Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1974
Auður
Saga
og
sagnir
(Gísli Súrsson, maður Auðar, varð sekur fyrir víg, er hann
hafði unnið, oftast tilneyddur vegna skylöleika eða annars.
Verstu fjandmenn hans voru Börkur hinn digri og Eyjólfur grái
og höfðu þeir gert margar atrennur til þess að ráða hann af
dögum. Nú er sendur maður, sem er á vist með Eyjólfi, Njósnar-
Helgi, til þess að njósna um verustað Gísla).
Frá því er sagt, að einhverju sinni var Helgi enn
sendur i Geirþjófsfjörð, og þykir mönnum áræðilegt,
að Gísli muni þar. Sá maður fer með honum, er
Hávarður hét. Hann hafði komið út um sumarið áður
og var frændi Gests Oddleifssonar. Þeir voru sendir
í skóga að höggva efnivið. En þó að þetta væri
yfirbragð á þeirra ferð, þá bjó hitt undir, að þeir
skyldu leita að Gísla og vita, ef þeir fyndu fylgsni
Gísla. Og einn dag að kvöldi sjá þeir eld í kleifunum
í öllum þessum reitum er felumynd af einu dýri sem
við þekkjum öll af myndum og sum sem komið hafa í
dýragarða hafa séð þau þar ljóslifandi. Ef vel er
athugað að í sumum reitanna er svartir punktar. Til
þess nú að leysa gátuna um dýrið, er einfaldast að lita
reitina með punktunum í alla í sama lit og þá kemur
myndin af dýrinu fram.
fyrir sunnan ána; það var um dagseturskeið og
niðamyrkur sem mest. Þá spyr Hávarður Helga,
hvað þá sé til ráðs. „Muntu“, segir hann, „vera þessu
vanari en ég.“ „Það mun ráð“ segir Helgi „að hlaða
hér vörðu á hóli þessum, er nú stöndum við á, og
mun þá finnast, er ljós dagur er; og sér héðan frá
vörðunni til kleifanna, er skammt er að sjá.“ Þetta
ráð taka þeir. Og er þeir hafa hlaðið vörðuna, sagði
Hávarður sig syfja, svo að hann kveðst ekki mega
annað en sofa. Hann gerir svo. En Helgi vakir og
gerir það, sem ógert var að vörðunni. Og er hann
hafði því lokið, þá vaknar Hávarður og biður Helga
þá sofa, en hann kveðst vaka mundu. Og Helgi sefur
um hríð. Og á meðan hann segur, tekur Hávarður til
verks og ber á burt vörðuna alla. Og er hann hefur
það gert, tekur hann stein einn mikinn og keyrir
niður í bergið, nærri höfði Helga, svo að jörðin
bifaðist við. Og þá sprettur Helgi upp og verður
lafhræddur og felmtsfullur og spurði hverju gegndi.
Hávaróur sagði: „Maður er í skóginum, og hafa
margir slíkir komið í nótt.“ „Það mun Gísli verið
hafa,“ segir Helgi, „og mun hann hafa orðið var við
okkur, og máttu það skilja, félagi góður, að við
munum allir Iemjast, ef á okkur kemur slíkt grjót, og
er eigi annað ráð en verða á burtu sem skjótast.“ Nú
rennur Helgi sem fljótast hann má, en Hávarður
gengur á eftir og biður Helga ekki hlaupa undan sér.
En Helgi gaf að því engan gaum og fór sem fætur
toguðu. Og að lyktum komu þeir báðir til skips og
stíga þar á og ljósta síðan árum í sjó og róa sem
ákafast.
Þeir létta ekki fyrr sinni ferð en þeir koma heim í
Otradal, og segir Helgi, að hann sé vís orðinn, hvar
Gísli sé niður kominn. Eyjólfur víkst við skjótt og fer
þegar við tólfta mann, og er þar í för Helgi og
Hávarður. Þeir fara til þess er þeir koma í Geirþjófs-
fjörð og ganga um alla skóga og leita vörðunnar og
fylgsnis Gísla, en finna hvorugt. Nú spyr Eyjólfur
Hávarð, hvað þeir settu vörðuna. Hann svarar:
„Ekki má ég það vita, þvi að bæði var, að ég var svo
syfjaður, að ég vissi fátt frá mér, enda hlóð Helgi þá
vörðuna, er ég svaf. Ekki þykir mér örvænt, að Gísli
hafi orðið var við okkur og hafi borið burt vörðuna,
þá er lýsti og við vorum í burtu farnir.“ Þá mælti
Eyjólfur: „Eigi verður oss auðvelt þetta mál, og
munum vér aftur snúa.“ En þó kveðst hann áður
vilja hitta Auði.
