Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974 ® 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 V_______________✓ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR VELDUR,HVER § SAMVINNUBANKINN, m HELDUR BÍLALEIGAN ^IEYSIR CAR RENTAL --.24460 m 28810 PIONEER Útvarp og stereo kasettutæki Ferðabílarhf Bílaleiga S-81.260 5 manna Citroen G.S.fólks- og stationbílar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðarbilar (með bílstjórn). Hópferðabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Simi 86155 og 32716. 1 Annast allar' raflagnir og viðgerðir f hús og skip HILMAR FOSS lögg. skjalaþýð. og dómt. Hafnarstræti 1 1 — sími 14824 (Freyjugötu 37 — sími 1 21 05) Fiskiskip Skipasala — Skipaleiga, Vestur- götu 3, sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiski- skipa. HrU TBOÐ S AMNINGAR TiiboSaöflun — samningagerð. Sóleyjargötu 17 — sími 13583. KnúturBruunhdl., Logmannsskrifstofa Grettisgotu 8 II h. Sími24940 Hver er N.N.? t dagblaðinu Þjóðviljanum birtist sl. sunnudag grein eftir Þorgeir Þorgeirsson, sem bar yfirskriftina: „Um pólitískan sfmahasar.“ Meginefni greinar- innar er eftirfarandi dæmi- saga: „Ur Ifkingunni 1 dæmisög- una. Fyrir tæpum áratug varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að vera ritskoðaður alveg vafninga- laust. Ég hafði samið við heimilis- blað hér i bænum um að skrifa fyrir það lýsingu á ákveðnum atburði í sjávarplássi. Greinin hófst á inngangi sem iýsti staðnum. Upplýsingarnar voru úr samtölum við staðar- búa og raunar var þetta saga nokkuð margra sjávarplássa um leið. Barátta við náttúruöfl- in, þar á meðal kapítalismann. Eitthvað var vikið að þvf óláni þorpsbúa að hver auðmaðurinn á fætur öðrum hefði eignast atvinnutæki staðarins, fjárfest ágóðann í Reykjavík, manóreað heimafyrirtækjunum á haus- inn og farið suður til eigna sinna en skilið staðinn eftir f rúst handa næsta „athafna- manni“ að kaupa á slikk og leikasama leikinn. Þessi inngangskafli var strik- aður út úr greininni. Ritstjór- inn sagði mér að eigandi rits- ins, ungur fhaldsmaður sem við getum bara kallað N.N., hefði gert það. Honum fannst þetta vera kommúnismi. Þessu kyngdi ég, djöfuls aul- inn. Og fannst meira að segja bót f máli, ef satt væri, að al- menn skoðun fólks f sjávar- plássi væri kommúnismi enda þótt fólkið ætti eftir að átta sig á þessu og væri enn að kjósa íhaldið. Ritstjórinn sagði við mig nokkur huggunarorð 1 þessu sambandi. — Það eru nú aðallega hús- mæður sem iesa þetta blað, Þorgeir minn, og þær hafa lítið við svona efni að gera. Skrifaðu bara skáldsögu um þetta, ha. Þá var enn ekki farið að kalla þjóðfélagslegt samhengi inni- haldslaust tfskuorð. Það kom Sfðan þetta gerðist hef ég ekki látið strika út parta úr greinum hjá mér. Eh nú segir meira af N.N. Litlu sfðar hætti heimilisblaðið hans að koma út og hann gekk í Alþýðuflokkinn. Það var á mið- vikudegi. Sagan segir að hon- um hafi hlotnast embætti á hvern virkan dag út þá viku. Það þriðja og seinasta á laugar- dagsmorgun. Ekki dreg ég af þessu neina neikvæða ályktun nema þá að laugardagsfrfin voru ekki kom- in til þegar þetta gerðist. Engu fagna ér meir en því að menn kasti trúnni á einkakapítalið og hallist að félagslegum fram- kvæmdum í einhverri mynd. En það verður að gera kröfu til sinnaskipta eins og annarra hluta. Og N.N. þessi hefur bersýni- lega haldið áfram að fleyta kerlingar yfir flokkana til vinstri þvf nýlega var ég að skrifa f vinstrasta dagblað landsins og hóa f einhverjar umræður um „opinbert hneyksli" eins og það heitir þegar kerfispólitfkusarnir eru að grípa handfylli af einhverju kerfisleyndarmálinu og henda upp í augun á mótstöðumanni sfnum á almannafæri svo hann verði viðráðanlegri á næsta nefndarfundi — auðvitað þótt- ist ég hafa vit á málinu og leiðrétti einhverjar missagnir og rangfærslur — en hver er það þá sem hringir eftir að skrifið birtist nema sjálfur N.N. og er reiður, hneykslaður og sár. — Hvað á það að þýða að birta greinar sem