Morgunblaðið - 26.10.1974, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974
IÞROTTAFRETTIR MORGOIIIBTAÐSINS
V
ÞAÐ ER ekki algengt, að Islend-
ingar séu framarlega f flokki á
alþjóðlegum golfmðtum. Þ6 gerð-
ist það í sumar, nánar tiltekið á
golfmóti sem fram fór f Broad-
moor f Colorado, Bandarfkjunum.
Mót þetta, sem nefnist World
senior golf championship, sóttu
tslendingar í fimmta sinn og
stóðu sig með mikilli prýði.
Mótið er óopinbert heims-
meistaramót eldri golfara. Það
var fyrst haldið árið 1959 í Broad-
moor og hefir verið haldið þar
árlega sfðan við sfauknar vinsæld-
ir. Upphafsmaðurinn að móti
þessu var maður að nafni Francis
H.I. Brown, og er sveitakeppnin
kennd við hann. Hann er nú lát-
inn, en bróðursonur, hans
Kenneth Brown öldungadeildar-
þingmaður, er nú einskonar
verndari mótsins. Þau skilyrði
eru sett fyrir þátttöku, að kepp-
endur hafi náð 55 ára aldri.
Broadmoor er kunnur staður
víða um heim sem íþróttamiðstöð.
Þar er lögð stund á ýmsar íþróttir,
svo sem skauta, tennis og fleiri
greinar, en hvað kunnastur er
hann fyrir hina eðlu íþrótt, golf.
í Broadmoor, sem er sjálfs-
eignarstofnun, er öll aðstaða til
gestamóttöku mjög góð. Nú þegar
eru þar tveir golfvellir og sá
þriðji í undirbúningi. Vellirnir
tveir eru taldir meðal tuttugu
beztu golfvalla Bandarfkjanna.
Þannig hagar til, að vellirn-
ir liggja í 6—7000 feta hæð
yfir sjávarmáli, og þvi tekur þó
nokkurn tíma fyrir ókunnuga að
venjast hinu þunna lofti. En það
hefur einnig sína kosti. T.d. er
talið, að högglengd golfara sé um
það bil 9% meiri í hinu þunna
lofti. Vellirnir eru umvafðir mik-
illi náttúrufegurð, sem veldur því
að hindranir eru miklar og fjöl-
breytilegar.
Keppnin í ár stóð í um það bil
viku. Hófst með sveitakeppni 23.
ágúst og leik með einstaklings-
keppni þann 30. Fulltrúar Islands
mættu til mótsins í fimmta sinn.
Fararstjóri Islendingannaogfyrir
liði var Helgi Eiríksson fyrrver-
andi bankastjóri. Helgi hefur
mætt til þessa móts í þau fimm
skipti sem Island hefir verið þátt-
takandi. íslenzku keppendurnir
voru Guðmundur Ófeigsson, sem
hefir þrisvar verið meðal kepp-
enda, Ingólfur Helgason, tvisvar
og Óli B. Jónsson, sem tók þátt í
fyrsta sinn. Með þeim í förinni
voru eiginkonur þeirra, þær
Jóhanna Arnadóttir, Kristín Guð-
mundsdóttir, Hanna Gabríels og
Guðný Guðbergsdóttir. Þrjár þær
sfðasttöldu tóku þátt í kvenna-
keppni, sem efnt var til.
Svéi4akeppnin stóð yfir í tvo
daga. Leikinn var einn hringur á
hvorum velli um sig. Arangur
þriggja beztu i hverri sveit var
talinn. íslenzka sveitin stóð sig
með mikilli prýði sem fyrr segir
hafnaði í ellefta sæti, en 28 þjóðir
kepptu þarna. Svo jöfn var
keppnin, sem lauk með sigri
Ástralíubúa, að hefði íslenzka
sveitin leikið fjórum höggum bet-
ur, hefði þeirra sess orðið sjöunda
sæti. tslendingar lentu í 3. sæti af
þjóðum Evrópu.
Einstaklingskeppnin fór fram
að sveitakeppninni lokinni. í
henni tóku þátt um 400 manns, og
var þeim raðað í riðla eftir
frammistöðunni í sveitakeppn-
inni. Þátttakendur voru á aldrin-
um 55—84 ára. Útsláttarfyrir-
komulag var á einstaklingskeppn-
inni. öllum tslendingunum gekk
vel í byrjun, en svo fóru leikar, að
þeir Óli og Guðmundur féllu úr
keppninni, en Helgi og Ingólfur
hlutu annað sætið I sínum riðlum.
Þess skal getið, að með því að
krækja sér þarna i verðlaun,
kórónaði Helgi fþróttaferil sinn.
Sín fyrstu verðlaun fyrir íþróttir
hlaut hann fyrir sextíu árum. Það
var 1914, þegar Helgi hljóp í boð-
hlaupssveit, sem bar sigur úr být-
um í hlaupi á vegum U.M.F.I.
