Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1974
35
Urðu að sætta sig við iafntefli
.... M , O J
Mikil kaflaskipti í leik íslenzka
liðsins við Svisslendinga í gær
ÍSLENDINGAR urðu að
sætta sig við jafntefli, 21-
21, í handknattleikslands-
leik við Svisslendinga sem
fram fór í borginni Wint-
erthur, við Ziirich í gær-
kvöldi. Er þetta öllu slakari
frammistaða hjá landslið-
inu, vonast hafði verið eft-
ir þar sem Svisslendingar
hafa hingað til ekki verið
hátt skrifaðir í handknatt-
leiksíþróttinni. Að sögn
Bergs Guðnasonar, farar-
stjóra íslenzka landsliðsins,
sýndu Svisslendingarnir
þó skemmtilegan leik á
móti íslendingunum í gær-
kvöldi, og höfðu einn þátt
áberandi betur á valdi sinu
en íslenzka liðið — hraða-
upphlaupin, en þannig
skoruðu þeir mörg marka
sinna. — Okkar menn
voru seinir í vörnina, eins
og svo oft áður, sagði Berg-
ur.
Jafntefli í þessum leik
gefur ekki ástæðu til bjart-
Ólafur H. Jónsson sýndi
góðan leik í gærkvöldi.
sýni á bærilega útkomu í
leikjunum tveimur sem ís-
lendingar eiga eftir í þessu
móti, gegn Vestur-Þjóðverj-
um og Ungverjum. Seinni
Asgeir (t.v.) og Ólafur Sigurvinssynir.
Ásgeir Sigurvinsson
gerir þriggja ára
samning við Standard
Verður Ólafur bróðir hans
atvinnumaður hjá sama félagi?
ÁSGEIR Sigurvinsson gekk f fyrrakvöld frá nýjum samningi við
féiag sitt Standard Liege. Gildir hann f 3 ár. 1 samtali sem Mbl.
átti f gær við Ásgeir úti f Belgíu kom fram, að hann er mjög
ánægður hjá félaginu og telur samninginn sem hann gerir nú
mjög hagstæðan. Ekki vildi hann fara nánar út í það hvað
samningurinn hljóðar uppá. Þá frétti Mbl. í gær, að Ölafur
Sigurvinsson, bróðir Ásgeirs, hefði fengið tilboð um að gerast
atvinnuknattspyrnumaður hjá Standard Liege. Ásgeir vildi sem
minnst um það mál segja, sagði að það væri alveg á byrjunarstigi.
Sagði hann, að til greina kæmi að fleiri fslenzkir knattspyrnu-
menn yrðu atvinnumenn f Belgíu, og þá frá og með næsta sumri.
Þessi mál væru Ifka á byrjunarstigi. Ekki vildi Ásgeir nefna
ákveðin nöfn, sagði aðeins, að þeir hefðu áður verið nefndir f
sambandi við atvinnumennskuna. Á hann þar við Guðgeir Leifs-
son, Jóhannes Edvaldsson og kannski einhverja fleiri. Álbert
Guðmundsson, fyrrverandi formaður KSl, er staddur f Belgfu um
þessar mundir, og aðstoðaði hann Ásgeir við samningagerðina.
Sagðist Asgeir vera Albert mjög þakklátur fyrir hjálpina. Enda
þótt þessi nýi samningur gildi til þriggja ára, þýðir það ekki
að Asgeir verði að dvelja hjá félaginu allan þann tfma. Hann
Framhald á bls. 20
hálfleikur þess leiks stóð
yfir er við náðum sam-
bandi við Berg í gær, og
var staðan i hálfleik 8—7
fyrir Ungverja. — Þjóð-
verjarnir tefla nú fram
alveg nýju liði, sagði Berg-
ur, — það virðist vera létt-
leikandi, en aðalmunurinn
á þessum tveimur liðum og
okkar liðum er þó mark-
varzlan, en bæði liðin hafa
á að skipa góðum mark-
vörðum.
Islenzka liðið byrjaði leikinn
heldur ógæfulega í gærkvöldi.