styðja mál- stað íhaldsmanna? segir þessi voldugi maður og vinstrisinn- aði. Ekki kærir hann sig þó um að skrifa og hrekja það sem sagt hefur verið. Ekki frekar en forðum. Ansar lfklega ekki hverju sem er. Eða hann vill fá frið fyrir sannleikanum til að tefla sína refskák bakvið tjöldin." •ifiApjBtnj -j jnpjor\ :ja pijbas iN'N J8AH JBAg — Þórður Jónsson, Látrum: Alþingi sett 1 DAG var sett hið háa Aiþing okkar íslendinga. Þá var úr- hellis rigning hér vestra, svo fénaður úti við stóð í höm, en fólk innivið hlustaði á hina formföstu og helgu athöfn setn- ingu Alþingis. Sjálfsagt hafa margar þýð- ingarmiklar spurningar leitað á huga hlustenda, þvi störf Al- þingis og hvernig með þau tekst er engum okkar þjóðfélags- þegnanna óviðkomandi, heldur er undir því komin velferð okk- ar flestra, og jafnvel lífsham- ingja, svo mikilvæg er þessi samkoma, Alþingi. Það varðar því miklu aó vandað sé valið til þessarar samkomu, en er það svo? Þetta er vafalaust ein af þeim spurningum, sem komið hafa upp í hugum hlustenda. Fyrir mitt leyti vil ég svara þessari spurningu á blaói, og með nokkrum rökstuöningi. Það er alltof tilviljanakennt, hvernig þessi þýðingarmikli hópur er valinn, og engar kröf- ur gerðar til einstaklinga hans um mentun eða starfsþroska. Meðan hægt var að segja, að fóikið sjálft veldi þingmennina, og kjördæmaskipun og kosn- ingafyrirkomulag gaf því færi þar á, má segja að ástandið hafi verið betra, en með núverandi kjördæmaskipun og fyrirkomu- lagi er þetta afleitt. Þvi hvað sem hver segir, eða skrifað stendur, þá eru það örfáir menn i hverjum flokki sem raunverulega ráða þingmanns- efnunum, en ekki fjöldinn. Ég hef ekki orðið var við að þetta sé öðruvísi hjá einum flokknum en öðrum, og þá ekki alltaf víst að valið sé að vilja fjöldans, þótt kjósendur samþykki það við kjörborðið, heldur en að nota ekki sitt atkvæði. Á þessum tímum menntunar og menningar, sem nú ganga yfir, góðu heilli, því sönn menntun á alltaf að verða til góða, fyrirfinnst varla starf með þessari annríkisþjóð, þar sem ekki er krafizt einhvers- konar prófs, eða verkþjálfunar, til þess að viðkomandi teljist fullfær i starfi, nema að vera alþingismaður, til þess þarf enga pappíra, bara að vera til með óflekkað mannorð. Ég veit það vel, að fjöldi landsins beztu sona og dætra, sem gert hafa garðinn frægan, hefir ekki allt verið langskóla- gengið fólk, en hversu miklu fremur hefði þessu fólki ekki notazt meðfæddir hæfileikar, ef það hefði fengið menntun við sitt hæfi. Mér finnst í dag allt önnur viðhorf í þessu máli en voru áður fyr, þá var það svo, að um byggð og bæ leyndust margir kjörviðir sem var fyrirmunað að njóa menntunar með skóla- göngu. Sjálfsmenntun ásamt meðfæddum hæfileikum var þeirra eina von til frama, sem að sjálfsögðu veitti þeim að- gang að starfi, ef harðfylgi og dugnaður var fyrir hendi. Nú eiga allir að hafa kost menntunar, eftir þvi sem hver óskar, og telur sig hafa þörf fyrir til þess að stunda það lífs- starf, sem hann helzt óskar. Hvers vegna á þá aó undan- þiggja háttvírta væntanlega al- þingismenn með að leggja fram til dæmis ákveðin menntunar- skilríki, samkvæmt ákveðnum kröfum þar um, eða verkþjálf- un uppáskrifað af yfirkjör- stjórn viðkomandi kjördæmis, þegar þeir bjóóa sig fram til Alþingis. Að sjálfsögðu er hægt að benda á langskólagenginn mann með næga pappíra og annan við hlið hans sjálfmennt- aðan með enga pappíra, sem er hinum fyrtalda jafnfær eða i flestu fremri eða öfugt. En það skiptir ekki máli, það er engin regla, reglan á að vera sú, að á hinu háa Alþingi sitji valdir menntamenn og konur, úr sem flestum starfsgreinum þjóð- félagsins, því allar starfsgrein- ar eiga nú hámenntað fólk. Þá tel ég einnig að takmarka eigi hversu langa setu menn megi hafa á Alþingi í einni lotu, burt séð frá hæfni þeirra eða getu, þannig að sem flestir kjör- viðir þjóðarinnar á hverjum tíma megi þar sæti taka um sinn. Það mundi minnka stór Iega kynslóðabilið á hinu háa Alþingi, og að ég held virka á allan hátt jákvætt. Að lokum leyfi ég mér að óska háttvirtum alþingismönn- um gæfu og gengis innan þings og utan og vil taka það fram, að framanskráð er ekki ritað af vantrausti eða óvildarhug til eins eða neins þingmanns eða Alþingis sem heildar, heldur er það sannfæring min, að á- minnstar breytingar mundu mjög til bóta. Látrum 29.10.