Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974
15
Gunnar Bjarnason, ráðunautur:
Um mjólkurmengun
Vegna umræðna um mjólkur- Hornafirði hefur borið á góma, vil kvæmdastjóra mjólkursamlagsins
mengun, þar sem ostagerð í ég samkvæmt beiðni fram- i Höfn, Asgrims Halldórssonar,
^^—^———^^^gefa eftirfarandi skýringar og at-
hugasemdir:
Þingfréttir í
stuttu máli
Sameinað þing
Sl. fimmtudag var fjárlaga-
frumvarpið afgreitt til 2. umr. og
fjárveitinganefndar með 36
samhlj. atkvæðum.
Efri deild
Sama dag voru 5 mál til 1. umr.
í efri deiid: frv. um ríkisborgara-
rétt, sem dómsmálaráðherra tal-
aði fyrir; tvö frv. um meðferð
einkamála í héraði (um að flýta
skaðabótamálum v/slysa og hljóð-
ritun á dómþingum), er sami ráð-
herra talaði fyrir; um fiskveiði-
sjóð Islands (lán til kaupa á eldri
fiskiskipum), sem Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, forseti efri
deildar talaði fyrir; um afnám
söluskatts í farþegaflugi og far-
miðagjald til flugvallagerðar, sem
Halldór Ásgrímsson talaði fyrir.
Öllum þessum málum var vísað til
2. umr. og viðkomandi nefnda.
Neðri deild
A dagskrá neðri deildar voru 12
mál. Fyrsta málið, framhaldsum-
ræða (1. umr.) um ráðstafanir í
sjávarútvegi, tók allan fundartím-
ann og lauk þó eigi. Lúðvík
Jósepsson flutti ræðu af lengri
gerð. Sjávarútvegsráðherra og
Guðlaugur Gíslason svöruðu. Um-
ræðu var frestað. Önnur mál á
dagskrá komu ekki til meðferðar.
Ný mál
# Frumvarp til laga um happ-
drætti Háskóla Islands. Megin-
efni: Auk 4ra flokka hlutamiða
skal heimilt að gefa út sérstakan
flokk, B-flokk, sem hafa skal
fimmfalt gildi á við hvern hinna
flokkanna, bæði í iðgjaldi og vinn-
ingum.
0 Frumvarp til laga um br. á 1.
um vátryggingarsamninga. Um
skiptingu sakarefnis.
Sönglagahefti
Maríu
Brynjólfsdóttur
komið út
Komið er út sönglagaheftið 20
sönglög eftir Marlu Brynjólfs-
dóttur. Lögin eru mörg hver sam-
in við kvæði þekktra Ijóðskálda,
svo sem Steins Steinars, Jóns
Helgasonar, Jóhannesar úr Kötl-
um, Guðmundar Guðmundssonar,
Jóns Ólafssonar, Matthfasar
Johannessen og allmörg lögin eru
við kvæði Lárusar Salómonsson-
ar.
Sönglagahefti Maríu er 41 bls.
og prentuð hjá Kassagerð Reykja-
vikur en Carl Billich sá um frá-
gang á lögunum, Gunnar Sigur-
jónsson annaðist nótna- og letur-
teiknun og uppsetningu en kápu-
teikningu gerði Guðmundur K.
Jónsson.
• Frumvarp Þórs Vigfússonar og
Lúðvíks Jósepssonar um Stofn-
lánadeild landbúnaðarins. Efni:
Lán til nýbygginga og endurbygg-
inga skulu ekki verðtryggð.
0 Þingsályktunartillaga Þor-
valdar Garðars Kristjánssonar
o.fl. um virkjun Suður-Fossár á
Rauðasandi í Vestur-Barða-
strandasýslu.
0 Fyrirspurnir frá Halldóri
Blöndal til forsætisráðherra um
hvað líði gerð landshlutaáætlunar
í Norður-Þipgeyjarsýslu og til
hvaða þátta hún eigi að ná og til
sama ráðherra um hvað liði
störfum stjórnarskrárnefndar.
1. Á ráðstefnu um manneldis-
fræði og matvælaeftirlit hér í
Reykjavík, sem nýlega var haldin,
nefndi ég ostagerð i Hornafirði,
þar sem það var altalað á s.l.
sumri, að langtimum saman hefði
ostagerð i Hornafirði ekki reynst
framkvæmanleg, og heyrði ég þá
sennilegustu ástæðu nefnda
mengun af lyfjum (fúkalyfjum
gegn júgurbólgu). Um þetta hugs-
aði ég svo ekki nánar, enda er
þetta ekki innan míns fags.