ANNA FRA STORUBORG -
N l CJ N Dl ÞÁTTUR
1. BRf JÐKAUPIÐ
Bróðkaup þeirra örmu og Hjalta var haldið heima á Stóru-
burg og var ekki margmennt. önnu fannst réttast að láta
fara sem allra minnst fyrir því. Þetta brúðkaup var svo óvana-
legt og mundi líta svo uridarlega út fyrir almenningssjónum,
þar sem brúðurin var hátt á fimmtugsaldri, brúðguminn
mitt á fertugsaldri og bórnin orðin átta.
Lögrnaðurinn sat þó brúðkaupið, en auk hans var boðsfólkið
nokkuð undarlega valið. Dalshjónin voru þar ekki og fæstir
af ættmennum brúðarinnar. En Halldór á Núpi var þar og pró-
fasturinn i Holti. Þar var líka Sigvaldi í Hvammi og Steinn
á Fit og Hallur grámunkur.
Steinrr hafði reynzt önnu trúr og dyggur öll þau ár, sem
Hjalti hafði orðið að nota hellinn, enda hafði Anna ekki
prettað hann um endurgjaldið. Skömmu fyrir brúðkaupið
hafði hún keypt jarðarpartinn af Sigvalda og gefið honum
hann. En hún hafði ekki látið það nægja, heldur gefið honum
svo af Iifandi fé, að bú hans hafði aukizt nær um helming.
Þetta kom sér vel, því að Steinn var fátækur ómagamaður
— eitt af því, sem Hallur bróðir hans gat ekki með nokkru
móti fyrirgefið honum, — og átti fremur erfitt uppdráttar.
Steinn var því glaður, þegar hann kom í brúðkaupið, en ekki
minnkaði gleði hans, er þangað kom, því að þá var honum
skipað til sætis hið næsta lögmanninum, milli hans og Sig-
valda í Hvammi.
SAGA FRA SEXTÁNDU OLD Jón
Trausta
„Kg hafði nú einu sinni ásett rnér að láta hengja þig, lags-
maður, fyrir bjargráðin við Hjalta,“ mælti lögmaður um leið
og hann laut niður að Steini, sem var eins og krakki við hlið-
ina á honum, og klappaði á herðamar á honum. „En nú
skulum við drekka sáttabikarinn.“
Steinn skríkti eins og fugl af kæti og neri saman höndun-
um. Svo hvolfdi hann í sig úr „sáttabikamum“, án þess að
hafa sinnu á því að hringja við lögmanninn.
Lögmaður hló dátt að kunnáttuleysi hans í veizlusiðun-
um, en var honum góður og sá honum fyrir nægum og
góðum drykkjuföngum.
Þegar búið var að drekka minni heilagrar þrenningar með
miklum hátíðleik og söngvum fyrir og eftir, var drukkið
minni brúðhjónanna. Prófasturinn mælti fyrir því. Hélt
hann snjalla ræðu og minntist hinnar löngu og einkennilegu
baráttu þeirra fyrir ást sinni, sem nú hafði fengið svo sigur-
sælar lyktir. Minntist hann þess nú, er hann hafði fyrir
mörgum ámm reynt að bera sáttaorð milli systkinanna og
koma fyrir þau vitinu hvort í sínu lagi, en orðið að gefast
upp. Lauk hann máli sínu með nokkrum vel völdum erind-
um undir dýram og fögmm hætti, sem hann söng einn með
þýðum og vel æfðum rómi. Að ræðunni lokinni áttu allir
boðsgestir að drekka þeim til og kasta á þau kveðju í ljóðum
um leið. Vom þau erindi ýmist gamlar „amorsvísur“, við-
lög gamalla hetjukvæða, ljúflingaljóð eða blátt áfram rímna-
erindi, en öll vom þau kveðin við raust. Tókst mörgum þetta
ófimlega, og varð af hin bezta skemmtun.
mcötnorounkoffinu
Má ég hér kvarta yfir
lyftuhurðinni sem skall
aftur alltof fljótt?
Hann situr nú inni fyrir
tvíkvæni.
Getum við skotist út
áður en þeir leika þjóð-
sönginn?
Bubbi minn sé að koma.
Höfðuð þér ánægjulega
helgi?