hennar. For-
eldrar hennar, eiginmaður og
börnin hafa að 3jálfsögðu meira
mísst en við.
Orð eru svo máttvana á skiln-
aðarstundu. En þau eru þó það
eina, sem trúverðugt sam-
ferðafólk á handbært í eigin sökn-
uði.
Fullorðnir skátar eiga að sjálf-
sögðu sínar minningar frá liðinni
tíð, eins og allir aðrir. Flestar
þeirra eru tengdar ljúfu lífi í
glaðværum hópi. A döprum
stundum þegar blöð fölna og lauf
fjúka, gæla þeir við þetta liðna líf.
Þar ber Betu mjög hátt, iðandi af
glensi og léttu gamni. Sólin skfn
og allir brosa. Regnið dynur og
vindurinn blæs. En það breytir
engu, þótt rigni, þvf að Beta hlær
og býður meira kaffi. Hún hlúir
að öllum í nágrenninu, sem ekki
nenna að gera það sjálfir, ef þeir
blotna.
Henni var margt vel gefið. Við
gömlu skátarnir og allir félagar
Betu í þeim hópi biðjum nú blæ-
inn, sem strauk vanga hennar
forðum og hvfslaði í laufinu, að
flytja henni þakklæti okkar fyrir
þær sólskinsstundir sem hún
flutti með sér inn í mannlffið. Við
biðjum einnig lindina, sem ennþá
þjalar við grundina að flytja
henni nú árnaðaróskir okkar á
hennar nýju vegferð. Hún var
ekki kona efasemdanna f þeim
efnum og þeirra mál skilur hún
nú betúr heldur en þótt við hróp-
um kveðjuorð út yfir gröf hennar.
Skarphéðinn Össurarson.
Ég kynntist henni Betu fyrst, er
ég var lítill drengur í Norðurmýr-
inni.
Mæður lftilla stráka eru alltaf
pínulítið sniðgengnar, þar sem
strákum finnst þær sjaldan öðru-
vísi en kvartandi yfir að litlu
strákarnir séu of lftið klæddir,
ættu að vera með húfur eða vera í
stígvélum, fara í úlpur, vera ekki
f leik nærri götunni, passa sig á
blómabeðum nágrannans o.s.frv.
Þar sem leikur okkar afmarkað-
ist af þröngum malbikuðum göt-
unum í mýrinni og tryggilega af-
girtum húsagörðum sóttum við
vinirnir ósjaldan inn á Mánagötu
16, þar sem Beta átti heimili sitt.
Þar opnaðist okkur félögunum
nýr heimur, heimur þar sem hún
var ekki lengur ein af þessum
þrasgefnu mæðrum lítilla stráka,
heldur félagi okkar og jafningi,
— sannur uppalandi.
Ég minnist þess að við eignuð-
umst okkar ákveðna talsmáta.
Með honum fékk Beta okkur til
þess að tjá hugsanir okkar og
þannig ól hún á gagnkvæmum
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
Blönduósi.
andaðist í Héraðshæli A-Húnvetninga 1 8. þ.m Jarðarförin fer fram frá
Blönduóskirkju, mánudaginn 28. október kl 14 00.
Erlendur Bjömsson. Katrfn Jónsdóttir,
Marteinn Björnsson, Amdís Þorbjamardóttir.
t
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður Og ömmu,
GUÐLAUGARMARÍU HJARTARDÓTTUR
Gnoðarvogi 18.
Valdemar Thorarensen Ingibjörg Óskarsdóttir
Soffia Thorarensen Gunnlaugur Arnórsson
Sunna Thorarensen og bamaböm.
t
Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför,
ÓLAFAR GUÐFINNSDÓTTUR,
Sundstræti 24, ísafirði.
Guðfinnur Magnússon, Jóna Bárðardóttir.