2. Sævar Magnússon mjólkur-
tæknifræðingur mótmælti þvi á
ráðstefnunni, að orsök þessa
vanda hefði verið mengun taldi
ástæðuna vera enn á huldu, en
nefndi helzt annarlega efnasam-
setningu mjólkurinnar Siðar á
ráðstefnunni upplýsi starfsbróðir
minn hjá Brúnaðarélaginu, að
grunur manna um mengun á
fúkalyfjum hefði reynst rangur,
og mistökin hefðu stafað af notk-
un á röngum sýrumæli við osta-
gerðina.
Þarna hafa komið fram fullyrð-
ingar, sem verka ekkr sérlega
sannfærandi og stangast lítillega
á. Það kann vel að vera, að horn-
firsk mjólk sé og hafi verið laus
við mengun fúkalyfja, og af
reynslu mi'nni af hornfirsku fólki
gæti ég vel trúað þvi. Fullyrðing-
ar til og frá hafa ekkert gildi, og
því vil ég forðast allt slikt. Til
þess að geta fullyrt að hér hafi
fúkalyf ekki verið á ferðinni,
hringdi ég í Guðbrand Hlíðar hjá
Mjólkursamsölunni, sem annast
um fúkalyfjarannsóknir í sveitum
landsins og spurði hann um,
hvaða niðurstöður lægju fyrir um
þessar rannsóknir í Hornafirð frá
fyrri hluta þessa árs.
Svar Guðbrands Hlíðar: Við
höfum ajdrei framkvæmt fúka-
lyf jarannsóknir á mjólk úr
Hornafirði.
Ef hægt væri að sanna, að aust-
ur-skaftfellskir bændur noti alls
ekki fúkalyf gegn júgurbólgu, þá
væri fullgild sönnun fengin. Það
er hins vegar utan við minn
verkahring.
3. Sævar Magnússon mjólkur-
fræðingur upplýsti einnig á ráð-
stefnunni, að síðan þeim tókst að
hleypa ostinn fyrir austan, hefði
Ostasalan selt hann til Banarfkj-
anna fyrir gott verð og þætti hann
þar ágætur.
Þetta eru gleðitíðindi, og þau
vil ég undirstrika pg þar með ætti
þetta mál að vera ieyst okkur
Ásgrími Halldórssyni og öllum
öðrum til gleði, — og þó — hvers
vegna megum við Islendingar
ekki sjálfir njóta þessa ágæta osts
— og það var hvíslað hérna aftan
við mig og spurt: Hvað þurfum
við að borga mikið með hverjum
ostbita ofan í kanann??
Leiðrétting
NOKKRAR villur slæddust inn í
greinina „Grey þykir mér
Freyja," sem birtist i Mbl. sl.
sunnudag. Ástæðulaust er að leið-
rétta augljósar prentvillur, en
rétt er og nauðsynlegt að gera
eftirfarandi leiðréttingar: Þar
sem talað er um fjölda sjálf-
stæðiskvenna á Alþingi á að réttu
lagi að standa, að þær hafi verið
fimm og samtals setið þar i 40 ár
en ekki 4 eins og misritast hefur.
Þá er þess að geta, að einn kven-
fulltrúi Alþýðubandalagsins hef*-
ur setið á fjórða ár á Alþingi en
ekki 5 ár.
Eins og nefnd grein birtist í
blaðinu segir, að faðir Sigurlaug-
ar Bjarnadóttur hafi verið Sigurð-
ur Stefánsson alþm. Af samheng-
inu má sjá, að þetta er ekki rétt.
Að réttu lagi átti að standa, að
föðurafi Sigurlaugar hafi verið
Sigurður Stefánsson. Af einhverj-
um ástæðum segir ennfremur í
greininni, að visa Hjalta Skeggja-
sonar, sem vitnað er til, sé níð-
vísa. Það er öfugmæli, enda átti
þar að standa kersknivisa.
JHprgxtnMatiili 1
mnRGFRLDnR
mÖGULEIKR VÐRR
Dr. Kristján Eldjárn
(Mótun penings
ekki lokið)
ÍS-SPOR
PR.ÍR FORSETAPENINGAR.
Forsetapeningamir eru þrír,
hver með mynd af forseta á
framhlið og táknrænni mynd á
bakhlið. Sérhver peningur er
sleginn í kopar, silfur, gull og
platínu.