— 74. Þórður Jónsson Vilhjálmur H. Vilhjálmsson: Slæm símaþjónusta Þann 27. október síðastliðinn var ég á leið í Tindfjöll ásamt fieira fólki. Rétt fyrir ofan túnið í Fljótsdal lenti bifreiðin í bleytu og festist þar. Ég kallaði úr tal- stöð minni í loftskeytastöðina á Gufunesi og bað hana að hringja að Háamúla i Fljótshlíð, en þar vissi ég, að fólk er alltaf heima, og að bæði Sigurþór bóndi og Einar sonur hans mundu koma og hjálpa mér, því að þetta fólk hefi ég þekkt í 35 ár. Klukkan mun þá hafa verið rúmlega 19 á sunnudagskvöldið. Gufunes tjáði mér, að þeir gætu ekki náð sambandi við Háamúla í Fljótshlíð, Hvolsvöllur svaraði ekki, þar sem símstöðinni væri lokað kl. 19, eftir að nýja stöðin kom þar. Mér þótti þetta mjög ótrúlegt og spurði þá, hvað þeir gerðu, ef ég eða einhver annar í bílnum væri slasaður. Þeir sögðust ekkert geta gert til að ná sambandi við Hvolsvöll. Ég fór nú að bjástra við bílinn, ásamt samferðafólkinu, og hafði það af að losa hann, svo þetta kom okkur ekkert að sök. Ökum við áfram upp i Tindfjöll, en ekki gat liðið mér úr minni, að fólkið skyldi búa við slíkt örýggisleysi. Daginn eftir komum við að sjálf sögðu við í Háamúla, eins og vani minn er, þegar ég kem úr Tind- fjöllum, og þáðum við góðgjörðir hjá þeim hjónum, Katrínu og Sigurþóri. Okkur var þá tjáð, bæði af þeim og syni þeirra, sem þar býr, að þau væru ver sett nú en áður, því meðan gamla stöðin var, þá hefði bóndinn eða sá, sem gætti hennar, alltaf svarað neyðarhringingum eftir lokun. Nú væri stöðinni lokað kl. 19 á sunnudögum og kl. 21 aðra daga, og eftir þann tima væru þau algerlega sambandslaus við um- heiminn. Þau sögðu mér frá ýms- um átakanlegum dæmum, sem komið hefðu upp, siðan þetta tímabil hófst, og kváðust hafa gert allt, sem þeim datt í hug til að fá þetta leiðrétt, talað við þing- menn, og sýslunefnd hefði skrifað suður, en ekkert orðið ágengt. Er ég kom til Reykjavíkur á mánudaginn, ákvað ég að reyna að kanna þetta betur. Mér var tjáð að málið heyrði undir Hall- dór E. Sigurðsson ráðherra, sem hefði með póst- og símamál að gera. Eg pantaði því viðtal við ráðherra á miðvikudagsmorgun- inn. Það tók mig tvo klukkutíma að ná tali af honum. Ráðherra taldi, að neyðarvakt væri á sím- stöðinni á Hvolsvelli, en lofaði að athuga málið nánar. Þegar liðnir voru tveir dagar, og ég heyrði ekkert í ráðherra, hringdi ég í skrifstofustjóra Landsimans, Braga Kristjánsson, hann hafði líka skoðun og ráðherra á málinu, hélt að það væri vakt, en sagði, að ráðherra hefði ekki talað við sig. Þar sem nú er kominn 5. nóvember og slysin gera ekki boð á undan sér, hefi ég enga aðra leið en reyna að fá blöðin í iið með mér. Eg veit, að Halldór E. Sigurðsson vill ekki bíða eftir því, að slíkt slys komi fyrir þarna fyrir austan, eins og kom fyrir á Aust- fjörðum, en eftir að það átti sér stað, var neyðarvakt sett á sim- stöðina á Egilsstöðum. Þannig stendur á, að ég er á förum úr landinu á morgun og verð i burtu að minnsta kosti þrjár vikur, og mér finnst ég ekki hafa gert skyldu mína við samborgarana, nema að gera allt, sem i mínu valdi stendur til þess, að þessu verði kippt í lag. Þetta er ekki eingöngu mál þeirra i Fljótshlíð- inni, þetta er mál allra á Islandi, sem búa við likar aðstæður, eftir að simakerfinu á Islandi var breytt. Ég vona því fastlega, að ráóherra, sem ég veit er sann- gjarn maður og góðviljaður, gefi sér tíma til aó kippa þessu i lag. Með þökk fyrir birtinguna. P.S.: Ég hafði samband við Hvolsvöll í dag, og sagði stúlkan, sem ég talaði við, að þar væri engin neyðarvakt. Reykjavík, 5. nóv. 1974. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.