Guðriður Magnúsdóttir, Carl J. Eiríksson,
Bára Magnúsdóttir, Ámi Brynjólfsson,
Halldóra Magnúsdóttir, Þröstur Marselliusson,
Elma M. Hástrup, Torben Hástrup,
Elín Þ. Magnúsdóttir, Jón M. Gunnarsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. hlýhug og alla sæmd, vegna
fráfalls, eiginmanns míns, föður og tengdaföður okkar
ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR
bónda á Vatnsleysu
Ágústa Jónsdóttir,
Ingigerður Þorsteinsdóttir, Steingerður Þorsteinsdóttir,
Sigurður Þorsteinsson. Ólöf Brynjólfsdóttir
Einar Geir Þorsteinsson, Ingveldur B. Stefánsdóttir,
Kolbeinn Þorsteinsson, Erla Sigurðardóttir,
Bragi Þorsteinsson, Halla Bjarnadóttir.
Sigrfður Þorsteinsdóttir, Grétar Br. Kristjánsson,
Viðar Þorsteinsson, Guðrún Gestsdóttir.
skilningi milli litlu strákanna
annars vegar og stóra fólksins
hins vegar. Ógleymanlegar eru
mér ferðirnar upp á loft til þeirra
önnu og Páls, þar sem hún settist
við slaghörpuna, lék og söng fyrir
okkur boðskap ástarinnar gagn-
vart ættjörðinni og öllu því sem
lifði, lifir og mun lifa.
Nú á kveðjustund langar mig að
þakka þá mannúð, er hún kenndi
mér. Beta var dýrmætur þáttur f
lffi lítilla drengja, varð dýrmæt-
ari lífi ögn stærri drengja og verð-
ur það dýrmætasta f lffi fullorð-
inna drengja.
Ég votta eftirlifandi eigin-
manni hennar, börnum, foreldr-
um og systkinum sambúð mína á
raunarstundu.
Egill.
Framkvæmda-
hugur
á Reyðarfirði
Reyðarfirði — 23. október.
AFLI hefur verið mjög tregur hjá
Reyðarfjarðarbátum. Gunnar SU
139 er á leið til Bremerhaven í
Þýzkalandi með afla úr báðum
bátunum héðan, um 50 tonn. At-
vinnulíf á Reyðarfirði hefur verið
gott það sem af er árinu að öðru
leyti en því að hingað vantar
mikið iðnaðarmenn, og að lítið er
hér um fjölbreytta atvinnu fyrir
konur.
Aðalframkvæmdir hreppsins er
varanleg gatnagerð, bygging
íþróttahúss og sundlaugar og
bygging verkamannabústaðar.
Varðandi framkvæmdirnar við
íþróttahúsið og sundlaugina
standa vonir til að það verði fok-
helt árið 1976. Aætlaður bygg-
ingarkostnaður er milli 60 til 70
milljónir. Næsti áfangi varan-
legrar gatnagerðar er áætlaður 10
milljónir. Sveitarstjórinn hér,
Hörður Þórhallsson, tjáði mér, að
hér væri verið að vinna að aðal-
skipulagi Reyðarfjarðarog verður
því verki vonandi lokið f vetur.
— Gréta.
Norrænar hjúkr-
unarkonur þinga
í Danmörku
SAMVINNA hjúkrunarkvenna á
Norðurlöndum (SSN) hélt ár-
legan fulltrúafund sinn í Kaup-
mannahöfn dagana 17. — 20. sept.
s.l. Samtökin hafa innan vébanda
sinna yfir 130 þús. félaga. Höfuð-
viðfangsefni fundarins var
„Kjaramál og starfsaðstaða
hjúkrunarkvenna“.
Af tslands hálfu sátu fundinn 8
fulltrúar, en alls voru þátttak-
endur 73 frá öllum aðildarfélög-
unum.
Umræðugrundvöllur var:
launamál, trúnaðarmannakerfi,
starfsráðningar, framlag
hjúkrunarkvenna tit heilbrigðis-
mála, símenntun og framhalds-
nám og aðlöðun starfsfólks.
t
Þökkum auðsýnda samúð við
fráfall og bálför,
ÞORVALDAR
ÓLAFSSONAR
f rá Arnarbæli
Aðstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda sam-
úð við andlát og útför,
STEINUNNAR
SVEINSDÓTTUR
Börn, tengdabörn og barna-
börn.