SVEINN BJÖRNSSON FOR-
SETI ÍSLANDS frá stofnun lýð-
veldisins 17. júní 1944 til 1952.
Bakhlið peningsins er af lögbergi
á Þingvöllum þar sem Alþingi
var stofnað 930 og íslenzka lýð-
veldið 17. júní 1944.
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ANN-
AR FORSETI LÝÐVELDISINS
frá 1952 til 1968. Bakhlið pen-
ingsins er af Bessastöðum, bú-
stað forseta.
DR. KRISTJÁN ELDJÁRN
PRIÐJI OG NÚVERANDI
FORSETI LÝÐVELDISINS frá
1968. Bakhlið peningsins sýnir
táknræna mynd varðandi forn-
leifarannsóknir og fræðistörf for-
setans.
Forsetar tslands
ÍS-SPOR HF. og systurfyrirtæki þess SPORRONG AB í Svíþjóð gefa út sameiginlega
FORSETAPENINGA í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins
og til heiðurs þeim mönnum sem á þessu tímabili hafa verið forsetar íslands.
Forsetapeningana hefur mótað
hinn velþekkti listamaður
RAGNAR
KJARTANSSON
myndhöggvari.
Ragnar hóf þetta
starf í ársbyrjun
1974, en mjög er
nú orðið
langt um liðið stðan minnispen-
ingar (medaljer) hafa verið gerð-
ir af íslenskum myndhöggvara.
Mótun minnispeninga er sérstök
listgrein og talin til höggmynda-
listar.
Ragnar er löngu landsþekktur
listamaður. Verk hans er að
finna á söfnum í Kaupmanna-
höfn, Gautaborg, Rostock ásamt
Listasafni íslands, í eigu Reykja-
víkurborgar og víða um land.
Ragnar hefur tekið þátt í fjölda
sýninga utanlands og innan.
MJÖG TAKMARKAÐ
UPPLAG.
Forsetapeningarnir eru fram-
leiddir úr platínu, gulli, silfri og
kopar í mjög takmörkuðu upp
lagi. Hver peningur er númer-
aður og er heildarupplagið, sem
boðið er af ís-spor hf. og Spor-
rong AB samanlagt aðeins 3.000
seríur brons, 2.000 seríur sterl-
ing silfur, 300 seríur 18 karata
gull og 20 seríur platína.
UPPLÝSINGAR:
Málmur Stærð
Brons 50 mm
Silfur 925/1000 50 mm
Gull 18 K 50 mm
Platína 50 mm
SÍÐASTI PÖNTUNAR-
DAGUR:
Tekið verður á móti pöntunum
til 31. desember 1974, svo fram-
arlega að upplagið sé ekki upp-
selt fyrir þann tíma. Pantanir
verða afgreiddar í þeirri röð sem
þæf berast og væntanlega verður
unnt að afgreiða fyrstu pantan-
ir í desember.
Aðeins er hægt að kaupa heilar
seríur þ. e. 3 peninga í hverjum
málmi.
Hám. upplag Pyngd
3000 sett 70 gr.
2000 sett 75 gr.
300 sett 95 gr.
20 seti 125 gr.
Innifalið í verðinu er söluskatt-
ur, vönduð askja og sendingar-
kostnaður. AB SPOR'RONG.
Norrtálje, Svíþjóð sér um sölu og
ipenlngar: Þrlr (orsetar
útgefnlr f tllefnl af 30 ára afmæll Islenzka lýOveldisln
Undirritaður pantar minnispeningaseríuna (3 stk. minnisp.) i
þeim málmi og á því verði sem hér segir:
dreijingu á minnispeningumtm
í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og
Danmörku. Söluverð er það sama
hér og erlendis. „
- ---------------------
Hjálagt kr.
seríur í bronsi
seríur í silfri (925)
seríur í 18 K gulli
seríur í platínu
á kr. 6.880.00 settið
á kr. 18.220.00 settið
) verð í samræmi við
J skráð gullgengi í dag
sem er helmingur ofangreinds
Greiða má ofangreinda upphæð inn á Gíró-reikning nr. 48333
Innifalið í verðinu er söluskattur, sendingarkostnaður og askja.
andvirðis. Eftirstöðvarnar greiðast við afhendingu minnispening-
anna.
PÖNTUN TIL fS-SPOR HF. Ármúla 1
Nafn
Heimilisfang
Dagsetning
undirskrift
- PósthóH 1151 REYKJAVfK SfMI 82420