Eftir skamma stund var staðan
orðin 6—1 fyrir Svisslendinga, og
sýndi íslenzka liðið heldur slakan
leik á þessum upphafsmínútum
— reynd voru skot sem ýmist
lentu framhjá eða voru varin af
svissneska markverðinum, og
vörn islenzka liðsins var einnig
illa á verði. — Manni var hætt að
lítast á blikuna, þegar þannig
gekk, sagði Bergur.
En íslenzka liðið náði sér svo
vel á strik og sýndi góðan hand-
knattleik það sem eftir lifði hálf-
leiksins. Það komst yfir í 8—7 og f
hálfleik var staðan 11—8 fyrir
Island. Var því markatalan 10—2
fyrir Island seinni hluta hálfleiks-
ins.
I byrjun seinni hálfleiksins hélt
íslenzka liðið svo sínu striki. Stað-
an varð 14—10, 15—12 og 16—13,
Einar Magnússon — nýtti
vel vítaskotin.
en þá skall allt aftur f baklás hjá
fslenzka liðinu. Svisslendingar
komust yfir í 17—16 og eftir það
var jafnt á öllum tölum. Þegar um
mínúta var til leiksloka skoruðu
Svisslendingar sitt 21 mark og var
mikii spenna ríkjandi um hvort
íslendingum tækist að jafna. Þeg-
ar 20 sekúndur voru til leiksloka
fékk Ólafur Jónsson sendingu inn
á línu og skoraði af öryggi og
bjargaði þar með jafnteflinu fyrir
Island.
Það voru þeir Ólafur H. Jóns-
son og Axel Axelsson sem léku
aðalhlutverkin í þessum leik. Báð-
ir sýndu þeir frábæran hand-
knattleik á köflum og drifu is-
lenzka liðið áfram með krafti sfn-
um og dugnaði. Þá var þáttur
Einars Magnússonar allgóður.
Hann var lítið inná nema þegar
dæmd voru vítaköst á Svisslend-
inga. Þau voru fimm í leiknum
og skoraði Einar af öryggi úr
þeim öllum. Stefán Halldórsson,
sem var inná allan leikinn, komst
einnig mjög vel frá leiknum, svo
og hinir nýliðarnir tveir, Pálmi og
Pétur. Hins vegar var Viðar f
daufara lagi f leiknum og afskap-
lega óheppinn með skot sín.
Þeir sem hvfldu í þessum leik
voru þeir Guðjón Erlendsson og
Gunnar Einarsson, sem enn hefur
ekki jafnaði sig af meiðslum sín-
um og er óvíst hvort hann getur
nokkuð leikið í ferðinni.
Mörk íslenzka liðsins skoruðu:
Axel Axelsson 7, Ólafur H. Jóns-
son 5, Einar Magnússon 5 (öll úr
vftaköstum), Stefán Halldórsson
2, Jón Karlsson 1 og Viðar Símon-
ason 1.
Dukla
Prag
Það þarf engan að undra þótt
Svlar ræði nú um það af fullri
alvöru að hætta þátttöku I Evrópu-
bikarkeppninni I knattspyrnu. Að-
eins 728 manns ómökuðu sig til
þess að horfa ð leik Djurgaardens
og Dukla Prag er liðin mættust I
fyrrakvöld I UEFA-bikarkeppninni I
Stokkhólmi. Staðan I hálfleik var
0—0. en Nehoda og Gajdusak
skoruðu I seinni hálfleik fyrir
Duklaliðið, en Svíunum tókst ekki
að svara fyrir sig.
IOFNÞURRKAÐUR
HARÐVIÐUR
ABAKKI
ASKUR
BEYKI
EIK, japönsk
EIK, Tasmania
HNOTA
IRAKO
LIMBA
MAHOGNY
OREGON PINE
PAU MARFIN
RAMIN
YANG
TEAK
WENGE
PANELL A UTIHURÐIR úr harðviö
HARDVIÐAR
GÓLFLISTAR
ÚR BEYKI, EIK. JELLUTONG
MAHOGNY og TEAK
GEREKTI
á útihuröir
úr OREGON
PINE OG TEAK.
Svalahurðir - Utihurðir - Gluggasmíði
SÓGIN HF
HOFÐATUNI 2.
SIMI 22184.