Þetta er efalaust einstakur árang-
ur, allavega á Islandi, ef ekki f
heiminum.
Konurnar sátu ekki auðum
höndum í Broadmoor. Tvær
þeirra, þær Hanna og Kristin,
tóku þátt í kvennaflokki og höfn-
uðu í áttunda og níunda sæti af
fjörutíu. Einnig tóku þær þátt í
púttkeppni auk Guðnýjar við
góðan orðstír. Kristín varð í 2.—3.
sæti, en tapaði í bráðabana á
fimmtu holu.
Það var samdóma álit íslenzku
keppendanna, að ferð þessi yrði
þeim ógleymanleg. öll aðstaða til
mikillar fyrirmyndar og andinn
góður. Aðspurðir kváðu þeir eng-
an efa leika á, að tslandi héldi
áfram þátttöku í þessari glæsi-
legu keDpni.
Talið frá vinstri: Oli B. Jónsson, Kristfn Guðmundsdóttir, Hanna Gabrielsson, Jóhanna Árnadóttir,
Kenneth Brown, sentator frá Hawai, Guðný Guðbergsdóttir, Helgi Eirfksson, Ingólfur Helgason og
Guðmundur Ófeigsson.
Sennilega er áhugi leik-
manna mjög takmarðaður
á leik þessum enda hefur
hann ekkert að segja fyrir
þá — getur ekki einu sinni
breytt röð þeirra í Islands-
mótinu. En hvað um það.
Þetta er mjög svo um-
talaður leikur, og lok knatt-
spyrnuvertíðarinnar í ár.
Sögulegri knattspyrnuvertfð sumarsins lýkur með leik
Vals og Fram í dag. Myndin er úr einum leik Framara í
sumar og sýnir markvörð þeirra, Þorberg Atlason, sækja
knöttinn f markið.
SIGRAR ARMANN
EÐA FÁ KR-ING-
AR AUKALEIK?
t DAG fer fram á Melavell-
inum sfðasti opinberi
knattspyrnuleikur ársins,
en það er leikur Vals og
Fram í 1. deildarkeppni Is-
landsmótsins. — Flestum
mun kunnug forsaga þess,
að liðin þurfa nú að leika
saman að nýju. Valsmenn
kærðu Fram fyrir að nota
Elmar Geirsson í leik sín-
um gegn þeim í seinni um-
ferð íslandsmótsins, og
niðurstaða Sérráðsdóm-
stóls KRR varð sú, að
leikurinn skyldi teljast
ógildur og verða leikinn að
nýju.
Það mun hafa verið hug-
mynd Valsmanna um tíma
að gefa þennan leik, en
slíkt var hægara sagt en
gert. Það er litið mjög al-
varlegum augum, ef lið
ætla sér að gefa leiki í Is-
landsmótinu, og koma þá
til bæði fjársektir og aðrar
ráðstafanir.
Góð frammistaða
íslenzkra golfara
Lok knattspyrnuvertíðar—
Valur og Fram leika í dag
SIGRAR Armann KR f Reykja-
vfkurmótinu á morgun eða nær
KR að sigra og fá þar með rétt á
aukaleik?
Ármann er eina liðið, sem hefur
ekki tapað leik í mótinu, en KR
tapaði fyrsta leik sínum, gegn tS.
Víst er, að liðin eru mjög áþekk
að getu, og eins og verið hefur
undanfarin ár ætti að vera óhætt
að búast við hörkuleik. Eins og
menn muna léku þessi lið síðast í
Islandsmótinu í fyrra, og þá sigr-
aði KR eftir æsispennandi Ieik
þar sem Ármann átti möguleika á
að sigra að leiktíma loknum. Ár-
mann missti af titli þá, og víst er,
að Ármenningarnir ætla sér að
hefna þeirra ófara annað kvöld.
Á undan leik KR og Ármanns
leika Valur og IR. Valur lék við IS
í gærkvöldi, og var leiknum ekki
lokið þegar blaðið fór f prentun.
Hafi Valur sigrað í þeim leik
verður leikur Vals og IR annað
kvöld hreinn úrslitaleikur um 3.
sætið.
Að leikjunum annað kvöld
loknum, en þeir hef jast í Laugar-
dalshöll kl. 19, fer fram verð-
launaafhending. Auk verðlauna
til sigurvegara mótsins verða
veitt tvenn einstaklingsverðlaun.
Besti leikmaður mótsins verður
valinn, og að auki besta vftaskytta
mótsins. Keppni um vítaskyttu-
titilinn er mjög jöfn, en mestan
möguleika á þeirri styttu hafa
þeir Símon Ölafsson (76,2%),
Birgir Guðbjörnsson (75%), Kol-
beinn Kristinsson (71,4%),
Steinn Sveinsson (71,4%) og
Þröstur Guðmundsson (70,8%).